Lögberg - 12.04.1956, Page 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. APRIL 1956
7
Undarlegir giftingarsiðir
í þessum eínum er sinn siður í landi hverju
Á Marques-eyjum er það
venja, að ein kona giftist
mörgum óskyldum karl-
mönnum.
í Suður-Indlandi tíðkast
aftur á móti hin svokallaða
bræðragifting, þ. e. að ein
kona giftist nokkrum bræðr-
um, og er það hin venjulega
giftingaraðferð, og sú sem
heppilegust þykir.
Indíánar, bæði í Norður- og
Suður-Ameríku, giftast hver
um sig mörgum konum. Und-
antekningar eru að vísu til,
svo sem Pueblo Indíánarnir.
Fjölkvæni er heldur ekki
sjaldgæft meðal Araba og
negra í Afríku og tíðkast
einnig í talsverðum mæli víða
í Asíu.
Samkvæmt fyrirmælum
Kóransins mega þeir, sem
eftir hans lögum lifa, ekki
eiga fleiri konur en fjórar,
þótt margir bregði út af því.
Hjá þjóðflokkum á Malabar
eru allar dætur, sem bætast í
hópinn (einkum hjá stórum
fjölskyldum) giftar einum og
sama manni. Giftingin fær
samt aldrei fram að ganga í
venjulegum skilningi okkar,
því að eftir 3 daga eru þau
skilin að lögum og maðurinn
leystur út með gjöfum, og er
hann þá úr sögunni, hvað
þeirri stúlku viðvíkur. Síðar,
þegar stúlkurnar hafa öðlast-
nægan þroska, leyfist þeim að
búa með mönnum úr þjóð-
flokknum um lengri eða
skemmri tíma. Þeir eru samt
aldrei viðurkenndir sem hinir
raunverulegu eiginmenn, því
samkvæmt Hindúalögum get-
ur kona aðeins verið einum
manni löglega gefin um ævina/
Þessir elskhugar eru algerlega
valdalausir í húsum stúlkunn-
ar og hafa engan rétt yfir
þeim afkvæmum, sem þeim
kunna að falla í skaut; þar af
leiðandi gegna þeir engum
skyldum. Húsbóndinn er aftur
á móti elzti bróðir stúlkunnar,
og ef leitað er að hinum lög-
lega föður barna þeirra, er
stúlkan elur, er það maðurinn,
sem hún var gefin í þrjá daga
á unga aldri — hinn fjarver-
andi eiginmaður. —
Faðirinn ekki ialinn með
Þetta segir þó ekki alla sög-
COPENHAGEN
Heimsins bezfa
munntóbak
una um giftingarsiði á Mala-
bar. Nayarkonur eru í fullum
rétti til að leita sér félaga
meðal Manbutiri-Brahmana
flokksins, þótt þær eigi þegar
mörg börn með áðurnefndum
elskhugum. Brahmanarnir
búa við hin ströngustu lög
hvað erfðarétt snertir. Aðeins
elzti sonurinn ber nokkuð úr
býtum í þeim efnum og hon-
um einum er heimilt að gift-
ast, hinum yngri er giftingin
forboðin. _
Zuni-Jndíánar vestan hafs
og aðrir rekja ætterni sitt að-
eins til móðurinnar, þar sem
það virðist liggja beinast fyrir,
a. m. k. frá líffræðilegu sjón-
armiði. Frá þeirra sjónar-
horni er það hinn eðlilegi og
-rétti gangur, en að telja af-
kvæmin til föðursins, eins og
við gerum, er í þeirra augum
fásinna ein.
Þótt erfðaréttur hins elzta
sé víða tíðkaður, þá kemur
það víða fyrir, að erfðaréttur-
inn fellur í hlut hins yngsta.
Þetta er venjan hjá hjarð-
mannaþjóðflokkunum í Si-
beríu. Þega reldri synirnir
komast til vits og ára fá þeir
gðefins af föðu rsínum nokkra
gripi fyri raðstoð sína fyrr á
árum. Þeir hverfa svo á braut
og leita sér beitar fyrir dýr sín
annars staðar á túndrunni.
Yngsti sonurinn sem verður
eftir hjá hinu maldraða föður
verður smám saman að takast
á hendur umsjón með eignum
hans, unz hann erfir þær við
andlát karls.
Tjaldað til einnar nætur
í Tiber, Abessiníu og einnig
Arabíu tíðkast gifting til
ákveðins tíma. Þannig er gift-
ingin sumstaðar takmörkuð
við einn mánuð, eða jafnvel
bara einn dag. Ef börn kunna
að fylgja í kjölfar þess háttar
kynningar er litið á þau sem
skilgetin og hljóta þau á sín-
um tíma arf úr föðurhúsum.
í ýmsum hlutum Persíu og
Þess háttar giftingarfyrir-
komulag er mjög tíðkað meðal
farandsala í Norður-Afríku,
en þeir verða af augljósum á-
stæðum oft að vera langdvöl-
um að heiman.
Kurumaættbálkurinn í Nil-
giri-fjöllunum indversku
þekkir ekki giftingar og svip-
að fyrirkomulag hefir einnig
tíðast meðal amerískra Indí-
ána.
Andamaneyjar liggja í Ben-
galflóa, en þar eru börn látin
ganga frá einni fjölskyldu til
annarrar, þannig að næstum
allir fullorðnir í nágrenninu
hafa átt sinn þátt í uppeldi
þeirra. Á Samoaeyjum býr
fólkið á því sem kalla mætti
sameignarheimili og þar er
allt vald í höndum forstöðu-
manns heimilisins en ekki hjá
hirtum löglegu feðrum. '
Móðurbróðir ræður
Á Trobriand-eyjum er það
alls ekki tízka, að barn hlýði
hinum rétta föður sínum. en
aftur á móti móðurbróðir sín-
um, því að íbúar eyjanna eru
ekkert á því að trúa neinum
vaðli um föður í líffræðileg-
um skilningi. Þannig er litið á
móðurbróðirinn sem tengdur
er nýfæddu barni blóðbönd-
um. Ástæðan fyrir þessari
skoðun er sú, að amma barns-
ins er sameiginleg móðir
móðurbróðursins og móður-
innar. Hinn raunverulegi
faðir hefir þar ekkert að
segja. Hjá sama flokki er
virðing manns undir því kom-
in hve margar jurtarætur
hann hefir staflað fyrir fram-
an hús, systu rsinnar — en
ekki eiginkonu. Þa rer litið
á bróðurinn sem hinn rétta
forsvarsmann systur sinnar —
því, eru þau ekki tengd blóð-
böndum? Aftur á móti er ekki
svo litið á, að hjón séu þannig
skyld, né heldur börn þeirra.
Beztur ráðahagur mundi því
vera að ná í einkadóttur sem
á sem flesta bræður.
Ein kona — eða margar
Bantúsvertingjar leggja sig
alla eftir því að eignast sem
flestar konur, því að þær
starfa mest að landbúnaðar-
störfum og hafa þannig raun-
verulegt verðgildi. Konurnar
eru á sama máli og mennirnir
um notagildi þessa fyrirkomu-
lags. Þeim mun fleiri konur
sem eiginmaður hennar á,
þeim mun meiri líkindi fyrir
því að hann sé vel stæður og
í góðu áliti, og um leið vex
eiginkonan í áliti. Þar þykir
konum lítið gaman að vera
kona einhvers fátæks vesal-
ings.
Pandossvertingjarnir í Suð-
ur-Afríku fela giftingarvaldið
i hendur móðurinni, og giftir
hún syni sína — helzt eins oft
og unnt er. Ástæðan er*sú, að
með giftingunni innlimast
tengdadóttirin sjálfkrafa í
vinnuhring tengdamannsins
og eykur þannig á álit, vel-
megun og auðæfi hennar.
Samskonar sjónarmið kem^
ur oft greinilega fram hjá
Eskimóum. 1 hafískuldanum
er ekki hægt að tala um mann
i sjálfstæðum skilningi, held-
ur karl og konu saman. Þar er
nauðsynlegt fyrir manninnað
hafa konuna með í ráðum og
dáðum, er hann leggur upp í
langar veiðiferðir, til þess að
hreinsa skinn og gera við
veiðiklæðnað húsbóndans, —
«Þótt það tíðkaðist meðal Eski-
móa, að maður hafi einkarétt
til einnar konu, kemur það
fyrir að maður lánar öðrum
konu sína, þegar hinn síðar-
nefndi þarf í veiðiferð. Oftast
er það þó þannig að hin rétta
eiginkona kemst ekki með ein-
hverra orsaka vegna, t. d. af
því að hún er barnshafandi.
Eskimói ræður þannig konu
sinni. Henni mundi ekki líð-
ast að gefa sig sjálf öðrum
manni, en ef hún ætlaði að
óhlýðnast skipun manns síns
um að fára með öðrum manni,
mundi hún sæta refsingu.
—VÍSIR, 1. febr.
EF FÆTURNIR
HEFÐU AUGU
mundu þeir hafa hraðan á
að komast í tveggja sóla
PENMANS sokkana . . .
sem af öllu bera að hlýju
á fótum og þægindum.
Að vorinu koma þessir tví
sóluðu ,teyjanlegu sokkar
á markaðinn í undursam-
legum litum og gerðum.
Svo ef fætur yðar hefðu
augu, og þeir gætu talað,
mundu þeir segja: „Krefj-
ist hinna tveggja sóla
teyjanlegu einnar stærðar
sokka af gerð
21-S-6
Guðmundur Jónasson Bergman
— MINNING —
Nágranni í náðarstað þú sefur
Nú hjúpast stundarveru borg.
Fyrirheitni blíði blærinn gefur
þér byr í ljóssins þráðu torg.
Vonir þínar vildu feta
í vorsins spor og kunnu meta
Náttúrunnar fagra fuglakvak,
Hið fleyga lífsins andartak.
En hver um lífið getur gengið
Sér gróðaspor sem mannúð ber
Hann einn sér getur auðlegð fengið,
Er aðeins lítur spegilsgler.
Fáir undu í fjötrum nauða
Þeir fundu bragð við lífsins dauða.
Framsóknargyðjan sú frelsisdís
Var fremst í stafni, klauf lífsins ís.
Þú ert sigldur úr seinasta veri
Sérhver mun gleðjast, er þekti þig fyr.
Veraldarklæði veltust af skeri
Og vonin svifin á hugljúfum byr.
Hvers skal syrgja þá sólin er hnigin,
Sæorpin blasa gömlu vígin.
Á lífsins trjánum laufin bleik,
Litverp hverfa í móðu og reyk.
Þú áttir kjark er kom að góðu,
Er kveldskuggar hjúpuðu sumar þrótt.
Vini áttir sem velgjörnings hlóðu
Vörðu við beðið unz alt varð hljótt.
Það er hið eina sem meta hver mætti
Og mátturinn hverfur í lokaþætti
Að sumarsins blíða með sólskinið bjart,
Sólgeisla breiðir um lífshjarnið svart.
FRANKLIN JOHNSON
LÆGSTA FLUGFAR TIL
metS Douglas Skymasters, er hver
um slg heflr 6 skandinaviskra
manna á.höfn, sem fengiS hafa
flugæfingu I Bandarikjunum.
C. A. B. skr&settar, reglubundnar
flugfertSir frá New Tork.
Þýzkalands . Noregs . Svíþjóðar
hanmerkur . Buxemburg
KaupiS far hjá næstu fertSaskrifstofu.
n /—\ n
ICílANDICl AIRLINES
ULÁMJZ!
ÍSLANDS
31000
BAÐAR LEIÐIR
15 West 47th Street, New York
Pl 7-8585