Lögberg - 12.04.1956, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. APRÍL 1956
Lögberg
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRINTERS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
UtanSskrlf ritstjórans:
EDITOR LOGBJÍRG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published
by The Columbia Printers Dimited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba, Canada
Authórized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
PHONE 74-3411
THOR JENSEN:
Framkvæmdaár
— MINNINGAR —
II.
Skrásett hefir Vallýr Stefánsson. Reykjavík.
Bókfellsútgáfan h.f. 1955.
Thor Thors, Ambassador Islands í Washington, sýndi rit-
stjóra Lögbergs þá vinsemd, að senda honum að gjöf þessa
fögru og afarvönduðu bók, annað bindi Endurminninga hins
mikilsmetna föður síns, Thor Jensens, og má eigi minna vera,
en kvittað sé með nokkrum orðum fyrir slíkan kjörgrip,
ásamt þeim góðhug, er gjöfinni fylgdi.
í formálsorðum að þessu síðara hefti, mælir- skrásetjari
þannig:
„Við skildum við Thor Jensen í Hafnarfirði veturinn
fyrir aldamótin, 36 ára að aldri, gjaldþrota og atvinnulausan.
Ótrúlegir erfiðleikar og óhepni hafði komið honum á kné í
bili. Honum hafði hugkvæmzt að flytjast vestur um haf. En
þessi ungi útlendingur, sem gerzt hafði landnámsmaður þegar
aðrir flýðu land, reyndist köllun sinni trúr.
I þessu bindi er frásögnin af hinum ævintýralega þætti,
sem hann átti í því að gera hina nýju fósturjörð sína að
auðugu og betra landi.“
Er hægt að hugsa sér fegurra markmið en það, að gera
fæðingaróðal sitt fða fósturjörð að auðugra og betra landi?
Aldamótavakningin, sem fór eldi um ísland. knúði til
framtaks mörg máttug öfl, sem lítið höfðu látið á sér bera,
en þá kröfðust framrásar.
Svo sem vitað er, var Thor Jensen danskur maður að
uppruna, er fluttist á unglingsárum sínum til íslands, og
skaut þar svo föstum rótum, að innfæddir máttu eigi betur
gera; hann verður ein mesta þjóðhetja íslenzku þjóðarinnar
á fyrra helmingi tuttugustu aldarinnar á vettvangi stóriðju
og athafna; hann verður brautryðjandi á sviði togaraútgerð-
arinnar og skarar jafnframt þannig fram úr í ræktunar-
málum, að í þeim efnum átti hann engan sinn líka; því til
staðfestingar nægir að vitna í hina stórfeldu rækt hans á
Korpólfsstöðum í Mosfellssveitinni og hið mikla kúabú, er
hann setti þar á fót, en með því var nýtt met sett í búnaðar-
sögu Islands. —
Godthaabsverzlunin, er Thor Jensen lagði grundvöll að
í Reykjavík, setti nýjan menningarsvip á bæinn; þar var
ávalt önn og ys, en þó þanrtig, hagaði jafnaðarlegast til,
sýndist eigandinn aldrei eiga of annríkt til að sinna gestum
sínum, hvort sem erindi þeirra var lítilfjörlegt eða ekki, og
alt af var það sama drengilega fasið, sem svipmerkti dagfar
hans.
Thor Jensen varð, eins og honum sjálfum sagðist frá,
mikill gæfumaður; hann kvæntist göfugri og mikilhæfri
konu, Margréti Þorbjörgu, er ól honum stóran hóp mann-
vænlegra barna, er mjög hafa komið við stjórnarfarslega
þróunarsögu íslenzku þjóðarinnar síðustu áratugina bæði út
á við og inn á við.
Heimili þeirra Jensen-hjónanna við Fríkirkjuveg var í
öllum efnum fyrii'myndarheimili, mótað af kærleiksríkum
eindrægnisanda; það duldist engum, er inn úr dyrunum kom,
og þar var heldur ekki farið í manngreinarálit; þar voru
allir eitt.
Kvennasíða Logbergs vitnaði nýlega í eftirmála Thor
Jensens að síðara bindi Minninganna, þar sem hann með
eftirminnilega fögrum orðum þakkaði konu sinni, sem þá var
látin, langt og unaðslegt samstarf, og hafa margir leseendur
blaðsins fagnað yfir því, að eiga þess kost, að kynnast þeim
drengilegu ummælum og hugarfarinu, er að baki þeim fólst.
Svo sem þegar hefir -verið vikið að, er bók þessi að frá-
gangi um alt hin vandaðasta, Valtý Stefánssyni og útgefend-
um til mikillar sæmdar.
Glæsilegt myndasafn prýðir bók þessa, sem teljast verður
glæsilegt minnismerki um þann mikla menningarfrömuð, sem
hlut á að máli. íslenzka þjóðin mun lengi minnast Thors
Jensen sem annars Skúla fógeta í hugsjóna- og framkvæmda-
sögu hennar.
Málaleitan varðandi íslenzkar bækur
vestan hafs
Svo sem kunnugt er, hafa
íslenzka bókasafninu við
Manitobaháskóla borizt marg-
ar og góðar bókagjafir á liðn-
um árum, safnið satt að segja
orðið til úr gjöfum hvaðan-
æfa bæði einstaklinga, stofn-
ana og íslenzku ríkisstjórn-
inni.
Þegar reist var nýtt og full-
komið bókasafn úti í háskóla-
hverfinu nú fyrir nokkrum
árum, skildu forráðanJenn
skólans, að vel yrði að búa að
þessum íslenzku bókum og
fengu þeim mjög góðan og
hentugan samastað í hinni
nýju bókasafnsbyggingu.
Jafnframt var frú Helgu
Pálsdóttur Sigurbjörnsson, er
starfar í skráningardeild
safnsins, falin umsjón bók-
anna. Hefur hún unnið hálft
þriðja ár að skipulagningu og
skráningu íslenzka safnsins,
og er svo komið, að vitað er
nákvæmlega um bókakost
þess.
Er þá næst fyrir hendi að
reyna að brýna úr þau skörð,
er tilfinnanlegust eru, og
bæta safnið þannig eftir föng-
um. Er enginn vafi á, að ýms-
ar þær bækur, er í safnið
vantar, eru til í fórum manna
vestan hafs og eins víst, að
þeir mundu vilja gefa þær
háskólanum, ef til þeirra
væri leitað í því skyni. En
þá er vandinn sá, að fæstir
eiga skrá yfir bækur sínar og
þær oft komnar í hendur
yngri afkomendum, er bera
ekki sama skyn á þær og
hinir eldri, kunna sumir jafn-
vel ekki málið og renna því
blint í sjóinn, er hafa skal
upp á einstökum bókum í
stóru safni.
Hefur okkur því dottið
önnur leið í hug og samráð
verið haft um hana við Þjóð-
ræknisfélagið.
Hafa þessir aðilar orðið
ásáttir um að beina svofelldri
málaleitan til þeirra íslend-
inga vestan hafs, er fúsir eru
að gefa íslenzkar bækur með
þeirri tilhögun ,er nú skal
lýst:
1. Bækurnar verða gefnar
Manitobaháskóla, er nýta.
mun þær þeirra, er vantar í
íslenzka bókasafnið, en láta
hinar ganga til Þjóðræknis-
féíagsins á þann hátt, er að
neðan getur.
2. Háskólinn greiðir, ef
þess verður óskað, kostnað af
flutningi bókanna til há-
skólans.
3. Þegar til háskólans kem-
ur, mun bókavörður rannsaka
bækurnar og þær þeirra, er
reynast ekki til fyrir í safn-
inu, renna til þess.
4. Þær bækur, sem afgangs
verða, renna til Þjóðræknis-
félagsins, er beina mun þeim
til bókasafna við háskóla
vestan hafs, þar sem íslenzka
er kennd. Verði enn nýtilegar
bækur afgangs, mun félagið
senda þær aðila á Islandi, er
tæki að sér gegn venjulegum
umboðslaunum að koma þeim
í verð. Yrðu síðan þær tekjur.
er þannig fengjust, notaðar til
kaupa á nýjum bókum, er
Þjóðræknisfélagið ráðstafaði
eftir ástæðum, léti t. d. starf-
andi lestrarfélög njóta þeirra.
Með þessu mundu gefendur
gera hvorttveggja: efla ís-
lenzka bókasafnið við Mani-
tobaháskóla og aðra háskóla
og styðja að lestri íslenzkra
bóka vestan hafs.
Hér er að sjálfsögðu ekki
skírskotað til þeirra, er enn
hafa gagn ög yndi af bókum
sínum, því að þær eru hvergi
betur komnar en hjá þeim.
Heldur á þetta einungis við
þá, er sjá íslenzku bækurnar
ekki lengur verða neinum að
gagni og vilja af þeim sökum
fullt eins vel láta þær af
hendi rakna.
Tímaritið . . .
Framhald af bls. 1
Nefnir Finnland og ísland
Tímaritið nefnir Finnland
sem dæmi, sem vegna stríðs-
skaðabótanna varð efnahags-
lega mjög háð Rússum. Árið
1954 fór 27% af útflutnings-
verðmæti Finna til Rússlands,
en innflutningurinn var enn
meiri. Eftir að stríðsskaða-
bótunum lauk hefur orðið
erfitt fyrir Finna að tryggja
efnahagslegt sjálfstæði sitt og
á við gjaldeyrisskort að stríða,
sem háir viðskiptum við
önnur lönd. Austurríki er
sagt vera í svipaðri aðstöðu.
Og loks nefnir tímaritið ís-
land, sem það segir að hafi
selt Sovétblökkinni 25% af
útflutningsverðmætinu árið
1954 og sé þannig orðið háð
henni efnahagslega.
1 framhaldi af þessu drepur
blaðið á löndunarbann
brezkra togaraeigenda, og
telur, að kaup Rússa á fiski
hafi verið pólitískt svar og
nefnir hliðstæð dæmi frá öðr-'
um löndum, t. d. frá íran og
Egyptalandi. Austurveldin
keyptu mikið af baðmull af
Egyptum, er hún varð lítt
seljanleg á frjálsum markaði
og létu vörur í staðinn.
Ábyrgð Breta
Með þessari röksemda-
færzlu kennir blaðið brezkum
togaraeigendum — og þeirri
ríkisstjórn, sem hefur látið
þeim haldazt uppi að reka
hefndarráðstafanir gagn vin-
veittri þjóð — um þau efna-
hagslegu samskitpi, sem orðin
eru á milli Islands og austur-
veldanna, og hafa eins og
stepdur orðið hagkvæm fyrir
ísland. Það er til lítils að vara
þjóðir við hættulegum tengsl-
um í gegnum viðskiptin, en
ástunda jafnframt að hrinda
þeim á ný á þá braut, þrátt
fyrir viðskiptasamninga og
vinmæli, eins og Bretar hafa
gert. —TÍMINN, 22. febr.
Bið ég menn nú að íhuga
þessi mál og hafa síðan, ef til
úrlausnar kemur, samband
við mig eða frú Helgu P-
Sigurbjörnsson, c/o The Ice-
landic Collection, University
of Manitoba Library, Winni-
peg 9, Manitoba.
I umboði Manitobaháskóla og
Þj óðræknisf élagsins,
Finnbogi Guðmundsson
French-Style
SHORTS
Nákvæmt snitS, svöl og þægí-
leg . . . fagurlega prjónaö úr
sjálfkembdri baCmull . . . sléttir
saumar, teygjanlegt um mitti
og veitir hinn fullkomnasta
stuSning. Jerseys, sem eiga vit5-
W-19-54
"Betel" $180,000.00
Building
Campaign Fund
---1—180
—160
—140
—120
—100
—80
Make your donaiions io ihe
"Beiel" Campaign Fund.
123 Princess Slreet,
Winnipeg 2.