Lögberg - 12.04.1956, Page 5

Lögberg - 12.04.1956, Page 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. APRÍL 1956 5 Ty^i ^ ▼ -^V W V^F ÁHUGAMÁL IWENNA. Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Kona skóldsins — SÍÐARI HLUTI — Hallgrímur Pétursson var fasddur 1614 og ólst upp að Hólum í Hjaltadal, en hrökkl- aðist þaðan á unglingsaldri til Danmerkur. Vann hann þar fyrir sér , einkum við járn- smíði, og átti illa ævi. Af til- viljun kynntist hann Bryn- jólfi Sveinssyni. Fann Bryn- jólfur að sveinninn var gædd- ur góðum gáfum og tókst að koma honum í einhvern bezta latínuskóla í Kaupmanna- höfn. Þar var Hallgrímur í fjögur ár, og var kominn að stúdentsprófi ,þegar óvenju- leg atvik breyttu öllu lífsvið- horfi hans. Islenzku fangarnir frá Algier, sem leystir höfðu verið út, komu til Kaup- mannahafnar 1336. Ekki þótti filtækilegt að senda þá til íslands fyrr en næsta vor. Danska stjórnin taldi nauð- synlegt að rifja upp fyrir föngunum kristin fræði og var Hallgrímur Pétursson valinn til að inna af höndum þessa kennslu; þannig kynnt- ist hann Guðríði Símonar- dóttur. Ekki leið á löngu, áður en ástir tókust með þeim Hall- grími og Guðríði, var þó að- staða þeirra mjög ólík. Hann var 22 ára en hana skorti tvo vetur í fertugt. Hann var ófríður, þungbúinn, stirðleg- ur, draumlyndur, gáfaður, frænda- og heimilislaus skóla piltur. Hún var álitleg kona, viljasterk, einhuga, þjálfuð í hörðum skóla breytilegrar *vi og margháttaðra lífs- kjara. En mótgangurinn hafði ekki beygt lífsorku hennar, heldur styrkt hana og eflt til dáða. Hér var ekki um stundar- fyrirbrigði að ræða, heldur gagnkvæma hrifningu. Dauð- inn einn, en hvorki sárar, persónulegar raunir eða mót- gangur samtíðarmanna, gat aðskilið Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur. En hér var um að ræða ást í meinum og margfalt brot á fyrirmælum mannfélagsins. Vorið 1637 komu þau Hall- grímur og Guðríður til Kefla- víkur. Þau áttu engan að. Hallgrímur hafði slitið bönd- in við volduga frændur Norðanlands. Skólinn í Dan- mörku var honum lokaður. Brynjólfur Sveinsson, sem var að taka við biskupsdæmi í Skálholti, taldi Hallgrím glataðan son. Guðríður kom eignalaus og vinalaus úr þræl- dómi í framandi landi. Eigin- maður hennar, Eyjólfur Sól- mundsson, var andaður þegar hún kom heirn. Hún gekk þá með barn Hallgríms og lét þann svein heita Eyjólf. En samlíf þeirra Hallgríms var brotlegt í augum valdamanna landsins. Hallgrímur var dæmdur í sektir, sem hann gat ekki greitt. Þá hlupu fá- tækir sjómenn undir baggann, og björguðu Hallgrími með samskotum frá harkalegri hegningu. Eftir þessar kuldalegu mót- tökur í ættlandinu gengu þau Hallgrímur og Guðríður í hjónaband og mynduðu ör- eigaheimili í verstöð suður með sjó. Eftir sjö ára þjáning- arlíf í Njarðvíkum, vígði Brynjólfur biskup Hallgrím til Hvalsnesþinga, sem talið var eitthvert rýrasta brauð í landinu. Þótti sumum sóknar- bændum sér óvirðing gerð með því að senda þeim svo fátækan mann fyrir prest, og tóku honum fálega. Sjö árum síðar 1651 var Hallgrími veitt gott brauð, Saurbær á Hval- fjarðarströndum. Þar voru sóknarbörnin honum vinveitt og þar tókst þeim Hallgrími og Guðríði að verða efnalega sjálfstæð, svo þau liðu ekki skort það sem eftir var ævinnar. Á fyrstu tíu árunum í Saurbæ orti Hallgrímur Passíusálmana. Eru þeir ó- dauðlegt snildarverk, enda hefir engin bók orðið eins hjartfólgin íslenzku þjóðinni. Eftir að Hallgrímur hafði lokið þeim byrjuðu raunir hans að nýju. Bærinn brann 1662, en Hallgrími tókst að endurreisa hann með hjálp góðra manna, en þá kom annað þyngra böl. Hann tók að kenna holdsveiki. í nokkur ár eftir það gat hann þó stundað skyldustörf sín sem prestur, en árið 1669 bað sr. Hallgrímur um lausn frá em- bætti og fluttust þau Guð- ríður á næsta bæ, Ferstiklu, en þar bjó Eyjólfur sonur þeirra. Þar andaðist Hall- grímur sextugur að aldri, 1674. Guðríður fluttist eftir nokkur ár aftur að Saurbæ til þess prests, sem hafði verið aðstoðarmaður sr. Hallgríms og andaðist þar 82 ára gömul og var jarðsett við hlið eigin- manns síns. — Á hinni löngu og erfiðu lífs- ferð frá því að Hallgrímur kom í einskonar mannfélags útlegð til Islands og þar til að hann andaðist að Ferstiklu 37 árum síðar, átti hann ekki nema einn vin, sem aldrei brást, og það var kona skáldsins. Brynjólfur Sveins- son yfirgaf Hallgrím, þegar honum var mest þörf á samúð og skilningi og sýndi honum aldrei það traust, sem hann átti skilið. En á baráttuárum Hallgríms í Gullbringusýslu, stóð Guðríður við hlið manns síns og veitti honum þrek til að bjarga orku líkama og sál- ar gegnum eldraun fátæktar- innar og margþættar lítils- virðingar, sem þau hjónin og heimili þeirra varð að búa við. Hallgrímur vann erfiðis- vinnu með kostgæfni og þol- inmæði fram eftir ævi, en hin eiginlega stjórn heimilis- ins og úrræði í fjármálum hlutu að vera á ábyrgð konu hans, en ekki í höndum eigin- mannsins, sem var með hug- ann fullan af stærstu við- fangsefnum tveggja heima. Efnahagur þeirra hjóna breyttist mjög til batnaðar í Saurbæ, en þegar þess er gætt, að Hallgrímur naut ekki fullrar heilsu nema fá ár eftir að hann varð prestur á Hval- fjarðarströnd og að hann orti þar meginið af öllum skáld- skap sínum, þá getur enginn vafi leikið á því, að blómgun efnahagsins í Saurbæ var fyrst og fremst að þakka stjórnsemi og ráðdeild Guð- ríðar. En hin bættu ytri lífs- kjör voru hins vegar að veru- legu leyti undirstaða þess, að Hallgrímur gat með furðu- legum hætti notið skáldgáfu sinnar eftir að hann fluttist að Saurbæ. G u ð r í ð u r Símonardóttir kom jafnan fram sem mann- dómskona, í fátækt heima á Islandi, í hrakningum suður í löndum og í hinum þráláta mannlífsmótgangi, eftir að kynni takast með henni og Hallgrími. En hún hopar al- drei á hæl undan ofureflinu. Henni tekst að vinna sigur á fátæktinni. Maður hennar verður kunnur sem skáld. Þrátt fyrir alla andúð er hún um langa stund virðuleg prestskona í Saurbæ. Þegar maður hennar veikist af ólæknandi sjúkdómi, flýr hún ekki hættuna, heldur stendur við sjúkrabeð hans, þolinmóð og þrautgóð, og bíður eftir því að hinu mikla skáldi verði veitt lausn í náð. — Eyjólfur sonur þeirra skrifaði ljóð Hallgríms. Steinunn litla, dóttir þeirra, sem var fædd skáld, en deyr á barnsaldri, hefir meðan tími vannst til, flutt birtu og yl í sál hins raunamædda og lífs- þjáða föður. Eftir fráfall Hallgríms, dvelur Guðríður í Ferstiklu og Saurbæ löng og mörg ekkjuár. Hún er trygg við heimilið, ættina og byggðina Kynni hennar við aðstoðar- prestinn og mótbýlismanninn voru með þeim hætti, að þar átti hún athvarf, þegar sonur hennar var fallinn frá. Hallgrímur Pétursson var gæddur mikilli skáldgáfu og gat stuðst við volduga frænd- ur, en hann var eins og reyr af vindi skekinn eða blakt- Rösklega gengið til verks „Greliisiök" fyrr og nú Ég var að blaða 1 Grettlu í gærkvöldi, og varð þar fyrir' mér sagan af Gretti, er hann bar nautið heim að Reykhól- um — saga, sem flestir Islend- ingar reyndar kannast við. Sannleiksgildi sögunnar má reyndar auðveldlega véfengja — eins og svo margt annað, sem sagt er frá í íslendinga- sögum — en söguþráðurinn er tilþrifamikill, hvað sem sann- gildi líður. Grettir hafði beðið Þorgils bónda að Reykhólum vetur- vistar. Taldi Þorgils nokkur vandkvæði á, þar sem að Reykhólum yrðu til vistar fóstbræður, er nokkuð þættu vanstilltir — þeir Þorgeir og Þormóður: „Veit ek eigi, hversu yðr hentar saman at vera, en þeira^ vist skal hér jafnan vera, er þeir vilja. Nú máttu vera hér, ef þú vill, en engum yðar skal duga at eiga illt við annan“. Grettir lofaði að leita á engan mann að' fyrra bragði, en sagan segir: „Ekki fell blítt á með þeim Þorgeiri og Gretti . . .“ Þorgils bóndi átti Ólafs- eyjar á Breiðafirði, er liggja „hálfa aðra viku undan Reykajnesi. Þar átti Þorgils bóndi uxa góðan, og hafði eigi sóttr orðit um haustit. Talaði Þorgils um jafan, at hann vildi ná honum fyrir jólin“. Dag nokkurn bjuggust þeir fóstbræður til að sækja uxann, en vildu fá þriðja mann til liðs við sig. Grettir bauðst þá til að fara með þeim. Létu fóstbræður vel andi strá, þar til hann kynnt- ist konu, sem var nógu máttug og einhuga til að vernda sál hans og skáldgáfu í hafróti mikilla mannrauna. — Þjóðinni ber að heiðra minningu Guðríðar Símonar- dóttur og þakka henni þanr. mikla stuðning, sem hún veitti manni sínum til að verða stórskáld. íslendingum ber á ókomnum árum að gefa Guðríði Símonardóttur heið- ursheitið Kona skáldsins. (Ég tjái Jónasi Jónssyni frá Hriflu þakkir fyrir að leyfa mér að birta þennan útdrátt úr hinni ágætu ritgerð hans um Guðríði Símonardóttur). —I. J. yfir því, og lögðu þeir þrír af stað á teinæringi. Er þeir komu í Ólafseyjar, spurði Grettir, „hvárt þeir vildi heldr leggja út uxann eða halda skipinu, því at brim mikit var við eyna. Þeir báðu hann halda skipinu. Hann stóð við mitt skipit á þat borð, er frá landi horfði, tók hon- um sjárinn undir herðablöðin, ok hélt svá, at hvergi sveif. Þorgeir tók upp uxann aftan, en Þormóðr framan, ok hófu svá út í skipit . . . .“ Segir sagan, að veður hafi verið vont, og mun róðurinr. að landi hafa verið þungur. Kom til nokkurs metings með þeim Þorgeiri og Gretti út af róðrinum, og segir, að Grettir hafi hrist sundur árarnar á borðinu. Framhald á bls. 8 TIP TOP TAILORS Canadiskar konur kjósa sér . . . Vora innfluttu vörugerðí Vor óviðjafnalegu sniðl Vorn frsega saum! Fyrir eins lAgt veriS og “CLUB” F«T $4^95 i Þa6 er Tip Top bíitiir alstaðar. Verið móSins! VeljiS meS fullu trausti hiS fína brezka fataefni, gerS eftir máli af beztu Canada klæSskerum. Vér ábyrgjmnst aó gera yður ánægða eða skila aftur peningunum. Þér hafið lánstraust vort TF-55-2 FUNDARBOÐ til v.-íslenzkra hluthafa í H.f. Eimskipafélagi íslands ÚTNEFNINGARFUNDUR verður haldinn að 109 Hertford Boulevard, Tuxedo, Man., mánudaginn hinn 23. apríl 1956, kl. 8 e. h. Fundurinn útnefnir tvo menn til að vera í vali og kosið skal um á aðalfundi félagsins, er haldinn verður í Reykjavík 9. júní 1956, 1 stað E. G. Eggertsonar, með því að kjörtímabil hans rennur þá út. Winnipeg, 9. apríl 1956 E. G. EGGERTSON ARNI G. EGGERTSON, Q.C.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.