Lögberg - 12.04.1956, Síða 6
6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. APRIL 1956
GUÐRÚN FRA LUNDI:
DALALÍF
„Þú þarft að heimsækja hann“, sagði frúin
háðslega. „Því komstu ekki í skírnarveizluna um
daginn. Það hafði verið þar þó nokkuð um dýrðir“.
„Ég var lasin“, sagði Anna.
„Er ekki Jón ánægður yfir því, að Siggi er
búinn að koma upp Lísibetarnafninu? Það var
sagt, að hann hefði verið vel glaður og gefið
telpunni einhver ósköp. Rósa er svo ákaflega
hreykin yfir því, hvað Jón lætur mikið með
barnið. Hún heldur víst, að Lísibet litla sé fjarska
falleg og skemmtileg, fyrst Jón hreppstjóri
segir það“.
„Hann hefur sagt mér, að hún væri indæl“,
greip Anna fram í. „Hefurðu ekki séð hana,.
Matthildur?“
„Nei, það hef ég nú ekki. Ég er víst ekki ^ins
hrifin af Sigga og Rósu og maðurinn þinn. Það>
kemur varla fyrir, að hann þiggi kaffi hjá mér
síðan þau settu þetta myndarlega heimili sitt
saman. Ég kenndi sannarlega í brjósti um ykkur
hjónin, þegar ég heyrði að barnið héti eftir þessari
miklu konu, sem allir tala svo vel og virðulega
um, sem til hennar þekktu. Það er hörmulegt,
þegar svona ungar eru látnir bera nafn slíkrar
manneskju. Svo láta þau náttúrlega næstu stelpu
heita Hólmfríði, í höfuðið á móður Rósu, og þær
leika sér svo saman „húsfreyjan mikla“, sem
sumir kalla, og kolsvarta kofakerlingin, veltast í
óhreinindunum, svo að hvergi sér í þær. Ég man,
hvað við systurnar vorum reiðar, þegar ein vinnu-
konan, sem var lengi búin að vera heima, tók
upp á því að láta heita í höfuðið á móður okkar —
stelpuanga, sem aldrei átti almennilega spjör til
að klæðast í. Við urðum sannarlega fegnar, þegar
hún dó, krakkaskinnið“.
„Fegnar þegar barnið dó?“ hugsaði Anna for-
viða. Slíkt hafði hún ekki getað ímyndað sér að
nokkur kona gæti sagt. Hún þekkti ekki þessa
konu framar. Hún hafði alltaf verið svo blíðmálg
og hlýleg í tali, þegar þær höfðu hitzt — en nú?
Það var eins og hún gerði sér far um að tala helzt
um það, sem Önnu féll ekki í geð. Hvað hún fór
hæðilegum orðum um heimilið hans Sigga. Það
var náttúrlega fjarska fátæklegt, en hún ætlaði
sér nú samt að koma þangað, en þó ekki að láta
frúna vita það. „Kannske eiga þau ekki nema
hana eina, og þá verður hægt að láta hana vera
hreina“, sagði hún upphátt.
„Það er víst ekki hætta á öðru en að þau
hlaði niður krökkum, eins og flestir fátæklingar,
og þótt hún yrði ekki nema ein, gæti hún aldrei
látið hana líta almennilega út. Hún er svoddan
„dræsa“. Ég ætti að þekkja hana. Hún var hjá
mér í eitt ár — það var ómögulegt að laga hana“.
Anna færði sig út að glugganum, meðan Villa
var að taka af borðinu. Úti var háður áflogaleikur
af mörgum strákum. Það var út af blýantinum.
Þeir hrintu og spörkuðu hver í annan og orð-
bragðið var að sama skapi óvandað. Hvernig
skyldi Jakob kunna við sig í þessum hóp? Ef hann
kæmi hingað í þetta hús, yrðu þeir náttúrlega út
af fyrir sig, synir kaupmannsins og hann, og létu
hina afskiptalausa. „Láta börnin alltaf svona
illa?“ spurði hún án þess að hún hefði ætlað
sér það.
„Það vill nú oft slást í kekki með þeim“,
gegndi frúin kæfuleysislega. „Ég læt mig það
litlu skipta og lofa þeim að jafna það sjálfum.
Þeir veitast allir að Haraldi núna, sjálfsagt út af
þessum blýanti. Þér bregður nú líklega við að
bera þessa stráka saman við þennan engil þinn, >
sem er eins og fullorðinn maður. Hann yrði nú
kannske ekki látinn alýeg óáreittur, ef hann
kæmist í þennan hóp“.
Frúin bauð Önnu inn í stássstofuna. Hún vildi
kannske líta í einhverja bók eða taka í orgelið,
meðan hún gengi frá sem snöggvast. Anna settist
og fór að blaða í tízkublöðum, sem lágu þar á
litlu borði. Henni var ómögulegt að taka í orgelið.
Hún hafði ekki litið á orgelið heima í margar
vikur. Hún fór fljótlega út — hana langað til að
sjá hvernig strákarnir hefðu það. Skyldi litli
strákurinn hafa fengið rauða blýantinn sinn aftur?
Siggi kom ranglandi eftir götunni og beygði í
áttina til hennar, þegar hann sá hana.
„Sæl og blessuð, Anna mín! Þú ert þá komin
í kaupstaðinn“, sagði hann brosandi.
„Já, nú er ég komin hingað og fer kannske
ekki strax heim aftur“, svaraði hún íbyggin.
„Er heilsan alltaf slæm?“ spurði hann og
ugsaði víst, að hún ætlaði að verða undir læknis-
hendi.
„Hún er nú orðin þó nokkuð góð“, svaraði
hún dræmt. „Heldurðu að þú yrðir ekki hissa,
ef ég færi ekki heim aftur?“
„Ef hvað—?“ spurði hann skilningslaus.
„Ef ég færi ekki heim að Nautaflötum aftur.
Heldurðu að fólkið yrði ekki hissa?“
„Ég skil ekki, hvað þú átt við“, sagði hann,
en vék svo talinu að öðru efni. „Heldurðu að þú
lítir ekki inn til mín, svo að þú sjáir heima-
sætuna?“
„Ekki er það ómögulegt. Ég er að hugsa um
að setjast að hérna í nágrenninu, ef Matthildur
getur leigt mér vesturstofuna", sagði hún og hló
að því, hvað hann varð hissa.
„Hérna hjá henni frú Matthildi! Nei, það
gerirðu ekki, þú gætir ekki unað þar deginum
lengur“.
„Féll' þér illa þar?“ spurði hún. „Hann er víst
ekki sérlega skemmtilegur, kaupmaðurinn, en
saman við hann þarf ég heldur lítið að sælda“.
„Hún er langtum verri og heimilislífið alveg
ómögulegt“, sagði hann og gerði sig líklegan til
að kveðja.
„Siggi, fékk drengurinn blýantinn sinn?“
spurði hún barnslega forvitin.
„Nei, hann henti honum í sjóinn, strákóartin.
Þetta er ekki líkt neinu barni“. Svo kvaddi hann
og fór.
Það var víst lítil vinátta milli Sigga og frú
Matthildar. Kannske hafði hann strítt henni,
hann hafði tilhneigingu til slíks. Það var engin
von til þess að hún þyldi það.
Matthildur settist inn í stássstofuna með gesti
sínum seinna um kvöldi. Hún var fjarska skraf-
hreifin og sagði henni margt frá veru sinni í
kaupmannahöfn. Þar var nú margt að sjá. Anna
hlustaði á hana eins og forvitinn krakki. Hún
fann, að hún var fáfrótt dalabarn, sem átti þröng-
an sjóndeildarhring, sem hún hafði aldrei séð út
fyrir. Þessi kona var stór og menntuð og hafði
séð margt úr stórum, fallegum heimi. Henni
fannst hún verða æ minni eftir því, sem hún
heyrði meira.
„Ósköp hlýtur að vera gaman að sjá svona
mikið“, sagði Anna.
„Þú getur nærri. Ég skil nú bara ekkert í
fósturforeldrum þínum að láta þig ekki sjá þig
svolítið um í heiminum, áður en þú gekkst út í
þetta hjónaband. Ekki einu sinni á kvennaskóla.
Það hefur ekki verið haft fyrir því að upplýsa þig
mikið. Og svo var og er litið niður á þig. Blessuð
farðu nú að hrista af þér þessa hlekki. Drífðu þig
með mér til Reykjavíkur í sumar. Ég er að hugsa
um að fara þangað, ef ég get fengið einhverja alv
mennilega manneskju til að hugsa um hemiilið“.
„Ég hef aldrei komið á sjó“, sagði Anna. „Ef
ég yrði sjóveik, þá færi að versna gamanið“.
„Uss, þú verður ekkert sjóveik. Þú skalt nú
bara gera alvöru úr þessu. Það verður ekkert gert
þarfara með Naútaflataauðinn en að skemmta sér
fyrir nokkuð af honum. Ekki þarf hann allan til
að mennta þennan eina son. Hvað ætlarðu að
gera úr honum — líklega lækni?“
„Hann á að verða prestur“.
„Já, það er skynsamlega valið, hann er svo
kennimannslegur. Jón segir að hann eigi að verða
bóndi á Nautaflötum og ekkert annað. Ég er nú
ekki á sama máli þar, enda erum við það nú
sjaldan. Hann segir það kannske bara til þess að
geta þráttað um eitthvað. Hailn er svo stríðinn —
alveg eins og strákurinn hann Siggi. Þeir eru líka
uppeldisbræður. Þú skalt nú bara standa þig og
láta drenginn læra mikið. Sjáðu ekki eftir föður
hans að skaffa honum. Það er nóg eftir samt til
að kaupa vín fyrir. Hvort ég skyldi ekki reyna
að láta mér líða vel í þínum sporum“.
„Heldurðu kannske að Jón sé einhver dauð-
ans nirfill, sem skammti mér allt úr hnefa?“
spurði Anna og hló. „Það hélt ég að engum dytti i
hug, sem þekkti hann“.
„Ég veit ekki. Það er sagt, að hann sé ekk’
smátækur við fátæklingana, en mér finnst þú
ekki njóta lífsins eins og vera ber. Kannske er
það að nokkru leyti þér að kenna. Nú skaltu drífa
þig suður í sumar og ekkert hugsa um, hvað
kerlingarnornin segir“.
„Hvaða kerlingu ertu að tala um?“ spurði
Anna.
„En hana Borghildi. Ef ég væri í þínum spor-
um, léti ég hana fara í burtu af heimilinu. Það
var þetta, sem ég ætlaði að segja þér. Hún gerir
þig að aumingja. Hún er eins og húsmóðir á
heimilinu, en tekur ekkert tillit til þess, sem þér
sýnist. Þú átt að segja stúlkunum sjálf fyrir
verkum og ráða því, hvað haft er í matinn þann
og þann daginn. Þú ferð suður með mér og svo
þegar þú kemur heim aftur, segirðu henni að
hypja sig í burtu og tekur við hennar verkum“.
„Ég get sagt þér það, að mér væri ómögulegt
að gera helminginn af því, sem hún gerir, enda
bað mamma sáluga hana að fara aldrei frá Nauta-
flötum, og það óskar heldur enginn eftir því. Hún
er vinsæl kona og það dettur engum í hug að kalla
hana kerlingu. En hvað þessa suðurferð snertir,
held ég að mér yrði farið að leiðast að sjá ekki
Jakob máske í margar vikur“.
„Ó, maður má nú ekki gefa börnunum allt.
að leggja nóg á okkur fyrir þau. Ég tek það að
minnsta kosti ekki nærri mér að sjá af sonum
mínum. Það er náttúrlega álitið dálítið annað með
þig — þú átt þetta indæla barn og mann, sem þú
dýrkar og getur ekki ýfirgefið nokkra stund“.
„Nú er tækifærið til að stynja upp erindinu“,
hugsaði Anna. „Ég var nú samt að hugsa um að
yfirgefa manninn og heimilið og setjast að hér
niður frá og reyna að vinna fyrir mér með
saumum“, var hún búin að segja áður en hún
eiginlega vissi af.
„Almáttugur!“ sagði Matthildur og hló. „Er
efnahagurinn orðinn svona bágur, að þú þurfir
að fara að vinna utan heimilisins? Nú stígur það
fyrst. Jóni veitir víst ekki af að minnka ögn
matargjafirnar til Sigga og Rósu. Ég skal eitthvað
lesa yfir honum, þegar ég sé hann næst“.
„Nei, nei, þú mátt ekkert minnast á það við
hann. Þetta er bara dálítið, sem mér hefur dottið
í hug. Mér hefur leiðzt svo mikið núna seinustu
vikurnar og ég ætlaði að vita, hvort mér liði ekki
þetur, ef ég breytti eitthvað til. Ég á nóg fé á
vöxtum og þarf ekkert til Jóns að sækja“.
„Áttu séreign?“
„Já, þó nokkuð mikla. Fóstri minn gaf mér
jörð. Jón kaupir landskuldina á hverju vori og
setur andvirðið á vöxtu. Svo gaf gamall maður
mér talsverða upphæð eftir sig, hann hafði verið
hjá okkur. Þetta er allt orðin talsverð eign“.
„Nú er ég hissa. Hefurðu gaman af þessu?
Svo að þú þarft þá ekkert að tala um það við
hann, þó að við förum suður. Þá skaltu bara fara
strax, áður en nokkur hefur hugmynd um, hvert
þú ætlar“.
„Ég væri ánægð með að leggja af stað á
morgun“, sagði Anna. Hún hugsaði til þess, hvað
allir yrðu hissa, ef hún yrði komin áleiðis til
Reykjavíkur, þegar næsta ferð félli fram í dalinn.
En Anna gat ekki minnzt á, hvort Matthildur gæti
leigt sér stofuna, því að gestir ónáðuðu þær.