Lögberg


Lögberg - 20.09.1956, Qupperneq 8

Lögberg - 20.09.1956, Qupperneq 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. SEPTEMBER 1956 Úr borg og bygð Athygli skal á því vakin, að kennsla í íslenzkum fræðum við Manitoba-háskóla hefst að nýju 24. sept. n.k. Innritun stúdenta hefst í háskólanum 19. september. Haraldur Bessason Ste 14-B Garry Manor Apts. Pembina Highway, Fort Garry, Winnipeg. Sími 42-7712. ☆ — BRÚÐKAUP — Á laugardaginn 15. septem- ber voru gefin saman í hjóna- band í St. Andrew’s United kirkjunni í River Heights Marilyn Ragna Hurst og Paul Cameron White. Rev. McLean framkvæmdi hjónavígsluna með aðstoð séra Philips M. Péturssonar. Mr. Walter Kaufman, hljómsveitarstjóri Winnipeg Symphony, samdi brúðkaupslag við þetta tæki- færi, en Mrs. Kaufman orti ljóð við lagið, og var það sungið af Mr. James Duncan. Brúðurin er einkadóttir Mr. W. D. Hurst, yfirverkfræðings borgarinnar, og Mrs. Gyðu Hurst, dóttur Gísla Jónssonar, ritstjóra. Að hjónavígslunni lokinni fór fram fjölmenn og vegleg veizla að heimili þeirra, 67 Kingway. Mr. Irvin Keith, lögfræðingur, mælti fyrir minni brúðarinnar, en Mr. Jack St. John, fylkisþing- maður, las fjölda heillaóska- skeyta, er brúðhjónunum bár- ust víðsvegar frá. Brúðgum- inn flutti hlý þakkarorð. Meðal langt aðkominna gesta, var móðursystir brúðarinnar, Mrs. Bergþóra Robson frá Montreal. Brúðhjónin eru bæði braut- skráð frá Manitobaháskóla, hún í Arts en hann í Mechan- ical Engineering. Þau lögðu af stað til Manchester á Eng- landi á miðvikudaginn, þar sem Mr. White mun stunda framhaldsnám í tvö ár, en Mrs. White kennslu í skólum borgarinnar. — Lögberg óskar hinum ungu hjónum innilega til hamingju. ☆ Til kaupenda Lögbergs Athugið nafnmiðan á blað- inu; hann gefur til kynna fram að hvaða tíma Lögberg hefir verið borgað. — Blaðið borgast fyrirfram. Með þökk fyrir skilvísi kaupenda. —I. J. Mr. Chris Isford frá Van- couver, B.C., er staddur í borginni þessa dagana; var hann viðstaddur útför Tryggva Johnson að Baldur. Mr. Isford tekur mikinn og giftudrjúgan þátt í íslenzkum þjóðræknismálum í Van- couver og er meðal annars ritari í Þjóðræknisdeildinni Ströndin. ☆ Gefið í blómasjóð Hayland, Vogar og Sigluness af Ólafi Magnússyni frá Sleðbrjót og Sigþrúði konu hans $5.00 í minningu um Ólaf heitinn Magnússon, Lundar, Man. Með kæru þakklæti, Ingibjörg Eggertsson, Vogar, Man. ☆ Mr. B. Eggertsson kaup- maður að Vogar, Man., var staddur í borginni ásamt frú sinni um miðja fyrri viku. ☆ — Silfurbrúðkaup — Þann 5. september áttu þau Mr. og Mrs. Walter G. John- son, Ste. 8, Elaine Court, hér í bæ, silfuHarúðkaup. — Var þeim haldin veizla á heimili Mr. og Mrs. Frank Lindal, þar sem margt skyldfólk og vinir komu saman til að óska þeim blessunar og afhenda þeim margar vandaðar gjafir. ☆ — KVEÐJA — Hér með vil ég þakka inni- lega þeim vinum mínum og kunningjum, sem kvöddu mig í Sambandskirkjunni á þriðju- dagskvöldið þann 11. þ. m. með óverðskulduðum hlýjum orðum og höfðinglegri og fagurri gjöf. — Hamingjan sé með ykkur, kæru vinir, og þökk fyrir ágæta samfylgd í síðastliðin rúm 30 ár. Jónbjöm Gísalon ☆ Mrs. L. E. Summers frá Vancouver kom hingað til borgarinnar í fyrri viku í heimsókn til vina og vanda- manna, en hér er hún vinmörg síðan hún og hennar ágæti eiginmaður, sem nú er látinn, áttu hér heima. Mrs. Summers dvelur hjá systur sinni og tengdabróður, Mr. og Mrs. Harvey Benson, 589 Alver- stone St., og mun verða hér um mánaðartíma. ☆ Miss Ingibjörg Bjarnason kenslukona er nýkomin heim úr íslandsför. M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Árdegisguðsþjónustan á sunnudaginn kemur, 23. sept., verður undir umsjón ung- mennafélags safnaðarins. Meðlimir félagsins lesa lexíur dagsins, og Dennis Eyjólfsson flytur hugleiðingu úr prédikunarstól. Kvöldguðsþjónustan verður með venjulegum hætti. ----0--- Sameiginleg guðsþjónusta á ensku fyrir allan söfnuðinn fer fram á sunnudagskvöldið, 30. sept, kl. 7. Allir meðlimir og vinir safnaðarins eru áminntir um að koma. ☆ ST. STEPHEN'S LUTHERAN CHURCH — Silver Heighis — Eric H. Sigmar, Pastor Sunday, Sepiember 23rd: Sunday School 9.30 A.M. Family Service 11 A.M. ☆ Lúlerska kirkjan í Selkirk Sunud. 23. september: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson — FRÁ GIMLI — Þessi fréttagrein féll úr í síðasta blaði: Dr. Beck var viðstaddur messu í gærmorgun, 9. sept., talaði hann fáein orð til prestsins, séra Braga, þakk- lætisorð fyrir hans háfleygu, andlegu ræðu, og afhenti hús- móðurinni svo gjöf til heimil- isins, tvær bækur: Blessuð sértu sveitin mín, ljóð eftir Sigurð Jónsson frá Arnar- vatni, og Svipmyndir af Suð- urlandi, eftir hann sjálfan, Richard Beck. — Seinnipart dags heimsótti hann móður sína á Betel, og vistfólk í her- bergjum sínum; heimilinu var koma hans mjög kær. — Var hann með móður sinni svo gestur til kveldverðar hjá Mr. og Mrs. Ingólfur Bjarnason, áður en hann fór á „Bus“ til Winnipeg. —Mrs. Tallman Mrs. Krisfín Thorsteinsson ☆ Mr. Jónbjörn Gíslason og dóttir hans, Judit, kenslukona á Akureyri, sem dvalið hefir hér um slóðir undanfarna síð- ustu mánuði, lögðu af stað til íslands aðfaranótt síðastliðins miðvikudags. Mrs. Ingi frá Foam Lake, Sask., hélt heimleiðis senni- part fyrri viku eftir nokkura dvöl hér í borginni. ☆ Mr. og Mrs. Vigfús Bald- winsson frá Vancouver, eru fyrir skömmu komin hingað til borgar og munu dveljast hér fram um mánaðamótin. ☆ Mrs. Ingibjörg Shepley frá Vancouver, B.C., hefir verið hér um slóðir í mánaðartíma í heimsókn til vina og vanda- manna. hefir meðal annars farið til Riverton og Gimli, að heilsa upp á gamla vini. Hún mun leggja af stað vestur eftir tvær vikur. ☆ — DÁNARFREGN — Lárus Halldórsson, 63 ára að aldri, til heimilis. í Parkview Apts., lézt að heimili sínu 8. sept. eftir stutta legu. Hann var ættaður úr Mýrasýslu, kom vestur um haf laust fyrir fyrra heimsstríðið, innritaðist í herinn, fór til Frakklands og tók þátt í mörgum stórorust- um. Var hann sæmdur heiðurs merkjum fyrir frækilega framgöngu. Jarðanförin fór fram frá Mordue’s þ. 13. Dr. Valdimar J. Eylands jarðsöng. ☆ — DÁNARFREGN — Látinn er nýlega á dvalar- heimilinu Betel á Gimli Sig- tryggur Sigvaldason 94 ára að aldri; Útför hans var gerð að Baldur, Man. ☆ Gefið í Organsjóð lútersku kirkjunnar í Árborg. — Mrs. Sesselja Oddson, Winnipeg, $5.00 í kærri minningu um Kristján Magnússon og Lárus Björnsson. Meðtekið með þakklæti, Mrs. Magnea Sigurdson Fromfíð óróðin Leiðtogi íhaldsflokksins, — George Drew, — liggur á sjúkrahúsi í Toronto þessa dagana; var hann svo að segja nýkominn heim frá Bermuda. Sum blöðin, einkum austan- lands, staðhæfa að Mr. Drew muni láta af flokksforustunni í náinni framtíð vegna heilsu- brests; á hinn bóginn segir önnur ritning, að aðeins nægi- leg hvíld fái að fullu læknað Mr. Drew; fram að þessu hefir Mr. Drew ekkert látið uppi um framtíðaráform sín í áminstum efnum. VINNIÐ AÐ ÚTBREIÐSLU LÖGBERGS Fréftir fró Árborg — BRÚÐKAUP — Á laugardaginn 18. ágúst s.l. voru gefin saman í hjónaband í lútersku kirkjunni í Árborg Violet Guðmundsson, eldri dóttir Mr. og Mrs. Ragnar Guðmundsson í Víðir, og Sigurbjörn Jónasson, sonur Kristjáns Jónssonar í Víðir og látinnar konu hans. Séra Bragi Friðriksson fram- kvæmdi hjónavígsluna. — Svaramenn voru Violet Guð- mundsson, systir brúðarinnar og frændi brúðgumans, Björn Bjarnason. Vegleg veizla fór fram í samkomuhúsi Víðis- byggðar. Mrs. Margrét Finn- son mælti fyrir minni brúð- arinnar, en Tryggvi Finnson fyrir minni brúðgumans. Heimili ungu hjónanna verður í Árborg. ☆ — SILFURBRÚÐKAUP — 25 ára giftingarafmæli áttu þau Mr. og Mrs. Gestur Odd- leifsson 19. ágúst s.l. Vinir og. vandamenn silfurbrúðhjón- anna komu saman í samkomu- húsinu í Árborg til að minnast dagsins. Mrs. Andrea Johnson mælti fyrir minni brúðar- innar, en Arthur Bigurdson fyrir minni brúðgumans. Mrs. Geo. Smith talaði fyrir hönd M.F.A. félagsins. Mrs. Odd- leifsson hefir tilheyrt þeim félagsskap um langt skeið. — Voru þeim afhentar vandaðar gjafir frá vandamönnum og byggðarfólki. Skemmt var einnig með söng og hljóðfæraslætti. —' Rausnarlegar veitingar voru fram bornar. ☆ — KÆRKOMNIR GESTIR — Á miðvikudaginn 22. ágúst s.l. komu hingað í skyndi- leimsókn séra Bjarni Bjarna- son og frú Alma og yngn sonur þeirra, Warren. Tóku sig saman konur úr Kven- félagi Árdalssafnaðar, ásamt nokkrum öðrum vinum prests- ijónanna, og buðu öllu byggðarfólki, sem hægt var að ná til að mæta á heimili og Mrs. K. O. Einarssoji 1 Árborg frá kl. 2 til 5 e. h. og 8 til 10 að kvöldi. Á annað hundrað manns notaði tæki- færið til að heilsa upp á gest- ina, mun það vera einstsett með svo stuttum fyrir vara- Sýnir þetta hve vinmörg séra Bjarni og frú Alma eru her um slóðir. Einnig skírði séra Bjarni þar son Mr. og Mrs. Matthías Brandson, hlaut hann nafni^ Milton Craig. — öllum var veitt kaffi af mikilli rausn. Frónsfundur — Kynningarkvöld í Sambandskirkjunni mánud. 24. seplember. kl. 8.15 s.d. SKEMMTISKRÁ: ÁVARP FORSETA Jón Jónsson EINSÖNGUR Mrs. Barry Day (Lilia Eylands) FERÐASAGA frá Islandi með litmyndum —Björn Sigurbjörnsson Próf. Haraldur Bessason kynntur — séra V. J. Eylands ÁVARP Próf. Haraldur Bessoson EINSÖNGUR Erlingur Eggertson, L.L.B. Kaffivcitin«ar fara fram I neðrl sal kirkjunnar að afstaðinnl skemmtiskrú. AX.LIR VELKOMNIR Midwest Net & Twine Co. Sole Dislribuiors of Moodus Brand “PRESHRUNK” Nylon Netting Brownell Nylon and Cotton Sidelines and Seaming Twines PHONE 93-6896 404 LOGAN AVENUE WINNIPEG 2, MAN- /

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.