Lögberg - 18.10.1956, Side 2

Lögberg - 18.10.1956, Side 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. OKTÓBER 1956 Jón Gíslason MINNINGARORÐ: Jón Gíslason andaðist að elliheimilinu „Höfn“ í Van- couver fjórða maí síðastliðinn, áttatíu og fimm ára að aldri. Hann áti merkilega og starf- ríka ævi. Andlát hans bar brátt að. Hann var á fótum, en kvartaði um lasleika; ætl- aði hann til herbergis síns en féll niður á leiðinni og var þegar látinn. „Líf mannlegt endar skjótt“, segir Hallgrím- ur. Við erum daglega minnt á þann sannleika. Jón var fæddur fyrsta ágúst 1871, að Geitstekk í Hörðudal í Dalasýslu. Foreldrar hans voru Gísli Jón Sigurðsson og Hólmfríður Jónsdóttir. Móðir Jóns dó við fæðingu hans. Síðan kvæntist faðir hans aftur Sigríði Bjarnadóttur, er var ekkja og átti tvö börn, dreng og stúlku, er hétu Bjarni og Ástrós. Þau hjónin, Gísli og Hólmfríður, eignuð- ust tvö börn, Hólmfríði og Bjarna. „Bernska mín leið í basli og fátækt“, segir Jón í minning- um sínum. „Allir jafnaldrar mínir muna árið 1882; sjö mánaða vetrarríki, hafísinn landfastur, svo engin skip komust að landinu og bjargar- skortur um allt land. En hval- rekinn var mikil blessun, þó miklum erfiðleikum væri það bundið að ná í hvalinn, því flestir voru veikir af misling- um, nema gamalt fólk. Stjúpa mín var ein á fótum þegar faðir minn lagði af stað í hvalferðina. Hann hafði þrjá hesta í taumi og allir svangir. Hvalferðin tók átta daga.“ Árið 1885 var Jón fermdur og það sumar andaðist faðir hans úr lungnabólgu, nýkom- inn heim úr ferðalagi til að afla heimilinu matar. Fór Jón þá smali til vandalausra og átti ekki sjö dagana sæla. Tveim árum síðar fór stjúpa hans til Ameríku með þremur börnum sínum, en Jón var heima í vinnumennsku og Bjarni stjúpbróðir hans. Árið 1891 skrifar hálfsystir hans honum að koma til Ameríku ásamt Bjarna. „Það varð úr að við fórum og maður nokk- ur, sem varð okkur samferða lánaði okkur fyrir farinu. Þá átti ég tvö lömb og tvær krónur í peningum, tvítugur maðurinn,“ segir Jón. „Um miðjan júlí 1891 komum við til Winnipeg slæptir eftir sex vikna ferðalag og sjóveiki. Það var nú stór bót í máli, að vera kominn til Winnipeg og hitta landa úr heimahögum, glaða og káta með úr upp á vasann. Verst var, að hjá þeim var enga vinnu að fá. Þá komu vandræðin fyrst í ljós, að skilja ekki eitt orð í mál- inu. Maður varð að biðja um vinnuna með eintómum bend- ingum; sumir þóttust auðvitað ekkert skilja og aðrir hristu höfuðið. Loks fékk ég vinnu hjá manni nokkrum í Winni- peg. Var það að líta eftir húsi, skepnum og landi, sem hann átti skammt frá Wlnnipeg, og kaupið var 5 dollarar á mán- uði. Það var ömurlegt líf í fimm vetrarmánuði, einsamall og mállaus í stóru og köldu húsi, þar sem allt var hurðar- laust og mat sendi húsbóndi minn mér á skotspónum með fólki, sem fór um veginn.“ Fjórða janúar kom húsbóndi hans eftir mánaðar fjarveru og um leið gat Jón gert hon- um skiljanlegt, að hann vildi fara úr vistinni. Þetta er eitt dæmi úr bar- áttusögu íslendinganna í þess- ari heimsálfu. Þá heitstrengdi Jón, að hann skyldi fara aftur til íslands, svo fljótt sem hann eignaðist fyrir fargjald- inu. En það varð nú ekki úr því. Hann sá Island aldrei aftur. Gekk nú á ýmsu um nokkur ár. Var Jón við vinnu í Winnipeg og í North Dakota og er merkilegt að lesa um allt, sem á dagana dreif. ’Þriðja desember 1896 voru þau gefin saman í hjónaband Jón og Jónína Sigríður Krist- jánsdóttir Backmann og bjuggu foreldrar hennar í North Dakota. Byrjuðu þau að búa í Winnipeg, og allt lék í lyndi, eins og venjulegt er hjá nýgiftu fólki. Stundaði Jón þar ýmsa vinnu og vegnaði þeim hjónum hið bezta. Árið 1903 ákváðu þau hjón- ölstofumar oru þoífor starfræktar Kjósið þér aukinn aðgang að ófengi í bygðarlagi yðar? Matsala I>rykkjustofur Drykkjustofur Cocktailstof u r Cabaret «>l og vín öl og vín öl, vín og öl, vín og öi, vín og sterkir drykkir sterkir drykkir sterkir drykkir Ef EKKI set-jið X gegnt #/Against/# á seðli yðar Sala öls og léttra vína MEÐ í matstofum. MÓTI X Sala öls og léttra vína MEÐ í drykkjustofum._______________________ MÓTI X Sala sterkra drykkja MEÐ í borðstofum. ____________________________________MÓTI X Sala sterkra drykkja MEÐ í Cocktail stofum._____________________ MÓTI X Sala sterkra drykkja MEÐ við Cabarets. MÓTI X * Stafurinn X gegnt //Against>// þýðir • Færri þjóðvegaslys • Minna um glæpi • Færri sjúkdómstilfelli • Minni peningar í vasa ölbruggarans • Minni freisting fyrir æskuna • Þverrandi upplausn heimila MANITOBA-VÉR STÖNDUM VÖRÐ UM ÞIG (Birt aS tilhlutan SaméinuSu kirkjunnar I Canada) (Manitoba Conference Local Option Committee) in að flytja til Þingvalla- bygðarinnar í Saskatchewan, þar sem systir Jóns og Árni maður hennar voru búsett. Þá átti Jón tvær kýr og tvo kálfa og það var nú dágóður bú- stofn í Winnipeg. Fyrsta verk þeirra í Þing- vallabyggðinni var að reisa vandað bjálkahús og skýli fyrir skepnurnar. Þeim hjón- um vegnaði þar vel. „Oft lögðumst við hjónin sárþreytt til hvíldar fyrstu árin,“ segir Jón, „en svo var eins og Guðs blessun ykist með hverju barni, sem við eignuðumst. Ekrunum fjölgaði ár frá ári, ekki var safnað í sparisjóð, en við vorum vel ánægð með okkar hlutskipti og allir voru við góða heilsu og það var meira virði en allt annað.“ Svo var reist nýtt og vandað íbúðarhús 1911 og ný útihús 1914 og mikið var um dýrðir þegar keyptur var nýr Ford- bíll árið 1917 fyrir 550 dollara. Árið 1933 hætta þau hjónin Jón og Sigríður búskap og flytja sig aftur í gamla „logga“ húsið. Synir þeirra Franklin og Ingvar tóku við jörðinni og búskapnum. Þetta sumar var hið fyrsta grasleysissumar af mörgum og seldu þau hjónin eða réttara sagt gáfu sínar skepnur frá sér. Þau höfðu alltaf gott bú og fallega gripi- í september 1939 andaðist Sig' ríður kona Jóns. Hennar aevi- starf var mikið og gott. Eftir það vann Jón ýmsa vinnu 1 Þingvallabyggðinni þar til hann flytur árið 1943 vestur á Kyrrahafsströnd og átti þar heima upp frá því. Fyrstu fjögur árin var hann hja hjónunum Munda og Ingu Egilsson, og frá 5. október 1947 á elliheimilinu „Höfn“- Þar vann hann utan húss við garðana og grasblettinn af mikilli samvizkusemi. Kjósið hinn 24. oklóber MRS. D. MEL (ALYS) R0BERTS0N sem skólanefndarfulltrúa fyrir aðra kjördeild. Nýtur meCmæla League of Women Voters og Civic Blection nefndarinnar. Grcifilð GEORGE FRITH númer 2 atkvæði til tveggja ára. ANDREW MOORE númer 1 til eins árs tímabils. Farið hyggilega með atkvæði yðar Kjósið reynda og ráðdeildarsama fulltrúar í bæjarstjórn. ENDURKJÓSIÐ hinn 24. október MRS. LILLIAN HALLONQUIST til bæjarfulltrúa í 2. kjördeild. HALLONQUST, K Irs. Lillian 1 Greiðið Gordon Mathieson Nr. 2 —SKÓLARÁЗ Alys Robertson og George Frith til tveggja ára og Andrew Moore til eins' árs. Published by authority of the Liilian Hallonquist Election Committee Merkið seðilinn þannig:

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.