Lögberg - 18.10.1956, Side 5

Lögberg - 18.10.1956, Side 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. OKTÓBER 1956 5 ÁHLGAMÁL LVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Bréf úr öllum áttum Síðan ég tók að mér bók- færslu fyrir Lögberg, hefi ég átt nokkuð annríkt, svona fyrst í stað, en það er ánægju- legt starf, ekki sízt vegna hinna vinsamlegu bréfa, sem blaðinu berast svo að segja daglega frá lesendum sínum. Þessa viku kom ég því ekki í verk að skrifa grein fyrir Kvennasíðuna; mér kom því til hugar að lesendurnir myndi ekki amast við því, þótt þeir hlypu undir bagga í þetta skipti og valdi ég kafla úr bréfunum víðsvegar frá til að fylla dálkinn. Við erum bréf- riturunum innilega þakklát fyrir hlýyrðin. Frá Sunland California Ég bið fyrir kveðju mína til Einars P. Jónssonar ritstjóra, og mig langar til að þakka honum fyrir uijnmæli hans um „Morgunræður í Stjörnubíó, Reykjavík“, sem kom út í síð- asta Lögbergi. Það hittist svo á, að ég var að skrifa séra Emil Björnssyni, og klippti ég úr Lögbergi ritgerðina og lét inn í bréfið til hans. Hann er vinur minn, og hefir sent mér ræður sínar. Það er mér gleði- efni, að þessi dásamlega rit- gerð um ræður hans kom út í Lögbergi. Ég beygi höfuð mitt í lotningu fyrir séra Emil Björnssyni, Qg sé í anda gömlu kirkjuklukkurnar og heyri óminn, „Guði einum dýrðina“. Ég tek undir og segi hið sama, „Guði einum dýrðina.“ — Erá Bredenbury, Sask. I have been “borrowing” Lögberg from a friend, but I enjoy the paper and the story so much that I have sub- scribed for it.--please send ftie these back numbers.---- Erá Gimli, Man. Ég þakka fyrst og fremst -yrir blaðið Lögberg, sem ég hefi lengi keypt, og altaf feng- með góðum skilum, hvar sem ég hefi verið, og lesið ^oér til skemmtunar og fróð- leiks, og mun gera meðan ég Set lesið íslenzkt mál. — Erá Dauphin, Man. When Lögberg arrives, I drop everything, get a choco- Jate bar, curl up on the chesterfield and spend a most satisfying hour reading the Paper. Erá Vancouver, B.C. Legar ég innkalla fyrir blaðið, segir margur við mig: % get ekki verið án Kvenna- dálksins, því hann er hrein- asta fyrirtak, svo fræðandi. — Frá Si. Paul, Alberia I must have Lögberg to know what is going on in our Icelandic world. Frá Poini Roberts, Wash. Hér með fylgir póstávísun fyrir 5 dollurum sem ársgjáld fyrir blaðið, sem ég vil hreint ekki missa á meðan ég lifi og get lesið það. Þegar ég er búin að lesa það gef ég það göml- um vini hér stutt frá, sem er blindur en bróðurdóttir hans kemur og les það fyrir hann; hún segist líka hafa mikið gaman af að lesa það. Ég er afarhrifin af öllu sem Lögberg flytur til mín vikulega, þar á meðal Kvennasíðunni, og sög- unni sem er svo há-íslenzk. Frá Riverion, Man. I think it would do the paper a lot of good if you could get news1 reports, in English, from time to time, sent in from the various towns and Icelandic com- munities throughout the country—something in line with the recent news from Gimli, and now from River- ton, and others. It gives a local touch to the paper, and could tend to increase its circula- tion amongst the younger generation. i ' Frá Easi Orange, N. Jersey — Við þökkum fyrir góð skil á blaðinu síðan við fyrst fórum að kaupa það. Sökum þess, að við erum nú að flytja til Islands, biðjum við ykkur að senda blaðið afgreiðslu- manni ykkar í Reykjavík. Með beztu þökk fyrir allar þær ánægjustundir, sem Lögberg hefir veitt okkur þennan tíma. — Frá California — Sannarlega óska ég Lög- bergi góðs gengis á ókomnum tímum; um vinsældir blaðsins er ekki að efa. Ég segi frá sjálfri mér, að það er stór- gleði mín að fá Lögberg skil- víslega í hverri viku í póst- kassan, sem stendur á litlu borði við gamla ruggustólinn minn fyrir framan húsdyr mínar. Þar er gott að sitja og lesa, og finna ýmislegt mér til dægrastyttingar. — Frá Toronto, Oni. In order that good old Lög- berg will continue to arrive regularly — $10.00 is enclosed. „Þér eruð ósvífin við ó- kunnuga menn“, sagði pró- fessorinn og sló regnhlíf í hausinn á konu sinni. Síðan skundaði hann fram í eldhús og kyssti viiinukonuna. VEITIÐ ATHYGLITVEGGJA ARA ÞRÓUN BORGARINNAR George Sharpe var kjörinn borgarstjóri í Winnipeg fyrir tveimur árum vegna þess að hann hafði sýnt forustuhæfileika sína þau átta ár,<er hann var í bæjarráði; og vegna þess að hann hét því að Winnipeg skyldi vaxa og fara vaxandi! Hér eru staðreyndirnar um tveggja ára þjónustu hans sem borgarstjóra. Lesið þær vandlega. Þið munið sjá að George Sharpe efnir heit sín; að hann er mikilvirkur, og hann á það skilið að verða endurkosinn sem borgarstjóri yðar í annað kjörtímabil! Hér eru svör Mr. Sharpe við spurningum yðar. Sp. HVAÐ ER UM ATVINNU í WINNIPEG? Sv. „Síðan ég varð borgarstjóri hefir atvinna náð hámarki. Þetta er árangur af eflingu iðnaðar- ins og geysilegs útþenslu framtaks innan Winnipegborgar sjálfrar. Mín heitasta ósk er framþróun borgarinnar!“ Sp. ÞVÍ HEFIR VERIÐ LÖGÐ SVO MIKIL VINNA í AÐ BÆTA SAMGÖNGURNAR? Sv. „Eitt af loforðum mínum fyrir tveim árum var að greiða úr umferðarvandanum. Þá var hætta á því að umferðin myndi kæfa Winni- peg — og viðskipta- og atvinnulífið myndi bíða verulegt tjón. Aðgerðir okkar til að að koma í veg fyrir alvarleg umferðar- vandræði eru augljós alstaðar í Winnipeg: bílastæðisumbætur í miðborginni, teinarnir farnir, grasræmur í staðinn, umferð í eina átt, vegir styttir, umferðartakmörkun. — Þetta og margt fleira hefir haft tvær miklar breytingar í för með sér. Fyrst auðveldað bílaumferðina og í öðru lagi komið í veg fyrir umferðarslys. Ég vil halda áfram þessum umbótum.“ Sp. HVAÐA TEGUND FORUSTU HEFIR ’ GEORGE SHARPE VEITT BÆJAR- FÉLAGINU? Sv. »,Bezta sönnunin held ég sé sú, að ég hefi ekki notið hvíldardaga í þau tvö ár, sem ég hefi gegnt embætti. Þar að auki hefi ég setið hvern einasta og einn bæjarstjórnarfund, að því undanteknu, er ég fór til Hamilton í erindum borgarinnar. Ég hefi leitað álits iðjuhölda mér til aðstoðar við embættis- gæzluna; ég hefi unnið að samstarfi hinna ýmsu stjórnardeilda á sviði bæjarmálefna, sem hafa yfirumsjón með starfrækslunni. Og mér er ánægja í að geta staðhæft, að ég hafi veitt málefnum bæjarins örugga forustu og mun gera hið sama næstu tvö árin. Sd HVÍ að greiða george sharpe K* ATKVÆÐI? Sv. „Vinnipeg þarfnast borgarstjóra, sem getur gefið sig að öllu við embættisrekstrinum, hagsýnan iðjuhöld án flokkslegra tengsla, er hamla framförum. Mín sterkasta þrá, er að verða Winnipeg að sem mestu gagni fram- vegis eins og á undanförnum tíu árum. Til þess að koma slíkum áhugamálum í framkvæmd þarfnast ég atkvæða yðar.“ Sd faum við fult verð fyrir skatt- * K* DOLLAR okkar? Sy. „Ég hét því að Winnipeg skyldi stjórnað samkvæmt viðskiptareglum og ég hefi efnt það. Á síðastliðnum tveim árum hefir fjár- greiðsla borgarinnar hækkað úr 22 miljónum dollara upp í 28 miljónir árlega og eru það mikil viðskipti og fara vaxandi. Til þess að vera viss um að hverjum dollar sé varið rétt, hvatti ég til þess að fylgt væri sparnaðar- ráðum Woods og Gordon fyrir nokkrum árum. Er ég hreykinn af að geta skýrt frá að helming þeirra ráðstafana hefir verið fram- fylgt. 1 fyrsta sinn í sögunni er málum Winnipeg stjórnað eins og viðskiptafélagi, sem þýðir að sparað er á allan hátt. Ég hef skipulagt deildarforstjórafundarhöld reglu- lega, svo að allir í þjónustu borgarinnar viti um allar breytingar sem eiga sér stað. Ef við höldum áfram í þessa átt, megum við búast við jafnvel meiri umbótum. Ég veit, að ég get stjórnað þessum breytingum, því ég er „business“-maður og reynslan síðustu tvö árin sannar það.“ Það eru margar fleiri ástæður fyrir því að okkur ber að greiða George Sharpe at- kvæði. — Hann hefir leyst verk sitt af hendi með ágætum, og hann mun halda þannig áfram ef þér kjósið hann til næstu tveggja ára. Kjósið heitan áhugamann er stýrir Winnipeg til aukins þroska. Endurkjósið til BÆJARSTJÓRA GEORGE E. SHARPE

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.