Lögberg - 25.10.1956, Síða 4

Lögberg - 25.10.1956, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. OKTÓBER 1956 Lögberg Gefið flt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrif ritstjflrans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is published by The Columbia Press Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Limited Authorized as Second Class Mail, Poet Office Department, Ottawa PHONE SPruce 4-3411 STEINDÓR STEINDÓRSSON frá Hlöðum: Til góðs vinar liggja gagnvegir Erindi flutl í Fyrstu lútersku kirkju, 17. október 1956 Góðir landar, sæl og blessuð séuð þið öll. Það grípur mig dálítið einkennileg tilfinning, þegar ég kem hér á fund ykkar. í þúsunda mílna fjarlægð frá ættlandi mínu er ég alt í einu kominn meðal fólks, sem mælir á íslenzka tungu, sem komið er af sama ættstofni, á sömu erfðir og sama hugsunarhátt. Þetta fólk minnir á eyland í úthafi ókunnrar þjóðar. í aðra röndina finn ég til feimni, en á hinn bóginn fyllist ég stolti yfir því að þið hér hafið gert ísland stærra. Þegar ég fyrir nokkrum dögum var staddur suður í Mountain og fór þar um stóra sveit, þar sem hver bær var íslenzkur, eða þegar ég hef gengið hér um göturnar í Winni- peg, er mér ljóst að hér er umhverfið helgað af erfði íslenzkra handa. Þessvegna er það hluti af íslandi, þótt það sé hluti af erlendu ríki og þið borgarar annars þjóðfélags. En fyrir slíkt starf getur hver íslendingur borið höfuðið hærra en ella. Og íslendingurinn dylst ekki. Handtákið, hljómblærinn í röddinni, hlýjan og viðmótið alt segir til sín. Fyrir nær 11 öldum vann hinn norræni kynstofn eitt sinna miklu afreka, þegar ísland var fundið og numið. For- feður vorir voru djarfir menn og framsæknir. Þótt hugsjónir nútímans væru þá enn ófæddar, og hugsunarháttur þeirra og lífsviðhorf um margt harla ólíkt oss, áttu þeir hugsjón frelsis- íns sameiginlega oss. Sögurnar segja oss að þeir hafi ekki unað ófrelst og ofríki Haralds hárfagra, þótt sennilega hafi fleiri orsakir legið til brottfarar þeirra, þá hefir það vafa- laust verið mikilvægur þáttur í því, að þeir létu óðul sín og sigldu á höf út. Þeir sigldu beint út í æfintýrið og óvissuna, til lands sem þeir vissu lítið meira um en það eitt að var til. Á íslandi reistu þeir bygðir og bú. Þar stofnuðu forfeður vorir nýtt þjóðskipulag, sem átti þá engan sinn líka í heimin- um og settu þar lög og rétt. Ný og blómleg menning reis á legg. Skáld fóru víða, ortu kvæði og fluttu við konunga- hirðir. Og þá voru á íslandi skapaðar ódauðlegar bókmentir, sem síðan hafa verið líftaug íslenzkrar tungu og íslenzks þjóðernis um þúsund ár. En þær hafa einnig verið aflgjafi og leiðarljós allra norrænna þjóða og dugað þeim bezt þegar mest reyndi á þol þeirra og þrek. En æfintýri íslendingsins var ekki lokið með því. Þúsund árum eftir að Ingólfur Arnarson festi bygð í Reykjavík hófu 'lslendingar landnám á ný. Enn var siglt í vesturátt til hinnar nýju vaknandi heimsálfu, þar sem land var að vísu en skorti vinnandi hendur til að færa landnámið út og gera jörðina manninum undirgefna. Enn leitaði hugur ©g hönd íslendings- ins nýrra viðfangsefna. Enn þráði hann meira frelsi, meira rúm til athafna en kringumstæðurn leyfðu þá á íslandi. Það var djarft siglt, þegar forfeður vorir létu í haf frá Noregi. En ef vér lítum nær oss, og lítum á landnám Islend- inga í Vesturheimi hefir mér lengi fundizt, sem þar hafi ekki verið minni dugur eða hetjulund að baki. Og einkum hefir mér staðið það ljóst fyrir sjónum síðustu dagana, þegar ég hefi gengið um bygðir Islendinga hér. Þegar afar ykkar og ömmur, feður ykkar og mæður eða þið sjálf námuð hér land voru engar þær sögur um það skráðar, sem líkt verði við fornbókmentir vorar um hið fyrra landnám. Og ekki hafa minningabrot um hetjudáðir Vestur-íslendinga í baráttunni fyrir lífi sínu og afkomu í hinu nýja landnámi, verið sett á bekk með íslendingasögunum, en trúlegt þykir mér, að þegar stundir líða þyki þó þær sögur merkilegar, og því meir sem stundir líða. Því að baráttusaga Vestur-íslendinga við óblíða náttúru og erfið kjör meðal auðugri og valdameiri þjóðar er ekki síður „eilíft kraftaverk“ en líf og saga íslenzku þjóðar- innar eins og skáldið komst að orði. Ég efast um að hinn norræni kynstofn hafi annars staðar sýnt meiri þrautseigju, meiri manndóm en fram hefir komið í starfi ykkar hér. Og ef einhverntíma skyldi hvarfla að manni efi um þrótt hins íslenzka þjóðernis og íslenzka menn- ingararfs, þá er saga og starf ykkar Vestur-íslendinga ljósasta Additions to Betel Building Fund vitnið um hvað í íslendingn- um býr, þegar á reynir. Ég sagði áðan, að þegar ís- lendingar tóku að flytjast til Vesturheims hafi verið þröngt um þá heima á íslandi. Á síð- ustu áratugum 19. aldarinnar var síður en svo glæsilegt um- horfs á landi voru. Árferði var illt, svo að nærri lét að kallast mætti hallæri. Landið laut er- lendri stjórn, sem oft virtist harla skilningslítil á þarfir og kröfur þjóðarinnar til aukinn- ar menningar og verklegra framfara, og horfurnar um breytingu í þeim efnum voru alt annað en glæsilegar. Þjóð- in var fátæk, atvinnuvegirnir frumstæðir og raunverulega var ekkert athafnasvið fyrir hina vaxandi kynslóð. Það var því sízt að undra þótt fram- sæknir menn leituðu nýrra ráða til að tryggja afkomu sína. Skáld og forystumenn 19. aldarinnar höfðu ýtt við þjóð- mni, bent henni á fyrirheitna landið, en leiðin þangað virt- ist enn löng, og yfir öræfi og torfærur að fara. Og í augum margra var þetta einungis draumsýn, en kaldur veruleik- inn lokaði öllum leiðum. Við þessi skilyrði hófust útflutn- ingar Islendinga til Vestur- heims. En tímarnir voru breyttir frá landnámsöld ís- lands. Nú gátu íslendingar ekki siglt á eigin skipum með fólk sitt og fé í leit að æfin- týrinu, nú gátu þeir ekki tekið fótfestu í óbygðu landi. Þess- vegna varð hin nýja sigling jafnsöguleg hinni fyrri. En „margt hefir breytzt, síðan bygð var reist.“ Mér er tjáð að í augum sumra ykkar sem enn muna ísland hafi það engum breytingum tekið. Slíkt er eðlilegt og mannlegt. Það er að vísu satt að „Söm er hún Esja og samur er Keilir“ eins og Bjarni Thorar- ensen kvað. Fjöllin og foss- arnir hafa engum breytingum tekið. Heiði jöklanna er hið sama. Hlýja og yndi skjól- sælla hlíða er hið sama. Báran gjálfrar við sand og brimið dynur við kletta með sama rími og litadýrð nóttleysunn- ar um hásumarið skartar eins og fyrr. Enda þótt náttúran standi aldrei í stað vinnur hún svo hægt að augu vor manna nema eigi breytingar eins og mannsaldur. En þó er landið breytt. Á sama tíma og þið hér vestra hafið barizt hörðum höndum til að skapa yður sess meðal framandi þjóða og hafið komizt í fararbrodd þeirra, sem hæst hafa haldið merki menningar og framfara í álfu veruleikans, eins og skáldið komst að orði, hefir heima- þjóðin einnig barizt og séð fram til meiri velmegunar, betri lífskjara og aukinnar menningar, og unnið þar þrekvirki. Það er ýkjulaust mál, að á hálfri öld hefir ís- lenzka þjóðin farið gegnum þá þróun í atvinnumálum, verk- legum og andlegum fram- kvæmdum, sem tekið hefir íslendingadagurinn 6. ágúst 1956, $1000.00 (Mrs. H. A.) Emilia S. Berg- man, Ste, 17, Fleetwood Apts., Winnipeg 10, Manitoba, $50.00 Mrs. Jakobína Thorgeirson, Ste. 29 — 775 Ellice Avenue, Winnipeg 10, Manitoba, $50.00 Miss Aida Thorgeirson, Ste. 29 — 775 Ellice Avenue, Winnipeg 10, Manitoba, $25.00 Mr. O. S. Thorgeirson, Ste. 29, — 775 Ellice Avenue, Winnipeg 10, Manitoba, $25.00 Dr. F. Fjeldsted, Ninth and Rosser Avenue, Brandon, Manitoba, $300.00 Mr. S. Lárusson, 1145 Dominion Street, Winnipeg, Manitoba, $50.00 Mrs. S. Sigfússon, Box 71, Riverton, Manitoba, $50.00 Mr. & Mrs. S. Sigurdson, 937 Minto Street, Winnipeg 10, Manitoba $100.00 Dr. & Mrs. A. N. Sommer- ville, 614 St. Mary’s Road, St. Vital, Winnipeg, Manitoba, $100.00 Mr. Gunnar J. Johnson, 3rd Aveue, Gimli, Manitoba $7.50 Custom Construction, P. Hjorleifson & S. E. Eyolfson, Gimli Manitoba $100.00 Mr. M. B. Jónasson, Gimli, Manitoba $50.00 Custom Construction, P. Hjorleifson & S. E. Eyolfson, Gimli, Manitoba $100.00 Mr. E. Egilson, Brandon, Manitoba $50.00 Mr. J. W. Byron, Brandon, Manitoba $25.00 Mrs. E. Egilson, Victoria Avenue, E„ Brandon, Manitoba $5.00 P. August, Brandon, Manitoba $10.00 Mrs. Sara Schultz, Pilot Mount, Manitoba, $50.00 In memory of her father Sig- tryggur Sigvaldason who died at Betel September 14, 1956. nágrannaþjóðir vorar margar aldir. Vér höfum tekið stökkið frá miðöldum til nútímans á fáum áratugum. Mrs. Steinunn Valgardson, Betel, Gimli, Manitoba, $10.00 A friend, Gimli, Manitoba . $5.00. "Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund ----1—180 —160 —140 —120 Make your donations lo tk* "Betel" Campaign Fund. 123 Princess Street, Winnipeg 2. Hollusta. — Þegar Alexander mikli sigraði Persíu tók hann ekki aðeins ríki Daríusar, heldur og konu hans með- Blessuð drottningin varð svo hrifin af seinni manni sínurn> að þegar hann lézt, þá sá hun hvorki mat né drykk — og eft' ir fáa daga fylgdi hún honum eftir, yfir Styx! ----0---- Til þess að vera raunveru' leg gæs, og til þess að vera raunverulegur engill, vantar kounan oft og tíðum ekkert nema vængina. Niðurlag í næsta blaði Fjallagrös í pósti beint fró ÍSLANDI Sendið oss $2.00 og vér skulum senda yður í pósti, yður að kostnaðarlausu, 500 grömm fyrsta flokks ísl. Fjallagrös (Skæðagrös). MAGNÚS TH. S. BLÖNDAL H.F. Vonarstræti 4 B, Reykjavík Firmað stofnsett 1887 Klippið út þessa auglýsingu Subscription Blank COLUMBIA PRESS LTD. 695 Sargent Ave., Winnipeg I enclose $ for subscription to the Icelandic weekly, Lögberg. NAME ..................................... ADDRESS City.............................. Zone ■ ^

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.