Lögberg - 20.12.1956, Blaðsíða 5

Lögberg - 20.12.1956, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. DESEMBER 1956 5 y v v w v^w 4Hl)(3AMAL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Gullofni dúkurinn — SMASAGA — Á jólum koma menn saman í ölliun kristnum kirkjum til þess að minnast enn á ný mesta kraftaverksins, sem gerzt hefur á þessari jörð. í>að sem hér segir frá gerð- ist einnig um jólaleytið, en það var ekkert kraftaverk. — Eða var það kannske einmitt kraftaverk! Sá sem -skýrir frá þessum atburði, er ungur, amerískur prestur, en kirkjan, sem hann þjónaði, var aftur á móti mjög gömul. — Hún hafði löngu lifað sitt fegursta. Frægir menn höfðu flutt prédikarnir af stóli hennar og beðið við altari hennar. — Ríkir og snauðir höfðu hér staðið frammi fyrir Guði sín- um og höfðu lagt hönd að hinni fögru skreytingu kirkj- unnar. — En miðdepill bæjar- ins hafði færzt úr stað, og nú var kirkjan utan við umferð- ina, — var orðin dálítið ein- mana. Presturinn og kona hans unnu þessari gömlu, hrörlegu byggingu. — Þau fundu, að þau gátu reist hana við aftur með málarapensli, sög og hamri, ásamt traustri trú. — Þau tóku því höndum saman og byrjuðu ótrauð á verkefni sínu. En seint í desembermánuði gerði ofsaveður. — Rok og rigning riðu yfir bæinn, og versta útreið hlaut kirkjan gamla. — Stór stykki úr múr- húðuninni innan á kórgaflin- um gegnblotnaði og féll niður bak við altarið. Presturinn og konan hans sópuðu brotunum saman döp- ur í bragði. En ljótu skelluna á bak við altarið gátu þau ekkert gert við. — Prestinum varð hugsað til þess sem skrif- að stendur í Faðirvorinu: „Verði þinn vilji“. — En prestskonan gat ekki tára bundist og sagði: „Og hugsa sér, það eru aðeins tveir dagar til jóla.“ Seinna um daginn fóru þau á uppboð, sem haldið var til ágóða fyrir ungmennafélagið. — Uppboðshaldarinn opnaði kassa, tók upp úr honum MANITOBA FRAMLEIÐSLA FÆRIR ÚT KVÍAR Manitoba er á hraðri leið til að verða meiriháttar iðnaðarfylki; ný fyrirtæki benda í þá átt, að traust iðnrekenda á framtíð fylkisins fari vaxandi jafnt og þétt. Fyrir þessu eru góðar og gildar ástæður; stöðvar fyrir verksmiðjur eru hinar ákjósan- legustu, fjölhæfur verkalýður og greið markaðsskilyrði — alt þetta bendir til bjartrar framtíðar í Manitobafylki. Kynnið yður þessar staðreyndir vegna framtíðarinnar. Iðnaðar- og verzlunarmála- ráðuneytið veitir með glöðu geði fullnaðar- upplýsingar varðandi framtíðarhorfur í iðnaði. Skrifið: DEPARTMENT OF INDUSTRY AND COMMERCE LEGISLATIVE BLDG. WINNIPEG Hon. F. L. Jobin Minisler R. E. Grose Depuly Minisier kniplingsdúk og hélt honum upp, svo menn gætu séð hann. — Dúkurinn var forkunnar- fagur, með fílabeinslit, gull- ofið glit, fjórir metrar á lengd, —óvenjulega glæsileg handa- vinna. — En það var með hann eins og kirkjuna, hann tilheyrði liðna tímanum. Hver þurfti á slíku að halda nú á dögum! — Það var lítið boðið í dúkinn. — Þá datt prestinum allt í einu ráð í hug. — Hann bauð í dúkinn og fékk hann fyrir 20 krónur. — Hann fór svo með dúkinn til kirkjunnar og bar hann við skelluna yfir altarinu. Hann huldi hana gersamlega. — Gullþræðiifnir í dúknum glitruðu og vörpuðu hátíðablæ yfir alla kirkjuna. Hvílíkt happ! — Glaður í huga braut presturinn dúkinn saman og hélt heimleiðis til þess að skrifa jólaræðuna. Um hádegisbil á aðfangadag jóla, þegar presturinn opnaði kirkjuna, tók hann eftir konu, sem beið eftir strætisvagni. — „Vagninn kemur ekki fyrr en eftir 20 mínútur,“ sagði hann. „Viljið þér ekki koma inn í vlinn í kirkjunni meðan þér bíðið?“ — Hún þáði boðið, og tókst tal með þeim. — Hún sagði honum, að hún ætti heima í öðrum bæ, en hefði komið til bæjarins um morg- uninn til þess að hafa tal af auðugri fjölskyldu, sem hefði auglýst eftir barnfóstru. — Því miður hefði hún ekki íengið starfið. Hún settist í einn kirkju- bekkinn, til þess að láta þreyt- una líða úr sér. Hún neri sam- an köldum höndunum. — Framhald á bls. 7 28. NÓVEMBER í fréttabréfi frá Stykkis- hólmi segir að sauðfjáreign hafi aukizt þar mjög á síðari árum. Frystihús Kaupfélags- ins á staðnum er nýbyrjað að taka aftur við fiski; miklar endurbætur voru gerðar á því í sumar. Þökk fyrir siðast HOTEL WOODSTOCK, 127 West 43rd St., New York 36, N. Y. 8. desember 1956 Kæra sr. Valdimar J. Eylands, Ég hefi ekki komið því í verk fyrri að senda þér línu og þakka þér og öðrum lönd- um í Winnipeg fyrir ágætar viðtökur og ánægjulega daga þar. Ekki er það svo að skilja, að „gleymt sé þegar gleypt er,“ því að heimsóknin til Winnipueg verður mér ó- gleymanleg og þá einkum fyrir þá vinsemd og hlýju, sem ég naut af þinni hálfu og annara landa, sem ég hitti þar öllum ókunnugur. Bið ég þig að bera þeim öllum kveðju mína, því að ekki mun mér vinnast tími til bréfaskrifta, eða senda línu til blaðanna, sem hefði þó verið meira en maklegt. En það er nú svona þegar maður er á sífeldu ferðalagi, þá er eins og hugur- inn fái varla staðnæmst við að skrifa bréf hvað þá meira. Ég er nú á förum heim eftir tvo daga, og hefir alt ferða- lagið gengið að óskum. Óska ég svo ykkur hjónun- um og öllum íslendingum norður þar gleðlegra jóla, árs og friðar. Með kærri kveðju, Steindór Steindórsson KAUPIÐ og LESIÐ — LÖGBERG! We extend to all our customers A iHrrrtj (Ebrtsímas attö A l|apjjtj anii praaprrnua Sírm frar We are now, as always, ready to serve you with READY-MIXED CONCRETE, BUILDERS' SUPPLIES, COAL AND COKE SUnset 3-7251 MCf URDY ^UPPLY f 0. LTD. lf J. BUILDER'S k3 SUPPLIES \J and COAL « 1 ERIN AND SARGENT AVENUE WINNIPEG. MANITOBA 0 SAND AND GRAVEL PITS — BIRD’S HILL, MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.