Lögberg - 06.03.1958, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.03.1958, Blaðsíða 1
71. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 6. MARZ 1958 NÚMER 10 Fréttir fró starfsemi S. Þ. febrúar. 1958 Arið. sem leið, einkar hagsiæii launþegum víðasi hvar — Friðsamlegasla ár efiir siríð hvað vinnudeilur sneriir Árið 1957 má teljast einkar hagstætt ár fyrir launþega heimsins, segir í skýrslu frá David A. Morse, framkvæmda stjóra Alþjóðavinnumálaskrif- stofunnar í Genf (ILO). Hann telur, að framfarir og bætt kjör verkamanna, sem urðu víða á árinu bæti upp hitt, sem miður kann að hafa til- tekist. í flestum löndum heims ins var atvinna vaxandi, kaup- máttur launanna örlítið hag- kvæmari en árið áður, en fé- lagsleg fríðindi launþega voru aukin og styrkt og staðfest víða. Hvað snertir tap vinnu- daga sökum verkfalla eða verkbanna, var útkoman betri en á nokkru öðru ári frá því heimsstyrjöldinni síðustu lauk. Á hinn bóginn — þegar allt er meðtalið — fór verðlag nauðsynja yfirleitt hækkandi og setti lífsafkomu miljóna manna í hættu og gróf undan félagslegum tryggingarkerfum um allan heim. Efnahagslegt lággengi jók atvinnuleysi í nokkrum löndum. Erfitl ða útvega hagfræðileg gögn Skýrsla Morse framkvæmda stjóra ILO er byggð á hag- skýrslum, sem þátttökuríki stofnunarinnar hafa sent. — Þessi gögn reyndust oft ófull- nægjandi svo leita varð ann- ara heimilda til viðbótar í sumum tilfellum til þess að fá heildarmynd af ástandinu. í flestum tilfellum er gerður samanburður milli eins mán- aðar á síðasta ársfjórðungi 1956 og tilsvarandi mánaðar 1957. Þó má geta þess„ að í örfáum tilfellum, einkum þar sem vikið er að launum í skýrslunni voru síðustu tölur frá miðju ári 1957. Skýrslur frá Austur-Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku eru oft ófull- nægjandi, þar sem það hefir reynzt erfitt að útvega hag- fræðileg gögn frá þeim stöð- um. — Hér fara á eftir nokkr- ar upplýsingar úr skýrslu Morse: Verðhækkun á nauðsynja- vörum Á s.l. ári jókst atvinnuleysi í Finnlandi um 82% og um 24% í Bandaríkjunum- Aftur á móti voru 200.000 færri verkamenn atvinnulausir í ftalíu í októbermánuði 1957, en á sama tíma árið áður. Prósent-tölur fyrir aukið at- Framhald á bls. 5 GULLBRÚÐKAUP Hannes og Þórunn Anderson Hin mætu hjón, Hannes og Þórunn Anderson, áttu nýlega fimmtíu ára hjúskaparafmæli. í tilefni þess söfnuðust vinir þeirra og frændfólk saman til að samfagna þeim á sunnudaginn að heimili tengdasonar þeirra og dóttur, Mr. og Mrs. T. H. Freeman. Þessi vinsælu og gestrisnu hjón 'hafa alla tíð búið í Winnipeg, svo og börn þeirra fjögur: Ólafur og Skúli, Mrs. Bertha Hallson og Mrs. Freeman. Barnabörnin eru átta. — Lögberg óskar Hannesi og Þórunni inni- lega til hamingju með afmælið. Fréttir frá Los Angeles Kjörinn heiðursfélagi Mr. Guðmann Levy Á ársþingi Þjóðræknisfé- lagsins, sem nú er rétt um garð gengið, var fjármálarit- arinn, Guðmann Levy, sem gegnt hefir því starfi sam- fleytt í aldarfjórðung af mik- illi rögg og samvizkusemi, kjörinn að heiðursfélaga; var hann fyrir löngu maklegur slíkrar sæmdar- Ut-an þingfunda Ég vil leyfa mér að gera þá tillögu, að Guðm. Magnússon frá Gimli sé gerður ábyrgðar- fullur á eftirfarandi fram- leiðslu. Þið hafið heyrt til- löguna. Gjörið svo vel að greiða atkvæði á venjulegan hátt. Samþykt í einu hljóði. Þakka ykkur fyrir. MOTTO: Ekki minkar erill þinn, ábyrgð þarftu að hlýta. Nú hefir þú, Mundi minn, mörg í horn að líta. Við fórum inn á þingið, Mundi Magnússon og eg, og mættumst upp á Banning, hjá Dóru okkar og Steina og þau voru svo gestrisin og glöð og vingjarnleg, og glatt var þar á hjalla, og engu þarf að leyna. Er gengum við til særgur, þá gat hann Mundi þess, að gaman væri ef hjá okkur eitthvað mætti fæðast. Við uppspilaðir vorum, já, alveg upp í ess og andinn var að lifna við og glæðast. Og nú er króinn fæddur eins og allir geta séð, sem ennþá lesa blöðin, og eiga barnatrúna. Mér geðjast aldrei að því að ganga lengi með og gjöri það svo heldur ekki núna. —Rósm. Hér var á ferð í jan. þ. á. Friðjón Þórðarson sýslumaður Dalasýslu og alþingismaður, var hann í boði Bandaríkj- anna, ásamt 10 öðrum stjórn- málamönnum frá ýmsum löndum. Þrátt fyrir hraða ferð og nákvæma áætlun gafst honum tími til þess að hitta nokkra Islendinga, sem áttu skemmtilegt kvöld með honum, fyrst á hóteli hans “The Town House” og síðar í Hollywood. Friðjón er fæddur 5. febrúar 1923 að Breiðaból- stað á Fellsströnd í Dalasýslu, sýslumaður Dalamanna síðan 1955, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins síðan 1956, og senni- lega yngsti þingmaður á Al- þingi landsins; kona hans er ættuð af Suðurlandi og eiga þau fjóra syni. Kvöldið sem Friðjón davldi hér stóðu bæj- arstjórnarkosningar yfir í Reykjavík, og var spádómur hans um útkomu kosninganna nákvæmlega eins og úrslitin urðu, og enda þótt hann sé ákveðinn í stjórnmálum er hann samt sem áður mildur í dómum sínum um þá, sem hafa aðrar skoðanir á stjórn- málum- Fyrir nokkrum árum gekk Friðjón á lögregluskóla í Bandaríkjunum, og þegar heim kom gjörðist hann lög- reglustjóri í Reykjavík og gegndi því starfi í mörg ár. Friðjón er svo glæsilegur maður, að manni koma ósjálf- rátt í hug nöfn eins og Kjartan og Bolli. Það er gaman að kynnast hinum mörgu gestum frá íslandi, pem leggja lykkju á leið sína til Californíu, og þá ekki sízt þeim, sem eru líkir hinu unga og prúða yfir- valdi í Búðardal í Dalasýslu. ---0---- Þann 21. þ. m. sigldu frá New York á Empress of Eng- land hin góðkunnu hjón Peggy og Jón Sigurdson frá Las Vegas, Nevada; ferðinni var heitið til Suður-Ameríku með mörgum viðkomustöðum. ---0---- Sunnudaginn 23. þ. m. buðu þau Dr.' Ingólfur og Mrs. Kristjana Bergsteinsson í “Orange” mörgu fólki til þess að endurnýja kunningsskap við hin mætu hjón frú Guð- rúnu og Ólaf Hallsson frá Eriksdale, Manitoba,- Canada, en þau dvelja hér í nokkra mánuði hjá dóttur sinni og tengdasyni í Orange. Þessi dagur var ennfremur 51. hjú- skaparafmæli þeirra Hallsons- hjóna, en þau voru gift í Reykjavík 1907. Ólafur héfir heimsótt ísland þrisvar sinnum, enda þar svo kunnugur að engu er líkara en að hann hafi aldrei farið út fyrir landsteinana, enda prýði- lega að sér og góðum gáfum gæddur. — Þau Bergsteins- son-hjónin veittu af mikilli rausn á hinu stóra og fagra íeimili sínu inn á milli appel- sínu-trjánna í appelsínuland- inu, og þetta var „góðra vina fundur“ eins og þá bezt lætur. Skúli G. Bjarnason Dr. Keith Grimson Earns National Medical Award Dr. Keith S. Grimson, son of North Dakota Supreme Court Chief Justice and Mrs. G. Grimson, has received one of nine Distinguished Achieve- ment Awards conferred in 1958 by the Journal, “Modern Medicine” for outstanding con- tributions to medical progress. Dr. Grimson is a professor of surgery in the Duke Univer- sity medical school, Durham, N. C. Selection of the citation winners was made by the board of editors from nomina- tions submitted by medical school deans and by readers of the Journal, a semi-monthly publication devoted to diagn- osis and treatment. Portraits of the winners are featured on the cover of the current issue. A spokesman for the board of editors said that Dr. Grim- son has uniquely combined medicine, surgery, physiology and pharmacology “in his studies of the autonomic sys- tem, primarily in ulcer, hyper- tension anó peripheral vascu- lar disease. In 1940 íe performed the first total s /mpothectomy for relief of hypertension (high blood pressure). This opera- tion involv s severing a por- tion of the sympothetic nerv- ous system. He has also con- ducted research with a num- ber of drugs for relief of high blood pressure, ulcers and other ailments.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.