Lögberg - 06.03.1958, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.03.1958, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 6- MARZ 1958 3 frá Gretti Jóhannssyni, ræðis- manni íslands í Winnipeg.” Má ekki minna vera, en að Gretti ræðismanni sé opin- berlega vottuð þökk fyrir þennan höfðingskap sinn, og þann meginþátt, sem hann hefir með þeim hætti átt í því, að einn skrautglugginn er sérstaklega helgaður Vestur- íslendingum; en myndina á glugganum teiknaði Guð- mundur Einarsson frá Miðdal og er hún af skáldinu og frels- ishetjunni Jóni biskupi Ara- syni; erum vér íslendingar vestan hafs sannarlega vel sæmdir af slíkum fulltrúa á þeim sögulega stað. En þær eru fleiri kirkjurnar heima á íslandi, sem sæmdar hafa verið góðum gjöfum vestan um haf. Á sunnudag- inn 21, júní síðastliðinn vígði biskupinn yfir íslandi, herra Ásmundur Guðmundsson, nýja kirkju á Hvammstanga. Þar, og í nágrenninu, liggja bernsku- og æskuslóðir fyrrv. forseta félags vors, dr. Valdi- mars J. Eylands. í tilefni af kirkjuvígslunni sendi hann kirkjunni Kristslíkan að gjöf, — hinn fegursta grip. Gjöfina afhenti séra Bragi Friðriks- son og fór um leið nokkrum orðum um starfsemi sína vest- an hafs- í vígsluræðu sinni minntist biskup gefanda sér- staklega, og fór mjög vin- gjarnlegum og hlýlegum orðum um Vestur-íslendinga yfirleitt. Dr. Valdimar hafa að verðleikum borizt þakkir fyrir hina fögru' gjöf frá biskupi, sóknarprestinum séra Gísla Kolbeins á Melstað, og for- manni sóknarnefndar Kirkju- hvammssóknar, hr. Sigurði Tryggasyni á Hvammstanga. En vissulega er það ágæt þjóð- rækni í verki að minnast með þeim hætti kirkju og kristni heimaþjóðarinnar og átthag- anna. í sambandi við samvinnu- málin við ísland vil ég enn- fremur sérstaklega geta fé- lagsskapar, sem nýlega hefir verið stofnaður í Winnipeg og nefnist “The Canada Iceland Foundation.” Markmið hans er að vinna að eflingu menn- ingarlegra samskipta milli Canada og Islands á breiðum grundvelli, meðal annars með því að veita efnilegu náms- fólki frá íslandi og Canada fjárstyrk til náms í hvoru landinu um sig, með náms- styrkjum til stúdenta, er leggja stund á íslenzkunám við canadiska háskóla, og með gagnkvæmum heimsóknum listafólks, háskólakennara og annarra kennara, og fyrirles- ara frá íslandi og Canada. Starfssvið félagsskaparins er miklu víðtækara, en þessi dæmi nægja til þess að sýna, hvert stefnt er með stofnun þessa félagsskapar, en for- maður stjórnarnefndar hans er Walter J. Lindal dómari, vararitari félags vors. Hefir hann manna mest unnið að stofnun félagsskaparins og gríp ég tækifærið til þess að þakka honum opinberlega for- göngu hans og dugnaði í þessu máli og samstarfsmönnum hans, en meðal þeirra eru vara-forseti og féhirðir félags vors, sem báðir eiga sæti í stjórnarnefndinni; einnig hef- ir ritari verið þar með í ráðum og forseti ennfremur fylgst með málinu frá byrjun. Er fé- lagsskapur þessi hinn athyglis verðasti, og vonandi, að hann nái lofsverðum tilgangi sínum í ríkum mæli. Veizlu- og samkomuhöld Þjóðræknisfélagið og vestur íslenzku kirkjufélögin efndu í sameiningu til samsætis í heiðursskyni við Ásmund biskup og föruneyti hans, eins og ítarlega hefir verið skýrt frá í vikublöðum vorum. Var samsætið fjölsótt og þótti bæði virðulegt og hið ánægju- legasta. Þjóðræknisdeildin „Frón“ og Þjóðræknisfélagið stóðu einnig sameiginlega að minn- ingarhátíð í tilefni af 150 ára afmæli Jónasar Hallgrímsson- ar skálds á síðastliðnu hausti. Hafði forseti „Fróns,“ Jón Jónsson, samkomustjórn með höndum, en ræðumanna og upplesaira er áður getið; enn- fremur söng Miss Ingibjörg Bjarnason nokkur lög, sem samin hafa verið við ljóð listaskáldsins. Var samkoman vel sótt og mál manna, að hún hefði tekizt að sama skapi. Loks vil ég opinberlega þakka hjartanlega hið fallega samsæti, sem stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins hélt mér, í tilefni af sextugsafmæli mínu, sér í lagi hlýyrtar ræð- ur fyrrv. forseta, dr. Valdi- mars J. Eylands; núverandi vara-forseta, er stýrði hófinu, ritara og féhirðis, og hina fögru minjagjöf, ritfangasam- stæðuna vönduðu, sem mér var afhend frá félaginu við það tækifæri. Er sú gjöf mér ævarandi áminning um góð- hug ykkar allra í minn garð og jafnframt hvatning til fram haldandi trúnaðar við málstað vorn og eggjan til dáða í þágu hans. Úlgáfumál TÍMARIT félagsins kemur út með sama hætti og áður, nema hvað það heiir dálítið verið minnkað að stærð í sam- ræmi við samþykkt síðasta þings- Gísli Jónsson varð við tilmælum stjórnarnefndarinn- ar um að taka að sér ritstjórn- ina enn eitt árið, og megum vér vera honum þakklát fyrir það, því að vitað er, að ritið er í ágætum höndum meðan hans nýtur við í því starfi. Páll S. Pálsson tók að sér söfn- un auglýsinga, og munu aug- lýsingar í ár vera í góðu meðallagi eftir því, sem um er að gera í þeim efnum. Bera honum þakkir fyrir þann ár- angur viðleitni sinnar í fé- lagsins þágu. Ekki er því að neita, að ritið er mjög dýrt í rekstri, því að allur prentkostnaður hefir stórhækkað á síðari árum, en hins er jafnframt að minnast, hve lengi ritið var „bæði lífæð og fjársjóður félagsins“, eins og réttilega var komist að orði um það á sínum tíma af ein- um forseta þess. Og enn mun ritið eiga sinn fulla þátt í því, að margir eru í félaginu, eink- um fjarri höfuðstöðvunum í byggðum vorum, sem eigi myndu annars vera á félaga- skránni. Loks er það að muna, að þó Þjóðræknisfélagið hafi margt gott og merkilegt unnið, sem átt hefir og á enn meir en stundargildi, þá er ég ekki í neinum vafa um það, að út- gáfa Tímarilsins er það verk þess, sem varanlegast reynist og lengst heldur nafni þess á lofti. Skáldið mikla hafði lauk rétt að mæla, er hann sagði: „Myndasmíðar andans skulu standa.“ Allt hið ofanskráða skulum við hafa í huga, er vér ræðum um framtíðarútgáfu ársrits félags vors. Þá hefir félagið í ár, eins og að undanförnu, styrkt útgáfu vestur-íslenzku vikublaðanna með nokkuru fjárframlagi, og er því fé vissulega vel varið. Eins og kunnugt er, átti Lög- berg 70 ára afmæli núna um áramótin, en stuttu áður steig Heimskringla inn yfir þrösk- uld 72. árs síns. í tilefni þess- ara merkistímamóta í sögu blaðanna sendi stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins þ e i m kveðjur og velfarnaðaróskir með þökkum fyrir marghátt- aðan stuðning við þjóðræknis- málin, þar sem jafnframt var lögð áherzla á það, hvert sam- einingarafl blöðin eru oss Is- lendingum innbyrðis hér í álfu og yfir hafið. Er óþarft að endurtaka það á þessum stað, en ég vík að þessu grundvall- aratriði í félagsmálum vorum með það fyrir augum, að minna félagsfólk vort og ís- lendinga almennt í landi hér á það, að sýna í verki verðug- an stuðning við vikublöð vor. Þau eru oss ómissandi, eigi félagslíf vort ekki að fara í mola. Milliþinganefndir Auk milliþinganefndarinnar í skógrækiarmálinu, eru starf- andi minjasafnsnefnd og hús- byggingarnefnd; er frú Marja Björnsson formaður hinnar fyrrnefndu en frú Björg V. Isfeld hinnar síðarnefndu, og gera þær grein fyrir störfum nefnda sinna síðar á þinginu. Ennfremur hefir Leifs siyíiu málið lengi verið í höndum nefndar af félagsins hálfu, og er Guðmundur Qrímson, hæstaréttardómari í Bismarck, N. Dakota, formaður hennar. En þar sem tími virðist löngu kominn til þess að ráða því máli til lykta, leggur stjórnar- nefnd fyrir þingið ákveðnar tillögur um ráðstöfun Leifs styttunnar. Skýrslur embæltismanna og deilda Féhirðir, fjármálaritari og Business and Proicssional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI ForseU: DR. RICHARD BKCK 801 Lincoln Drive, Grand Forka, North Dakota. Styrkið íélagið með þvi að gerast meðlimir. Ársgjald $2.00 — Tímarít félagsins frítt. Sendist til fj&rmálaritara: • MR. GUÐMANN LEVT, 185 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn. og ávalt hreinir. Hltaelnlngar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frft aC rjilka ftt meö reyknum.—Skrifiö, slmið tll KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Winnlpeg Just North of Portage Ave. SPruce 4-1634 — SPruce 4-1634 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-5227 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & COJIPÖRATE SEALS CELLULOID BXlTTONS - 324 Smilh Si. Winnipeg WIDtehaU 2-4624 Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnsei 3-4890 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur Hkklstur og annast um (lt- farir. Allur ötbúnaður s& beztl. stofnaö 1894 SPruce 4-7474 P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Groin Exchonge Bldg. 147 Lombord Stroet Ofrice WHltehall 2-4829 Resldenee 43-3864 PARKER. TALLIN, KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th 11. Canadian Bank of Commcrce Building, 589 Maln Street Winnipeg 2, Man. WHitehaU 2-35*1 SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Rooftng — Asphalt Shlnglei Insul-Brlc Siding Vents Installed to Help EUminate Condensation 632 Simeoe St. Winnipeg 3, Mnn. Thorvaldson, Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. WHitehall 2-8291 Muir's Drug Slore Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS SPruce 4-4422 Elllce A Home CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Res.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 S. A. Thorarinson Barrister and Solicitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 MAIN ST. Office WHitehall 2-7051 Res.: 40-6488 FRÁ VINI Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants WHiiehall 2-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN ERLINGUR K. EGGERTSON, B.A., LL.B. BARRISTER, SOLICITOR NOTARY PUBLIC Offices: GIMLI: CENTRE STREET, PHONE 28 RING 2 ARBORG (THURS.): RAILWAY AVE. PHONE 76 566 Mailing Address P.O. BOX 167, GIMLI 1 The Business Clinic Anna Larusson Office at 207 Atlantic Ave. Phone JU 2-3548 Bookkeeptng — Income Tax Insurance skjalavörður gera venju sam- kvæmt grein fyrir fjárhag fé- lagsins og eignum í hinum prentuðu skýrslum sínum, en skýrslur deilda greina frá starfi þeírra á árinu. Þarf ekki að fjölyrða um það, hverjir hornsteinar deildírnar eru starfsemi félagsins og allri Frmahald á bls. 7 Dr. ROBERT BLACK Sérfræöingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MF.D1CAI, ARTS BDDG. Graliani and Kennedy St. Office WHitehali 2-3861 Res.: 40-3794

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.