Lögberg - 13.03.1958, Blaðsíða 1
71. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 13. MARZ 1958 NÚMER 11
Brynleifur Tobíasson og kona hans látin
Flytur fyrirlestra í Winnipeg
um forníslenzkar bókmenntir
I blöðum, nýkomnum af Is-
landi, er frá því skýrt, að að-
faranótt fimmtudagsins 27.
febrúar hafi látizt í Reykjavík
hjónin Guðrún Guðnadóttir
og Brynleifur Tobíasson
fyrrverandi yfirkennari við
Menntaskólann á Akureyri.
Frú Guðrún hafði átt við
sjúkleika að stríða um nokk-
urt skeið, og andaðist hún í
Landsspítalanum í Reykjavík.
Manni hennar var þegar til-
kynnt andlátið, en fáum mín-
útum eftir að hann fékk þá
fregn, varð hann bráðkvaddur.
Með Brynleifi Tobíassyni er
fallinn í valinn gagnmerkur
skólamaður, sem lengi mun
minnzt að verðleikum.
Hann var fæddur árið 1890
í Geldingaholti í Skagafirði.
Stúdentsprófi lauk hann í
Reykjavík árið 1918 og hóf
sama árið kennslu við Gagn-
fræðaskólann á Akureyri
(seinna Menntaskólann). Þjón-
aði hann þeirri stofnun nærri
óslitið til ársins 1951. Eftir
1920 dvaldist hann þó um
skeið bæði í Danmörku og
Þýzkalandi við framhalds-
nám-
Fjölmörg voru þau störf,
sem Brynleifur lét til sín taka,
utan kennarastarfsins. Um
skeið var hann forseti bæjar-
stjórnar Akureyrarkaupstaðar
og ritstjóri og eigandi blaðs-
ins „íslendingur“ á Akureyri.
Um langt skeið var hann einn
af helztu forvígismönnum
bindindishreyfingarinnar á Is-
landi, og árið 1950 var hann
skipaður ráðunautur ríkis-
stjórnarinnar í áfengismálum.
Auk þess var Brynjólfur af-
kastamikill rithöfundur. Má í
því sambandi nefna tvö gagn-
merk rit, er hann samdi, þ. e.
„Heim að Hólum,“ sem kom
út í safninu Skagfirzk fræði
og „Hver er maðurinn,“
tveggja binda verk, sem er
eitt helzta rit sinnar tegundar
á íslenzku.
Aðalkennslugrein Brynleifs
við Menntaskólann á Akur-
eyri var mannkynssaga. Hann
var um margt sérstæður kenn-
ari og fróður, svo að af bar.
Persónuleiki kennarans mun
þó ef-til vill verða það, sem
nemendur lengst muna. Bryn-
leifur var manna virðulegast-
ur í tali og framgöngu, og brá
þar aldrei út af. Hann var
maður svo skyldurækinn, að
með eindæmum var. Mun
hann aldrei hafa komið of
seint í kennslustund og mætti
heldUr sjúkur til vinnu sinnar
en að láta sig vanta. Þrátt
fyrir strangleik við sjálfan sig
var Brynleifur aldrei harð-
stjóri við nemendur. Trúði
hann meir á skynsamlegar
leiðbeiningar en afl refsivand-
arins. Því munu nemendur
hans, sem nú eru orðnir ærið
margir, ætíð hugsa til þessa
kennara síns með þökk og
virðingu.
Brynleifur var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Sigurlaug
Hallgrímsdóttir frá Akureyri.
Lézt hún árið 1922. Áttu þau
einn son, Sigurlaug bókavörð
á Akureyri. Síðari kona hans
var Guðrún Guðnadóttir frá
Skarði á Landi. Var hún rúm-
lega 58 ára gömul, nú þegar
hún lézt. Haraldur Bessason
Halldór Laxness
segir frá
— Fyrir sautján árum ritaði
ég litla sögu um Taó, og hafði
hún brotizt í mér allt frá ungl-
ingsárum. Sagan heitir „Tje-
múdín snýr heim.“ Þetta er
saga um taómunkinn Chu
Chang Chun, sem sigraði
mesta herkonung veraldar-
sögunnar, sjálfan Djengis-kan.
Ég rifja það upp að í sögunni
nefndi ég munkinn meistara
Sing Sing Ho, og nefni hann
svo aftur hér á eftir.
Á ferð minni í kringum
hnöttinn hefi ég tvisvar eign-
azt merkilega lífsreynslu. Hið
fyrra sinni var það í Mormóna
kirkjunni í Utah þegar ég hélt
í lófa mér einni sjaldgæfustu
og dýrmætuptu bókmennta-
gersemi Islands, sem ég hafði
leitað í 30 ár. Þetta merkilega
rit er hvergi skráð í opinber-
um söfnum um íslenzkar bæk-
ur neins staðar og ekki er til
þess vitað að það sé í eigu
nokkurs Islendings. Það er
„Varnaðar- og sannleiksorð“
eftir Þórð Diðriksson, prentað
í Kaupmannahöfn.
Hið seinna sinni var er ég
stóð frammi fyrir háaltarinu
í sjöunda musterinu hjá taó-
munkunum í Peking. Þar sat
á stalli prúðbúinn öldungur
skorinn í tré, um það bil
tveggja mannhæða hár og
horfði strangur á svip á mig
og samferðafólkið. Ég spurði,
hver þar væri. Taópresturinn
svaraði: Þetta er meistari Sing
Sing Ho, sá, sem Djingis-kan
kallaði fyrir sig yfir þvera
eyðimörkina Góbí og gerði að
ráðgjafa sínum.
Hann hefir þá komið í leit-
irnar, sagði ég.
Vissulega, sagði munkurinn,
hann hvílir fyrir framan þetta
altari. Þér standið á gröf
hans. —TÍMINN, 1. febr.
Forseti nýrra
blaðamanna samtaka
W. J. Lindal dómari
Á fundi, sem haldinn var í
Ottawa á laugardaginn og
sunnudaginn, stofnuðu útgef-
endur og ritstjórar blaða, sem
hér eru gefin út á öðrum
tungumálum en ensku og
frönsku með sér samtök, er ná
yfir alt landið, og ganga undir
nafninu Canadian Ethnic
Press Federation, og er þetta
hin fyrsta allsherjarstofun
slíkrar tegundar í þessu landi.
75 erlendra tungna blöð
standa að þessum samtökum,
og mun kaupendafjöldi þeirra
samtals um 300,000.
Innflutningsmálaráðherrann,
Hon. Davie Fulton, sat stofn-
fundinn og flutti þar erindi;
fór hann lofsamlegum um-
mælum um þessi nýju samtök,
er skoðast mættu áhrifamikill
upplýsingamiðill milli stjórn-
arinnar og hinna nýju inn-
flytjenda.
W. J. Lindal dómari var í
einu hljóði kjörinn formaður
þessara nýju samtaka, en
hann hefir látið manna mest
til sín taka hagsmunamál
hinna svonefndu „erlendu“
blaða.
Mr. Fulton lét þess getið að
nú í ár myndi innflutnings-
máladeildin verja alt að 60
þúsundum dollara til auglýs-
inga í þessum „erlendu“
blöðum.
Munið Rauða
Krossinn
Eins og þegar er vitað,
stendur nú yfir hin árlega
fjársöfnun til Rauða Krossins
canadíska; hjá þjóðinni hefir
jafnan komið í ljós veglegt ör-
læti varðandi þetta mikla
menningar- og mannúðarmál
og mun svo einnig verða að
þessu sinni.
Dr. Einar Ólafur Sveinsson
prófessor í íslenzkum bók-
menntum við Háskóla Islands
mun væntanlegur hingað til
Winnipeg þann 19. eða 20-
marz n.k. Er prófessorinn í
fyrirlestrarferð um Bandarík-
in í boði bandarískra stjórnar-
valda. Mun hann heimsækja
alla meiriháttar háskóla þar í
landi, þ. á. m. Harvardháskóla
og flytja fyrirlestra um forn-
bókmenntir íslendinga.
Áður en prófessorinn fór af
íslandi, lét hann þess getið í
blaðaviðtali, að hann hefði
mikinn hug á því að leggja
lykkju á leið sína og koma
hingað norður til Winnipeg og
finna' Vestur-lslendinga að
máli. Eins og þegar er getið,
er þetta nú fullráðið, og mun
verða haldin samkoma á veg-
um Þjóðræknisfélagsins í
Sambandskirkjunni fimmtu-
daginn 20. marz, og á þeirri
samkomu mun prófessor
Einar Ólafur flytja erindi, sem
hann nefnir „Gildi íslenzkra
fornsagna.“ Samkoman hefst
kl. 8.15 síðdegis. Daginn eftir
mun doktorinn væntanlega
flytja fyrirlestur við Man-
itobaháskóla. I fylgd með
prófessor Einari er kona hans,
frú Kristjana Þorsteinsdóttir.
Frá Grand Forks slæst og í
förina með þeim hjónum próf.
Richard Beck, forseti Þjóð-
ræknisfélagsins.
Prófessor Einar Ólafur
Sveinsson er einn af mestu
lærdómsmönnum á norræn
fræði, sem nú eru uppi. Hann
hefir verið kjörinn meðlimur
í vísindafélögum víða um
lönd, og nú á síðustu árum
hefir honum verið boðið til
fyrirlestrarhalds við helztu
háskóla á Norðurlöndum,
Englandi og Bandaríkjunum.
Hann er afkastamikill rit-
höfundur og hefir hlotið sér-
staka frægð fyrir rannsóknir
sínar á Njáls sögu. Rit hans á
íslenzku munu mörgum Vest-
ur-íslendingum kunn, en þar
nefni ég helzt „Um Njálu,“
sem er doktorsritggjörð varin
við Háskóla íslands 1933,
„Sagnaritun Oddaverja“ 1937,
„Um íslenzkar þjóðsögur“
1940, „Sturlungaöld" 1940, „Á
Njálsbúð“ 1943- — Fyrir
skemmstu kom og út ritgerða-
safn eftir dr. Einar, sem hann
nefnir „Við uppspretturnar“.
Hér er fátt eitt tínt til, en ekki
skal gleyma því, að um nokk-
urt skeið var próf. Einar rit-
stjóri Skírnis og hefir ritað
þar fjöldann allan af merkum
ritgjörðum um bókmenntir og
sögu. Þá hefir hann gefið út
á vegum „Hins íslenzka forn-
ritafélags“ eigi færri en sex
Islendingasögur, en raunar má
segja, að formálsorð, sem
fylgja hinum meiri sögum í
þessari útgáfu, séu bókar-
ígildi. 1 því sambandi vil ég
sérstaklega nefna Njáls sögu,
en útgáfa próf. Einars á þeirri
sögu er hið mesta þrekvirki.
Dr. Einar Ólafur er hvort
tveggja í senn rithöfundur og
vísindamaður. Hefir hann hlot
ið miklar vinsældir sem fyrir-
lesari, og er nú í dag einn af
vinsælustu útvarpsmönnum
íslenzkum.
Komu þeirra hjóna, próf.
Einars og frú Kristjönu, verð-
ur mjög fagnað hér í Winnipeg
og ekki er að efa, að Vestur-
íslendingar fjölsækja áður
auglýsta samkomu, því að
mörgum mun þykja fyrirlest-
ur prófessorsins girnilegur til
skemmtunar og fróðleiks.
Fyrir hönd stjórnarnefndar
Þj óðræknisf élagsins.
Haraldur Bessason, ritari
Boðnir til íslands
í sumar
Þ r í r Vestur-Islendingar,
þeir Sveinn Oddsson prentari,
Páll Bjarnason skáld og Jón
Sigmundsson bílstjóri, hafa
verið boðnir til Islands í sum-
ar í tilefni af því, að hinn 20.
júní næstkomandi verða liðin
45 ár frá þeim tíma, er þeir
Sveinn og Jón, er seinna urðu
mágar, komu með fyrsta Ford-
bílinn til Reykjavíkur, en þá
hófst í rauninni fyrsti kaflinn
í bílasögu Islands. Páll Bjarna
son annaðist um fjárhagshlið-
ina varðandi bílkaupin.
Mr. Oddsson hefir tjáð Lög-
bergi að hann muni við því
búinn að taka boðinu, en óvíst
sé um hina.
Alt í grænum sjó
Það er síður en svo að á-
standið í Indonesíu fari batn-
andi, heldur miklu fremur
það gagnstæða, því svo má í
rauninni heita að þar sé alt í
grænum sjó, vígaferli færast
daglega í vöxt með stórauknu
mannfalli á báðar hliðar af
hálfu stjórnarliðsins og upp-
reistarmanna.