Lögberg - 13.03.1958, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. MARZ 1958
5
AHIJ6AMAL
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Fjórar manngerðir,
Hvers konar manngerðir
eru það einkum, sem konur
eru veikastar fyrir?
Það er ða sjálfsögðu erfitt
að svara þeirri spurningu af-
dráttarlaust, því að karlmenn
eru jafnólíkir og konurnar.
Samt sem áður segja sál-
fræðingarnir oss, að það það
séu einkum fjórar manngerð-
ir, sem kvenfólkið á erfitt með
að standast.
I.
í fyrsta lagi er það maður-
inn, sem skýrskotar til móður-
tilfinningar konunnar. Hann
er venjulega grannvaxinn,
ekki mjög hár og fremur
kraftasmár. Hann er feiminn
og hlédrægur í daglegri um-
gengni, — nema þegar hann
er í félagsskap kvenna; þá er
hann í essinu sínu og verður
liðugt um málbeinið.
Hann er hjálpsamur við
heimilisstörfin, en er lítt sjálf-
stæður í athöfnum sínum, og
þarfnast styrks og ráðlegginga
í ýmsum vandamálum. — Það
liggur í augum uppi að þessi
manngerð er tíðfundin meðal
menntamanna — og einnig
nokkuð meðal handverks-
manna.
Sálfræðingarnir segja:
Konurnar eru veikar fyrir
honum vegna þess að þær hafa
löngun til að hjálpa honum,
vernda hann og hlúa að hon-
um. Tíðum líkist hann meira
barni en fullvöxnum manni,
og það er í eðli konunnar að
gæla við börn og veita þeim
móðurvernd.
II.
Önnur manngerðin er algjör
mótsetning þeirrar fyrstu.
Hann er sjálfsoruggur heims-
maður. Sé hann ekki fríður
sýnum, vinnur hann það upp
með því að vera jafnan vel til
fara og smekklega snyrtur.
Hann er mælskur, bugast
ekki fyrir mótlæti og á ekki til
feimni. Hann leggur enga dul
á afreksverk sín, og er jafnvel
dálítill gortari.
Hann er mjög sjálfsöruggur
í umgengni við konur, — og á
það til að líta niður á þær; tel-
ur þær einfaldar . . . og á þó
auðvelt með að ná valdi yfir
þeim.
Sálfræðingarnir segja:
Konur eru veikar fyrir þess-
ari manngerð, því að þær bera
fyrir honum óttablandna virð-
ingu. — Þeim er það ljóst, að
hann er hálfgerður skálkur,
en einmitt það kitlar kveneðli
þeirra; en í aðra röndina
dreymir þær um að gera hann
að betri manni. Jafnvel þótt
þær verði mjög ástfangnar af
honum, sjá þær vel galla hans.
Konur sem kynnast mönn-
sem kvenfólk dóir
um af þessari tegund, hugsa
oft sem svo: — Það væri
mátulegt að taka í hnakka-
drambið á honum svo um
muni, til þess að hann læri
að bera virðingu fyrir konum!
Kannski er það eintnitt ég,
sem er fær um að dusta hann
til.
Svo er aðeins spurningin,
hvort þeirra verður sterkara í
tvíkeppninni, sem hefst með
hjónbandinu-
III.
Manngerð númer þrjú er
hundrað prósent karlmenn, —
tíðum íþróttamenn. ann lítur
á konur sem algerlega þarf-
leysu í þjóðfélaginu, þær fara
í taugarnar á honum og hann
reynir að sneiða hjá þeim.
Hann er vöðvamikill og
vanrækir ekki að nota þá.
Hann ekur bíl eða mótorhjóli;
kann að skrúfa vélina í sund-
ur stykki fyrir stykki og setja
hana saman aftur. Hann er
líklegur til að vera hnefa-
leikamaður, kappaksturshetja,
veiðimaður, kúluvarpari eða
rörlagningamaður.
Þegar aðrir karlmenn tala
um stúlkur í nærveru hans,
leiðist honum, og sé hann í
kvennasamkvæmi er hann
þögull, leiðinlegur og dálítið
ruddalegur.
Sálfræðingarnir segja um
hann:
— Það sem konurnar heill-
ast af í fari þessarar mann-
gerðar, er það hversu örðugt
er að festa hendur á þeim. Af
einhverjum duldum ástæðum
halda þær eða finna, að til-
veran með honum hljóti að
vera örugg og eftirsóknarverð,
ef þeim tækist að vekja eftir-
tekt hans. Hann virðist traust-
ur og öruggur, og því líklegur
til að vera góður verndari
konu sinnar.
Trúlega gæti hjónaband með
slíkum manni heppnazt vel,
það er að segja, ef konunni
tekst að yfirvinna stórlæti
hans og húsbóndavald.
En hún mun fá harðan keppi
naut, þar sem um er að ræða
öll frístundaáhugamál hans og
áhugann í sambandi við starf
hans, og mörg skilnaðarmál er
hægt að skrifa á reikning af-
brýðisemi eiginkonunnar, sem
finnst hún bíði lægri hlut í
samkeppninni við atvinnu
hans og áhugamál, sem hann
fórnar meiru en henni.
IV.
Loks erum við komin að
fjórðu manngerðinni.
Hann heillar allar konur,
hvort heldur sem þær eru
ungar eða farnar að reskjast.
Ef til vill eru í eðli hans ýmsir
þættir þeirra manngerða, sem
áður hefir verið lýst, og þess
vegna er erfiðara að skilgreina
sérkenni hans.
N. Y. ALÞJÓÐAFLUGSTÖÐIN — Miss Nancy Iverson kjörin
„Drotning Víkinganna“ á alþjóða kvennaþingi síðastl. haust,
leggur af stað frá New York alþjóðaflugstöðinni með íslenzka
flugfélaginu til Noregs. — Hún verður í boði Osló ferða-
mannafélagsins við skíðakeppnina nokkurn hluta af þriggja
vikna dvöl hennar í Noregi. — Foreldrar hennar, Mr. og Mrs.
Joseph Iverson eiga heima í Mt. Upton, New York. — Sverre
Marcussen, forstjóri íslenzka flugfélagsins og Mrs. Bergljot
Dycker, fulltrúi frá Norska-Ameríska kvenfélaginu, árna
„Drotningu Víkinganna“ góðrar ferðar.
Hann er eins og sumarfugl,
er flögrar frá stað til staðar,
og nýtur þess að vera dáður
og tilbeðinn, en þreytist fljótt,
og þráir eitthvað nýtt.
Hann unir sér vel í nálægð
kvenna, stráir gullhömrum á
báða bóga, en er fljótur að
gleyma gamalli viðkynningu.
Það eru menn af þessari
gerð, sem eru hinir mestu
gallagripir í sambúð. Hann
getur verið hávaxinn eða smá-
vaxinn, grannur eða þéttvax-
inn, fríður eða ófríður; karl-
mönnum fellur hann sjaldan í
geð.
Sálfræðingarnir segja:
Leyndardómurinn við vin-
sældir hans meðal kvenna, er
þau alúðlegheit, sem hann sýn-
ir jafnan í umgengni; konur
eru ánægðar með sjálfar sig í
nærveru hans, því að hann
hefur alltaf á reiðum höndum
uppörvandi orð, og dáist að
þeim.
Menn af þessari tegund eru
kjörnir til þess að koma fram
sem sérlegir fulltrúar, og
einnig eru þeir einkar heppi-
legir sölumenn; þeir geta
gengið frá dyrum til dyra —
og alls staðar jafn elskulegir
og mjúkir á manninn-
En það er einn hængur á:
ómótstæðilegir og elskulegir
menn geta nefnilega verið —
svo undarlega sem það hljóðar
— hundleiðinlegir, þegar til
lengdar lætur. Um stuttan
tíma geta þeir auðvelcilega
verið sigurvegarar gagnvart
öllum konum, en þeim heppn-
ast sjaldan að varðveita áhuga
nokkurar konu ævilangt.
—Sunnudagsblaðið
imi!IB!iiBIIIBI!iailllB:iltaii»fl!llia!!IIB!!ini!in!!IIH!!IIHIIIIHilllB!IIH!!l!HI!lin!IIHtlllHin!HI!liailllB
1 I A L • • • ÍSLENZKA MILLILANDAFLUGFÉLAGIÐ
j f
|
Lægstu fluggjöld
i til
: ÍSLANDS
| Á einni nóttu til Reykjavíkur . . . ágœtur kvölóverður með
jj koníaki, náttverður AM.T AN AUKAGREIÐSIAJ MEÐ IA E.
jj Rúmgóðir o« þa-silegir farþegaklefar ineð miklu fótrýnii . . .
H áliötnin, 6 Skamlinavar, setn þjálfaðir hafa verið í RaniXarikjun-
nm, býður yður velkoininn um borð. Ekkert fluftfólas. sem
heldur uppi föstuni fluttferðum yfir Norður-Atlantshafið, býður
I læg-ri fargjöid.
I Eftir sknmma viðdvöl á fslandi lialda flugvélarnar áfram til
NOREGS, SVÍÞJÓÐAR, DANMERKUR, STÓRA-BRETI>ANDS,
ÞÍZKAEANDS.
15 West 47th Street, New York 36 PL 7-8585
NEW YORK . CHICAGO . SAN FRANCISCO
Imimiiimiiiimiiiimiiinuimniniiimiinmniimnnmnnmniniininmimiiiimniimiiiimiiiimiiiimiiiimiuniii