Lögberg


Lögberg - 01.05.1958, Qupperneq 3

Lögberg - 01.05.1958, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. MAÍ 1958 3 Business and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA 1 VESTURHEIMI MR. GUÐMAN’X LEVY, ÍSB Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba. Forsetl: DR, RICHARD BKCK 801 Llncoln Drive, Grand Forks, North Dakota. StyrkiS félagið með þvl að gerast meðlimir. Árssjald $2.00 — Tímarit féla«alna frítt. Sendist til fjármálaritara: Minnist BETEL í erfðaskróm yðar G. r. Jonasson, Pres. & Man. Dir. SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn. og Avalt hrelnir. Hitaeiningar- rör, ný uppfyndlng Sparar eldi- við, heldur hita frá aö rjúka út með reyknum.—SkrifiB, slmið til KELLY SVEINSSON 625 Wall St. Wlnnlpe* Just North of Portage Ave. SPruce 4-1634 — SPruce 4-1634 S. O. BJERRING okkar, því að nú hlaut það að vera ljóst, að það var ekki öðrum til að dreifa en Stauf- fenberg, sem komið hefði inn með sprengjuna. En ég var þó kyrr, vildi sjá lík Hitlers með eigin augum. Ég rótaði saman dálitlum sandbing, bleitti hann með því að spýta munnvatni í sandinn, og smurði honum síðar yfir andlit mér, fleygði af mér húfunni og velti mér upp úr sallanum á gólfinu. í sömu mund komu nokkrir liðsfor- ingjar og aðstoðarmenn inn. — Almáttugur! Foringinn! hrópaði einn þeirra. Nokkrir komu hlaupandi til mín, en ég bandaði þeim frá mér og sagði: Hjálpið heldur Foringjanum! Innan frá skálanum heyrði ég hróp og köll og stunur. Og þegar mennirnir rifu upp brakið úr fundarborðinu, er lá á gólfinu, sá ég mér til mikill- ar skelfingar, hvar Hitler hreyfði sig. Hann var sár og blóðugur, en í fullu fjöri! Hann reikaði út studdur af einum hinna mannanna. Þeir, sem látizt höfðu við sprenginguna, voru nú bornir út, og voru þeir gersamlega óþekkjanlegir. Hitler var feng- ið sæti í stól, sem einn af liðs- foringjunum kom hlaupandi með, og annar tók til við að þurrka blóðið framan úr hon- um- Ég varð að reyna að komast brott svo fljótt sem auðið væri, til þess að segja Stauffen berg frá því að Hitler væri ekki dauður, — að hann hefði sloppið lifandi úr sprenging- unni á einhvern dularfullan hátt. Síðan fékk ég raunar sönnur fyrir því í Sviss, að það hefði verið sannkallað krafta- verk, að hann skyldi bjargast: Einn af riturum Hitlers skýrði amerísku fulltrúunum í Nurn- berg frá því, að þegar tilræðið var gert hefði Hitler lotið fram yfir borðið, einmitt um leið og sprengingin varð. Önnur buxnaskálm hans var tætt sundur, og hann hafði hlotið mörg sár, einnig frá bjálka einum, sem fallið hafði ofan á hann úr loftinu, en ekkert af sárum hans var lífs- hættulegt. Fjórir liðsforingj- ar, sem næstir voru Hitler — Beger, Korten, Schmundt og Brandt — fórust og allir aðrir sem inni voru særðust meira eða minna. Ég formælti upphátt, þegar ég hljóp inn í skóginn til þess að komast í síma. Klukkutíma síðar kom Mussolini. Það fengum við að vita síðar, þegar Getapo var farin að leita okkar Haftens. Nú var það orðið of seint að stöðva Stauffenberg. Hann hafði þegar sent út leynimerk- ið, og um gervalt landið tóku stuðningsmenn hreyfingarinn- ar til starfa út frá þeim for- sendum að Hitler væri dauð- ur. Aðeins einn maður krafð- ist öruggrar staðfestingar áð- ur en hann hefðist nokkuð að, en það var Erick Fallgebel hershöfðingi, sem átti að stöðva allar samgöngur, þar til við hefðum náð völdunum í okkar hendur. Þannig sló hann algerlega vopnin úr höndum okkar. Um gervalt Þýzkaland spurðist það nú að Hitler væri dauður, en allir álitu að flugvél hefði varpað sprengju á stöðvar Foringjans. Það var einungis Keitel, sem grunaði að það væri samsæris- hreyfingin, sem þama hefði verið að verki. Hann fyrir- skipaði að allir, sem fengið hefðu fyrirmæli frá Stauffen- berg skyldu á augabragði skotnir. Engum fyrirmælum mátti framar hlýða, nema þau kæmu frá Himler eða honum sjálfum. Ástandið var gersamlega vonlaust. Herforingjar, sem lofað höfðu okkur aðstoð sinni, þegar Hitler væri dauður, brugðust nú hver af öðrum, og fylgdu Hitler trúverðuglega. Þeir snerust nú gegn sam- særishreyfingunni af öllum mætti, til þess að vinna sig í álit hjá Hitler og komast hjá grimmilegri hefnd hans. Fromm, foringi Berlínar- sveitanna, var einn af þeim fyrstu, er sveik. Hann gaf fyrirskipanir um að Stauffen- berg, Olbricht, Haften og Beck skyldu skotnir þegar í stað. Hitler krafðist þess, að allir, sem haft hefðu samband við samsærismennina skyldu handteknir, og að allir sem nokkuð vissu um málið, meira að segja konur og börn, sam- særismanna, skyldu líflátin- Ég kom til Berlínar og fór huldu höfði. Síðdegis næsta dag voru rúmlega tvö hundruð menn og konur handtekin af Gestapo og allt var þetta fólk skotið án dóms og laga. Svo gaf Hitler fyrirskipun um að stöðva skyldi alla frestun á aftökum. Menn skyldu að vísu leiddir fyrir rétt til mála- mynda, en því næst skotnir tafarlaust, svo að gervalt Þýzkaland mætti vita hvernig færi fyrir þeim, sem leyfðu sér að sitja um líf Foringjans. Og nú hélt Hitler sína fyrstu útvarpsræðu eftir fimm mán- aða þögn. Hann tjáði hlust- endum sínum — og ég var einn af þeim í felustað mín- um — að það væru tvær á- stæður til þess að hann tæki til máls: í fyrsta lagi skyldi fólkinu gefinn kostur á að heyra rödd hans, svo að það sannfærðist um að hann væri á lífi og í góðu gengi, og í öðru lagi sagði hann frá banatil- ræðinu. — Flestir af samsæris mönnunum eru nú dauðir, sagði Hitler. — Og þeir sem enn leika lausum hala munu brátt verða handteknir og látnir gjalda lífið fyrir þessa hvatvísu aðför að Foringjan- um! Enginn veit með fullri vissu, hve margir voru teknir af lífi vegna banatilræðisins við Hitler, því að um það eru eng- ar glöggar heimildir til. En þó er til listi yfir 4,980 manns, sem skotnir voru þegar í stað. Mér er þó persónulega kunn- ugt um, að þessa tölu má tvö- falda — því að ofsókn gegn þeim, sem eitthvað voru tengd ir samsærishreyfingunni, hélt áfram um allt Þýzkaland það sem eftir var stríðsins, og fólk var líflátið svo að segja dag- lega. En aftökurnar fóru ekki all- ar fram með svo hreinlegum hætti, að fólk væri skotið, heldur var það beitt margvís- legum pintingum. Að því komst ég eitt sinn, þar sem ég var í felustað mínum í kola- kjallara einum og lifði á hörð- um brauðskorpum og vatni, og beið þess að reyna að komast brott frá Þýzkalandi. Ég var ennþá í þessum kjallara, 7. ágúst, þegar Roland Freisler dæmdi Witzleben, Hoeppner, Hase og sex aðra til hengingar. Dóminum var fullnægt í ríkis kanslarahöllinni og hvert augnablik var kvikmyndað. Skömmu síðar heppnaðist mér að læðast brott úr kjall- aranum að næturlagi með skammbyssu mína, fimm skot- hylki og beltishníf. Ég átti fyrir höndum 650 kílómetra vegalengd þar til ég gat búizt við að vera kominn á öruggar slóðir, þar sem ég gæti fengið mat. Ég ferðaðist fótgangandi á næturna, en hélt kyrru fyrir í felustöðum, þegar bjart var. Þrem dögum eftir að ég hafði yfirgefið Berlín, var ég orðinn svo svangur að ég hugsaði vart um annað en að fá eitt- hvað til þess að segðja hungur mitt. Morgun nokkurn lá ég í laut einni, þar sem lítil lækjar- spræna sytraði fram- Þarna kom ég auga á frosk. Ég var svo hungraður að ég gat borið mér til munns hvað sem var, og þótti sem froskurinn mundi verða hið mesta lostæti. Ég get varla hafa verið full- komlega með sjálfum mér á þessari stundu. En ég skreið á fjórum fótum að frosknum með hnífinn í hendinni. Svo borðaði ég froskinn og nagaði hrá læri hans án þess að finna til nokkurs viðbjóðs. Nóttina eftir braust ég inn í hús eitt í Leipzig. Ég var í þann veginn að hremma það matarkyns, sem ég fann, þegar ég allt í einu heyrði einhvern umgang. Ég skaust út í horn. Gegnum rúðu í dyrunum sá ég nazista-liðsforingja, sem lá á kjám á gólfinu, fletti upp teppinu og lyfti upp einu gólf- borðinu. Undan því tók hann niðursuðudós, og felldi gólf- fjölina síðan aftur í samt lag. Skeftið á byssu minni var þvalt af svita, og hefði liðs- foringinn gengið feti nær dyr- unum, mundi ég hafa skotið hann. En hann leit ekki einu sinni í áttina til dyranna. Ég heyrði kvenrödd inni í stof- unni ,og liðsforinginn hvarf og lokaði dyrunum á eftir sér. Það var orðið albjart þarna inni, því að tungl var í fyll- Framhald á bla. 5 Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Loulse St. WHitehall 2-B227 KAUPIÐ OG LESIÐ —LÖGBERG Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPÖRATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Wlnnipefl WHlteholl 2-4624

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.