Lögberg - 01.05.1958, Síða 6
6
GUÐRÍTN FRA LUNDI:
DALALÍF
„En nú erum við engir krakkar lengur, og ég
sé vel hvað sveitungarnir grínast að þessu, hvernig
stelpan lætur“, sagði Jakob- „Þú segir henni þetta,
pabbi, að við viljum ekki hafa hana með okkur“.
„Nei, en ég skal tala við hana
„Nei, það segi ég henni ekki. En ég skal tala við
hana“, sagði hreppstjórinn og fór fram. Anna
andvarpaði. Það hafði þá verið satt og rétt, sem
hann sagði við hana um Dísu. Hún hefði ekki átt
að rjúka upp yfir því að það væri fjarstæða.
Dísa leit vonaraugum til fóstra síns, þegar hann
kom fram. „Það er engin þörf á því, að þú komir
með okkur suður, Dísa mín“, sagði hann. „Við
erum nógu mörg. Það yrði svo dýrt fyrir þig.
Ef þig langar til að sjá Reykjavík, skaltu fá þér
vist fyrir sunnan. Þá borga húsbændur þínir
ferðalagið að hálfu leyti. Þú verður hérna til
sumarmálanna, þá verður Borghildur vonandi
orðin svo hress, að hún getur tekið við elda-
mennskunni“.
„Það er nú bara svona, að ég treysti engum nema
sjálfri mér til þess að hugsa um mömmu. Ég þekki
hana svo vel og veit, hvernig á að búa við hana“,
sagði Dísa og tók á öllu sínu þreki til að halda inni
tárunum frammi fyrir hinum stórlynda fóstur-
föður sínum.
„Þetta er helzt til mikið sjálfstraust, því að
engin manneskja er óheppilegri til þess að um-
gangast hana en einmitt þú. Líklega hefði hún
aldrei í rúmið farið í þetta skipti, hefðirðu ekki
talið hana á að fara að ganga með þér út í dal.
Þar að auki ertu með sífellt þvaður og söguburð
í hana, sem engin manneskja önnur en þú gæti
látið sér detta í hug að segja veiklaðri manneskju".
Svo fór hann inn aftur.
Allt gat þetta fólk látið út úr sér, að kenna
henni um það, sem var honum sjálfum mest og
bezt að kenna, hugsaði Dísa í vanmáttugri reiði.
Hún gat ekki þolað þetta lengur- Hún skipti um
föt og fór yfir að Hóli. Það var eini bærinn í ná-
grenninu, sem hún gat komið á. Það var komið
langt fram á háttatímann, þegar hún kom aftur
heim. Bærinn var þá ólokaður og Borghildur sat
ennþá frammi í eldhúsinu. Dísa yrti ekki á hana.
Gremjan sauð í henni ennþá.
„Lokaðirðu ekki bænum?“ spurði Borghildur.
„Nei, það gerði ég ekki. Mér stendur alveg á
sama, hvort draugarnir ráðast á ykkur í nótt eða
láta ykkur í friði“, sagði Dísa vonzkulega.
Borghildur brosti þreytulega. „Bara að þeir
ráðist þá ekki fyrst á þig fyrst þú ert svona nálægt
dyrunum“.
„Það yrði þó líklega ekki mikil hryggðin hérna á
heimilinu, þó að ég hyrfi“, sagði Dísa með kjökur-
hljóði.
Borghildur staulaðist fram til að loka bænum
og lét sem hún heyrði ekki til hennar. Dísa að-
gætti eldhúsið og varð að viðurkenna, sér til mik-
illar gremju, að það var gengið um allt þar eins
vel eða jafnvel betur en hún hefði gert það. Elda-
vélin var glansandi og heit,' kaffikannan stóð á
henni. Það var svöl frostgola úti og henni var
hálfkalt. Borghildur bauð henni kaffi, þegar hún
kom inn aftur. Dísa fékk sér kaffi og hresstist
talsvert. „Hver mjólkaði kýrnar“, gat hún ekki
stillt sig um að spyrja.
„Það kom gestur, sem var ekki lengi að hugsa
sig um að fara í fjósið, þegar hún heyrði að þess
var þörf“.
„Er kannske næturgestur?“
„Nei, það var bara hún Þóra mín í Hvammi“-
„Það er þá nýtt að hún rápi hingað“, hnussaði
í Dísu.
„Hún kemur aldrei of oft, blessunin".
„Þeir eiga gott, sem gæðanna njóta hjá ykkur“,
sagði Dísa gremjulega.
„Þú hefur áreiðanlega notið þeirra, Dísa mín.
Og ef þau eru farin að minnka, er það sjélfsagt
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. MAÍ 1958
þér sjálfri að kenna að mestu leyti“, sagði Borg-
hildur. „Hafðu mín ráð og farðu til Ameríku í vor.
Það eru margar stúlkur, sem hafa farið þangað,
orðnar ríkisfrúr, sem aldrei höfðu haft af öðru
að segja hér heima en fátækt og basli“.
„Ég get fengið góða vist hérna fyrir. norðan á
ágætisheimili í næstu sveit“.
„Vertu þá skynsöm og taktu hana“.
„Ég er nú bara svona trygglynd, að ég ætla
mér að verða hérna og hugsa um heimilið á meðan
mamma er í burtu“, sagði Dísa.
„Þess gerist engin þörf. Ég er orðin svo hress,
að ég get farið að hugsa um það eins og ég er vön“.
En Dísu varð ekki þokað. Hún varð enn fýldari
á svipinn og önugri í skapi, tilbúin að jagast og
snúa út úr fyrir hverjum, sem á hana yrti. Borg-
hildur lá oft andvaka og velti fyrir sér óþægileg-
um spurningum, sem seint fengust svör við. Hvers
vegna höfðu forlögin látið Ketelríði koma inn á
þetta heimili með krakkann? Hvers vegna hafði
hún þurft að fá rænu síðasta sólarhringinn, ein-
ungis til þess að biðja hana og Önnu fyrir Dísu?
Hún var fyrir löngu búin að sjá, hversu erfitt yrði
að uppfylla þá ósk. Og hvern endi fengi vera
hennar hér? Átti hún að vera hér sífellt nöldrandi
og jagandi alla tíð? Það var mjög óskemmtileg
tilhugsun. Hún var sífellt að ámálga það við Dísu,
að hún réði sig fyrir norðan, en hún hefði eins vel
getað beðið bæjarhúsin að færa sig úr stað.
SUÐURFERÐIN
Loksins kom svo dagurinn, sem mest hafði verið
kviðið fyrir af flestum á heimilinu, dagurinn, sem
Anna var flutt burtu. Veðrið spáði góðu. Heiðskírt
og logn- Anna var orðin það hress, að hún gat
setið í stoppuðum stól á sleðanum, vafin í sængur
og teppi. Þóra hafði komið fram eftir og hjálpað
til að koma henni af stað og ætlaði að verða henni
samferða ofan eftir. Þórður sat fremst á sleðanum
og stjórnaði hestinum. Feðgarnir fóru á hestum
og voru horfnir, áður en kveðjurnar voru afstaðnar
heima á hlaðinu. Nágrannakonurnar frá Hálsi og
Ásólfsstöðum höfðu komið um morguninn til að
kveðja önnu. Elín var með móður sinni. Allt hafði
þetta svo slæm áhrif á Dísu, að hún faldi sig út í
fjósi og gat þess vegna ekki kvatt fóstru sína,
enda hafði hún sjaldan getað litið inn til hennar
síðustu dagna. Allt heimilisfólkið stóð úti og horfði
á eftir sleðanum. Helga hélt stórum vasaklút,
gegnvættum af tárum, fyrir andlitinu. Hinar
héldu inni tárunum, en voru duaflegar á svip.
„Guð má vita, hvort við sjáum hana lifandi
aftur“, kjökraði Helga.
Borghildur reyndi að bera sig mannalega. „Hún
er nú ólíkt hressari en hún hefur verið í margar
vikur, og sjóferðin tekur ekki nema svo sem þrjá
daga. Ég vona, að þetta endi vel“, sagði hún.
Konurnar kvöddu með kossum og kærleikum
og fóru. Hitt fólkið týndist líka í burtu. Borg-
hildur fór seinast inn af hlaðinu, þegar sleðinn
hvarf undir bæinn á Hjalla. Hún strauk svuntunni
yfir andlitið um leið og hún fór inn í bæjardyrnar.
Hvenær skyldu þau koma aftur, og hvernig skyldi
þá aumingja Anna líta út?
Sigþrúður á Hjalla kom ofan fyrir bæjarhólinn
til að kveðja. En konan á bænum á móti stóð svo
innarlega í bæjardyrunum, að hún sást ekki utan
frá. Hún öfundaði nágrannakonu sína af því að
geta gengið svona hiklaust í veg fyrir sleðann og
kvatt þessa vinmörgu og góðu konu- Hún varð að
láta sér nægja að kveðja hana í huganum. Hennar
hlutskipti var að felast í myrkrinu, þar sem fáir
sægju hana.
Það mátti ekki seinna vera að lagt væri upp.
Vorsólin var farin að vinna talsvert á vetrar-
gaddinum. Eftir nokkra daga myndi illfært með
sleða eftir dalnum.
Eftir þrjár vikur var Anna Friðriksdóttir orðin
svo heilsugóð, að hún gekk um götur höfuðstaðar-
ins með syni sínum og manni. Það var tæplega að
hún hefði getað trúað því, að Jón gæti sýnt aðra
eins sjálfsafneitun og hann hafði gert. Allan
þennan tíma hafði hann ekki drukkið sig fullan
og ekki einu sinni orðið kenndur. Það var einmitt
þetta, sem hún hafði óttazt, að hann gæti ekki
stillt sig um. En svona var hann inndæll að öllu
leyti. Þessi tími hafði verið óvenju viðburðaríkur
fyrir dalakonuna, sem aldrei fyrr hafði yfirgefið
heimilið sitt, nema þegar hún fór óheillaförina
til Stapavíkur forðum. Hún átti bágt með að sofa
fyrstu næturnar. Henni brá við kyrrðina heiman
að. Meðan hún treysti sér ekki út, sat hún við
gluggann og horfði á umferðina. Skyldi hún geta
fellt sig við að eiga hér heima? Hólmfríður hafði
farið norður eftir hálfan mánuð og gat flutt þá
gleðifregn með sér heim í dalinn sinn, að Anna
væri á hröðum bata vegi.
„Jakob minn, heldurðu að þú kynnir við þig
hérna?“ spurði Anna einn daginn, þegar þau
voru úti.
„Það gæti verið“, sagði Jakob áhugalítið, „en
mig er samt farið að langa heim í dalinn“.
„Mig líka“, sagði hún brosandi. „En þig, góði
minn? Er þig ekki farið að langa heim fyrir
löngu?“ bætti hún við og sneri máli sínu til manns
síns.
„Jú, fyrir langa löngu“, svaraði hann.
„Nú fer að gróa heima og gaman að koma á
hestbak“.
„Ég er líka að verða svo hress, að ég get farið
að leggja af stað heimleiðis".
„Þið Jakob gætuð orðið hér eftir og komið
seinna. Þú unir þér hér sæmilega. En vorannirnar
kalla á mig heim í blessaðan dalinn okkar“.
„Nei, ég get ekki hugsað til þess að verða eftir.
Mundu það, að við ætlum að leiðast, það sem eftir
er samfylgdarinnar. Ég vil sjá dalinn okkar aftur
á sama augnablikinu og þú og Jakob. Við komum
þrjú aftur eins og við fórum“.
„Jæja, vina mín. Ef þér finnst þú vera orðin
svo hress, að þú getir orðið samferða, væri það
æskilegt", sagði hann brosandi. En með sjálfum
sér óskaði hann, að hún hefði heldur viljað verða
eftir. Hann var orðinn dauðleiður á þessu lífi,
göturölti og búðarhangsi, og hefði helzt kosið að
fara strax heim, einn og frjáls. Fara á ærlegt
fyllirí og njóta lífsins þvingunarlaust.
Hinum megin götunnar kom gamall maður, illa
klæddur, fram úr húsasundi og virti fyrir sér
þessa glæsilegu fjölskyldu, sem hafði numið staðar
við skrautlegan sýningarglugga.
„Það er þó líklega ekki sem mér sýnist“, tauaði
hann við sjálfan sig, „og svei mér þá, ef þarna er
ekki kominn hann Jón kunningi minn frá Nauta-
flötum. Ójá, ofurlítið hefur þó tíminn getað máð
burtu oflátungssvipinn af snjáldrinu á honum.
Ekki vantar, að uppdrátturinn sé ekki nógu glæst-
ur. Sei, sei, seint verða okkar reikningar jafnaðir.
Ójá, þetta er nú konuskepnan. Ekki ósköp þrælk-
unarleg, sýnist manni. Andlitið er eins og því hefði
verið stungið niður í mjólkurtunnu- Hún ætti víst
betur heima í Reykjavík, frekar en fram í dals-
botni norður í landi. Ellegar hárið. Það hefur ekki
verið reitt af sér. Líklega sjaldan svo flókið og
nægur tími til að greiða það nógu oft. Þvílík frú.
Þetta er víst sonurinn, einbirnið. Alveg eins og
maður sjái sundurskotinn hausinn á honum Frið-
riki kaupmanni. Hvað svo sem skyldi það vera að
gera hér í Reykjavík, þetta pakk? Náttúrlega að
leika sér, því að nógir eru peningarnir. Ég gæti nú
reyndar ímyndað mér að það kynni anzi lítið að
haga sér innan um höfðingjana hérna, þó að það
sé nógu fínt. En ekki er Þórdís mín sjáanleg með
þeim, þó að bræður hennar hafi sagt mér, að hún
væri eins og dóttirin á heimilinu. Það er líklega
ekki aldeilis svo. Sjálfsagt góð til að þræla kaup-
laust undir því yfirskyni, að hún sé fósturdóttirin
en ekki vinnukona. Það veit hvernig það á að hafa
það, dótið að tarna. Hvað skyldi hún nú vera orðin
gömul? Það er ekki svo merkilegt minnið mitt, að
ég muni hvað langt er síðan ég flæmdist burtu
úr dalnum. Líklega ein fjórtán eða fimmtán ár,
kannske lengra. Þau eru löng útlegðarárin. Alltaf
langar mig heim í dalinn aftur, þó að ég hafi þar
nú að heldur litlu að hverfa. En kannske myndu
gömlu nágrannarnir mínir ekki telja eftir sér að
gefa mér að éta í nokkra daga. Það getur skeð að
hún þyrfti þess litla tátan mín, að ég liti eftir
högum hennar, þó að seint sé. Það hefur sjálfsagt
verið gott við hana, meðan hún var barn, því að
heimilið var orðlagt fyrir barngæði. En nú er
ekkert líklegra en það mylji hana undir sig með
stórbokkaskapnum- Ég ætti að þekkja það frá
fornu fari“.