Lögberg - 01.05.1958, Side 7

Lögberg - 01.05.1958, Side 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. MAI 1958 7 Landið sem fólkið flýr Járntjaldið skiptir Þýzka- landi í tvo hluta, og enn er ekki vitað hvenær unnt reyn- ist að sameina þá. Þótt ótrú- legt sé þá er Austur-Þýzka- land eina ríkið í víðri veröld, þar sem fólki fer fækkandi þessi árin. Stjórnarvöldin gera allt sem hugsazt getur til þess að stöðva flóttamannastraum- inn til Vestur-Þýzkalands, en öll ráð reynast árangurs- laus. Flóttamannastraumurinn eykst fremur en úr honum dragi. Blöðin eru oft fundvís á gamansögur varðandi alvar- legustu vandamál. Vestur- þýzkur kennari á að hafa spurt einn af nemendum sínum hve- nær hann teldi líklegt að Austur- og Vestur-Þýzkaland yrði sameinað. Nemandinn hugsaði sig um nokkra hríð og svaraði síðan: — 1996. — Þá lék kennaranum forvitni á að vita hvers vegna nemand- inn tilnefndi það ár. Og það stóð ekki á svaraðinu: Reikni maður samkvæmt tölu þeirra flóttamanna, sem nú leita á ári hverju vestur fyrir verður útkoman sú, að allir Þjóðverjar búi í einu og sama landi árið 1996. — Flóttinn mikli Vitanlega er saga þessi upp- spuni, en engu að síður er mikill sannleikur í henni fólg- inn. — Samkvæmt nýjustu skýrslum hafa 3,4 milljónir manna flúið frá Austur- Þýzkalandi til Vestur-Þýzka- lands síðan 1945. Árið 1957 komust meira en 250 þúsundir Austur-Þjóðverja vestur fyrir járntjaldið. Fólk þetta yfirgaf heimili sín, starf, ættingja og vini til að öðlast frelsið. Aust- ur-Þýzkaland er smám saman að tæmast af fólki. Sé þetta athugað nánar, er það rétt samkvæmt opinber- um skýrslum að 261,622 mann- eskjur flýðu Austur-Þýzka- land árið 1957. Þar eru því ekki meðtaldir allir þeir sem komizt hafa vestur fyrir og setzt þar að, án þess að sækja um landvistarleyfi eða gefa sig fram við yfirvöldin, en vitað er að fjöldi fólks flýr og sezt að hjá ættingjum og vin- um, sem flúið hafa á undan og fengið staðfestu á Vestur- Þýzkalandi. Talið er að í Vestur-Berlín einni séu um 25,000 flóttamanna, sem hvergi hafa verið skráðar. Samkvæmt skýrslum var meira en helm- ingur flóttafólksins 1957 yngri en 25 ára. 75% var yngra en 45 ára- 65% taldist til verka- fólks í Austur-Þýzkalandi. En það er fleira sem ráða má af þessum opinberu skýrsl- um. Þessar 3,400,000, sem flúið hafa síðan 1945 eru því sem næst 18% af íbúatölu Austur- Þýzkalands. Strangar varnarráðstafanir Eins og áður er sagt gera stjórnarvöld Austur-Þýzka- lands allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þennan flóttamannastraum. — Landa- mæravarðlið héfir verið stór- aukið og eflt og gripið til ým- issa varnarráðstafana. Fyrst og fremst hefir verið reynt að ala upp þá svikahneigð í al- menningi, að fólk komi upp um þá, sem það veit að hyggja á flótta. Það er ekki langt síðan Heinrich Toeplitz, full- trúi í dómsmálaráðuneytinu austur-þýzka, lét svo um mælt að það væri borgaraleg skylda að skýra lögreglunni frá flóttaundirbúningi. Mestar eru varnirnar landamærunum. Háar gadda- vírsgirðingar liggja í mörgum samhliða röðum allt frá Eystrasalti og 1200 km. inn í landið. Þar hafa verið reistir varðturnar með stuttu milli bili, og gengið svo langt að heil þorp hafa verið lögð í auðn til að koma þessum varn arráðstöfunum fram. Þarna standa 40 þúsundir austur- þýzkra lögreglumanna og her- manna sífellt vörð, en raf magns-aðvörunarkerfi og varð hundar verja flóttamönnunum leið um fimm kílómetra breitt svæði á bak við gaddavírs- girðingarnar. Glugginn til vesturs Austur-Berlín er í mörgum skilningi glugginn til vesturs. Og þetta gera austur-þýzku stjórnarvöldin sér ljóst. Þess vegna er eftirlitið á öllum vegum til Vestur-Berlínar eflt og styrkt. Allar járnbrautar- lestir verða að fara um An halterbrautarstöðina til eftir- lits. Fyrir þetta eftirlit er fólki mjög örðugt að flýja þá leiðina. Eftirlitsmennirnir eru þjálfaðir frá barnæsku, - meira að segja skólabörn eru höfð til að njósna. En svo er að sjá sem austur- þýzka stjórnin hafi ekki fullt vald á þessu varðliði sínu. Á meðal flóttamanna síðastliðið ár voru 2,706 landamæra- verðir. Dómstólarnir taka ekki mjúklega á þeim flóttamönn- um sem nást- Jafnvel ættingj- ar þeirra verða að bera sér- stök persónuskírteini. En allar varúðarráðstafanir og varnir koma út á eitt. — Stúdentarnir flýja áróðurinn í skólunum, bændurnir flýja samyrkjuskipulagið, verka- mennirnir flýja í von um betri laun. En fyrst og fremst flýja allir í von um aukið frelsi . . . Það er ekki að vita nema nemendinn reynist hafa rétt fyrir sér. Nema það verði þá fyrir 1996, sem allir Þjóðverj- ar búa aftur í einu og sama landi. —Alþbl. 22. marz Kaupið Lögberg VIÐLESNASTA ÍSLENZKA BLAÐIÐ NOKKUR MINNINGARORÐ UM Sigfús Franklín S. Pétursson Mfnlr vlnlr fara fjöld feigðln þessa heimtar köld; ég kem & eftir, kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. —II. J. FRANKLÍN, eins og hann var ávallt nefndur, var fædd- ur í Riverton 1. febrúar 1885, en lézt 14. marz 1958 á Win- nipeg General Hospital. Hann var jarðsunginn af séra Valdi- mar J. Eylands 18- s. m. í Víðis-grafreit. Foreldrar hans voru Sigfús Pétursson og Guðrún Þóra Sveinsdóttir. Bæði voru þau hjónin ættuð úr Norður-Múlasýslu. Komu til Canada 1878 og settust að við Riverton; námu þar land og nefndu bæ sinn Skógar- garð. Eignuðust þau 13 börn, 8 börn þeirra komust til full- orðinsára, 7 stúlkur og einn sonur, Franklin; annar sonur var þeim gefinn, Snorri, er þau ólu upp frá barnsaldri og gáfu nafn sitt. Lengi lifði orðstír þessarar fjölskyldu eftir að hún flutt- ist frá Riverton: söngkraft- anna söknuðu söngstjórar, og allir söknuðu glaðværðar og góðvildar þessa fólks. Hjálp- semi Sigfúsar og Guðrúnar Þóru er enn viðbrugðið í Riverton, er minnst er á gömlu landnemana þar. Árið 1905 fluttist Franklin ásamt föður sínum til Víðis- byggðar, sem þá var óðum að byggjast, námu þeir þar sitt landið hvor. Eftir fráfall Sig- fúsar starfrækti Franklin bæði löndin. Þann 13. marz 1912 kvæntist Franklin eftir- lifandi ekkju sinni, Aldísi Magnúsdóttur Þorgilssonar og konu hans Ragnheiðar Jóns- dóttur; ætt Aldísar er að mestu leyti í Grímsnesi í Ár- nessýslu. Franklin og Aldís eignuðust fimm börn, eru þau öll á lífi og mjög mannvænleg sem kyn þeirra allt. Börn þeirra eru hér talin eftir aldursröð: — Ragna Líndal, Pétur, Brynhildur (Mrs. Victor Jóhannesson), Guðrún Þóra (Mrs. Valdimar Jóhannesson), Halldóra (Mrs. William Odd- leifsson). Barnabörn þeirra eru fjögur. Fjórar systur Franklins heitins eru enn á lífi: Sigur- borg Reykdal, Transcona; Halldóra Pétursson, Van- couver; Bergrós Pálsson, Van- couver; Sigríður Pálsson, Langford, B.C. Franklin og Aldís voru mjög samhent og heppnaðist þeim búskapurinn með meiri ágæt-' um en almennt gerðist í hinni frjósömu Víðir-byggð- Eftir 40 ára búskap þar brugðu þessi mætu hjón búi, fluttu til Ár- borg, keyptu þar hús og dvöldu þar í 12 ár. Síðastliðið ár fluttu þau til Betel, bæði mjög farin að heilsu eftir langt og erfitt dagsverk. Þess skal getið, að báðum þeim hjónum féll vistin á Betel mjög vel, og heldur Aldís á- fram að vera þar, þótt henni standi til boða að vera hjá dætrum sínum, sem allar eiga ágæt heimili. Franklin var góður félags- maður og lagði lið öllum mál- um, er hann áleit miða til bóta fyrir samferðamenn sína. Hann var höfðingi í lund og lagði óspart fram fé úr eiginn sjóði til hjálpar einstakling- um, er þurftu hjálpar við; sömuleiðis ýmsum fyrirtækj- um, er miðuðu almenningi til heilla. Hann var réttsýnn í öllum viðskiptum svo af bar og vildi ekki vamm sitt vita í neinu. Yfirlætislausari mann er ekki gott að finna. Væri honum hælt fýrir eitthvað, sem hann hafði gert, mislíkaði honum það og lét mann vita, að slíkt ætti ekki við hans skap. Flestir þeir, er þekktu Franklin vel myndu kjósa að líkjast honum sem mest, ættu þeir kost á slíku. Þar er til grafar genginn góður drengur, trúr sjálfum sér og trúr öðr- um til æviloka. —T. B. — Ég hef heyrt að konan þín sé stungin af með bílinn. — Já, það er satt, en ég læt mér það í léttu rúmi liggja; bíllinn er orðinn m e s t i skrjóður. Til þess að geta hætt að reykja, verður maður að eiga óvenju viljasterka konu! I Rtqidcii * uiifh IIOUA 6! uiifh IjOUA 6HtplojJ6|i -Tortlie MANITOBA HOSPITAL SERVICES PLAN Þar sem eru fimm eða fleiri persónur í vinnu Samkvæmt Hospital Service tryggingalögunum, alt starfsfólk, fimm eða fleiri, verða að láta skrásetja sig hjá vinnuveitanda sínum. Þetta verður að gerast þann 10. MAÍ 1958 eða áður. Skrásetningareyðublöð hafa verið látin í té af Manitoba Hospital Service Plan. Vinnuveitandi yðar hefir þessi eyðublöð nú þegar- THE MANITOBA HOSPITAL SERVICES PLAN «. W. BEND, Ministor o. L PICKERING, Commtuion*r I?

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.