Lögberg - 04.12.1958, Blaðsíða 8

Lögberg - 04.12.1958, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. DESEMBER 1958 Úr borg og byggð KVÖLDVAKA til heiðurs Guttormi J. Guttormssyni Fjölsækið kvöldvöku Þjóð- ræknisfélagsins, sem efnt verður til n.k. laugardag, kl. 8 e.h. í Sambandskirkjunni á Banning til heiðurs Guttormi J. Guttormssyni skáldi og konu hans, frú Jensínu Gutt- ormsson. Flutt verður erindi um skáldið og verk hans. Þá verða lesin upp kvæði og sungin lög við texta eftir Guttorm. Að lokinni kvöldvökunni, sem fer fram í efri sal kirkjunnar, verða bornar fram kaffiveit- ingar í neðri salnum. Að- gangur verður ókeypis. ☆ — DÁNARFREGN — Að morgni hins 9. nóv. s.l. lézt að Victoria spítalanum í Winnipeg Paul H. H. Robert- son. Hann var í fjölda mörg ár velmetinn kaupmaður í Moosehorn, Manitoba. Hann var fæddur í Noregi 1885; — fluttist til íslands 1906 og kvæntist þar 1909 eftirlifandi konu sinni Sigríði. Þau flutt- ust til Canada árið 1911 og áttu fyrst heima í Winnipeg, en síðan norður við Manitoba vatn. Auk konu hans lifa hann tvær dætur: Ruth Marey, Mrs. B. Clemenson, Silver Bay, Man., og Alda Charlotte, Mrs. Paul Dumas, Portage la Prairie. Barnabörnin eru 7 og barna-barnabörnin 5. Útförin var gerð frá Grace lútersku kirkjunni í Ashern, undir umsjón Clemens út- farastofunnar. Paul Robertson var gáfaður maður og vel látinn; er hans sárt saknað af ástvinum og kunningjum. — Blessuð sé minning hans. ☆ Jón V. Johnson frá Gimli leit inn á skrifstofu blaðsins á miðvikudaginn; hann var ný- kominn úr þriggja vikna heim sókn til bróður síns og tengda- systur, Mr. og Mrs. Lawrence Johnson í Chicago. Samferða honum suður voru þeir Dr. Lárus Sigurdson og Steve Johnson. Þar syðra heimsóttu þeir félagar meðal annars Dan Ólafsson, Allan Sveinsson og fjölskyldur þeirra. Líður öll- um þessum löndum ljómandi vel. — Lawrence Johnson rekur verksmiðju fyrir ýms raftæki. Með honum fóru þess- ir fimm ofannefndir menn í veiðitúr til Wisconsin, en þar á Lawrence Johnson veiðihús inn í frumskógum þess ríkis. Höfðu þeir af þessu hina beztu skemmtun, og svo ferðinni allri. Hinn hamingjusami fer al- drei of snemma á fætur. ----0---- Flestir menn eru eins og tunglið. Þeir hafa sínar dökku hliðar, sem þeir sýna ekki neinum. Gerir alla ánægða! PATSY Heimilis Kyndara Kol Svo hrein, svo örugg, svo hitaauðug, Patsy heimilis kyndara kol er einn af beztu vinum, sem fjölskyidan hefir átt. Patsy eru svo þrungin hitamagni, og eru líka afar hagnýt! Patsy umboðsmaður flytur þau heim til yðar, samkvæmt þörfum yðar. Hrindið frá yður öllum á- hyggjum varðandi upphitun í vetur með því að síma nú þegar Patsy Heimilis Kyndara kolaumboðsmanni og ráðstafa kolaforða yðar. JAMES MURPHY COAL COMPANY Wholesale Distributor Phone WHitehall 3-2579 400 POWER BUILDING, WINNIPEG, MANITOBA MESSUBOÐ Fyrsta lúterska klrkja Sr. V. J. Eylands. Dr. Theol, Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ÆSKILEGAR JÓLAGJAFIR Ævisaga Helga Einarssonar (á íslenzku) $3.00 óbundin. lceland’s Thousand Years (á ensku) bundin $2.00 — óbundin $1.00. In The Wake Of The Storm Drama, by Lauga Geir, $2.50. Pantið frá: H. F. Danileson, 869 Garfield St. Winnipeg 10, Canada. Fréfrtir . . . Framhald af bls. 7 ist þess s.l. sumar í Winnipeg. Einnig áttu þau Mr. og Mrs. Stephan Stephanson gullbrúð- kaupsafmæli s.l. sumar og ferðuðust þá til skyldfólks síns, sem minntist þess af- mælis.“ — Þótt snjóbylur væri úti voru allir í sólskinsskapi á Betel þennan dag. ----0---- Miss Wilma Stefanía Einar- son og Mr. Henry Pierson voru gefin saman í hjónaband í lútersku kirkjunni á Gimli kl. 7.30 e. h. þann 8. nóvember. Séra John Fullmer gifti. — Kristinn Benediktsson, móð- urbróðir brúðarinnar, leiddi hana að altarinu. Brúðarmeyj- ar voru: Miss JoAnne Laxdal frá Winnipeg, Miss Lynette Einarson, frænka brúðarinnar, og Mrs. Eileen Mason. Að- stoðarmaður brúðgumans var Philip Pierson, bróðir hans. Gordon Davidson og Wallace Bell leiddu til sætis. Mrs. Lorna Tergesen söng einsöng, Mrs. Clifford Stevens var við hljóðfærið. Eftir giftingarat- höfnina var setin vegleg veizla í Legion Hall. Brúðurin er dóttir Mrs. Elín Einarson á Gimli og manns hennar Vil- hjálms Einarssonar, sem lát- inn er fyrir mörgum árum. — Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Leo Pierson í Winnipeg. Wilma hefur unnið hjá T. Eaton félaginu í Winnipeg um nokkurn tíma og mun vinna þar áfram fyrst um sinn. — Framtíðarheimili ungu hjón- anna verður í Winnipeg. ----0---- Á bæjarráðsfundi 12. nóv. var ákveðið að tilkynna Sam- bandssöfnuðinum að skattur fyrir árið 1958 á Parish Hall yrði útstrikaður, ef eða þegar sú bygging yrði gerð full- komnari með vatnsverki og öðrum nýtízku þægindum. Útborgaðir reikningar í október að upphæð $19,331.67 voru samþykktir. Mrs. Kristín Thorsteinsson Helgar lindir Framhald af bls. 4 Spyrjið kennarastólinn í ís- lenzku við Manitoba háskóla. Hann var stofnaður með rausnarlegum fórnum í reiðu fé, og kröftum nokkurra á- hugamanna. Nýtur hann þess stuðnings, sem vonir stóðu til, og sem hann á skilið málstað- arins vegna, og mannsins sem veitir honum forstöðu? Viljum vér, Vestur-íslend- ingar, láta frost og fannir á- hugaleysis og hugsjónadeyfð- ar færa þessar lindir í kaf? Með því að styðja þessi fyrir- tæki: Þjóðræknisfélagið og deildir þess, kirkjurnar, blöð- in og kennarastólinn með ráðum og dáð, greiðum vér hugsjónum frumherjanna, og vorum eigin sóma, jákvæði; með afskiptaleysi af þessum málum lýsum vér því hins vegar yfir, að vér eigum engar helgar lindir lengur. Merkilegasta og frægasta vatnslindin á íslandi er vafa- laust Geysir, hverinn mikli. En hann hefir verið fremur daufur í dálkinn í seinni tíð, svo að nauðsynlegt hefir þótt að moka í hann fjörefnum, til þess að fá hann til að sýna sig í allri sinni dýrð. Vér, Vestur- íslendingar, þurfum að moka fjörefnum í lindir okkar hér, og fjörefnið bezta og það eina, sem að gagni kemur, erum vér sjálfir, áhugi okkar, samstilt- ir kraftar og fórnarlund. Þá aðeins getur klakinn bráðnað, sem nú er að safnast að hinum helgu uppsprettum og út- streymið frá þeim breiðst út og blessað oss enn um mörg ókomin ár. Af hverju borgum við skatt, var efni skólastíls í barnaskóla nokkrum. Pétur litli, sem ýmislegt hafði heyrt um þetta efni heima, svaraði: — Af því að við erum neydd til þess. Frétfjifrá fslandi Fré^'r frá Reuter frétta- sambsfidinu skýrðu frá því á laugardaginn, að núverandi ríkisstjórn Islands liggi við falli. Svo sem kunnugt er, fara þrír flokkar með völd: Framsóknarflokkurinn, Al- þýðuflokkurinn og Kommún- istar. Verkalýðsfélögin hafa farið fram á 10 prósent kaup- hækkun frá 1. desember að telja, vegna dýrtíðarinnar. — Forsætisráðherrann, Hermann Jónasson, sem er jafnframt formaður Framsóknarflokks- ins, hefir farið fram á það við verkalýðsfélögin, að kaup- hækkuninni verði frestað um einn mánuð. Alþýðuflokkur- inn og Kommúnistar snerust öndverðir gegn þessari tillögu. Ef þessir þrír stjórnmála- flokkar geta ekki komið sér saman um málið, er eins víst að stjórnin falli. Kristín S. Olson Fædd 1870 — Dáin 1958 Kristín Sigurðardóttir Olson var fædd 14. maí 1870 í Mýr- dal á íslandi og andaðist á Johnson Memorial Hospital á Gimli 19. nóvember s.l. rúm- lega 88 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðs- son og kona hans Elín Gísla- dóttir. Kristín giftist á Islandi árið 1900 og hét maður henn- ar Þórarinn Olson. Þau flutt- ust til þessa lands árið 1903 og stofnuðu heimili í Winni- peg; mann sinn misti hún 1931. Þau hjónin eignuðust sex dætur og eru fjórar á lífi: Elín, Mrs. A. Milne í Toronto; Fríða, Mrs. George Hurd í Edmonton; Jónína, Mrs. Leo Johnson, og Thora, Mrs. Robert Gíslason, báðar bú- settar í Winnipeg. Bamabörn- in eru sex og barna-barna- börnin sjö. Útförin var gerð frá Bardals 27. nóvember; dr. Valdimar J. Eylands flutti kveðjumál; hin látna var lögð til hinztu hvíld- ar í Brookside grafreit. Ég hefi nú ekki mikla trú á því að maðurinn minn vilji daðra við laglegar stúlkur, sem hann hittir. Það verður svipað og með hundinn okkar, í hvert sinn og bíll ekur fram hjá, hleypur hann á eftir hon- um. En ef hann nær bílnum veit hann ekkert hvað gera skal. WESTHOLME FOOD STORE CORNER OF WELLINGTON & BEVERLEY 730 Wellington Ave. Phone SPruce 4-5265 Leg of Lamb, smoked and cured Ib .39 Shoulder of Lamb, smoked and cured Ib .59 RÚLLUPYLSA TURKEYS AND CHICKENS AND ALL KINDS OF MEATS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.