Lögberg - 04.12.1958, Blaðsíða 1
J
SeMon's GreetlnKs
(Dauiddjm, SludÍDA.
PHOTOGRAPHERS
1‘hone GRover 5-4133
106 Osborne Street
WINNIPEG
Season's Greettngs
(DavidáorL SiudioA.
PHOTOGRAPHERS
Phone GRover 5-4133
106 Osborne Street
WINNIPBG
71. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. DESEMBER 1958 NÚMER 48
Eflum Þjóðræknisfélagið
Eins og kunnugt er, á Þjóð-
ræknisfélag Islendinga í
Vesturheimi fertugsafmæli
snemma á næstkomandi ári,
og verður þess vafalaust með
einhverjum hætti minnst á
þjóðræknisþinginu í febrúar.
Með tilliti til þessara tíma-
móta í sögu félagsins, hóf nú-
verandi forseti máls á því í
skýrslu sinni á þjóðræknis-
þinginu í fyrra, að vel færi á
því, að vinir og velunnarar
félagsins minntust þessa
merkisafmælis þess með fjár-
framlögum í sérstakan af-
mælissjóð félaginu til efling-
ar, en það hefir mjög tak-
markaðar tekjur, aðallega
þann hluta af félagsgjöldun-
um, sem gengur til þess, og
þann arð, sem húseign þess á
Home Street í Winnipeg gef-
ur af sér árlega, að ógleymd-
um nokkurum og sérstaklega
þakkarverðum fjárgjöfum
ý m i s s a félagsmanna og
kvenna.
Hins vegar hefir félagið all
margþætta starfsemi með
höndum. 1 fyrsta lagi kemur
Hon. Nels Johnson
látinn
Nels Johnson dómari
Rétt þegar blaðið var að
fara í pressuna barzt því sú
harmafregn að Nels Johnson
dómari í hæztarétti Norður-
Dakotaríkis hefði látizt að-
faranótt miðvikudagsins.
Þótt hann væri aðeins 62
ára að aldri átti hann merkan
mennta- og starfsferil að baki,
svo sem virðingarstaðan, er
hann skipaði, gefur til kynna.
Hann átti sæti ásamt Guð-
mundi Grímson dómara og
þremur öðrum dómurum í
hæztarétti ríkisins. Nels John-
son var elzti bróðir Mrs. V. J.
Eylands; þessa mæta manns
verður nánar minnst síðar hér
í blaðini;.
þar til greina óhjákvæmilegur
kostnaður við rekstur þess,
skrifstofuhald, bréfaskriftir
og annað þess háttar, og ferða
kostnaður í þágu þess, þó að
vart þurfi að taka það fram,
að embættismenn þess eru
með öllu ólaunaðir, en vinna
störf sín í hjáverkum frá
skyldustörfum, eins og em-
bættismenn allra deilda þess.
Viðamesta starf félagsins er
þó útgáfa Tímarits þess, sem
orðin er mjög kostnaðarsöm,
en þess er þá jafnframt að
gæta, að þar er vafalaust um
að ræða varanlegasta verk
þess, án þess lítið sé gert úr
öðrum merkum störfum þess.
Tímaritið, sem komið hefir nú
út samfleytt í 40 ár, er orðið
mikið og merkilegt ritsafn, að
áliti margra hinna dómbær-
ustu manna á Islandi og víð-
ar, eitthvert allra vandaðasta
og merkasta tímarit, sem út
hefir komði á íslenzku á síð-
ari árum. Milli spjalda þess
er eigi aðeins að finna sögu
félagsins sjálfs, heldur einnig
félagsmálasögu íslendinga í
Vesturheimi að eigi litlu leyti,
og þar ’iefir verið birt margt
af því ágætasta og athyglis-
verðasta, sem ritað hefir ver-
ið á íslenzku vestan hafs.
Þá stendur félagið að heim-
boðum og heimsóknum
merkra íslenzkra gesta heim-
an um haf eða héðan úr álfu,
fræðimanna og annarra and-
legra leiðtoga og listafólks,
sem vitanlega hefir kostnað í
för með sér og útheimtir
nokkura risnu af félagsins
hálfu. Um hitt er óþarft að
fjölyrða, hve mikil ánægja
fólki voru er að slíkum heim-
sóknum og hve mikill andleg-
ur gróði þær eru félagslífi
voru.
Þá hefir félagið undanfarin
ár veitt vestur-íslenzku viku-
blöðunum nokkurn árlegan
fjárstyrk, en alkunnugt er, og
réttlega marg-endurtekið í
ræðu og riti, hver líftaug þau
blöð eru allri félagslegri starf-
semi vor íslendinga hér í álfu.
Má ennfremur geta þess, að
félagið hefir lagt fram fé úr
sjóði sínum til styrktar skóg-
ræktinni á íslandi, jafnframt
því og einstakir félagsmenn
og konur hafa stutt það mál
fjárhagslega. Ennfremur hef-
ir félagið lagt fram fé til ým-
issa annarra framkvæmda, þó
að eigi verði það nánar rakið
hér.
En nóg hefir talið verið því
til sönnunar, að félagið hefir
með höndum harla víðtæka
menningarstarfsemi í anda
stefnuskrár sinnar; það hefir
á hinn bóginn, eins og þegar
er gefið í skyn, úr tiltölulega
litlu að spila fjárhagslega, en
með auknu fjárfmagni væri
framtíð þess betur tryggð og
það stæði að sama skapi betur
að vígi um félagslega og
menningarlega starfsemi
Viljum vér undirritaðir því
hvetja fólk til þess að minnast
40 ára afmælis félagsins með
því að gerast styrktarfélagar
þess, og skoðast öll slík fram-
lög sem tillag í afmælissjóð
þess. Slíkar fjárgjafir má
senda til féhirðis félagsins, hr.
Grettis L. Jóhannsson, ræðis-
manns, 76 Middlegate, Arm-
strong Point, Winnipeg 1,
Manitoba.
Með fyrirfram þökk og
alúðarkveðju.
Richard Beck, forseti
Greliir L. Jóhannson,
féhirðir.
Áttræður
Guðmundur Grimson dómari
Hinn víðfrægi Vestur-ls-
lendingur, Guðmundur
Grimson, dómari, forseti
hæztaréttar Norður-Dakota-
ríkis, átti áttræðisafmæli 20.
nóvember s.l. Tíu ára kjör-
tímabil hans í hæstarétti renn-
ur ekki út fyrr en í lok 1960,
en í viðtali, sem blaðamenn
áttu við hann á afmælisdegi
hans, lét hann þess getið, að
hann mundi láta af embætti
31. desember n.k., ekki vegna
heilsubrests heldur fyrir ald-
ursakir. Ekki kvaðst hann
myndi sitja auðum höndum
eftir það, enda mun hann enn
njóta fullra starfskrafta.
Grimson dómari ruddi sér
ungur veg til mennta og á
merkan starfsferil að baki
bæði sem lögmaður og dóm-
ari; mun hans verða ýtarlega
getið í Lögbergi um áramótin,
þegar hann lætur af embætti.
Lögberg sendir honum hug-
heilar árnaðaróskir í tilefni
afmælisins.
Ársfundur Fróns
sem haldinn var í Fyrstu
lútersku kirkju á mánudags-
kveldið, 1. desember, var því
miður fremur illa sóttur, enda
kalt í veðri og mikil ófærð
vegna snjóþyngsla. Að öðru
leyti var fundurinn um margt
eftirtektarverður og ánægju-
legur. Skýrslur embættis-
manna, er birtast munu í
Tímariti Þjóðræknisfélagsins,
báru vott um það, að deildin
hefði verið ágætlega starfandi
á árinu undir árvakri og
styxkri stjórn forsetans, Jóns
Johnson, sem því miður gaf
ekki kost á sér í það embætti
aftur, sökum vanheilsu; var
honum maklega þakkað af
þeim Dr. Valdimar J. Eylands
og Heimi Thorgrímssyni fyrir
hið frábæra starf er hann hefir
innt af hendi í þágu deildar-
innar í mörg undanfarin ár.
Munu margir fagna því, að
Jón mun samt sem áður halda
áfram starfi sínu sem bóka-
vörður Fróns.
Þessir voru kosnir í stjórn-
arnefnd Fróns, og má segja,
að þar sé valinn maður í
hverju sæti:
Forseti,
Heimir Thorgrímsson
Vara-forseti,
Steindór Jakobsson
Ritari, Haraldur Bessason
Vara-ritari,
Valdimar Lárusson
Gjaldkeri,
Jochum Ásgeirsson
•
Vara-gjaldkeri,
Thor Viking
Fjármálaritari,
Gunnar Baldwinson
V ara-f j ármálar itari,
Gestur Davíðsson.
Endur skoðendur:
Grettir L. Johannson
Jóhann Th. Beck.
Að fundarstörfum loknum
flutti Dr. Valdimar J. Eylands
erindið, sem birtist á ritstjórn-
arsíðu blaðsins, snildarlega
samið, eins og hans var von
og vísa.
Að lokum veitti Jón John-
son öllum fundarmönnum
kaffi og góðgerðir.
Gyðríður Anderson
F. 5. apríl 1873 — D. 15. nóvember 1958
Þeir voru allir sigldir á sæinn
er sál þín unni hér mest.
Þú grátbændir guði alls lífsins
að gera nú enda á þinn frest.
Þeir heyrðu þær bænir, og bjuggu
með blómum þitt lífsins far,
og landfestar hljóðlega hjuggu,
það var Herra þíns dómur — og svar.
Og alsæl þú sigldir á sæinn,
og sorg þín var horfin um leið.
í sóllitum síðasta geislans
þú sást hvar þinn ástvinur beið.
Og himininn hlýlega breiddi
sín húmtjöld á foldu og sjá.
Þig, drottins hönd lýsandi leiddi
til landsins, er enginn vor sá.
Við biðjum, að allt sem þú unnir
og ástvini finnirðu þar,
að alsæl um eilífð þú lifir
hjá ástvinum, handan við mar.
—Páll S. Pálsson