Lögberg - 15.01.1959, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. JANÚAR 1959
Sannleikurinn og frelsið
Erindi flutt í Háskóla íslands 1. desember 1957
Eftir séra HARALD SIGMAR
Frelsi, engu síður en þekking, er áHugamál þessa háskóla
sem annara mentasetra. Orð Jesú Krists úr áttunda kafla
Jóhannesarguðspjalls, sem einnig blasa við sjónum okkar á
hinu fagra altari þessa helgidóms, eiga því við á þessum degi:
„Sannleikurinn mun gera yður frjálsa."
Sjálfstæðisbarátta íslendinga, sem lauk með fullum
sigri 1944, hefur vakið athygli og aðdáun meðal frelsis-
unnandi fólks um allan heim. En fáir hafa tekið innilegri
þátt í gleði Islendinga yfir fengnu frelsi né skilið betur bar-
áttuna, er á undan fór, en Vestur-íslendingar. Og þótt ég
sé íslendingur í þriðja lið og líti nú feðraland mitt í fyrsta
sinn, þá finnst mér ég vera tengdur atburðum þessum
ákveðnum böndum, og ég fagna því tækifæri nú, er mér
býðst, að taka þátt í hátíðahöldum þessa dags, þegar minnst
er hins þýðingarmikla áfanga, sem náðist árið 1918.
Og eigi er það undarlegt, hversu djúpa samúð íslend-
ingar hafa sýnt þeim þjóðum eða hópum, sem barizt hafa
fyrir frelsi sínu, hvort sem um hefur verið að ræða bar-
áttuna gegn þrælahaldi í Ameríku, hina nýafstöðnu frelsis-
uppreisn Ungverja eða jafnvel þó að ég leiti svo langt að
nefna brottför Israelsmanna úr Egyptalandi undan kúgun
og áþján Egypta, þar sem þeir nutu leiðsagnar og forustu
hins mikla trúar- og frelsisleiðtoga, Mósesar, sem hiklaust
má telja meðal fremstu þeirra manna, sem barizt hafa fyrir
fullveldi og hagsæld þjóða sinna.
Það er vart hægt að hugsa sér, að ímyndunarafl okkar
verði svo dofið, hjörtun hörð eða tilfinningar kaldar, að við
finnum eigi til æ nýrrar gleði, er við minnumst þess dýr-
mæta sigurs er vanst við Rauðahafið fyrir rúmum þrjú
þúsund árum síðan, þegar lítil þjóð komst undan kúgun og
órétti. Við hljótum að skilja því betur gleðina og þökkina
í páskahátíð Gyðinga, er við minnumst þess að þessa sigurs
var einmitt minnzt á þeirri hátíð.
En miklu fremur er ástæða til þess að hugleiða mikil-
vægi þessa forna atburðar, er við hugsum um það, hvílík
áhrif og mikilvægi hann einmitt hefur haft á okkar eigin
persónulega líf og þjóðina yfirleitt. Því að Guð valdi sér
þessa þjóð og gaf henni frelsi vegna kærleika síns til allra
þjóða. í baráttu Israelsmanna opinberaði Hann vilja sinn
og kærlekia, og hjá þeirri þjóð fæddist sá Frelsari, sem
uppfyllti þrá mannanna um það frelsi, er Guð vill fúslega
gefa hverri sálu.
Já, þessi minning um lausn ísraelsþjóðarinnar undan
þrælaáþján Faraós og hetjuleg leiðsögn Móse er sannarlega
öllum gott umhugsunarefni, en hitt þó miklu fremur efni
mikillar gleði öllu mannkyni, að minnast Hans, sem gaf
líf sitt öllum til frelsunar.
Hann hefur gert oss frjálsa. Og því verður öllum kristn-
um mönnum Krossinn á Golgatahæðinni hið sanna tákn
frelsisins, kveldmáltíðin fagnaðarhátíð þess, og Kristur
höfundur þess, því að Postulinn segir: „Þar sem andi Drott-
ins er, þar er frelsi.“ (2. Kor. 3).
Áður en frelsi fæst, verður að fara vakning. Á árunum,
sem Móse dvaldi í Mídianslandi, opinberaðist honum sann-
færing um það, að Drottinn kalli sig til að leiða ísraels-
menn úr þrælahúsinu á Egyptalandi til sjálfstæðis og
frelsis. En áður en svo gat orðið, varð Móse að vekja hjá
þjóð sinni þá löngun til frelsis að hún þyrði að leggja á sig
áhættuna, sem því var samfara. Hann varð að vekja hjá
ísraelsmönnum viljann til baráttu og fórna. Hann varð að
vekja þá af andlegum svefni og trúarlegri deyfð, svo að
þeir skyldu að Guð vildi frelsi þeirra og mundi leiða þá til
hins fyrirheitna lands.
Það varð og hlutverk Móse að endurvekja sífellt þjóð
sína í þessum efnum á braut hennar um eyðimörkina, því
að ella var víst, að lokasigrinum yrði aldrei náð. Þetta
kostaði mikla baráttu, því að oft var gefið eftir. Fólkið
kvartaði og möglaði og leit jafnvel til baka til kjötkatlanna
í Egyptalandi, þrátt fyrir hina erfiðu daga þar. Frelsisganga
hinnar litlu þjóðar ísraels var erfið. Hún knúði fram alla
kosti foringjans og reyndi á hið bezta í fari einstaklinganna,
þolgæði, festu og trúmennsku. Og sífellt varð það rödd
Drottins, sem Móse flutti þjóð sinni, sem gaf þeim sínýjan
styrk á hinni löngu leið.
Mér finnst ég sjá hér mynd af frelsisbaráttu þjóðanna
æ síðan, og er ekki hlutur fullhugans mikla, Jóns Sigurðs-
sonar, líkur? Var það ekki lífsköllun hans að endurvekja
frelsisþrá Islendinga og leiða fram til sigurs allt það, sem
frelsi íslands þurfti sér til styrks? Og sannarlega varð
mikil vakning á flestum sviðum með íslenzku þjóðinni,
áður en lokatakmarkinu varð náð. Baráttuárin voru einnig
mikil reynsluár, sem leiddu það allt í ljós, sem íslenzk
þjóðarsál átti til.
Sú barátta, sem við minnumst í dag bendir á starf Guðs
í sálum mannanna. Þetta minnir á þann Guð, sem gaf
manninum þá frelsisást að hann vill fremur heyja baráttu,
en eiga öryggi án frelsis. Já, hann kýs fremur dauðann
sjálfan en kúgun og áþján. Fresisbarátta liðins tíma minnir
á hið guðlega og fullkomna, því að frelsisbarátta sögunnar
er aðeins þjóðernisleg, stjórnmálaleg, eða efnahagsleg
túlkun þess sanna frelsis, sem öllum var í upphafi ætlað.i
Á stundu sem þessari erum við minnt á þá staðreynd að
kærleikur Guðs er svo alger, að Hann lagði sjálfan sig í
sölurnar svo að börn Hans mættu hafa frelsi, en eigi verða
þrælar hins illa.
I fyllingu tímans sendi Guð eingetinn son sinn til að
vekja. heiminn af svefni syndar og kalla hann til þess
frelsis, sem Drottinn hafði búið öllu mannkyni. Þetta er
kjarninn í boðskap aðventunnar. 1 þessu er baðskapurinn
um komu Krists fólginn. Og í þessum orðum Jesú, sem ég
vil nú lesa úr Jóhannesar guðspjalli, er að finna frelsiskall
Krists: „Sannarlega, sannlega segi ég yður, sérhver sem
syndina drýgir er þræll . . . Ef þér standið stöðugir í orði
mínu, þá eruð þér sannarlega lærisveinar mínir, og munið
þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður
frjálsa . . . Ég er vegurinn, og sannleikurinn og lífið. Enginn
kemur til föðursins nema fyrir mig. Ef því sonurinn gerir
yður frjálsa, munuð þér vera sannarlega frjáls.“
Einu sinni enn kemur boðskapur Aðventunnar til okkar,
er jólin nálgast. í bréfi til Rómverja sem lesið er þennan
dag í kirkjunni, flytur Páll söfnuðinum í Róm hinn vekj-
andi boðskap frá Kristi, og þessi sami boðskapur er jafn
þýðingarmikill kirkjunni í dag. Kirkjan er voldug stofun
og býr yfir miklum krafti. En um of er hún oft sofandi á
verðinum, sljó og stöðnuð. Og sjálfsagt hefur aldrei verið
eins brýn þörf á því í þessum heimi ótta og kúgunar, að
kirkjan heyri rödd Krists og boðskap, sem kallar til starfa
og býður hið sanna frelsi. „Liðið er á nóttina, en dagurinn
er í nánd.“ Því er brýn þörf að leggja af verk myrkursins
og klæðast hertygjum ljóssins. „Og gjörið þetta því heldur
sem þér þekkið tímann, að yður er mál að rísa af svefni.“
Séra Valdimar Briem hefur túlkað þetta kall um að vakna
og vinna mjög sterklega:
„Vaknið, raust af himni hljómar,
sem hátíðleg og kröftug ómar
um grafir degi dómsins á.“
Já, koma Krists í þennan heim olli stórkostlegustu
vakningu, sem heimurinn hefur nokkru sinni orðið vitni að.
„Blindir fengu sýn og haltir gengu, líkþráir hreinsuðust og
daufir heyrðu, og dauðir upprisu, og fátækum var boðað
fagnaðarerindið." (Mt. 11, 5.)
Hann sem sagði, „Ég er kominn tli að varpa eldi á
jörðina,“ (Lk. 12, 49.), kveikti með mönnum óslökkvandi
eld, svo að dýrð Guðs lýsti inn í innstu myrkur mannlegrar
sálar. Hann varð sá hreinsunareldur, sem máði syndina og
sorann burt úr lífi margra og gjörði þeim fært að halda von-
glaðir og öruggir í sigurátt. Þetta var eldur kærleikans,
sem náði hinum daufustu eyrum og sljóvustu augum, svo
að menn sneru sjónum sínum frá eymd og afbrotum og
fengu frelsi og frið og nýja útsýn og markmið.
Þessi fagnaðarboðskapur var ætlaður hinum fátæku í
anda, hinum hógværu og lítillátu, sem sannarlega munu
erfa jörðina. Þessir urðu þjónar hans og lærisveinar. Og
ljós þeirra skyldi lýsa mönnunum til þess að þeir sæju
góðverk þeirra og vegsami Föðurinn í himnum.
En hversu dauft brennur víða þessi eldur meðal kyn-
slóðar okkar. Fáir hafna að vísu krafti kærleikans á þessum
tímum í hinum frjálsa heimi. Fáir mundu gerast beinlínis
andstæðir kirkju Krists. Það er jafnvel víst að margir,
sem annars sjást sjaldan innan dyra helgidómsins, mundu
rísa til harðra mótmæla, ef starfsemi hennar yrði lögð
niður. En slíkar raddir eru ekki knúðar þeim eldi og áhuga,
sem Kristur einn getur vakið í brjóstum lærisveina sinna,
heldur miklu fremur bergmál vana og hefðar, sem sættir
sig við orðinn hlut og vilja ekki leggja það á sig að flytja
lifandi boðskap Krists, er varpar eldi að soranum í lífi
manna og kallar á þá að varpa af sér oki því, sem ill hugsun
og óhrein breytni leggur á þjóðir sem einstaklinga.
Þau orð Krists um söfnuðinn í Laódíkeu, eiga erindi til
kirkjunnar í dag: „Ég þekki verkin þín, að þú ert hálf-
volgur, og ert hvorki kaldur né heitur, betur þú værir
kaldur eða heitur. Því er það af því þú ert hálfvolgur, og
hvorki heitur né kaldur, mun ég skyrpa þér út af munni
mínum.“ (Op. 3, 15.)
Það gerðist eitt sinn í lítilli borg vestan hafs, að eld-
ingu sló niður í kirkjunni og brann hún til grunna. Ekkert
var við ráðið, en mikill mannfjöldi safnaðist saman til að
sjá eldsvoðann. Presturinn tók þar eftir kunningja sínum,
sem aldrei kom til kirkju, og sagði við hann hæðnislega:
„Þetta er í fyrsta skipti, sem ég sé þig við krikju." Maður-
inn svaraði: „Já, og þetta er í fyrsta sinni, sem ég sé
brennandi kirkju.“ Svar þetta varð prestinum mikið um-
hugsunarefni. Og það er mikið íhugunarefni fyrir alla, því
að kirkjan er ekki fyrst og fremst bygging eða stofnun,
heldur fólk eins og þú og ég, sem hafa verið skírðir í nafni
Guðs og kölluð til að þjóna Kristi, og því talar Páll beint
til okkar, er hann ritar: „Verið brennandi í andanum.“
Grátur barnsins, sem fæddist í Betlehem forðum, vakti
heiminn til ljóss og nýrra vona. Hann hefur vaxið og vakið,
og enn hljóma kirkjuklukkurnar og bera ómana frá hinum
fyrsta fagnaðarsöng:
Framhald á bls. 3
Björn J. Hallson
F. 1879 — D. 1958
Þann 8. desember 1958 lézt
á elliheimilinu Betel á Gimli
Björn J. (Barney) Hallson.
Hann var fæddur í Máseli í
Jökuldalshlíð í Norður-Múla-
sýslu 5. ágúst 1879; fluttist
hann hingað með foreldrum
sínum, Jóni Hallson og Ingi-
björgu'Sæbjarnardóttur Hall-
son, árið 1892, þá 13 ára
gamall, og settust þau að á
799 Ellice Ave., Winnipeg. —
Björn var yngstur af 15 börn-
um þeirra Hallson-hjóna og
hlaut hann sína skólamenntun
hér. Hann lærði tinsmíði og
stundaði jafnan þá iðngrein,
lengst af hjá Fred Friðfinns-
syni. Hann var meðlimur
Canadian Order of Forresters
í 50 ár; ennfremur Indepen-
dent Order of Forresters. —
í íslenzka leikfélaginu var
hann í mörg ár og þótti góður
leikari.
Árið 1905 kvæntist Björn
Ástu Stefaníu Byron og missti
hana eftir rúmlega fjörutíu
ára sambúð, 13. des. 1946. —
Heimili þeirra var að 638
Alverstone Street, rómað fyr-
ir gestrisni; nutu margir þar
gleði- og ánægjustunda. Þeim
hjónum varð þriggja barna
auðið og eru þau öll á lífi:
Mrs. Margaret Patterson í
Johannesburg, Suður-Afríku,
Thelma, Mrs. J. Lailey, 638
Alverstone St., og Carl A.
Hallson, 134 Palliser, St.
James. Barnabörnin eru sjö.
Útför Björns heitins var
gerð frá Bardal’s útfararstof-
unni 12. desember of hann
lagður til hvíldar í Brookside
grafreit. Séra Eric H. Sigmar
jarðsöng.
Blessuð sé minning hans.
Fréttir . . .
Framhald aí bls. 1
Mrs. T h o r u n n Vigfúsína
Beck — F. 29. júní 1870 — D.
19. febr. 1958.
Franklin Peterson — F. 1.
febr. 1885 — D. 14. marz 1958.
Stefán Helgason — F. 12.
jan. 1871 — D. 27. maí 1958.
Miss Elizabeth Anderson —
F. 7. marz 1873 — D. 20. ágúst
1958.
Mrs. Gyðríður Anderson —
F. 5. apríl 1873 — D. 15. nóv.
1958.
Mrs. Kristín Olson — F. 14.
maí 1870 — D. 19. nóv. 1958.
Björn J. Hallson — F. 5.
ágúst 1879 — D. 8. des. 1958.
Hannes Jónasson — F. 4.
jan. 1878 — D. 15. des. 1958.
----0----
A aðfangadag jóla heim-
sóttu menn frá Kinsmen Club
á Gimli Betel. Fóru þeir í
hvert herbergi með sælgæti
fyrir alla, eins og venja þeirra
hefir verið undanfarin ár. —
Smáflokkar af börnum komu
oft um jólaleytið til Betel og
sungu þar Christmas Carols.
Mrs. Kristín Thorsteinsson