Lögberg - 22.01.1959, Síða 8

Lögberg - 22.01.1959, Síða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. JANÚAR 1959 Úr borg og byggð — DÁNARFREGN — Þann 2. janúar 1959 lézt á sjúkrahúsi í Russell, Man. Þóra (Ólafson) Muir eftir lang varandi vanheilsu; hún fékk slag 27. des. 1958, og lifði tæpa viku eftir það. Hún var fædd í Winnipeg 4. apríl 1890. Foreldrar hennar voru Stefán og Petrína ólafson, sem þar bjuggu til ársins 1901, að þau fluttu til Álftavatnsbyggðar, keyptu þar land sem í „Lundi“ heitir í Mary Hill byggðinni fyrir vestan Lundar og bjuggu þar til dauða dags — Now Clean Your Own Rug, Rent a Bissell Shampoo Master, $2 per day, picked up and delivered. Also special rates on vacuum cleaners and floor polishers. SP 2-7741, SP 4-0226. Allied Upholstery Cleaners. (næsta land við mitt heimili, þar af leiðandi vorum við skólasystur). í desember 1915 giftist Þóra eftirlifandi manni sín- um Louis C. Muir og stunduðu þau búskap (mixed farming) í Russell byggðinni þar til hún dó. Auk eiginmannsins lifa hana fjögur börn: Elma, gift í Winnipeg; Lillian í Toronto; Mervin, kvæntur og á nú heima í Russell-bæ; og Lorna, gift og á heima í Kitimat, B.C. Barnabörnin eru fimm; ennfremur lifa hana fimm systkini: Ólöf (Mrs. Jón Árnason) í St. James, Man., Einar kvæntur Emmu Sig- urdur, á heima við Crane River, Manitoba, Sveinbjörn kvæntur Mary Fisher, býr í Mary Hill byggðinni, og Árni á gamla heimilinu Lundi, Margrét, (Mrs. J. Sigurdson á heima í Lundarbæ. Ein systir Björg (Mrs. Daniel Muir) dó fyrir mörgum árum síðan. — MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol, Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir Þóra stundaði skólakennslu í nokkur ár þar til hún giftist. Hún var góð og trygglynd kona. — Jarðarför hennar fór fram í Russell, 6. janúar 1959. Blessuð sé minningar henn- ar. Björg Björnsson ☆ Úr bréfi frá Lundar, Man. Ekki man ég neinar sér- stakar fréttir. Allt er á kafi í snjó hér sem annars staðar. Verst er það hvað oft eru stormar, þegar búið er að hreinsa brautirnar b 1 æ s máske næsta dag og allt fyll- ist aftur og teppir nærri um- ferð. Heilsufar held ég sé yfir- leitt gott, hef ekki heyrt talað um mikið kvef eða annan las- leika. En þrír gamlir menn hafa dáið á Lundar síðan 9. jan. — Jón Rafnkelsson varð bráðkvaddur að kveldi hins 9. John Austman (norskur eða svenskur?) dó eftir langvar- andi veikindi, og Jóhann Vig- fússon varð bráðkvaddur síðastliðinn þriðjudag, hafði hann lengi verið hjartveikur. Björg Björnsson ☆ 1708 Glacier Ave., Juneau, Alaska. 30. október 1958. ☆ Herra ritstjóri Lögbergs, Winnipeg, Man., Canada. Góði vin: Fyrir mánuði síðan flutti ég til Juneau, Alaska, og býst ég við að starfa hér sem prest- ur Resurrection Lutheran Church til loka næstkomandi júnímánaðar. Þá kemur hing- að fastaprestur til að taka að sér starfið. Ég fékk Lögberg frá 9. október í dag. Ég þakka þér fyrir að birta sálminni, „Ó, bænastund.“ En það er ein prentvilla þar sem mig langar til að biðja þig að leiðrétta. Endirinn á öðru versi sálmsins á að vera, „og legg í þína máttarmund alt mæðufár á bænastund,“ en ekki „náðarmund“ eins og það er prentað í blaðinu. Ég vona að ykkur hjónun- um líði báðum vel. Með vinsemd — þinn einl. Kolbeinn Sæmundsson ☆ Við undirrituð óskum eftir að komast í bréfasamband við jafnaldra okkar í Winni- peg: — Marsý Tómasdóllir, Kleppvegi 34, Reykjavík, Iceland Árni Jón Baldursson. Kleppsvegi 34, Reykjavík, Iceland. Árni er frímerkjasafnari og er 14 ára — ég er 16 ára. Við skrifum á íslenzku og ðetum skrifað á ensku. Með fyrirfram þakklæti. Marsý og Árni ☆ Ég undirrituð óska eftir að komast í bréfasamband við karlmenn á aldrinum 35—40 ára. Sigríður Jónsdóllir, Hvanneyrarbraut 37, Siglufirði, Iceland. ☆ Icelandic worship will be conducted by Pastor Edward A. Day at the Selkirk Luth- eran Church, January 25, 1959 at 3:00 p.m. Mr. John Ingjaldson will assist. The sermon theme will be: “Not as One that Beateth the Air.” ☆ — DÁNARFREGN — Jóhannes K. Vigfússon and- aðist á þriðjudaginn 13. jan. að heimili sínu að Lundar, Man., 64 ára að aldri. Hann lifa ekkja hans, Járnbrá; þrír synir, Kristján, Jóhannes og Kári; tvær dætur, Mrs. Dóra Magnússon og Mrs. Peggy Lamblin; átta barnabörn og eitt barna-barnbarn; tveir bræður, Barney og Kris og ein systir, Mrs. H. Jakobsen. ☆ Alhugið nafnmiðann á Lögbergi; hann skýrir frá því hvenær eigi að greiða fyrir blaðið; það hefir verið greitt fyrir það fram að þeim mánuði og ári, sem þar segir. Annir á skrifstofunni eru allmiklar, og vildum við því komast hjá því að skrifa kaupendum bréf til að minna þá á gjalddagana. Með fyrirfram þökkum fyr- ir samvinnu í þessum efnum. —I. J. ☆ Þeir sem æskja þess, að birta auglýsingar eða til- kynningar í Lögbergi, eru beðnir að koma þeim á skrif- stofu blaðsins ekki seinna en um hádegi á mánudögum. Maður kom hlaupandi inn á lögreglustöð og bað um að hann yrði settur inn. — Hvers vegna? — Ég lamdi konuna mína í höfuðið. — Unnuð þér á henni? — Nei, það er þess vegna. Bréf fró California Framhald af bls. 5 ur sá, var það, að þær voru flestar dauðar en svo vel var hreyfingum þeirra stjórnað með rafmagni, að þær virt- ust lifandi vera. Aðeins sá ég þar fugla, sem voru með eðlilegu lífsfjöri. Einnig villtist ég þarna inn í hús framtíðarinnar. Það var búið til úr Plastic og var í laginu eins og fjórblaðaður smári. Þar inni var öllu hag- anlega fyrir komið, en svo rúmlítið fannst mér þar, að ég efast stórlega um, að ég hefði getað kysst þar konu í laumi. Og þess vegna öfunda ég ekki þá, sem þar ætla að búa í framtíðinni. Margt bar þarna fleira á góma. en það verður að bíða betri tíma að lýsa því. En eitt vil ég ráð- leggja mönnum, sem ætla að leika sér þar, en það er að hafa meira en einn skilding í vasanum. Oft hef ég heyrt þetta mál- tæki um hönd haft: „Að mað- urinn sé sinn eigin gæfu- smiður.“ Þetta mun rétt vera. Og finnst mér lífið hafa sann- fært mig um að gæfan sé eitt af því fáa, sem ekki verður keypt fyrir peninga né skap- ist af fengnum auð. Og að gæfusamt líf byggist á því, hversu snemma á lífsleiðinni manni tekst að skilja bend- ingar hennar og breyta eftir þeim. Gæfusamt ár verði ykkar hlutskipti, og öll æfibrautin til enda. Kær kveðja. í friði Ykkar einl., H. Ólafsson Ofsóttir höfundar Framhald af bls. 7 E i n n af æðstuprestum sovézkra bókmennta, 11 j a Ehrenburg, sagði á sínum tíma: „Það var Pasternak einn sem lagði raunverulega undirstöðu sovézkra samtíma bókmennta. Þess vegna hefur sköpunarþróttur hans valdið og veldur enn áköfum deil- um“. Það virðist eitthvað hafa komið fyrir sovézka höfunda síðan þessi orð voru látin falla, því enn hafa engar fregnir farið af deilum um Pasternak. Hann er einróma fordæmdur af rithöfundum Sovétríkjanna fyrir það eitt að skrifa „mjög mannlega“ og „krítíska" bók. Spurningin sem Pasternak- málið vekur manni fyrst og fremst er þessi: Á þjóðfélag sem þannig hefur múlbundið rithöfunda sína, sem eiga þó að vera samvizka hverrar þjóðar, á slíkt þjóðfélag sér jrfirleitt viðreisnarvon fram- ar? Sigurður A. Magnússon —Mbl., 9. nóv. FERTUGASTA ÁRSÞING Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi verður heldið í Good Templarahúsinu við Sargent Ave. í Winnipeg, 23. 24. og 25. febrúar 1959. ÁÆTLUÐ DAGSKRÁ: 1. Þingsetning 2. Ávarp forseta 3. Kosning kjörbréfanefndar 4. Kosning dagskrárnefndar 5. Skýrslur embættismanna 6. Skýrslur deilda 7. Kosning allsherjarnefndar 8. Skýrslur milliþinganefnda 9. Útbreiðslumál 10. Fjármál 11. Fræðslumál 12. Samvinnumál 13. Útgáfumál 14. Kosning embættismanna 15. Ný mál 16. Ólokin störf og þingslit. Þingið verður sett kl. 9.30 á mánudagsmorguninn 23. febr., og verða fundir til kvölds. Að kvöldinu efnir Frón til síns árlega miðsvetrarmóts. Á þriðjudaginn verða þingfundir bæði fyrir og eftir hádegi. Að kvöldinu verður samkoma undir stjórn The Icelandic Canadian Club. Á miðvikudaginn halda þingfundir áfram og eftir hádegið þann dag fara fram kosningar embættismanna. Að kvöldinu verður almenn samkoma undir umsjón aðalfélagsins. Winnipeg, Man., 19. janúar 1959. í umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins, RICHARD BECK, forseti HARALDUR BESSASON, ritari

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.