Lögberg - 23.07.1959, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. JÚLÍ 1959
Úr borg og byggð
Séra Harald Sigmar kom
ásamt fjölskyldu sinni til New
York á laugardaginn og er
væntanlegur hingað norður
þessa viku; á sunnudaginn 26.
júlí messar hann á fjórum
stöðum í Gimli prestakalli, þar
sem hann þjónaði fyrrum.
☆
LEIÐRÉTTING—
I síðustu málsgrein frá-
sagnarinnar um Dr. Harald
Sigmar í síðasta blaði á að
vera — hvílíkan kærleikssess
þau skipa o. s. frv., en ekki
kærleiksvott. Ennfremur þar
sem minnst er barna þeirra
hjóna, á að falla úr komma
milli nafnanna Guðrún og
Erika. Dóttir þeirra sáluga hét
Guðrún Erika.
☆
VEITIÐ ATHYGLI!
Ekkja með þrjú börn, er
stundar atvinnu utan heimilis,
óskar eftir aldraðri konu á
heimili sitt. — Einkaherbergi,
fæði og önnur hlunnindi.
Upplýsingar á skrifstofu
Lögbergs.
☆
Acknowledgement
of Donalions to Window
Memorial Fund of Gimli
Lutheran Church
In memory of:
Mrs. Maria Jorgenson, by
Mr. & Mrs. W. J. Arnason,
Mr. & Mrs. Elert Stevens
$5.00.
Jóhannes K. Benson, by his
wife Jónasína Benson $25.00.
Marlene Helga Jóhannes-
son, by Mr. & Mrs. Helgi
Jóhannesson $10.00.
Gunnar Johnson, by Mr. &
Mrs. J. B. Johnson $2.00.
Mrs. Lóa Johnson, by Gimli
Lutheran Ladies Aid $5.00.
Jóhannes K. Benson, by J.
K. Johnson $5.00.
Mrs. Elisabet Polson, by
Mr. & Mrs. W. J. Arnason
$3.00.
Rev. Rúnólfur Marteinsson,
by Gimli Lutheran Deaconess
Society $5.00.
Mrs. Anna Thordarson, by
Mr. & Mrs. H. Stevens $5.00,
by Mrs. Rúna Thompson $2.00,
by Gimli Lutheran Deaconess
$5.00, by Mrs. Kristín Thor-
steinsson, Mr. & Mrs. O. N.
Kardal & Mae also, Mr. & Mrs.
Gordon Young $15.00.
Aðalbjörg Helgason, by
Mr. & Mrs. Elli Narfason $5.00,
by Mrs. Oddfríður Johannson,
Mr. & Mrs. Sólmi Sólmunds-
son, Mr. & Mrs. Herbert
Bjarnason, Mr. & Mrs. Stefán
Jóhannson $7.00.
Aðalbjörg Helgason, by
Mr. & Mrs. L. Stevens $2.00.
Mrs. Elsabet Polson, by
Gimli Lutheran Ladies Aid
$5.00.
Mrs. Anna Thordarson, by
Gimli Lutheran Ladies Aid
$5.00.
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol
Heimili 686 Banning Street.
Sími SUnset 3-0744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Allir ævinlega velkomnir
Séra Harald Sigmar flytur
guðsþjónustur í Gimli presta-
kalli á sunnudaginn 26. júlí:
Betel—9:30 a.m. DST.
Gimli—11:00 a.m. DST.
(Husavik invited to this
service).
Arnes—3:30 p.m. DST.
Hecla—8:00 p.m. CST.
Rev. Runólfur Marteinsson,
by Gimli Lutheran Ladies
Aid $5.00.
Mrs. Vigdís Bergman, by
Mr. & Mrs. Helgi Stevens
$5.00.
Tvíburar
Á tvennan hátt geta tvíbur-
ar orðið til. Venjulegast er
það þannig að tvö egg frjóvg-
ast hjá konunni og dafna sem
tvö sjálfstæð fóstur í lífi henn-
ar. Þeir tvíburar, sem þannig
verða til, geta hæglega verið
sinn af hvoru kyni, drengur
og telpa. En svo kemur það
fyrir, að frjóvgað egg í konu
finnur upp á því að skipta sér
í tvennt. Þeir tvíburar, sem
þannig verða til, eru alltaf
samkynja, annaðhvort tveir
drengir eða tvær telpur. Og
þessir tvíburar eru að jafnaði
svo líkir, að fólk á erfitt með
að þekkja þá sundur.
----0----
Tvíburar fæðast ekki alltaf
samtímis. Stundum líður dag-
ur eða tveir dagar á milli
þeirra. Oft lengur, jafnvel
mánuðir. Getið er um konu í
Bengal sem eignaðist tvíbura
fyrir nokkrum árum, en það
liðu 45 dagar á milli þeirra.
Þetta er langlengsti tími sem
menn vita um að liðið hafi
milli fæðingar tvíbura.
----0----
Þótt undarlegt kunni að
virðast, þá er það ættarfylgja
konunnar, en ekki föðursins,
að tvíeggja tvíburar fæðast.
Það er hlutfallslega mörgum
sinnum algengara, að konur
sem sjálfar eru tvíburar fæði
tvíbura, heldur en mæður sem
eru einburar. En þótt karl-
maðurinn sé tvíburi, eru engu
meiri líkur til þess að hann
verði tvíburafaðir, fremur en
hver annar maður.
Sumar konur ala tvíbura
hvað eftir annað, og það er
ekki langt síðan að ítölsk
móðir ól sjöttu tvíburana í
röð. Og fyrir mörgum árum
var kona á Sikiley, sem ól 11
sinnum tvíbura á 11 árum.
Það er metið.
— DÁNARFREGN —
Á mánudaginn 13. júlí and-
aðist í Glenboro, eftir lang-
varandi sjúkdómsstríð, Tína
Marie Fredriksson, kona séra
Jóhanns Fredrikssonar. Út-
förin var gerð frá lútrsku
kirkjunni í Glenboro. Kveðju-
mál fluttu sóknarpresturinn,
séra Donald Olson og séra
Eric H. Sigmar fyrir hönd
kirkjufélagsins. Hin látna var
af norskum ættum, alin upp í
Norður Dakota, ein af 18 syst-
kinum og voru tólf þeirra við
jarðarförina; auk eiginmanns
síns lætur hún eftir sig sjö
börn öll uppkomin — fjórar
dætur og þrjá sonu.
Árið 1929 ól kona í Banda-
ríkjunum tvenna tvíbura á
einu ári. Önnur kona eignað-
ist tvenna tvíbura á 15 mánuð-
um. Og í Englandi var kona,
sem ól þrenna tvíbura á
þremur árum. Á þessu má sjá,
að sumum konum er hættara
við því en öðrum að eignast
tvíbura.
----0----
Ekki er alls staðar fögnuður
þegar tvíburar fæðast. Margar
frumstæðar þjóðir skilja ekki
hvernig á því stendur. Hjá
sumum er móðirin fordæmd
vegna þess að hún hafi verið
manni sínum ótrú, því að ó-
hugsandi er talið að sami geti
verið faðir beggja barnanna.
Hjá sumum þjóðflokkum í
austanverðri Afríku er tvíbura
móðir talin „óhrein“ og hún
verður að ganga undir alls
konar siði og „hreinsanir“
áður en kynflokkurinn tekur
hana í sátt aftur. Hjá sumum
þjóðflokkum er það venja að
ganga hreint til verks og stúta
tvíburamæðrunum undir eins.
En hjá öðrum þjóðflokkum,
sem standa á hærra stigi, er
tvíburafæðing talin dásamleg-
ur viðburður eða kraftaverk.
Og slíkir þjóðflokkar eiga
jafnan margar þjóðsögur um
frægð og afreksverk tvíbura.
En meðal menntaðra þjóða
er það talin undantekning, ef
tvíburi kemst til valda og
virðingar. Menn segja að það
sé vegna þess, að tvíburar sé
alla ævi háðir hvor öðrum að
einhvrju leyti. —Lesb. Mbl.
Sigurður settist áhyggju-
fullur við barinn. — Heyrðu
þjónn, segðu mér í trúnaði,
var ég hér í gærkveldi. Ekki
laust við það, svaraði þjónn-
inn brosandi. Það mátti nú sjá
minna. Eyddi ég miklum pen-
ingum? Ja, ég gæti trúað að
þú hafir verið 500 kallinum
fátækari, þegar þú fórst út.
Áhyggjusvipurinn hvarf af
andliti Sigurðar. Guði sé lof.
Ég hélt nefnilega að ég hefði
týnt 500 krónum.
BLOOD DONOR CLINIC
A blood donor Clinic will be held
at the Ardal School, Arborg,
Maniloba, July 30th, from 3 to 5
p.m. and from 6.30 lo 8.30 p.m.
íslendingadagurinn
Sjötugasta þjóðhátíð íslendinga í Vesturheimi
í GIMLI PARK
Mánudaginn 3. ágúst 1959
FORSETI DAGSINS:
Próf. Haraldur Bessason
FJALLKONA:
Mrs. Sigrun Stefanson
HIRÐMEYJAR:
Lynnette Einarson Diane Magnusson
SKEMTISKRÁ
byrjar klukkan 2 e. h. D.S.T.
1. O Canada
2. Ó, Guð vors lands
3. Forseti, próf. Haraldur Bessason,
setur hátíðina.
4. Ávarp Fjallkonunnar, Mrs. Sigrún
Stefanson.
5. Hljómsveitin frá Gimli R.C.A.F.
spilar.
6. Tvísöngur, Rev. and Mrs. E. H.
Sigmar.
7. Ávörp heiðursgesta.
8. Einsöngur, Mrs. E. H. Sigmar.
9. Minni Islands, Joseph T. Thorson,
forseti fjármálaréttarins í Ottawa.
10. Barnakór frá Gimli undir stjórn
Mrs. Önnu Stevens og Mrs. Guð-
rúnar Stevens.
11. Kvæði, Minni Islands, Davíð
Björnsson,
12. Barnakórinn syngur.
13. Minni Canada, Dr. Thorvaldur
Johnson, F.R.S.C.
14. Hljómsveitin spilar.
15. Einsöngur, Rev. E. H. Sigmar.
16. God Save The Queen
(Hljómsveitin spilar).
Bílaskrúðför frá C.P.R. stöðinni á Gimli kl. 11 f.h. — Fjallkonan leggur blómsveig
á minnisvarðann að lokinni skemmtiskrá. — Kvöldskemtun byrjar í skemmtigarð-
inum kl. 7.15. — íslenzkar hljómplötur. — “Community singing” byrjar kl. 8 undir
stjórn Rev. E. H. Sigmar. Þar skemmta einnig “The Ovaltones,” St. Stephen’s
Church, St. James, og Johnsons systurnar frá Árborg. — Kvikmyndir verða sýndar
eftir kvöldsönginn. — Dans byrjar í “Park Pavilion” kl. 10.00 e.h. — A prize-draw
for holder of program number drawn at 8.30 p.m. — Lest frá Winnipeg til Gimli
kl. 9.35 f.h. og til baka kl. 7.10 e.h. — Bus frá Winnipeg til Gimli kl. 10.00 f.h. og til
baka kl. 8.00 e.h. Daylight Saving Time.
For Prompt, Clean and Courteous Service —
C ALL
ALLIED CHIMNEY SWEEPS
"VACUUM SERVICE"
Phone SPruce 2-7741