Lýður - 20.02.1889, Blaðsíða 1

Lýður - 20.02.1889, Blaðsíða 1
25 arkir af blaðinu kosta 2 kr., erlendis 2,50kr.Borgist fyrirframtil útsölumanna. áiislýsingar teknar fyrir 2 aura hvert orð 15 stafir frekast, affeitu letri3au., on gtóruletri 5 au.; borgist fyrirfram. L YÐUR ititgjörðir, frjettir og auglýsingar sendist ritstjóranum. Aðalútsölumenn: Halldór Pétursson Akureyri og Björn Jónsson á Oddeyri II. Mað. Akureyri 20. febrúar 1889. 1. ár. Gaman og alvara. (Úr bréfi frá M — til H -). Ertu' að hugsa? ert að skrifa, TJndir það pú ferð að lifa? Ertu' að melta andans sáld, Bundinn jötun-ástar armi, Ábx en hefur lífs frá barmi Arnsúg pinn, sem Óðinn skáld? Lifðu, njóttu, leiktu. kysstu, Ljúktu, práðu, sveltu, pyrstu, Finndu aðeins andans brunn! Annars langt frá ljóssins-geimi Lendir pú í Jötun-heimi — Birtir Eddu kreddan kunn. Heyrðu kæri', heyrðu góði, H —, gegndu mér í ljóði, |>ú sem kannt mitt tungu tak: — Sástu' ei yndið augna minna, Astarstjörnu drauma pinna, Brúði lifsins? — Bið og Takl Hennar orð í minnar móður Máli býr og heitir ó ð u r, Hennar mál er málsins sál, Hennar andi, ilmur rósa, Augað, brunnur gleði ljósa, Sem ínér bættu böl og tal. Opt ég hef í hörmum minum Hrópað: Kom með sætleik pínum, Birztu mér í minni neyð! Og hún kom — sem hreimur, hending, Hræring, lypting, næring, bending, Sigur-kraptur, ljós á leið! Hsrrmi trylltur hef ég gengið Hólminn á og sigur fengið, glfmt Tið Byron Breta-tröll. Og i fullum ofurhuga, Eins og Ijóni hunangsfluga, Shakspeare hef ég haslað völl. „Fyrst er minna frægðar happa, Felldi ég hinn mesta kappa — Hákur sagði' _ á Svíaslóð." — Ungur brá ég íslands tungu, Itur-hTellar pnr er sungu Sænskar raddir sverðaljóð. „Aldrei hef ég — Héðinn mælti — Hjörvi brugðið, svo hinn stælti Eigi drykki brandur blóð." — Hvenær brá ég bæsing andans Beint á móti grýlu fjandans, Að ei syngi sigurljóð? J>að var hún, sú himinbjarta, Hún, sem býr i skáldsins hjarta, Sem mer veitti prótt og por; Hún, sem býr í Hallgríms máli, Hló í Sona-torreks stáli, Skapar íslands ár og vor! Eigi' í prjáli, auði, táli, Ástarbáli, gulli, stáli, Býr vor heilög Bragardis. Nei! í skáldsins skörungs-máli, Skirðu sálar loga-báli, Himnaríki húu sér kýs! þegar stirðnar pessi tunga, {>iggðu, taktu, skáldið unga, Mina arfleifð, andans sverð! Lát með slíngum ljóðmæringura. Laufann syngja á Topnapingum, Veita Sigtýs svönum verð! Iimart skamms er öll mín saga Orðinn draumur fárra daga; Hvað er mér að hugsa um heim ? Jú. sú trú, að tárin sjatni, Trú míns lifs, að jörðin batni, Sættir mig við guð og geim. i»rjár sólir á lopti, „Nú skal ganga — hvort guð vill eða ekki!" sýnist Fjall- konan vera farin að hugsa. „Mikli frelsisroðinn rauði: reyk- ur, bóla, vindaský!". M skal tólfunum kasta! „Eg vissiekki (sagði karlinn) hvað kæileikinn var, fyr en ég komst i kynni við hana Trinu". Nú vitum við fyrst, piltar, bvað frelsið er, siðan hann Ingersoll steig í stól „Fjallkonunnar". |>að vant- aði ekki neina hróið hann Hróa. Vér hugsnm oss standandi fyrir miðjum leikpalli Templarasalsins, og horfandi með mik- illi eptirvænting á fortjald hins allra-helgasta í heimi hug- myndanna. Allir sitja hljóðir og höggdofa og halda andan- um niðri af eptirbið þeirra vitrana, sem birtast muni þegar fortjaldsskörinni verði frá lypt. Og sjá! Ijósin deprast og það dimmir sem af dauðarökkri yfir hinu leiðinlega leiksviði virkilegleikans, en leikvöllur listar og hugsjónar blasir við eins og nýr himinn og oý jörð — hvar húmbúgið á heima. Og sjá! til vinstri handar stendur maður með strábatt á höfði. Hann er mikill vexli, feitur og framsettur. Hann hefir kastað kápu og kjól og skín i bvítum skyrtuermum; hann er mað- ur mikilleilur, sveppóttur nokkuð, sveittur og svellgljáandi, en þó glaðlegur a svip og góðmannlegur. Yfir höfði hon- uro hverfist í vesturheimsklegu húmbúgsskýi rafsegulsól hinnar nýjustu heiðni, og svala hennar helköldu glampar hlnu svcitta enni hins beita hundadagakonungs heiðindómsins. |>essi hinn mikli maður er Rob (Hrói) Ingersoll, prédikari ogprestahat- ari hinnar yngstu Ameríku. En sjá! til hœgri handar vík- inginum að vestan, stendur annar maður, hárog heldur grann- legur, fölleitur og eigi a.ll-framfærnislegur, klæddur vel og kurteyslegur. þó er svipur hans sjónhverfing ein, eins og hins til vinstri, má sjá, ef betur er aðgætt, á yfirbragði beggja, að hvorugan skortir einurð eða ofurkapp. J>essi hinn grann- vaxni á sjónarsviðinu er engin annar en hinn „yngsti Jón á Fróni" — sem Gizur kvað: „J>ó að enginn enn sé jafn íslands gamla ljóni, anda hans þú átt og nafn, yngsti Jón á Fróni!"

x

Lýður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýður
https://timarit.is/publication/133

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.