Lýður - 01.07.1889, Blaðsíða 4

Lýður - 01.07.1889, Blaðsíða 4
00 — hans héraði, og fyigja þeim hjónum hinar beztu kveðju- óskir. Fra Kaupmannahöfn er skrifað 31, maí „Síðan Thyra fór 5. p. m. hefir mjög mikill fiskafli í Finnmörku í Nor- egi, svo að 20. ]>. m. var aflinn par orðinn 5 sir.num meiri en i fyrra sama dag. jþetta hefir þau áhrif að verð á fiski er óðnm að lækka, og þær góðu vonir sem menn höfðu fyrir mánuði siðan höfðu um fiskiverzlunina i ár lýtur út fyrir að bregðist algjörlega. Eptir að „Laura“ lcom var pottbrætt hákarlalýsi selt fyjár 30—35 kr. tunn. um 100 föt. Óþvegin haustull sem kom með ,.Lauru“, var seld fyrir 56 au. Kaffi og sikur alltaf að stíga kaffi komið í 91 aura. Kornvara við sama og hefir verið. Sögulegar spurningar. 1. í 1. kap. Laxdælu stendur: „Únnur hin djúpauðga var ein dóttir Ketils, er átti Ólafurhinn hvíti lngjaldsson, Fróðason- ar hins frækna, er Svertlingar drápu“. (Akureyrar útg. 1867.) Hvern drápu Svertlingar? drápu þeir Eróða hinn frækna eða Ólaf hvíta? Og hverir voru Svertlingar þessir? 2. Hvernig á að rita (og bera fram) sveitina í Arnessýslu, ö1f u s? 3. Hvenær bjó Grímur Svertingsson á Mosfelli (í Mosfells- sveit)? Og hvenær bjó þar Önundur faðir Skáld-Hrafns? 4. Hverrar ættar var Gizur galli. Yar hann son Bjarnar drumbs Dugfússonar? Og hver varmóður hans? |>ótt vér þykjmst nokkuð kunna að leysa úr spurning- um þessum, væri fróðlegt að heyra fornfróðra manna svör upp á þær. En þess vildum vér biðja, þann sem svara vill, að hafa svörin stuttorð og greinileg. Smátt og stórt. — o— — Nú í aprilmánuði — segir enskt blað — taldist svo til að þúsund manns flutti á dag til Norður-Ameríku frá Stór- Bretalandi og írlandi. — Sunnudagaskólar. Um þetta mikla nýja framfara stórvirki Prótestanta segir einn frægur þingmaður Englend- inga: „Fyrir 5 árum töldust sunnudagaskólabörn á Eng- landi (með IVales) rúmar 5 millj., einni milljón fleiri en þau börn, er nutu launaðrar kennsln. Síðan er talan orðin meir en 6 milljónir. í öðrum löndum, þar sem ensk tunga er töluð, teljast sunnudagaskóiabörnin hálf áttunda milljón alls; i löndum með endurbættri trú 15 milljónir, en kenn- ara talan er nálægt 7 hunduð þúsundir. Engin stofnun, sem sögur fara af, hefir blessast neitt líkt þessari, sem líka má kallat eitthvert hið íegursta tákn vorra tíma, og einkenni vorrar menningar“. Engiands mestu dýrðarmenn: Gladstone, John Bright, Gordon o.fl. hafa allir kennt fátæklinga börn- um á slíkum skólum. — Bænaskrá með 14 milijón nöfnum nndir var uýlega velt inn á pingstofu Bandaríkjanna. Hún bað iöggefendur ríkis- ins að festa betur og friða helgihald og hvíld sunnudagsins. — Harrison hershöfðingi, sem ox-ðinn er ríkisforseti í ‘Bandaríkjunum, var nýlega staddur í veizlu nokkuri. Drukku menn honum vín til, en hann drakk vatn í móti. j?eg- ai honum þótti nóg um ádrykkjurnar, stóð liann upp oe mælti: „Herrar góðir! Eg er tvisvar búinn að neita á- drykkju í vini, og hygg eg það megi duga. Hversu opt sem þér á mig skorið vín að drekka, drekk eg ekki einn dropa víns. |>egar eg byrjaði mína braut. hét eg þvi að bragða aldrei vín. ] að heiti hef eg efnt. Við vorum 17 saman í bekk, er útskrifuðumst undir eins. 16 xif þeira iiggja nú í gröfum drykkjmannanna. En mínu fyrirtæki þakka eg nú heilsu og hamingju. Ætlist þér til að eg rjúfi heit mitt ? “ — í Belgiu dreklca rnenn mest, en á Hollandi reykja menn mest af tóbaki, 70 pd. hver maður. Auglýsinga r. ^-<>-^^"< >?>--< —(j.~t><()'''<>-^'-c>—í(^--c>--()*-<>-^>*'< >•(]>-< >?)--<>-( Undirritaður hefir fundið tilefni til að veita einkaleyfi til útsölu á sínum (B U C H S) alþekktu litarvörum á Akur- eyri. Skagaströnd og Blönduósi, herra Carl Höepfner’s og Gfudmann’s Efterfl. verzlunum, hjá hverjum litarvörurnar einungis seljast ekta og ófalsaðav os með yerksmiðjuyerði. jþetta levfi eg mér hérmeð að auglýsa. Buchs litarverksmiðja í Kaupmannahöfn, 16. marz 18S9. C. Buch. — Undirsskrifaður hefir til sölu með 1 á g u v e r ð i ýms lyf, sem almenningi hafa reynst mjög ve! f margháttuðum tilfellum, svo sem: Kjöngspástur (ekta), Sundheds salt (ekta), Brama-iifs elixír (ekta), Opoldeidoc (gigtaráburdur), Roboransdropa (samansetta Ghinadrópa), Hreinsað Sodaduft og sýru. ásaint fleiri efnafræðislegum vörum, sem nauðsyn- legt er að hafa a hverju húi, t. d. smjörlit, ostahleypir og fleira. Akureyri, 20. maí 1889. Eggert Laxdal. — Snemma í þessum mánuði ráku hér 2 ær með þessu marki: sneitt, biti aptan hægra ; hainarskorið vinstra. Brm- J> J S B. — Tvístýft framan, biti aptan hœgra, sneitt aptan vinsGa. J>ær voru töluvert skemuidar, en þó hagnýttar eptir því sem hægt var. Béttur eigandi vitji andvirðis þessa til undirskrifaðs gegn borgun fyrir fyrirböfn og auglýsing þessa. Sandvík í Grhnsey 18. júní 1889. Árni J>orkelsson. — Vaðmálstreyja fannst í vor á Oddeyri, er geymd hjá verzlunarmanni Karli Kristjánssyni. Hér með auglýsist þeim, er kjörnir eru fulltrúar til að s æ k j a a ð a 1 f u n d G r á n u f é 1 a g s i n s, að sá fund- ur skal haidinn á Seyðisfiiði nú i ár, og er dagsettur á mánu- dag 26. dag ágústmán. næstkoinandi um hádegi. í umboði stjórnarnefndar Gránufélags, p. t. Oddeyri 26. júní 1889. Davíð Guðmundsson. - • Öilum þeim, er lilutabréf eiga í Gránuféiaginu, aug- lýsist, að þeir verða að tilkynna stjórnarnefnd félagsins töl- urnar á þeini hlutabréfum, er þeir eru eigendur að, ásamt nöfn- umsínum og heimili, til þess að hinir nyprentuðu rentuseðlar geti komizt skilvíslega til hinna rétttu eígenda. Eigendur fá ekki rentuseðlana senda, fyr en þeir hafa þessu lokið, er þeir ættu að liafa gjört fyrir lok næsta ágústmánaðar. B;éf um þetta má stíla til stjórnarnefiidar Gránufélagsins á Oddeiri. í atjórnarnefnd Gránufélags 27. júní 1889. Davíð Guðmundssou ión A. Hjaltalin. Arnljótur Ólafsson. K v i t t n n i r f y r i r 1. árg. . Lýðs-1. Agúst Benediktsson bókhaldari á ísafirði 17 kr. 15. aura, Sigurður bóksaii Kristjánsson Rvík 15 kr., síra Arnór Feili 2 kr., Hansen lyísali 2 kr., Siiuon Dalaskáld 1 kr. 50 aura, Magnús homöphat 12 kr. Valdimar skipstjóri Haga 2 kr. Grísli frá Svínárnesi 1 kr. Patorson Bvik 2 kr. Sigurður Urðum 2 kr Ritsjóri: Matth. Jochumsson. Prenlsmiðja: JBjörns Jónssonar.

x

Lýður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýður
https://timarit.is/publication/133

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.