Landneminn - 09.06.1891, Side 1
X
L a n d n e m i n n. _
\v
Frjettir frá Canada og Islendingum þ
T
Fol
TfO?
Ign
1. BLAÐ.
REYKJAYÍK, 9. JÚNÍ.
1891.
Ú eru liðin 20 ár síðan útflutningar hófust
frá Islandi til Canada. I Manitoba og Norð-
vesturlandinu og hinni Brezku Columbíu
eru nú þegar um 10,000 Islendingar úr
öllum sýslum og sveitum þessa lands, og er það
fullur áttundi partur af allri íslenzku þjóðinni.
Meginþorri þessa fólks býr í Manitóba.
Aðaltilgangur þessa blaðs er að færa frændum
vorum á Islandi „Frjettir frá Canada og íslending-
um þar“.
Astæðan fyrir tilveru blaðsins er sú, að greini-
legar frjettir frá oss að vestan komast ekki að í
blöðunum hjer. Þau eru svo lítil, að þau rúma
ekki meira en það sem að þeim berst hjeðan um
Islands gagn og nauðsynjar. En frjettir frá Yest-
ur-íslendingum hafa allt að þessum tima ekki eig-
inlega þótt heyra undir þá yfirskrípt.
Blöðin hjer hafa því verið afskiptalaus af vorum
málum, nema Isafold, sem fæst tækifæri hefir látið
ónotuð til þess, að fræða lesendur sina um Canada
og hagi íslendinga þar, eptir því sem þekking
hennar á þeim málum hefir leyft það. Með henn-
ar tilstyrk var gefin út fyrir 3 árum hinn nafn-
frægi bæklingur Grröndals „Um Yesturheimsferðir“.
Það er að visu satt, að Yestur-Islendingar halda úti
tveimur afarstórum og ágætum íslenzkum vikublöð-
um í Winnipeg. En þau blöð hafa hjer á landi
tiltölulega mjög fáa kaupendur, og þess vegna hefir
almenningur hjer nálega engar frjettir frá oss að
vestan aðrar en þær sem flytjast í prívat-brjefum,
sem þá vanalega eru persónulegar og gilda að eins
fyrir þá sem þær eru stílaðar til.
MINNI
Vevturhei&i.
Eptir Einar Hjörleifsson.
(Sungift á þjftðhátið íslendinga i Winnipeg 2. ágúst 1890)
Önnur lönd með ellifrægð sig skreyta,
æfalöngu dauðum kappa-fans,
út í dimma fornöld lýsa’ og leita
lífsins perlum að og heiðurskrans.
Þú ert landið þess er dáð vill drýgja,
dýpst og sterkast kveður lífsins brag.
Þú ert land hins þróttarmikla’ og nýja,
Þú varst aldrei fegri’ en nú — í dag.
Önnur lönd í kónga-dýrð sig dúða,
dýrast meta fágað líf í sal.
Hjer er starfið skærara’ öllum skrúða,
skýrast aðalsmerki snót og hal.
Hjer er frelsið lífsins ljúfust sunna,
líka fólksins öruggasta band.
Allir þeir sem frelsi framast unna
fyrst af öllu horfa’ á þetta land.
Yesturheimur, veruleikans álfa,
vonarland hins unga, sterka manns,
fyll þú móð og manndáð okkur sjálfa
móti hverjum óvin sannleikans;
lypt oss yfir agg og þrætu-diki
upp á sólrík háfjöll kærleikans.
Yesturheimur, veruleikans ríki,
vonarland hins unga, sterka manns!
Oss finnst nú hvorttveggja vera kominn tími og
fyllsta nauðsyn til þess að ráða nokkra bót á þessu,
þannig, að vjer, sem vestur erum fluttir, eigum vald
á einhverju málgagni hjer á landi, sem gefi sig
eingöngu við málum Islendinga í Canada, fræði menn
hjer um framkvæmdir vorar og framfarir og um
framfarir Canada í heild sinni.
Þetta verk á Landneíninn að vinna.
Blaðið verður sent út um landið sem fylgiblað
með Fjallkonunni, og kemur út annanhvorn mánuð
fram að næsta nýári.
B. L. Baldwinson.
i
Ný hlunnindi
fyrir vesturfara til Canada.
Til leiðbeiningar þeim, sem þegar hafa ásett sjer
að flytja til Canada og þeim sem framvegis kunna
að flytja vestur, skal þess getið, að Canadastjórnin
hefir nú ákvarðað að veita vesturförum eptirfylgj-
andi hlunnindi:
1. Sjerhver fjölskyldufaðir, sem flytur til Oanada,
, fær bkeypis eins og áður hefir verið 160 ekrur
af ónumdu stjórnarlandi og má hann velja það
hvar sem hann vill í Manitoba eða Norðvestur-
landinu.
2. Taki hann heimilisrjett og byrji búskap á 160
ekrum, af hinu ofangreinda gefna stjórnarlandi