Landneminn - 09.06.1891, Page 2
2
LANDNEMINN.
innan 6 mánaða frá því hann flytur úr landi, og
sanni það fyrir Land-umboðsmanni stjórnarinnar
í "Winnipeg, þá fær hann gefins i peningum 12
dollara fyrir sjálfan sig, og sína 6 dollara fyrir
konu og hvert barna þeirra yfir 12 ára að aldri,
sem með honum flytur vestur.
Þannig fær sá maður, sem hefir konu og 4 börn
yfir 12 ára, 160 ekrur af ágætu landi og 42 doll-
ara í peningum fyrir ekki neitt. Eigi hann son
yfir 18 ára, sem einnig tekur land, þá fá þeir sam-
eiginlega 320 ekrur af landi og 47 dollara í pen-
ingum (jafngildi 176 króna), og er það afarnota-
legur styrkur fyrir landnema á þeirra fyrsta bú-
skaparári þar vestra.
Peningarnir verða borgaðir þegar sönnun er feng-
in fyrir því að landneminn hafi fiutt og byrjað
búskap á landi sínu. Síðar munu við fyrsta tækifæri
verða gefnar nákvæmar upplýsingar í þessu tilliti.
Stjórnarlöndin í Canada þurfa engin meðmæli í
þessari auglýsingu. íslendingar, sem þegar eru
komnir vestur og búa á heimilisrjettarlöndum, sem
þeir hafa fengið ókeypis, hafa borið og geta enn
borið vitni um frjósemi þeirra. Það munu samt
við fyrsta tækifæri verða auglýst vottorð ýmsra j
áreiðanlegra manna, sem styðjast við nokkurra ára [
búskaparreynslu þar vestra, til að sýna að velrækt- [
aðar 160 ekrur af landi i Manitoba gefa af sjer
langtum meiri meðal-árlegan gróða, heldur en beztu
bújarðir hjer á landi, að undanteknum máske þeim
jörðum, sem hafa sjerstök framúrskarandi hlunnindi,
svo sem dúntekju, lax eða selveiði.
Það eru enn þá nálega tvö hundruð milliónir j
ekra af óunnu stjórnarlandi í Canada, og er það
eins gott land og nokkuð af því sem nú er upp-
tekið. Allt þetta flæmi liggur opið fyrir hverjum
sem hafa vill. — Eitt hundrað og sextíu ekrur fyr-
ir hvern landnema yfir 18 ára að aldri ásamt vissri
peningaupphæð, fyrir ekki neitt.
Heimilisrjettarskírteini stjórnarinnar, sem hver
landnemi fær um leið og hann tekur sjer heimilisrjett-
arland, kostar 10 dollara. Það er borgun fyrir
mælingu á iandinu og tilsjón með því þartil land- !
neminn hefir fengið fullkomið eignarbrjef fyrir því,
eptir 3 ára heimilisfestu og ræktun þess. — Þetta {
eru betri kostir en áður hafa verið boðnir land- [
nemum í Canada.
Samkvæmt brjefi frá Ottawa, dags. 31. desember [
1890, er íslendingum boðið að njóta þessara hlunn-
inda jafnt og öðrum þjóðflokkum sem vestur flytja.
Eeykjavík í júní 1891.
B. L. Baldwinson.
Nýlendurnar.
Nýja ísland. — Síðustu brjef segja nýafstaðinn
vetur hinn bezta og liðun manna í góðu meðallagi.—
Búpening allan í góðu standi og nægar heybirgðir
almennt.—Talsverð framfarahreyfing í mönnum hjer
víða; bændur að kaupa akuryrkjuverkfæri og ætla
nú að leggja mikla stund á hveiti og aðra korn-
rækt um leið og þeir fjölga skepnum sínum svo
[ sem mest má verða. Óánægðir eru menn samt með
akvegi nýlendunnar og kusu því nefnd manna í
vetur til að fara á fund Manitobastjórnarinnar og
biðja hana um nokkur þúsund dollara til að auka
og bæta vegina svo að samgöngur gætu orðið greið-
ar um nýlenduna. Stjórnin veitti nefndinni hin
beztu andsvör og hefir síðan lagt 4000 doll. til
þessa fyrirtækis.
Þingvalla-nýlendan. — Tiðarfar var hið bezta
s. 1. vetur; snjólítið, svo að eins gat heitið sleða-
færi. — Heilsufar gott. — Hveitiuppskeran s. 1.
haust allgóð, 14—20 • bushel af ekrunni, og gaf
hvert bushel af sjer 34 til 40 pd. af bezta mjöli.
Þyngd á hverju bush. ómöluðu var 54 til 60 pund.
Alptavatns-nýlendan. — Heilsufar manna hefir
verið gott og vellíðun eptir vonum. Um nýar s.
1. vor fullgerð akbraut milli þessarar nýlendu og
Nýja Islands. Vegalengd um 30 mílur enskar.
Það eru því orðnar góðar samgöngur milli þessara
byggða, og eru sumir úr Nýja Islandi þegar farnir
að flytja vestur með alla búslóð sína og búpen-
ing; hingað hafa og komið menn úr Nýja íslandi
til að skoða land og leizt þeim mjög vel á sig
hjer. Landið milli þessara byggða er sagt vera
hið bezta og mikil líkindi til að það svæði bygg-
ist innan skamms svo að byggðirnar nái saman.
Albertanýlendan (eptir brjefi þaðan í mars 1891).
Alberta kallast hérað það í Canada, sem hefst suð-
ur við landamæri Bandaríkjanna og brezku Ame-
ríku, 49. mælistigið. Norðurjaðar þess er 55. mæli-
stig. Yesturtakmörkin eru brúnir Klettafjallanna;
nær það allt austur að 111. hádegisbaug. Nálægt
miðju þess, eða um 52. mælistig, kringum 100 míl-
ur enskar austan við Klettafjöllin, er byggð Islend-
lendinga, norður af fljóti því, sem Bed Deer heitir,
i hálendum sljettu-dal, sem áin Medicine fellur eptir.
Byggð þessi liggur því jafn- sunnarlega og miðbik
Englands. Landslagið er öldótt sljetta. Hólar, grund-
ir og engjaflákar miklir skiptast á. Jarðvegur er
frjór og grösugur. Smávaxinn espiskógur grær á
hólunum og grenitegund sú, er sprnce kallast, vex
í árbugum og hólaslökkum; það er húsaviður og
girðinga. Yiðarrunnar, sem willaw eru nefndir,
spretta mjög víða á sljettunni; ekki er það efni-
viður, en nota má það til eldsneytis.
Mjög er byggðin dreifð; hafa menn sezt að hjer
og hvar innanum 5 townsliips. Lengd byggðar-
innar er 14—16 mílur. 32 Islendingar eru þar bú-
settir nú. Manntal er nálægt 140. Fleiri hafa þar
lönd tekið, en ekki flutt á þau enn og eru þeir
ekki taldir hjer. Fyrst fluttu Islendingar þangað
sumarið 1888; síðan hafa fáeinir bæzt við hvert ár
og enn er von nokkurra. Eignir bænda eru ekki
miklar, en skuldir eru líka því nær engar. Heil-
brigði fólks hefir verið allgóð, eins og optast er,
þarsem lopt er heilnæmt og byggð strjáh Engin
or þar sveitarstjórn nje kirkja, og hvorki greiddir
skattar nje prestsmata. Efni hefir verið fengið í
hið fyrsta skólahús byggðarinnar.
Landskostir eru þar helztir: beitiland ágætt og