Landneminn - 09.06.1891, Síða 4

Landneminn - 09.06.1891, Síða 4
4 LANDNEMINN. akneyti 62*/, doll.; kýr 40 doll.; sauður 4 doll.; svín 10 doll.; hænsn J/2 dollar. — Nýlendumenn byrjuðu búskapinn að samanlogðu með 4476 doll. Skuldir þeirra eru nú 1000 doll., en skuldlausar eignir rúmlega 20.000 doll., og er gróðinn þannig á 2—8 árum yfir 14 þús. dollars, og er það ekki ólaglegur frumbýlingabúskapur. Smávegis. 1. 119.847 nautgripir og 48.862 sauðkindur voru á s. 1. ári sendar frá Montreal til Evrópu. 2. 94.100.300 brjef og 19.480.000 póstspjöld. 3.280.000 ábyrgðarbrjef, 10.950.000 frjettablöð og 16.604.000 bækur og bögglar gengu gegn- um pésthúsin í Canada á s. 1. ári. 3. 21.999.653 dollarar voru á sparisjóðum í Canada við s. I. árslok. og átti þá hver af 112.321 viðskiptamönnum 195 dollara 78 oents tilgóða. AUGLÝSINGAR. Dominion of Canada. Ábýlisjarðir ókeypis fyrir miljónir manna. 200,000,000, ekra af hveiti- og beitilandi í Manitoba og Vestur- Territóríunum í Canada ókeypis fyrir landnema. Djúpur og frábærlega frjósam- ur jarðvegur, nægð af vatni og skðgi og meginhlutinn nálægt járnbrautum. Afrakstur hveitis af ekrunni 30 bush., ef vel er umbúið. í HINIT FRJÓSAMA BELTI, í Rauðáv-dalnuin, Saskatchewan-dalnum, Pease River-dalnum, og umhverfisliggjandi sljettlendi, eru feikna miklir flákar af ágæt- asta akurlendi, engi og beitilandi—hinn víðáttumesti fláki í heimi af lítt byggðu landi. Málm-náma lancl. Gull, silfur, járn, kopar, salt, steinolía, o. s. frv. Ómældir flákar af kolanámalandi; eldiviður ]iví tryggður um allan aldur. JÁRNBRAUT FRÁ HAFI TIL HAFS. Canada Kyrrahafs-járnbrautin í sambandi við Grand Trunk og Inter-Colonial brautirnar mynda óslitna járnbraut frá öllum hafnstöðum við Atlanzhaf í Canada til Kyrrahafs. Sú braut liggur um miðhlut frjósama beltisins eptir því endilöngu og um hina hrikalegu, tignarlegu fjallaklasa, norður og vestur af Efra- vatni og um hin nafnfrægu Klettafjöll Vesturheims. Heiluæmt loptslag. Loptslagið í Manitoba og Norðvesturlandinu er viðurkennt hið heilnæmasta í Ameríku. Hreinviðri og þurrviðri vetur og sum- ar; vetur kaldur, en bjartur og staðviðrasamur. Aldrei þoka og súld, og aldrei fellibyljir eins og sunnar í landinu. SAMBANBSSTJÓRNIN í CANAHA gefur hverjum karlmanni yfir 18 ára gömlum og hverjum kvenn- manni sem hefur fyrir famílíu að sjá 160 ekrur aflandi alveg ðkeypis. Hinir einu skilmálar eru, að landnemi búi á land- inu og yrki það. Á þann hátt gefst hverjum manni kostur á að verða eigandi sinnar ábýlisjarðar og sjálfstæður í efnalegu tilliti. ÍSLENZKARNÝLENHLR í Manitoba og canadiska Norðvesturlandinu eru nú þegar stofn- aðar í 6 stöðum. Þeirra stærst er NÝJA ISLAND liggjandi 45—80 mílur norður frá Winnipeg, á vesturströnd Winnipeg- vatns. Vestur frá Nýja íslandi, i 30—35 mílna fjarlægð, er ÁLPTAYATNS-NÝLENDAN. í báðum þessum nýlendum er mikið af ónumdu landi, og báðar þessar nýlendur liggja nær höfuðstað fylkisins en nokkur hinna. ARGYLE-NÝLENDAN er 110 mílur suðvestur frá Wpg., ÞINGVALLA-NÝLENDAN 260 mílur í norðvestur frá Wpg., QU’APPELLE-NÝLENDAN um 20 mílur suður frá Þingvalla-nýlendu, og ALBERTA-NÝ- LENDAN um 70 mílur norður frá Calgary, en um 900 mílur vestur frá Winnipeg. í síðasttöldu 3 nýlendunum er mikið af ðbyggðu, ágætu akur- og beitilandi. Frekari upplýsingar í þessu eíni getur hver sem vill fengið með því að skrifa um það: 13. L. Bal dwlnson, lcelandic Agent. DOM. GOV'T IMMIGRATION OFFICE. Winnipeg, - - - Canaaa. LANDTÖKU-LÖGIN. Allar sectionir með jafnri tölu, nema 8 og 26, getur hver familiu-faðir, eða hver sem kominn er yfir 18 ár, tekið upp sem heimilisrjettarland og forkaupsrjettarland. INNRITUN. Pyrir landinu mega menn skrifa sig á þeirri landstofu, er næst liggur landinu, sem tekið er. Svo getur og sá er nema vill land, gefið öðrum umboð til þess að innrita sig, en til þess verð- ur hann fyrst að fá leyfi annaðtveggja innanríkisstjðrans í Ot- tawa eða Dominion Land-umboðsmannsins í Winnipeg. 10 doll. þarf að borga fyrir eignarrjett á landi, en sje það tekið áður, þarf að borga 10 doll. meira. SKYLDURNAR. Samkvæmt núgildandi heimilisrjettarlögum geta menn uppfyllt skyldurnar með þrennu mðti: 1. Með 3 ára ábúð og yrking landsins; má þá landnemi aldrei vera lengur frá landinu, en 6 manuði á hverju ári. 2. Með því að búa stöðugt i 2 ár innan 2 mílna frá landinu J er numið var, og að búið sje sæmilega á landinu í sæmilegu J húsi um 2 mánuði stöðugt, eptir að 2 ár eru liðin og áður en beðið er um eignarrjett. Svo verður og landnemi að plægja: á fyrsta ári 10 ekrur, og á öðru 15 og á þriðja 15 ekrur, enn fremur að á öðru ári sje sáð í 10 ekrur og á þriðja ári í 25 ! ekrur. 3. Með því að búa hvar sem vill fyrstu 2 árin, en að plægja J á landinu fyrsta árið 5 og annað árið 10 ekrur og þá að sá í J þær fyrstu 5 ekrurnar, ennfremur að byggja þá sæmilegt íbúðar- | hús. Eptir að 2 ár eru þannig liðin verður landnemi að byrja búskap á landinu, ella fyrirgerir hann rjetti sínum. Og frá þeim tíma verður hann að búa á landinu í það minnsta 6 mánuði á hverju ári um 3 ára tíina. UM EIíxNARBRJEF i geta menn beðið hvern land-agent sem er, og hvern þann um- { boðsmann, sem sendur er til að skoða umbætur á heimilisrjettar- landi. En sex mánuðum áður en landnemi biður um eignarrjett | verður hann að kunngera það Dominion Land-umboðsmanninum. LEIÐBEININHA UMBOÐ ( eru í Winnipeg, að Moosomin og Qu’Appelle vagnstöðvum. Á öllum þessum stöðum fá innflytjendur áreiðanlega leiðbeining í hverju sem er og alla aðstoð og hjálp* ókeypis. SEINNI HEIMILISRJETT getur hver sá fengið, er hefur fengið eignarrjett fyrir landi sínu eða skírteini frá umboðsmanninum um að hann hafi átt að fá hann fyrir júnímánaðarbyrjun 1887. Um auglýsingar áhrærandi land stjórnarinnar, liggjandi milli austurlandamæra Manitoba fylkis að austan og Klettafjalla að vestan, skyldu menn snúa sjer til ■ A. M. Burgess. Deputy Minister of tlie Interior. Ábyrgðarmaður gaguvart prentfrelsislögunum: Vald. Asmundarson. Fjelagsprentsmiðjan

x

Landneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/138

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.