Landneminn - 01.10.1891, Blaðsíða 8

Landneminn - 01.10.1891, Blaðsíða 8
12 LANDNEMINN. Herra Sveinn Brynjólfsson írá Vopnafirði, sem nu er orðinn aðalumboðsmaðnr á íslandi fyrir Dominion-línuna, er að ferðast um Canada í sumar. Hann fór þangað sem túlkur og leiðsögu- maður með 50 vesturförum, sem tóku sjer far með hans línu. Herra 8. Brynjólfsson er nú að ferðast um allar nýlendur ís- lendinga í Canada, til þess persónulega að skoða hagi manna í þeim, og gera sjer ljósa hugmynd um kosti þeirra o. s. frv., og með þvi móti gera sig hæfan til að geta gefið væntanlegum vesturförum þær áreiðanlegastu upplýsingar, sem nokkrum manni er unnt að gefa — upplýsingar eptir eigin sjðn og reynd. Herra S. Brynjólfsson hefir með þvi að takast þessa ferð á hend- ur, sem auðvitað hefir bakað honum talsverðan kostnað. sýnt Iofsverðan áhuga við starf sitt sem agent. Hann ætlar að dvelja á Englandi í vetur, og kemnr til íslands með fyrsta skipi i vor. AUGLYSINGAR. LANDTÖKU-LÖGIN. Allar sectionir með jafnri tölu, nema 8 og 26, getur hver familíu-faðir, eða hver sem kominn er yfir 18 ár, tekið upp sem heimilisrjettarland og forkaupsrjettarland. INNRITUN. Fyrir landinu mega menn skrifa sig á þeirri landstofu, er næst liggur landinu, sem tekið er. Svo getur og sá er nema vill land, gefið öðrum umboð til þess að innrita sig, en til þess verð- ur hann fyrst að fá leyfi annaðtveggja innanríkisstjórans í Ot- tawa eða Dominion Land-umboðsmannsins í Winnipeg. 10 doll. þarf að borga fyrir eignarrjett á iandi, en sje það tekið áður, þarf að borga 10 doll. meira. SKYLDURNAR, Samkvæmt nugildandi heimilisrjettarlögum geta menn uppfyllt skyldurnar með þrennu móti: 1. Með 3 ára ábúð og yrking landsins; má þá landnemi aldrei vera lengur frá landinu, en 6 manuði á hverju ári. 2. Með því að bua stöðugt í 2 ár innan 2 mílna frá landinu er numið var, og að búið sje sæmilega á landinu í sæmilegu húsi um 2 mánuði stöðugt, eptir að 2 ár eru liðin og áður en beðið er um eignarrjett. Svo verður og landnemi að plægja: á fyrsta ári 10 ekrur, og á öðru 15 og á þriðja 15 ekrur, enn fremur að á öðru ári sje sáð i 10 ekrur og á þriðja ári í 25 ekrur. 3. Með því að búa hvar sem vill fyrstu 2 árin, en að plægja á landinu fyrsta árið 5 og annað árið 10 ekrur og þá að sá í þær fyrstu 5 ekrurnar, ennfremur að byggja þá sæmilegt íbúðar- hús. Eptir að 2 ár eru þannig liðin verður landnemi að byrja búskap á landinu, ella fyrirgerir hann rjetti sínum. Og frá þeim tíma verður hann að búa á landinu i það minnsta 6 mánuði a hverju ári um 3 ára tíma. UM EIGNARBRJEF geta menn beðið hvern land-agent Bem er, og hvern þann um- boðsmann, sem sendur er til að skoða umbætur á heimilisrjettar- landi. En sex mánuðum áður en landnemi biður um eignarrjett verður hann að hunngera það Dominion Land-umboðsmanninum. LEIDBEININGA UMBOD eru í Winnipeg, að Moosomin og Qu'Appelle vagnstöðvum. Á öllum þessum stöðum fá innflytjendur áreiðanlega leiðbeining í hverju sem er og alla aðstoð og hjálp ðkeypis. SEINNI HEIMILISRJETT getur hver sá fengið, er hefur fengið eignarrjett fyrir landi sínu eða skírteini frá umboðsmanninum um að hann hafi átt að fá hann fyrir júnímánaðarbyrjun 1887. Um auglýsingar áhrærandi land stjórnarinnar, liggjandi milli austurlakndmæra Manitoba fylkis að austan og Klettafjalla að vestan, syldau inenn snúa sjer til . A. M. Burgess. Deputy Minister of the Interior. Dominion of Canada. Abýlisjarðir ókeypis fyrir miljónir manna. 200,000,000, ekra af hveiti- og beitilandi í Manitoba og Vestur- Territóríunum i Canada ðkeypis fyrir landnema. Djúpur og frábærlega frjðsam- ur jaiðvegur, nægð af vatni og skögi og meginhlntinn nálægt járnbrautum. Afrakstur hveitis af ekrunni 30 bush., ef vel er umbúið. í HINU FRJÓSAMA BELTI, í Ranðár-dalnum, Saskatchewan-dalnum, Pea.se River-dalnum, og umhverfisliggjandi sljettlendi, eru feikna miklir flákar af ágæt- asta akurlendi, engi og beitilandi—hinn víðattumesti fláki í heimi af lítt byggðu landi. Gull, silfur, járn, kopar, salt, steinolia, o. s. frv. Ómældir flákar af kolanámalandi; eldiviður því tryggður um allan aldur. JÁRNBRAUT FRÁ HAFI TIL HAFS. Canada Kyrrahafs-járnbrautin í sambandi við Grand Trunk og Inter-Colonial brautirnar mynda ðslitna járnbraut frá Öllum hafnstöðum við Atlanzhaf í Canada til Kyrrahafs. Sú braut liggur um miðhlut frjósama beltisins eptir því endilöngu og um hina hrikalegu, tignarlegu fjallaklasa, norður og vestur af Efra- vatni og um hin nafnfrægu Klettafjöll Vesturheims. Heilnæmt loptslag. Loptslagið í Manitoba og Norðvesturlandinu er viðurkennt hið heilnæmasta í Ameríku. Hreinviðri og þurrviðri vetur og sum- ar; vetur kaldur, en bjartur og staðviðrasamur. Aldrei þoka og súld, og aldrei fellibyljir eins og sunnar i Iandinu. SAMBANDSSTJÓRNIN í CANABA gefur hverjum karlmanni yfir 18 ára gömlum og hverjum kvenn- manni sem hefur fyrir famil'ra að sjá 160 ekrur af landi alveg ökeypis. Hinir einu skilmálar eru, að landnemi bui á land- inu og yrki það. Á þann hátt gefst hverjum manni kostur á að verða eigandi sinnar ábýlisjarðar og sjálfstæður í efnalegu it tilli. ÍSLENZKAR NÝLENDUR í Manitoba og canadiska urlNorðvestandinu eru nú þegar stofn- aðar í 6 stöðum. Þeirra stærst er NÝJA ISLAND liggjandi 45—80 mílur norður frá Winnipeg, á vesturströnd Winnipeg- vatns. Vestur frá Nýja íslandi, í 30—35 mílna fjarlægð, er ÁLPTAVATNS-NÝLENDAN. í báðum þessum nýlendum er mikið af ónumdu landi, og báðar þessar nýlendur liggja nær höfuðstað fylkisins en nokkur hinna. ABGTLE-NÝLENDAN er 110 mílur suðvestur frá Wpg., ÞINGVALLA-NÝLENDAN 260 mílur í norðvestnr frá Wpg., QU'APPELLE-NÝLENDAN um 20 mílur suður frá Þingvalla-nýlendu, og ALBEBTA-NÝ- LENDAN um 70 milur norður frá Calgary, en um 900 mílur vestur frá Winnipeg. í síðasttöldu 3 nýlendunum er mikið af óbyggðu, ágætu akur- og beitilandi. Frekari upplýsingar í þessu efni getur hver sem vill fengið með því aö skrifa nm það: Icelandic Agent. DOM. GOTT IMMIGBATION OFFIOE. "W"imaLir>©s, - - - Canada. AbyrgSarmaSur gagnvart prentfrelsislögunum: Vald. Asmundarson. Fj elagsprentsm i ð j an

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.