Landneminn - 01.12.1892, Blaðsíða 2

Landneminn - 01.12.1892, Blaðsíða 2
2 LANDNEMINN. $ 553,369 og hyítflsk fyrir $ 685,096. Enn eru margar tegundir af fiski ótaldar, er seldar voru fyrir peninga, sem nam miljón- um dollara. Það mætti segja margt um laxveiðina í British Columbia í Canada ef róm leyfði. En hjer skal að eins getið þess, að veíð- in úr einni einustu á — Fraser-inni — í British Columbia var svo mikil 1889, að 20 milljónir punda voru soðin niður og seld til fitlanda. — Hvað segja menn um íslenzka laxveiði til saman- burðar við þetta? í stöku stöðum er hvervetna gnægð af alls konar fiski, svo að landnemar þurfa sjaldnast að borga peninga fyrir þá vöru, þar sem þeir geta sjálfir veitt sjer til matar í flestum af ísl. nýlendunum í Canada. Stjórnin í Canada hefur á síðari árum greitt úr landssjóði árlega upphæð $ 150,000 (jafngildi 592,500 króna) til eflingar fiskveiðanna, þannig, að peningunum er skipt eptir rjettum hlut- föllum á meðal þeirra manna, er bezt afla og að öðru leyti sýna mestan dugnað við þá atvinnugrein. Ennfremur hefur stjórnin stofnsett 12 fiskiklaksstöðvar á ýmsum stöðum í ríkinu, og miljónir fiska af ýmsum tegundum er árlega klakið fit og sett í ámar og vötnin til arðs fyrir íbúa landsins. Hvernig ber þessu saman við meðferð íslenzku stjórnarinnar á sínum sjómönnum? Vjer höfum hjer — rfimleysis vegna — sagt miklu minna en vjer gætum og ættum að segja um fiskveiðarnar í Canada. En vjer vonurn að sjómenn — þegar þeir hafa gætt vel að því, sem að framan er ritað, og meta það — hljóti að játa, að — það borgar sig að búa í Canada. V esturfara-kveðja. Vort kæra land, vjer kveðjum þig með tárum, þó köld og hörð þó fynndist marga stund, og þó vjer fljógum burt á svölum bárum, vort betra jeg er kyrt á þinni grund. Hinn grimma val ei fyrri sorgir særa en sinnar bráðar lítur hjartaslóð; eins finnum vjer nó fyrst, ó móðir kæra, að fósturjörðiu á vort líf og blóð. Og þegar sjórinn þína tinda hylur og þurrum augum störum vér í tóm, þá fyrst oss, ísland, ekkert framar skilur, því allir hlutir fá þinn svip og róm. Þö ert, þfi verður innst í voru hjarta, vor æra, tign og hrós í lífi og deyð, þó ert vjer sjálfir, ástarlandið bjarta, vjer elskum þig, þó flýjum böl og neyð. 0 móðir, móðir, sollín þfisund sárum, hve sorgardjfip er harma þinna lind, og mæða vor er meir’ en svari tárum, að mega ei græða þína píslarmynd. Ó ísland, gjör oss enn að sterkum hetjum, sem ekkert stöðvar, hvorki iand nje sjár; vjer sverjum eið og hver þess annan hvetjum, að hefna fyrir öll þín blóðug sár! Sem helfró bregði ljóma á liðna æfi, eins lítum vjer nó undurfrána sýn: vjer heyrum eins og hörpuslátt á sævi og horfum, Prón, á gjörvöll forlög þín; vjer sjáum allar sögur þinna alda, sem sjónarleik, er styttir tíð og rúm, og lítum seinast ljómann þinna falda sem logarós á bak við deyð og húm. Yjer sjáum gegnum þína þósund dali og þekkjum alt sem bernsku vorrar svið, vjer sjáum þína helgu Huldar sali, og hvern þinn minnsta ljósálf könnumst við; vjer sjáum Egil, Qretti, Gunnar, Kára, og Gest og Njál — ó manna og svanna val! — og logar Heklu, ljómi Geysis tára oss leiptra gegnum hjartans dísar sal. En tárin, tárin andans fitsýn hylja og aptur byrgja þessa dýrðarsjón, því aldrei fyr en nú er skulum skilja, oss skildust þínar raunir, kæra Frón! Og samt: þfi deyr ei — deyr ei, gamla móðir, þó dauðinn hjeðan sópi þínnm lýð: þín sál fer burt og byggir nýjar slóðir með betri frægð og miklu stærri tíð! — Ver sæl, ver sæl, vjer sverjum þig að muna, vjer Bverjum allir það að verða menn; vjer sverjum hvergi yndi að fá nje una ef ei þjer manngjöld borgum tvenn og þrenn! Far vel, far vel, ó fósturjörðin kæra, — í fátækt þinni gafstu’ oss meir enn auð, — vjer siglum burt að sækja þjer og færa frá Sigurströndum frelsi, líf og brauð! Matth. Jochumsson. Lifandi peningur og afuröir hans. Sala á lifandi peningi og afurðuui hans til útlend- ra markaða er stórt atriði í búskap Canadamanna. Árið 1889 fluttu Canadamenn til Englands 102,919 fullorðna nautgripi, 17,767 hesta og 360,131 sauð- kindur, alls um níu millj. doll. virði fyrir skepnur. Afurðir af lifandi peningi eru einkaniega kjöt, smjör, ostur, egg, loðskinn, húðir, gærur og ull. í Canada eru nú um 1300 ostgerðarhús og mörg smjörgerðar- hús. Canada seldi ost til útlanda 1889, fyrir doll. 8,915,684. Bandaríkin seldu ost á sama ári fyrir að eins doll. 7,889,671. Til Bandaríkjanna seldu Canada- menn á sama ári alifugia fyrir doll. 114,489 og 14,000,000 dúsin af eggjum. Alls voru útfluttar vör- ur úr Canada á þessu ári doll. 38,000,000 eða 142,500,000 kr. virði. En það er að jafnaði 30 kr. fyrir hvert nef í landinu. L,andneminn. Eins og getið hefir verið i „Fjallkonunni“, er óvíst, hvort „Landneminn“ kemur út næsta áreða ekki. Sömu- leiðis er það með öllu óvíst, hvort hann verður send- ur út með einhverju íslenzku blaði eða sjerstaklega. „Landneminn" hefir ekki átt miklum vinsældum að fagna meðal sumra þeirra manna, er þykjast vera föðurlandsvinir, enn vilji menn alvarlega sporna á móti útflutningi fólks, þá er heimtandi, að betur verði sjeð fyrir því, að alþýðunni líði bærilega, enn gert hetir verið. Því þótt menn vilji vefengja „Hagskýrsl- urnar“ frá íslendingabygðum í Canada, sem vitanlega geta verið ónákvæmar að ýmsu leyti að því er snert- ir framtal einstakra manna, þá verður því þó naum- ast neitað, að þeir íslendingar, sem fara til Ameriku, komast þar í samband við einhverja mestu mennta- þjóð og framfaraþjóð heimsins, og öll líkindi eru til að þeir eigi þar góða framtíð fyrir höndum. Þar með er ekki sagt, að menn geti ekki einnig áttgóða tíma í vændum hjer heima, og það verðum vjer að vona. Enn eins og nú er ástatt heima á íslandi, munu vesturfarirnar, ekki meiri enn þæreru (svo sem 200 manns á ári), naumast gera landinu tjón.

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.