Reykvíkingur - 14.09.1891, Side 3

Reykvíkingur - 14.09.1891, Side 3
35 Bærinn hefur árlega mátt leggja fram ærið fé til brunabóta, til þess að vernda útlent ábyrgðarfólag fyrir mögulegum fjárútlát- um, og er slíkt engin búhnikkur, og ættu því hinir stjórnkænu og reikningsglöggu bæarfulltrúar að sýna nú rögg af sór, og finna út öruggt og velhugsað fyrirkomu- lag á því, hvernig bærinn framvegis geti tekið að sér ábyrgð á eignum sínum fyrir eldsvoða, svo að sjóður sá, sem þannig hlyti að myndast ekki rynni út úr land- inu. Niðurjöfiiuuarnefnd bæarins, hefur mátt sjá á bak sínum besta meðlim, þar sem háyfirdómari L. Sveinbjörnsson hefur fengið lausn úr henni. Hann var sá kunn- ugasti kjörum manna hér, og manngreinar- álit er honum jafnan fjærri skapi. Væri nú sannarlega þörf á að bæarbúar fjölmentu til kosningar hinn 16. þ. m. á manni í nefnd þessa, í hans stað, og reyndu að hafa góð samtök að velja til þessa starfa sem hæfilegastan mann, sem kostur væri á. Sáttanefnd Reykjavíkur. Það er nýtt að biskupinn skuli sitja i sáttanefndinni hór; menn hafa jafnan vanist að dóm- kirkjupresturinn hafi þann starfa á hönd- um, og skilja því ekki hvernig þetta fyr- komulag geti átt sór stað. Ekki getur það verið af þvi að núverandi dómkirkju- prestur sé því ekki vaxinn, því eins og hann keniur alstaðar ágætlega fram, ein- er honum sérlega hælt sem sáttasemjara þar sem hann áður var prestur. Með því nú að opt ber við, að biskup mætir ekki á sáttafundum, sem auðvitað er af ein- hverjum biskupslegum önnum, og þar að auki opt og einatt er um þess konar mál að ræða á slikum fundum, sem ekki mætti álítast samboðið hans helgidóm að eyða orðum að, þá má maður ganga að því vísu að bæarmenn virtu honum til vorkunar og mundu ekkert hafa á móti, að hann víkji sæti í sáttanefndinni fyrir dómkirkju- prestinum, sem ber að sitja í henni. Yatnsbólin. Eins og öðru hér í bæn- um, hefur vatnsbólonum ekkert verið sinnt þetta sumar, nema nýr póstur eða dæla, var látinn í þann svokallaða prentsmiðju brunn. Yatnið hefur þvi verið, og er ekki síður enn þá, ódrekkandi og sjálfsagt mjög óheilnæmt, enda er haft eptir einum lækn- anna hér, að sú illkynjaða veiki, sem sting- ur sór hór viða niður, muni eiga rót sína að reka til þessa óhreina neytsluvatns. Samt sem áður er þessu ekki frekari gaum- ur gefinn, og læknarnir hór, sem í sumar ekkert hafa haft að gjöra, nema að rölta um bæinn, milli þess sem þeir hafa verið á skemtireiðum og einn sumarlangt í sigl- ingum, finna enga hvöt hjá sér að reyna að reisa skorður við þessari sýking, með því að láta bæarstjórnina ýtarlega hreinsa öll vatnsból, sem reyndar ætti að vera hennar skyida, þó ekki væri hún til þess kvödd; en meðlimir hennar drekka máskó sjálfir meira öl enn vatn, og gleyma svo hinum sem ekki geta veitt sór ölið, þeg- ar þá þyrstir. Amtmaðurinn og liringjarinn. Hið nafnkunna mál sem þeirra er í milli er enn fyrir yfirdómi, og fer ekkert kvis af úrslitum þess þar. Út er komið á prent öll dómsskjöl í því máli fyrir undirrjetti, og eru nú landsmenn að kynna sór, hversu réttarfarinu hér í höfuðstaðnum er háttað umleið og þeir sjá hve nákvæmlega geng- ið er til mergs málsins í ástæðonum fyrir héraðsdóminum. Pósi þessi er 3 arkir og kostar 50 aura, og gengur prýðilega út. Meyðirðamál það, sem Egiisson höfðaði gégn ritstjóra Birni Jónssyni fyrir hönd blaðsins „Reykvíkingur“ er nú dæmt fyr- ir nokkru, og fór það á þá leið, sem við mátti búast frá þeirri verksmiðju sem um það fjallaði, að Björn var sýknaður, ekki í krapti ástæða þeirra sem hann hafði borið fyrir sig, því þær eru ekki nefndar í ástæðonum fyrir dómnum, heldur fann dómarinn sjálfur upp nýar ástæður Birni til sýknunar, sem só þær, að Reykviking- ur hefði sagt að ísafold væri köld ! ! ! Mál- inu verður vísað til yfirdóms. Verslunarmaimaskóliiin í Reykjavík. Það var furða, að slíkur skóli, sem þessi, ekki fyrir löngu skyldi vera stofnaður hér, og má maður vera stofnendum hans sér- lega þakklátir fyrir framhaldssemi þá, sem þeir hafa sýnt í þessu. Einkum og sér- lega er aðdáanlegt, hversu annt þeim hef- ur verið um, að útvega skóla þessum góða kennara, sem óskandi væri að tækist fram- vegis, ekki síður en í fyrra vetur, enda

x

Reykvíkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.