Reykvíkingur - 15.10.1891, Page 1
Blaðið fæst eimiig
i bókaverzlun hr.
Sigf. Eymundsson-
ar, héreptir. Aug-
lýsingar kosta ein-
úngis helming móts
vió i öðrum blöðum.
Uppl. er þegan'ítselt.
Afgreiðslustofa
Reykvikings er nú
i Veltusundi Nr. 3
og er opin kl. 12—2
& hverjum virkum
degi þegar forföll
ekki hanna.
Árg. 1 kr.
Reykvíkingur
Borgist fyrir júlímánaðarlok.
Nr. 10.
Fimmtudaginn 15. október 1891.
Munið eptir:
Landsbánkinn opinn hvern virkan dag, kl. 12—2 J
Söfmmarsjóðurinn opinn 1. mánudag í hverjnm mán- ]
uði, kl. 5—6 e. m. (í barnaskólanum).
Landsbðkasafnið opið hvern rúmhelgan dag, kl. 12—2 j
og útlán bóka mánud. miðvikud. og laugard. ]
Forngripasafnið opið hvern miðvikud. og laugard.
kl. 1—2.
Maíþráðarstöðvar opnar i Rvík og Hafnarf. hvern
rúmhelgan dag, kl. 8—9, 10—2 og 3—5 e. m.
Yfirdómurinn haldinn hvern virkan mánudag kl 10 f. m. [
Bœjarstjórnarfundir 1. og 3. hvern íimtud. í mánuði.
Bœarþíng haldið hvern virkan fimtudag kl. 10 f. m. j
Fundir fátœkranefndarinnar 2. og 4. hvern fimtu-
dag í mánuði.
Sáttanefndin sinnir málum hvern virkan þriðjudag
Klukkustund ótiltekin.
Amtmaður E. Th. Jónassen andaðist
29. f. m., var grafinn 9. þ. m.
Svona gengur það. Síðari hluta fyrra
mánaðar og framan af þessum mánuði
hefur verið skakviðrasamt og talsverðar
rigningar, enda hafa götur bæarins sýnt
það. Alstaðar hefur þar verið aur og leðja
og víða stórtjarnir þvers yflr strætin, en
því er engu sinnt. Nú er kveikt á götu-
Ijóskerunum ákveldin og vetrarbragur kom-
inn á flest. Fjárrekstrarnir eru að þyrp-
ast að, og blóðsúthellíngin mikil; þykir fé
fremur ódýrt að krónutali, en það reynist
fremur rýrt, einkum a mör. Verð á kjöti
er 16—20 aura pundið, og hefur það lengi
ekki verið svo lágt. Kaupafólk hefur nú
verið að koma úr öllum áttum, en lætur
ekki sérlega vel af kjörum sínum, og lángt
frá því sem menn höfðu vonast eptir, þeg-
ar svo vel hefur árað; orsakirnar til þessa'
eru taldar þær, að á Austfjörðum brást
fiskiaflinn síðara hluta sumars, sökum skorts
á beitu, (síld), og fyrir norðan er penínga-
skorturinn, einkum vegna þess að fjárkaup
Englendinga brugðust í þettað sinn. Affara-
best mun kaupavinna þeirra hafa orðið,
sem voru í Borgarfirði og austan fjalls.
Þá eru hjer allir skólar settir og byrj-
aðir að starfa; munu um 80 lærisveinar
verða í latínuskólanum í vetur, 15 á presta-
skólanum, hinir sömu sem í fyrra á lækna-
skólanum, rúmlega 40 námsmeyar á kvenna-
skólanum við Austurvöll, 17 lærisveinar á
verslunarskólanum, 14 þegar komnir á stýri-
Húmeriö
kostar 10 a.
mannaskólann og um 200 börn á barnaskól-
ann.
Fiskiríið hér, sem í sumar og allt híng-
til hefur verið óminnilega aumt, sýnist nú
heldur að örfast, frá 20 til 50 í hlut, þeg-
ar gefur, af smáum en feitum stútúng.
Þettað fiskileysi, atvinnuskorturinn og of-
an á það hin geysilega verðhækknn á korn-
vörunni, gjörir horfurnar fyrir almenníng
allt annað en glæsilegar.
Niðurjöfnunarnefntl. í liana var kos-
inn 19 f. m. biskup Hallgrímur Sveinsson,
í stað háyfirdómara L. E. Sveinbjörnsson,
og mun það skarð nú þykja allvel fyllt.
Það er óefað, að biskupinn, sem svo lengi
var hér sóknarprestur, hlýtur að vera ná-
kunnugur högum manna hér; og er það
því vel ráðið að hafa kosið hann, og ekki
síður vel gjört af honum, að takast það
mikla ómak á hendar, því með mörgu hefði
hann getað afsakað sig, ef viljann hefði
vantað.
Líklegt væri að gjörð hafl verið gángskör
í sumar að innkalla það sem fátækrasjóð-
urinn á útistandandi hjá öðrum sveitum,
ekki síst þegar svo vel hefur árað til lands-
ins, því óþolandi má það kalla, ár eptir ár
að leggja á bæarbúa fyrir því, sem þessi
tekjugrein bæarins nemur, og ríða bæarbú-
um með fjárnámum, ef þeir kynnu að
skulda eitthvað, en láta fé standa, mörg
hundruð krónum saman, ár eptir ár hjá ó-
viðkomandi hreppa- og sveita-félögum.
Síðastliðið ár numdu slíkar utanbæar-
skuldir til fátækrasjóðsins hér 1469 kr., en
til sama tíma hjá innansveitarmönnum ein-
úngis 255 kr. og er sannarlega vert að
gefa slíku gaum.
Þá væri allgóður tekjuauki fyrir fátækra-
sjóðinn, dagsektir þær, sem hljóta að vera
áfallnar út af reikningsskilunum fyrir mán-
aðarritið „Iðunn“, um hvað dómar eru falln-
ir fyrir rúmum tveim árum síðan, og er ó-
hugsandi að niðurjöfnunarnefndinni verði
ekki, af bæarstjórninni, gefinn kostur á að
vita, hversu mikið það er orðið, svo hún
geti haft hliðsjón af því og öðru þvílíku