Reykvíkingur - 01.04.1892, Blaðsíða 3
15
bærinn sje lítill. Kostnaður yrði það lítill,
en þrifalegra og laglegra en eins og nú
gjörist, því gangi maður eitthvað afsíðis, út
úr bænum eða meðfram sjónum „skín í rassa
bleika“ í hverri gjótu og við annanhvorn
stein. Væri nokkur opinber salerni byggð,
myndi minna sjást af slíku, og hygg jeg
það nokkra framför þó í smáu sje.
By gging arhætti
Reykvíkinga er svo ábótavant, að næstum
því er ókleyít verk á hann að minnast.
Hjer eru flest hús byggð úr timbri, þó gott
grjót sje alstaðar, hvar sem litið er; ekki
fara þó peningar þeir sem borgaðir eru fyr-
ir steininn til útlanda. Mönnum er líka
nokkur vorkunn, þó þeir byggi þannig, því
steinhús þau sem byggð eru, eru nærfellt
öll (eða öll) svo rakasöm og köld, að þau lík-
lega að öllu samanlögðu verða langtum verri
en timburhús. En — undarlegt er það, að
steinhúsagjörðinni skuli ekki fara svo fram,
að mönnum lærist að byggja svo steinhús
að laus sjeu við þessa galla.
Orgelsjóðurinn í Reykjavík.
Áður en jeg las í Fjallk. nr. 38 frá hr.
Birni Kristjánssyni grein um orgelsjóðinn
hjer í Reykjavík, hafði jeg, sem fleiri bæj-
armenn, heyrt því fleygt, að af orgelsjóðnum,
sem vitanlega var hjer í sparisjóðnum á 31/* °/0
VÖxtum, hefðu verið teknar kr. 95,00, en til
hvers vissi enginn. Og eins og gerist spunn-
ust hjer um ýmsar getgátur. Herra Björn
Kristjánsson varð fyrstur til að hreyfa þessu
orgelmáli opinberlega á prenti, og er jeg
honum alveg samdóma í því, að það leit
nokkuð skrítilega út, að af orgelsjóðnum
skyldu vera teknar kr. 95,00, en ekki hund-
raðið fullt, eða þá öllum sjóðnum komið á
hærri vöxtu. En þar á móti er jeg herra
B. K. ekki samdóma í því, að hann einn og
hinn fyrirliði söngflokksins, herra St. John-
sen, hefðu alleina leyfi til að láta sig varða
hvernig með sjóðinn var farið, því þó að
hann ásamt St. J., eftir fyrirmælum eins eð-
ur fleiri, og með samþykki heila söngflokks-
ins afhenti stiftsyfirvöldunum, eður þá ver-
andi amtmanni, sjóðinn til geymslu og á-
vöxtuuar, þar til sjóðuxinn með höfuðstól,
rentum og renturentum, sem herra B. K.
sjálfur segir, átti að brúkast alleina til að
geta mætt orgelkaupum á miðri leið, eða
Ijetta undir og flýta fyrir orgelkaupunum,
ef fjártillagið úr landssjóði yrði knífið, þá
getur mjer ekki skilist annað en herra B.
K. hafi hjer með afsalað sjer, við afhending-
una á sjóðnum til stiftsyfirvaldanna eignar
og umráða rjetti írá sjer og sínum flokki
framvegis á sjóðnum. Því það mun vera
tekið fram, að sjóðnum ætti alleina að verja
sem hjálp við ný orgelkaup til dómkirkj-
unnar. En aftur á móti ímynda jeg mjer
að B. K. hafi haft meiri áhuga á því að
sjóðnum yrði ekki varið til annars, en eftir
stofnendanna fyrirlagi, alleina til orgels-
kaupa, og það er af þessu sem B. K. í
fljótu bragði telur sjer einum og St. J. org-
elsjóðinn koma við, og einkanlega þar sem
af sjóðnum var tekið, en engin orgelkaup til
dómkirkjunnar áttu sjer stað.
Mín skoðun á þessu er þessi: Herra Björn
Kristjánsson hafði fyllsta rjett (án þess að
vera stofnandi sjóðsins), sem hver annar
borgari í Eeykjavík að spyrja, hversvegna
þessar kr. 95,00 voru teknar út úr spari-
sjóðsbók sjóðsins, og honum var kunnugra
um ákvörðun sjóðsins, en hverjum öðruin
bæjarm., sem ekki var í söngflokknum. Eu
eins og enginn getur haft neitt tilkall eður
umráðarjett yfir þeim hlut, sem hann er bú-
inn að afhenda öðrum til eignar og halds,
annaðhvort selt eður lögum samkvæmt að
gjöf, nema svo sje áður ákveðið, eins virð-
ist mjer að hvorki B. K. nje neinn annar
úr söngfl. hafi nú neinn sjerstakann með-
ráðarjett yflr sjóðnum, fremur en hver og
einn borgari í bænum, því eftir að sjóður-
inn var afhentur stiftsyíirvöldunum, með
sinni ákvörðun, var hann með það sama
orðinn sameiginleg, en þó óaðskiljanleg, eign
allra bæjarmanna, sem samkvæmt sínum
borgaralega rjetti, málfrelsi og ritfrelsi geta
látið sjer við koma, að sjóðnum sje einung-
is varið samkvæmt stofnendanna ákvörðun;.
og þess vegna verð jeg að álíta að herra
H. J. hafi ekki einungis haft fullt leyfi,
heldur haíi það verið hrein og bein borg-
araleg skylda hans, ef unt væri, að koma
í veg fyrir allar rangar tilgátur um þess-
ar kr. 95,00. En það verð jeg að játa, að
betur hefði það tekist, hefði H. J. tilgreint
nafn mannsins, sem lánið fjekk úr orgel-
sjóðnum, ásamt veðið (og þá hefði ekki
seilst á kreik sólaleður og páfi). Það er nú
reyndar máske engin ástæða til að rengja
H. J., að af sjóðuum hafi verið lánað til
manns upp á stuttan tíma fyrir hærri vexti,
því óhugsaudi er, að þessar kr. 95,00 haft
verið brúkaðar t. d. fyrir að bæta kirkju-
úrið, bæta við ofni, endurbæta messuklæði
eður kaupa kertastikur eður kaleik, því það