Reykvíkingur - 01.08.1892, Blaðsíða 3

Reykvíkingur - 01.08.1892, Blaðsíða 3
31 þeirra ástæður vart leyfðu þeim að Ieggja í hann mikið fje, það yrði að taka tillit til þess. Séra Þ’orh. sagði, að það yrði að gera þeim að skilyrði, að byrja nú þegar að girða blettinn og vera búnir að girða hann innan viss tíma, og að útlit væri fyr- ir, að bærinn fengi yfirráð yfir suudhúsinu, og að þeim væri einnig gert að skilyrði að gæta þess. J'on Jensson sagði, að sjer lit- ist að ganga að boðunum með því skilyrði, að þeir yrðu búnir að reisa þar skýli fyr- ir haustið. Samþykkt, að veita þeim land- ið (4 dagsláttur) við Laugarnar til erfða- festu og eftirgjaldslaust í 15 ár, en að þeim útrunnum, að þeir þá borgi 8 álna gjald af dagsláttunni, og að þeir verði búuir að reisa skýli fyrir haustið. 4. Yegábætur á hinni svokölluðu Bakarabrú í Vatnsmýrinni. Jbn Jensson sagði, að hann hefði farið þangað sama daginn og áliti hanu nauðsynlegt, að gera þar skurð, sem næði fram í skurð séra St. sál.; ef þessi skurður sem væri um 40 faðma 1. og mundi kosta c. 12 kr., yrði gerður, þá bætti hann kúahagann (það er vart óþarft, því annars verður að kenna kúnum að jeta steina, ef alt annað land en háholtin verður útmælt til að yrkja) og hinn svokallaða Sigurlaugarstíg gæti bæj- arstjórnin heldur ekki lengur leitt hjá sjer afskiftalaust. Þeir sem tækju þar upp mó, væru enn ekki búnir að flytja hann burtu sökum vegaleysu. H. Kr. Friðriksson sagði ef fje væri til, að bærinn þá gerði þar brú og hana góða, en þeir sem notuðu mýrina gerðu skurðinn. Samþykkt að fela vega- uefndinni að láta gera þetta, en þó svo ó- dýrt sem unt væri. (Þegar sömu menn, sem fá 0,20 um tímann hjá bæjarbúum, fá 0,25 um tímann hjá veganefndinni, þá er syo sem óhætt að fela henni á hendur að láta gera það eða það svo ódýrt sem unt er, því þó enginn sjái neitt gert við götur eða rennur, þá eru þó útgjöldin á mánuði um 60 kr., alleina við þann starfa; og renna í Grjóta-hverfinu, sem börn geta druknað í leðjunni, er óhreinsuð enn í dag, þrátt fyrir margar ítrekanir bæði við hinn þáverandi og hinn nú setta form. vegauefndar- innar fyrir mörgum vikum síðan, og máske er það veðráttunni að þakka að fólkið þar er ekki dautt úr rennupest). 5. Tilboð frá kaupm. H. Th. A. Thomsen að selja bænum hús fyrir barnaskóla. Form: að þetta væri hús Sveins Sveinssonar á Vesturgötu og að það væri að athuga, hvort bærinn vildi hafa tvo barnask., var máíinu vísað til barna- skólanefndarinnar til næsta fundar. (Yjer vonum að skðlauefndin sje svo framsýn, að hafna þessu boði, því vanti virkilega rúm í barna- skólann er betra að lengja liann úr timbri enn að kaupa gamalt timburhús út í bæ). 6. Beiðui frá Pálma Páissyni um lækkun af- gjalds af ræktuuarbletti hans úr 10 ál. í 8, sökum óþurkandi vatnsaga. H. Jbnsson sagði, að það mundi vera satt um vatnsag- ann, en best væri þá að ieita þar um upp- lýsinga. Sjera Þbrli. sagði, að ófært væri að breyta gjaldinu hjá honum, því þá feng- ist óendanlegt rövl frá fleirum; fellt að veita honum linan á aígjaidiuu. Þá bar sjera Þórh, upp þá uppástungu að bærinn ljeti búa til hestarjett handa ferðamanna hestumj að síðan bærinn hefði tekið Austurvöli, væri bráð nauðsyn á hestarjett og stakk upp á að rjettin væri sett á stakkstæðinu og fjörunni framau undan Þorl. Johnsen. Form.: „Þessir góðu austanmenn nenna ekki að senda hesta sína burtu, rjettin yrði einung- is fyrir hesta að standa í, ómöguiegt að láta þar upp bagga; ferðamenn hefðu hjer þá hentiscmi, sem þeir þyrftu; ef hugsað yrði um hestarjett, þá betra að hafa hana inn á vegamótum, og ef aðra þyrfti seinna, þá að hafa hana fyrir vestan bæinn. Sjera Þórh. sagði, að menu, sem kæmu hjer tii bæjarins þyrftu að hafa einhvern stað vissan fyrir hesta síua, og að það væri nauðsyn að gera eitthvað til að út- rýma þeirri þjóðtrú hjá sveitamönnum, að sökum lög- reglusamþykktarinnar væri ókomandi hingað að versia. Málinu frestað. (Vjer ernm á því ináli, að sannar- lega þurfi að gjöra það sem urit er, til að gjöra sveitamönnam svo Ijett fyrir sem hægt er með hesta siua rg annað, því erfitt mundi kaupmönnum sem ekki hafa hjer pöntunarfjelög, ef sveitamenn fældust hjer frá að versla, að borga sín háu gjöld til bæjar- ins. H. Jónsson sagði, að lögregiustjóri ætti að sjá um, að mastrið af „Faxa“ lægi ekki lengur bjer á höfninni. Form.: „Lögreglustjórinn er ckki hjer á fundi; það er hafnarnefndin, sem á að láta gjöra það“. H. Jónsson heimtaði borið upp til atkvæða, að bæjarstjórnin skoraði á Hafnarnefndina að láta taka burtu af höfninni mastrið af „Faxa“, og var það samþykkt með öllum ntkvæðum. G. Finnbogo- son, Þorl. Jónsson og G. Þorðarson mættu heldur ekki nú; (Þorl. Jónsson flarverandi). Bæjarsljjórnarfiindarfall 4. ágúst. Á dagskrá voru 3 mál. 1. Brindi frá Ölveshr. um borgun úr bæjarsjóði fyrir hrossagöngu. 2. Brjef- frá brunamálanefndinni dönsku. Nú loks alleina fyr irspurnir, hvað langt sje á milli húsa og af hverju þau sjeu byggð, ekki annað. (Yesaiings ókunnugur). Beiðni frá Jóni Guðnasyni og H. Jónssyni um erfða- festu við laugarnar, (til að fast ákveða gjaldið) og Jóus Magnússonar við Rauðará. Á fundi mættu all- eina form. J. Jensson, H. Kr. Friðriksson, síra Þórh. Bjarnarson, H. Jónsson. G. Finnbogasen mætti ekki hinir voru fjærverandi. Rúmsins vegna fær hann ekki sína sæng upp reidda nú. Safnaðarfundur var haldinn hjer 4 júlí í leikfimishúsi barnaskólans kl. 4 e. m. Síra Jóhann Þorkellsson stjórnaði fund- inum. 1. Fundarstjóri hreyfði fyrst málinu um helgidaga- vinnu og gat þess að sjcr væri sagt, að helgidaga- vinna færi alis eigi miukandi og taldi hann nauð- synlegt að málið væri rætt á þessum fundi. Haun las því næst upp tillögur þær og áskoranir sem prcnt-

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.