Reykvíkingur - 01.09.1892, Blaðsíða 3

Reykvíkingur - 01.09.1892, Blaðsíða 3
35 Beykjavíkur búum á gullbrúðkaupsdegi þeirra. 5. Kvörtun frá skólastj. Markúsi Bjarna- syni yfir sótaragjaldi er hann áleit sig rang- lega krafinn um; málinu var vísað til bæjar- fógeta til athugunar og úrskurðar. (í næsta bl. höfum vjer áformað að róta dálítið við sótaragjaldsgrundveilinum og fleiru þar að lútandi). 6. Benedikt Ásgrímsson biður um leyfi til að taka upp mó, þó að sá tilsetti tími sje liðinn og var því neitað, af þeirri á- stæðu að fleiri mundu biðja um samskonar, enda tvísýnt að beiðandi mundi geta fært sjer leyfi þetta í nyt þótt það fengist (sleggju- dómar og miður frjálslynd ályktun). 7. Brunabótavirðingar: hús Árna Gísla- sonar, pósts, í Rauðárholti með tveimur skúrum, virt 1,704 kr.; hús S. E. Waage í Pósthússtræti lengt og byggt ofaná, virt 6,375 kr. 8. S. E. Waage og Einar J. Pálsson biðja um til erfðafestu og túnræktunar 5—6 dag- sláttur af vatnsmýrinni suður undan Dr. Jónassen. Þbrh. kvað sig algjört mótfaliinn því að stykkja Vatnsmýrina meira sundur til túna; yrði þessum mönuum mælt út, mundu aðrir koma á eptir; það væri óþol- andi takmörkun á sumarhögum fyrir kýr bæjarins, að mæla út alla Vatnsmýrina fyrir tún. H. Kr. Fridriksson sagði að kýr bæj- arins hefðu nóg samt; þær hefðu Kringlumýr- ina og Laugarnar og öll Sogin, enda hefði Vatnsmýrin eigi verið svo mjög notuð í sumar, þótt einar 15—20 kýr hafi gengið þar 2—3 vikur. Þórh. kvað það ósatt vera að Vatnsmýrin hefði verið svo lítið notuð; þar hefðu gengið um 30 kýr 6—7 vikur í sumar, og það væri líka styttri rekstur fyrir kýrnar suður í Vatnsmýrina, en iun á Kringlumýri eður Laugar, Vatnsmýrin væri og samkvæmt hagagöngureglunum sjerstak- lega ætluð fyrir kýr. H. Kr. Friðriksson sagði að vegalengdin væri alls eigi því til fyrirstöðu að hafa Kringlumýrina íyrir kúa- beitiiand; það væri eigi meiningin að kýrn- ar væru reknar í einum spretti fram ogtil baka, heldur töltu þær hálfan daginn inn- eftir og svo hálfan daginn til baka. Var svo ákveðið að bæjarstjórnin yfirliti hið um beðna svæði. (Túnræktunar útmælingarnar hjá bæjarstjórninni er sannarlega alvarlegt málefni, sem vjer þurfum nánara að yfirvega við tækifæri; vjer viljum einungis geta þess nú, að vjer erum í alla staði í þessu máli samdóma séra Þórh. Bjarnarsyni, því Vatns- mýrina ætti meir að segja að umgirða og ræsa fram, svo hún yrði að tilætluðum notum sem beitiland fyrir kýr bæjarins, og með því aflegðist sá óbúmannlegi siður hjá túna- eigendum og öðrum hjer, að taka kýr sínar heim á túnblettina af betri högum, grænum mýrunum, 14—15 vikur af sumri, í stað þess að taka þær fyrst heim á blettina, um það að gras byrjar að falia á mýrunum, og þar með stytta innistöðu tímann um 4—5 vikur). 9. Form. skýrði frá þvi, að hann hefði tekið mann til að vaka nú í hálfan mánuð fyrirfarandi, til þess að verja land bæjarins fyrir utanbæjarfje, fyrir 1,50 um nóttina, og spurði hvort vöktun þessari skyldi haidið áfram. Bæjarstjórnin samþykkti þessa vökt- un, og ákvað að henni skyldi haldið áfram fyrst um sinn; (vjer meinurn að það sje mest innanbæjarfje, sem sækir í bæjarins land og garða um þennan tíma, og hvernig þeir bæjarbúar, sem engan fjenað eiga, una því, að borgaðar sjeu af bæjarins fje 45 kr. um mánuðinn, vitum vjer ekki enn; oss sýnist að einungis íjáreigendur hjer í bænum ættu að bera þessi (sjálfsagt þörfu) útgjöld, en ekki hinir). 10. Staðfest útmæling Jóns Guðnasonar og Ól.; skýli þeirra ákveðið fyrir norðan Laugalækinn. 11. Samþykkt útmæling á garðstæði Jóns Magnússonar skósmiðs, á millum Bauðarár- túns og túns Sighv. Bjarnasonar, ein dag- slátta á stærð og 8 ál. eptirgjald. 12. Samþykkt áð veita Magnúsi Guðna- syni í Ánanaustum eptirgjöf á lóðargjaidi af bletti haus. 13. I kjörstjórn við alþingiskosningarnar í haust voru kosnir Jón Jensson assessor, með 8 atkv., séra Eirikur Briem með 4 at- kvæðum. Fundi slitið. Á fundi voru þessir ekki, dr. Jónassen, G. Gunuarson, Guðm. á Hói og Þorl. Jónsson. Fulltrúi G. Finnbogasen hefur ekki mætt á fundi síðan snemma ísumar; en þó verið hjer ávalt í bænum; liann er víst jafnan önnum kafinn við pöntunarfjelaga afgreiðsl- una, enda ætti niðurjöfnunaniefndin að fá að vita það, ef satt er að hann umsetji hjer við pöntunarfjelögin yfir hundrað þúsund krónur, á sama tíma sem sumir kaupmenn hjer (sem vjer höfum heyrt) umsetji ekki þúsund, en svo mikið er víst, að svo skyldu- rækinn maður í starfa sínum sem vjer álít- um hann, má hann vera mjög beygður frá vilja sínum, að afrækja svo mjög borg- aralega skyldu sína, sem vjer höfum hjer

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.