Reykvíkingur - 01.09.1892, Blaðsíða 4

Reykvíkingur - 01.09.1892, Blaðsíða 4
36 ádrepið, og þar með stórlega gabba sína meðborgara, sem kusu hann í bæjarstjórnina. Tign gestur í Ibæinn. Þann fyrsta á- gúst kom hingað til bæjarins forseti íslensku stjórnardeildarinnar í Kaupmannahöfn, herra A. Dybdal. landveg norðan af Akureyri, og dvaldi hjer til 20. s. m.; fór svo til Geysis og austur um sveitir og kom hingað aptur þann 27. Þar að auki hefur hann kynnt sjer hjer bæinn og í kring, gengið fram á Nes og suður í Kaplaskjól, og tekið sjer útreiðar-túra suður að Bessastöðum og víðar, og er hann sagður ötull að ferðast. Maðurinn er mjög stilltur og góðmannlegur, en nokkuð þur á manninn í fyrstu, en sjer- lega viðfeldinn í langri viðræðu. Landsmenn geta að vonum vænt mikils góðs af hans hingaðkomu til landsins; hann les og skil- ur vel islensku, og er það því ástæðulaus sleggjudómur að segja, að hann kunni hvor- ugt. Það hefði verið skylda Reykvíkinga að taka honum betur en einhverjum óvið- komandi ferðamanni. Hann fer nú heim með „Laura“. Björn í mosabing. Um 10.—13. ágúst og þá dagana varð vart hjer við ærið rót, og þeir fáu, sem veittu því eptirtekt, sögðust sjá í pukurs landssuðri, svartan, tannlausan, kylfubund- inn björn á hnjánum, rótandi í svörtum mosabing. Póstmeistarinn og breyskleikasyndin. Úr öllum áttum drífa nú til vor aðfinn- ingar um póstmeistarann. Einn segir að hann hafi geymt hjá sjer, frá 3. febrúar til um 20. marz f. á., mjög áríðandi brjef, sem fyrir þá forsómun hans varðaði hlutaðeig- anda í rentu-tjón fleiri hundruð krónur. Annar segist hafa afhent á póststofuna í vor áríðandi sendingu, sem átti að fara með maí-ferð „Thyra“ vestur í Barðastrandar- sýslu, en adressu-brjefið var sent, en send- ingin geymd, og segist hlutaðeigandi eptir mánuð hafa látið taka aptur sendinguna, og með illan leik hafi burðargjaldið feng- ist til baka, en skaðabætur ekki að nefna o. s. frv. Hinn fyrri mun ætla að leita rjettar síns, en hinn síðari situr auðvitað með sárt ennið, því hann er fátækur; þetta er auðvitað ófyrirgefanlegt skeytingarleysi af póstmeistaranum, enn það mun samt ekki vera ásetningur hjá honum; þar á móti var það ásetningur á meðan hann leið að póstin- um væri laumað um borð, þá flestir vóru hjer í svefoi, en nú vonum vjer að hann hafl sjeð að sjer með það. Slökkvi-áhöldin. Nú var þó á endanum látið hreinsa og smyrja sprauturnar, og var það víst engin vanþörf, þvi sumar þeirra munu hvorki hafa verið almennilega smurðar nje hreinsaðar síðan þær vóru fengnar; enda vóru þær fullar af glerbrotum, og alls konar óhrein- indnm utan og innan; talað er um einnig að mála þær sumar, sem heldur er ekld vanþörf. Hófsemi móðir ofdrykkjunnar. Með þessari fyrirsbgn var grein í síðasta blaði Reykvíkings, er gerði synodusveizluna að umtalsefni. Eg skal lijer eigi fara langt út í það, hvort það Béu eigi aðrir kostir við það, að vín var þar eigi of mjög um hönd haft, heldur enn sá, að slikt sje 6- dýrt, þó að jeg geti ekki neitað því, að mjer hefði fund- ist vera mótsögn eigi all-lítil i því, ef biskup hefði reynt til að fara að fylla presta sína fáeinum tímum eptil’ að bindindi presta hafði verið alvarlega á dag- skrá synodusar. En það var annað, sem mjer finnst verra í grein þessari. Það er verið að skopast að því, að dóm- kirkjupresturinn hafi sagt, að hófsemin væri móðir ofdrykkjunnar. Þó Reykvíkingur vilji eigi skilja það, hefur dómkirkjupr. auðvitað eigi átt víð hóf- Bemi almennt, heldur hina svo nefndu hófsemi í nautn áfengra drykkja. Og mjer skilst sú skoðun ríkja hjá Good-Templurum — hundruðum, þúsundum manna í öllum löndum, sem sannarlega eigi tjáir að skoða sem fábjána (því að það eru meðal þeirra hin fræg- ustu nöfn og mestu atgervismenn andans), — mjer skilst sú skoðun drottna hjá þeim, að hófsemisdrykkja sje móðir ofdrykkjunnar, og einmitt vegna þess halda þeir fram algerðu bindindi. Ðeir skoða nautn allra áfengra drykkja skaðlega, af því að hófsemismaður- inn getur verið orðinn drykkjumaður áður enn hann veit af. Þeir skoða alkohól eins og morphin; hvor- ugu er rjett að freista mannsins með. Hvort skoðun þessi sje rjett, má auðvitað deila um í það óendanlega, en það er engin ástæða til að ætla að fara að gera hófsemisdrykkju að kristilegri dyggð. Og þó að Salóroon segi, að vinið gleðji mannsinB lijarta, er það eigi Btór sönnun. Það getur enda verið, að vínnautn hafi verið meðverk- andi orsök til þess, að upplausn Gyðingarikis hófst á dögum þessa konungs, og hvernig sem á er litið, var hann enginn dyggðaspegill, er mönnnm beri að stara á. — 9r- — * * * Það er að voru áliti miskunarlítil aðferð hjá gr.höf- undi þessum, að bæta svo illa gráu ofan á prestasam- komn „referatið“ í síðasta bl. Reykvíkings, að segja, að dómkirkjupr. vilji ekki þekkja hina rjettu hóf- semi í nautn áfengra drykkja, og taka svo óþyrmi- lega fram fyrir hendur á sjálfum biskupinum að dæma það ástæðlaust, sem hann vill vera láta. Hvergi höfum vjer heldur sjeð fyrr en hjá gr.höfundi þess- um, að vinnautn hafi verið álitin meðverkandi orsök að uppleysa Gyðingaríki, hvorki á dögum kongs Salomons nje hinna. Annars vill skáldið álíta að Davíð hafi blekkt sig með „holdsvellyst“, Sál „ágirnd" og Salómon „kvennageði11. Ritstj. ÚtgefándiT W. Ó Breiðfjörð Reykjavfk 1892. — Fjelagsprentsmiðjan.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.