Reykvíkingur - 01.01.1893, Side 1

Reykvíkingur - 01.01.1893, Side 1
Afgrei ðslustofa Reykvlkings er nú hjáútgefanda, Aðal- strœti nr. 8, opin hvem virkan dag allan. Nýir kaup- endur gefl sig fram. Reykvíkingur B1 aöið kemur út einu sinni 1 hverjum mánuði og kostar 1 Rvík 1 kr. um árið, út um land og er- lendis burðargj. að auki25—50 a. Borg- ist fyrir lok júlí. III, 1. Janúar, 1893. Númerið kostar 10 a. Háttvirtu landar, glcðilegt nýár! „Reykvíkingur" liíir! Með því jeg enn ekki hef fengið að vita nöfn þeirra, sem keyptu blaðið fyrra árið, þar sem hr. Egilsson heldur kaupendalist- anum, þá eru aílir þeir sem keyptu blaðið hjá Egilsson og ekki fengu það árið sem leið, beðnir að láta útgefanda vita það sem fyrst. Verð 1 kr., póstgjald hjer á landi 25. a. Allir sækjast eptir „Reykvikingi". Frjálslynd blaðamennska. Hvorugur ritstjóranna, ísafoldar nje Þjóð- ólfs, vildu taka ofanritaða auglýsingu. Hinn fyrri las fyrirsagnirnar, tók svo um ennið, stundi við og sagði stórt œ — kastaði svo blaðinu frá sjer og drunaði þá í honum: „Nei, nei“! Hinn síðari bar sig karlmannleg- ar, enda voru tvö þar saman á skrifstof- unni, ogvirtist ritstjórinn „diktera“, eu rit- arinn reit, enn satt að segja þá sýndist oss ekki betur, en ritstjóri Þjóðólfs væri í pilsi. Almenn úsk. Eptir almennri ósk bæjarbúa hjer, byrjar nú „Reykvíkingur“ sitt þriðja ár, og er nú vonandi eptir þeim áhuga bæjarmanna að dæma, sem fram kom á fundinum 30. des. f. á. (sem síðar mun nánar getið), að Reyk- víking sje nú borgið fyrir framtíðina, eink- anlega, ef kaupendur hans fjölga framvegis, sem nú um áramótin, og ef þeir standa bet- ur í skilum en áður. Blaðið heldur því á- frarn (og eru það gleði-tíðindi fyrir marga) í söffiii stefnu og undanfarið ár, finnur að því sem ábótavant þykir vera ltjer í bæn- um, hver sem í hlut á, og bendir á annað betra, þá því verður viðkomið rúmsins vegna. Blaðið fræðir lesendur sína um það sem hjer við ber í bænum og tíðindi þykja; þess vegna brýnum vjer enn fyrir bæjarmönnum, að senda blaðinu stuttar ritgjörðir eður bettd- ingar um það sem þeir vilja láta blaðið hreyfa við hjer í bænum, og skal nöfnum þeirra sem rita blaðinu leynt, ef þess er ósk- að, en auðvitað setjum vjer ekki annað í blaðið, en það sem er satt og ekki varðar við lög, utan undirskriftar höfundanna. Yið- víkjandi því sem blaðið skýrir frá, aðfram fari á bæjarstjóruarfundunnm, þá er það al- veg rjett, þó sumir bæjarfulltrúarnir beri á móti eptir á, að þeir hafi sagt það og það sem blaðið segir þá sagt hafa. Þannig sagði eitt sinn við oss einn úr bæjarstjórninni: að „eptir því sem blað vort skýrði frá því sem fram færi hjer á bæjarstjórnarfundun- um, þá yrðu menn út í frá að ímynda sjer að helmingurinn af fulltrúunum væru vit- skertir“. Vitiðþið, háttvirtu lesendur, hverju vjer svöruðum? — Vjer svöruðum þessu, að ef svo væri, þá væru það bæjarfulltrú- arnir sjálfir, en ekki vjer, sem væru orsök þar í, og færðum þar til fleiri dæmi, sem sá úr bæjarstjórninni samþykkti, að væru rjett hermd í blaði voru (þó brosleg væru). Því er þaunig varið: vjer eruin á hverjum bæjarstjórnarfundi og ritum málin í röð, sem þau eru borin upp, og sömuleiðis umræður hvers fulltrúa í hverju máli fyrir sig og þar næst úrslit hvers máls, og þar að auki höf- um vjer fengið (borið upp af einum fulltrú- anum H. Jónssyni) leyfi hjá bæjarstjórninni að taka eptirrit úr bæjarstjórnar-fundarbók- inni, sem vjer höfum til samanburðar við það, sem vjer sjálfir ritum ræður hvers eins etc., þá er vjer ritum um bæjarstjórnarfund- ina í blað vort,. Auðvitað sleppum vjer úr ræðunum mýmörgu, og þar á meðal öllu stólsetu gambri fulltrúanna, allra í eiuu, sem á stundum er nokkuð mikið, og undrar oss opt, að formaðurinn, sem skýrir ljóst hvert mál fyrstur, skuli liða fulltrúunum, sitjaudi hálfbognum, að muldra hver framan í annan, svo það verður á þá að heyra sem klið í skeglubjargi, í stað þess að standa upp einn og einn í senn og ræða svo mál- in, svo allir skilji. Nytsemi Reykvíkings. Það gagn og sú nytsemi, sem blaðið Reyk- víkingur hefur gjört bæjar-fjelagi voru, er óteijandi og ómetandi. Enda kannast bæjar- menn sjálfir fyllilega nú orðið við það, og vilja fyrir hvern mun ekki missa það; þeir hafa líka sýnt það, með hinni stóru viðbót af kaupendum hjerí bænum nú við áramót- in, og sýnir það Ijósast, að yður, háttvirtu samborgarar, eru í fersku minni (fljótt frá

x

Reykvíkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.