Reykvíkingur - 01.01.1893, Side 4

Reykvíkingur - 01.01.1893, Side 4
4 í Seltjarnarneshreppi, samkvæmt samningi fyrir árin seinustu, samtaís kr. 43,29 — 12. Tiiboð frá E. Zakaríassyni um viðgjörð á Framnesv. og Klapparstíg, samtalsc. 1100 kr. ef vel væri gjört við þá. Allmiklar umræður urðu um þessa vinnu — Dr. Jónassen. og Gt. Gunnarson vildu láta þurfamenn sitja fyrir vinnunni, ogfá handa þeim æfðan verkstjóra; hinir al!ir á móti því; samþykkt að auglýsa verkið til undirboðs ; en áður en því færi fram, á veganefndin að segja hvað mikið og hvernig eigi að gjöra við vegina. Ailir á fundi, nema G. Finnbogasen (sem er erlendis). Fundi slitið eptir c. 4 tíma. Skcintanir fyrir jölin. Samsöngvar voru haldn- ir hjer í nokkur kvöld fyrir jólin, af Söngfjelaginu er nefnir sig „frá lájanúar 1892“. Þar sem ókunn- ugir geta haldið, að að svona ungu söngfjelagi kveði ekki mikið, þá ber þess að gæta, að þetta fjelag er samsteypa úr gömlum smærri fjelögum, og eru þvi í þessu fjelagi um 30 hinir æfðustu og bestu söngmenn hjer, undir forstöðu söngkennara herra Steingr. JohnsenB Að samsöngnum var hin mesta skemtun fyrir bæjarbúa og aðra, sem sóttu hann, enda mun þessi samsöngur ekki hafa verið síðri, en þess kyns samsöngur erlendis. — 12 lög voru sungin, og herra H. Helgason með hornasveit sinni bljes nokkur lög á horn, og á hann miklar þakkir skilið fyrir elju sína og ástundun að æfa horna-sönginn, sem má nú heita kominn hjer í viðunanlegt horf. Það eina þótti oss óviðfeldið (en það eru smámunir einir) að herra Steingrímur Johnsen, sem stjórnaði söngnum svo prýðilega, sneri sjer frá áheyrendunum meðan hann stýrði söngnum. Sljóleg liúsvitjun. Sem að undanförnu var hjer á kreiki fyrir nýárið sendimaður, — sumir nefudu það þriggja aura kapilán- inn prestins, — að útbýta manntals seðlum hjer á heim- ilum í bænum, sem húsfeður eiga sjálfir að rita á nöfn heimilismanna sinna, og afhenda þá svo er prest- ur lætur sækja þá aptur. Þetta er nú öll húsvitjun- in og uppfrceðingin, sem þau börn fá, sem ekki eru hjer í barnaskólanum, sem mörg eru. Ef biskup vor lætur þett.a líðast, þá er það ófyrirgefanlegur gunguskapur af íbúum höfuðstaðarins, að láta þetta svona lengur viðgangast, heldur neita viðtöku á þessum löppura, og klaga prestinn fyrir biskupi fyrir vanrækt á embættis störfum, — þvi eíns og vjer höf- um áður vikið á, er það skylda prestsins, að húsvit- ja tvisvar á ári, — og mun biskup þá eflaust sjá um, að ákvæðum kirkjulaganna sje stranglega fylgt und- ir handarjaðri hans. Vjer ritum þetta ekki af neinni persónulegri óvild tii prestsins, heldur samkvæmt skyldu vorri að benda á það sem ábðtavant er í þessu sem öðru hjer í bænum. Heimilisfræðsla barna stendur hvergi á lægra stigi hjer á landi, enn einmitt hjer í höfuðstaðnum, þar sem kennslukraptarnir eru þó mestir og öll skilyrði eru fyrir hendi, að börn ættu að geta fengið hjer fullkomnast uppeldi. Fyrirhugaðir sjónleikir. „Þetta álítið þjer sannleika, skólapiltur góður“, kom oss til hugar, er vjer lásum hina löngu og lærðu ritgjörð i Þjóðólfi: „Fyrirhugaðir sjónleikir". En er vjer athuguðum betur, fundum vjer, satt að segja, sáralitið i greininni, sem svara vert var; þó viljum vjer svara henni, eður þessum skólapilti, fáeinum orð- um. Vjer lýsum því yfir, að hvorki neinn af leik- endunum nje nokkur piltur úr latínuskólanum fræddi oss um það sem vjer rituðum viðvíkjandi hinum fyr- irhuguðu sjónleikjum í seinasta bl. „Eeykvíkings", því vjer höfum ekki skólapilta fyrir frjettafræðara, og fáum þó að vita bæði um skólann og annað hjer i bænum. Og nú skuluð þjer heyra, skólapiltur góður: Vjer vitum, hver fór og við hverja af kennurunum var fyrst nefnt að fá „Ianga loptið“ til að leika í, og hverju hann svaraði og hver ráð voru gefin. Vjer vitum, að rektor var stranglega á móti leikjunum, þar til brjefið kom frá stiptsyfirvöldunum. Vjer vit- um, hver sagði öðru stiptsyfirvaldinu það, sem gjörði það mótfallið leikjunum um tíma. Vjer vitum, hver fór út af kennarafundinum, og vissi þessvegna ekk- ert um, hvað gjörðist þar. Vjer vitum, hverjir vildu lofa piltum að leika i svefnloptinu, eptir að allt var komið í uppnám. Vjer vitum, hver það var, sem sagði, að hvorki hann nje nokkur af sínu heimilisfðlki , skyldi koma á sjónleiki pilta. Vjer vitum, hver samdi greinina i Þjóðólf, hver telefóneraði hana gegn- um semjanda, hvor fór með hana til ísafoldar, hver svör hann fjekk, og að Þjóðólfur varð henni sár- feginn til uppfyllingar í sitt fróðlega og frjettaríka blað. Vjer vitum, hver sagði við pilta, eptir að rúð- an var brotin hjá rektor um árið: „Meðgangi sá nú strax, sem brotið hefur rúðuna, því sá skal verða nóteraður, tekin af honum ölmusan og rekinn úr skóla“. Vjer vitum ógn vel um uppistandið í 4. bekk í vetur. Vjer vitum, að í rektors Bjarna tíð hefði það verið nóg sönnun, að rektor skólans væri á móti sjónleikjunum, hefðu piltar ekki fengið að leika þá í húsum skólans. Vjer erum ekki alls ókunnugir um skólann heldur en annað, skólapiltur góður. (Vjer vit- um t. d., að það er uppspunninn óhróður, sem ísafold hermir og Þjóðólfur apar eptir, að Bismark sje kom- inn í „klandur“ fyrir grun um skjalafölsun(!) Það væri til fjár að vinna fyrir málaflutningsmann, að láta Bismarck vita um þessa óærlegu aðdróttun að honum i ísafold og Þjóðólfi(!)). Viðvikjandi ummælum skóla- piltsins um frjettafræðara vorn og oss, sem svo hljóð- ar: „Lyga áburður í ritstjóra „Reykvíkings“ og svívirðilega uppspunnar lognar sögur“ og þess háttar, köllum vjer hinir ómenntuðu ósæmilegan rithátt. Ætla að hann sje kenndur í lærða skólanum, fyrst hinir ungu lærðu brúka hann? Skólapilturinn, sem samdi greinina í Þjóðólf, getur hvíslað því að oss „prívat“, hvort svo sje, um leið og hann — borgar oss regnkápuna. Það sem fram fór á fundinum í stóra saln- um hjá líreiðfjörð 30. des. síðast Tbirtist í uæsta blaði. Misprentað í seinasta blaði bls. 46. 5: fimm sinn- i um fyrir fimmtíu sinnum og bls. 47. 21: skemt fyr- ir óslcemt. Útgefandi: W. Ó. Breiðfjörð. Reyk,javlk 1893. — Fjelagsprentsmiðjan.

x

Reykvíkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.