Reykvíkingur - 01.03.1896, Blaðsíða 2

Reykvíkingur - 01.03.1896, Blaðsíða 2
10 nefndarinnar lagði til, að veitt væri leyfi til að nota leikfimishús barnaskólans til funda- halda fyrir bindindisfjelag barna á sunnu- dögum kl. 4 e. m., til aprílloka þetta ár (sjá síðasta fund í nr. 2). Leyfið var veitt undir umsjón skólastjóra. — 5. Beiðni frá kaupm. W. Ó. BreiðQörð, um að hann eigi þurfi að greiða meira en 50 kr. fyrir afnot leiktjalda bæjarins, sem hann hefur haft til afnota í vetur. Samþykkt var, að Breið- fjörð væri gefinn kostur á að láta leika eitt kvöld fyrir leiksjóðinn, til ágóða fyrir hann, þó þannig, að gróði leiksjóðsins verði eigi minni en 50 kr. — 6. Beiðni frá Jóni Hannessyni í Austurholti í Kaplaskjóii um veg heim að bæ hans, var synjað. — 7. Brunabótavirðing var samþykkt á húseign W. Ó. Breiðfjörðs í Aðalstræti 43,120 kr. — 8. Kæra kom frá adjutant við Hjálpræðis- herinn hjer í bæ, Eriksen, yíir aukaútsvari því er lagt hefur verið á hann fyrir yfir- standandi ár, 40 kr. Bæjarstjórnin vildi hvorki færa niður nje fella burt aukaút- svarið. — 9. Kæra frá Ólafi Ófeigssyni í Edinborg hjer í bæ, yfir aukaútsvari hans, var eigi sinnt, af því að hann hefur eigi kært fyrir niðurjöfnunarnefndinni. Af sömu ástæðu. var og vísað frá kæru yfir sama frá Guðrúnu Ólafsdóttir á Stóraseli. — Allir á fundi. — Fundi slitið. 4. bæjarstjórnarfundur, 20. febr. 1. Formaður lagði fram tillögu fjárhags- nefndarinnar, um að nema úr eptirstöðvum í bæjarreikningunum ýms eldri ógreidd gjöld frá árunum 1878—89, eptir því sem henni var talið á fundinum 16. jan. þ. á. Gjöld þessi eru að upphæð kr. 1401,26. Um nokkur önnur gjöld frá þessum sömu árum, að upp- hæð samtals kr. 299,26, lagði fjárhagsnefnd- in til, að rannsakað væri frekara, hvernig á þeim stæði, áður ályktun væri gerð um að nema þau úr eptirstöðvunum. Tillögur fjárhagsnefndarinnar voru samþykktar. — 2. Beiðni frá Þórði Markússyni um viðbót við erfðafestuland hans í Hólabrekku, var frestað til skoðunar á staðnum. — 3. Á- kveðið að bæjarstjórnin ætlaði eigi að nota forkaupsrjett að Melstaðarbletti (eign Jóns Gíslasonar). — 4. Einari Zoega synjað um tollfrelsi fyrir hund. — 5. Jón Gíslason á Melstað biður um eptirgjöf eða niðurfærslu á aukaútsvari (20 kr.) fyrir 1895, og sömul. um niðurfærslu á aukaútsvarinu (16 kr.) fyrir yfirstandandi ár. Bæjarstjórnin vildi eigi sinna beiðninni. 6. Ekkja Jónsháyfir- dómara Pjeturssonar sækir um endurgreiðslu að nokkru leyti á fyrra helmingi aukaút- svars manns hennar sál., er andaðist 16. jan. þ. á., en fyrri helmingurinn, 150 kr., var þegar greiddur áður maður hennar dó. Bæjarstjórnin áleit hið greidda hæfilegt út- svar eptir kringumstæðum á hinum dána og búi hans, fyrir þetta ár, en ljetti aptur af hinum síðari hluta bæjargjaldsins. — 7. Beiðni frá búendum við Bræðraborgarstig, um veitingu vatns frá kálgörðum þeirra, var eigi sinnt. — Allir á fundi nema Þórh. Bjarnarson og Gunnar Gunnarsson. Fundi slitið. Aukafundur var haldinn í bæjarstjórn- inni 4. marz. Samkvæmt því, sem ráðgert hafði verið á fyrirfarandi fundum, út af beiðni um tilvísun erfðafestulands, skoðaði bæjarstjórnin á staðnum hinar umbeðnu lóð- ir og var: 1. Einari Árnasyni útvísað til erfðafestu með venjulegum skilmálum blett- urinn milli Sauðagerðis og Kaplaskjólsvegar að vestanverðu, vestur að skurði, sem af- markar að austanverðu lóð þá, er Guðm. Jónssyni í Hábæ hefur verið útvísuð. Samd- ist svo við Einar, að hann gyldi 8 álnir í árlegt gjald í bæjarsjóð af hverri dagsláttu erfðafestulandsins. — 2. JóniHanness. í Aust- urholti í Kaplaskjóli veitt viðbót við erfða- festuland hans, bletturinn fyrir sunnan það, jafnlangt vestur, og svo langt suður, að brunnur, sem Jón hefur búið til þar, verði fyrir innan takmörk viðbótarinnar, gegn 2 álna viðbót við erfðafestugjald hans, og með þeim fyrirvara, að bæjarstjórnin hafi heim- ild til, hvenær sem henni þykir þörf, að gera tjeðan brunn að almennu vatnsbóli, gegn því, að endurgjalda Jóni kostnaðinn við að grafa og hlaða upp brunninn. — 3. Þórði Markússyni í Hólabrekku veitt viðbót við erfðafestuland hans, spilda milli Hóla- brekku og Litlubrekku norður fyrir Litlu- brattarblett, gegn 1 áln. hækkun á erfða- festugjaldi hans. — Allir á fundi, nema J. Jónassen, Þórh. Bjarnarson og Ólafur Ó- lafsson. — Fundi slitið. 5. bæjarstjórnarfundur, 5. marz. 1. Fram kom skrifleg ályktun frá nefnd þeirri, er kosin var í vetur til að íhuga og gera tillögur um, hvað gera skuli við Aust- urvöll eptirleiðis og girðingarnar kringum hann. Ályktun um málið frestað tii næsta fundar. — 2. Kosnir til að undirbúa al- þíngiskjörskrá 1896—97 voru þeir E.Briem og Jón Jensson. — 3. Erindi frá þeim Einari Hjörleifssyni, Indriða Einarssynr

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.