Reykvíkingur - 01.03.1896, Blaðsíða 3

Reykvíkingur - 01.03.1896, Blaðsíða 3
11 Bjarna Jónssyni cand. mag. og Kr. Ó. Þor- grímssyni, um meðmæli til landshöfðingja til að fá leyfi til að halda uppi sjónleikjum í bænum næstu 5 vetur. Ályktað að veita meðmælin þannig, að leikfjelagið greiði í bæjarsjóð 10 kr. eða 5 kr. fyrir kveldið, eptir því, hvort það er eitt um leiki hjer eða ekki. — 4. Kom fram beiðni frá Gísla Þorbjarnarsyni búfræðing, um hækkun á borgun fyrir mælingu á lóðum bæjarins, úr 150 kr. upp í 200 kr. gegn því, að hann tilfæri á mælingarskýrslunum stærð mat- jurtagarða, hvort sem eru erfðafestulönd eða eigi; þar sem hjer er um breyting á fjár- hagsáætluninni að ræða, var ályktuninni frestað til næsta fundar. — 5. Thorvald- sensfjelaginu leyft leikfimishús barnaskólans til hannyrðakennslu í vor sem fyrirfarandi ár. — 6. Brunabótavirðingar: Hús Einars Árnasonar, Vesturgötu 4659,ookr., skúrvið sama hús 132,oo kr., hús Eyjóifs Þorkels- sonar Austurstræti 7971,oo kr. — Allir á fundi. Pundi slitið. 6. bæjarstjórnarfundur, 19. marz. 1. „Sportfjelag Reykjavíkur" sækir í brjefi 18. þ. m. um leyfi til að nota Austurvöll í vor og sumar ókeypis til íþróttalegra leikja meðal fjelagsmanna. Fjelaginu leyft að nota í þessu skyni 2 nyrðri reitina á vellinum, undir umsjón lögreglustjóra, að völlurinn eða grasrótin í honum ekki spill- ist, og skyldi hún að öðrum kosti taka leyf- ið af fjelaginu. — 3. Formaður lagði fram skýrslu um, hvað kosta myndi að fá brunn- gjörðarmann frá útlöndum (Khöfn) til að leita hjer að vatnsbólum með borunarverk- færum. Eptir skýrslunni mundi maðurinn kosta um eða yfir 2000 kr., að minnsta kosti, með því að dvelja hjer eina skipsferð yfir (c. 6 vikur). Var ákveðið að fresta málinu um sinn í von um að fá nokkrar frekari upplýsingar með næsta skipi (frá dr. Þ. Thoroddsen). — 3. Erindi frá Fr.B. Anderson um raflýsing í bænum var ákveð- ið að gengi milli fulltrúanna til yfirlesturs til næsta fundar. — 4. Alþingiskjörskrá fyrir 1896—97 framlögð og undirskrifuð af bæjarfulltrúunum. — 5. Síðari umræða um hækkun borgunar tii Gísla Þorbjarnarsonar búfræðings fyrir mælingu á lóðum í bæn- um. Var hækkunin samþykkt. — 6. Beiðni frá Jóni Eiríkssyni og Jóhannesi Jónssyni, sem hafa tekið að sjer, fyrir ákveðna borg- un, að taka burtu klöppina fyrir sunnan og vestan hegningarhúsið, um hjálp til að kaupa puður til sprenginga. Bæjarstjórnin vildi ekki sinna beiðninni. Fundi slitið. Allir á fundi. — IÖnaöur og sýningar. Það er furða, hve nauðalítið er gert til þess að koma iðnaði vorum í betra horf en nú er, eða hve litið er hlynnt að iðnaðar- greinum vorum; ekkert er gert til upp- hvatningar þeim sem við iðnaðinn fást, svo að þeir vandi og læri verknað sinn betur; þeir eru ekki einu sinni, opt og tíðum, látnir njóta sannmælis um, að þetta og hitt sje allvel af hendi leyst, hvað þá heldur að þeir sjeu að nokkru leyti styrktir í efnalegu til- liti, og þó eru — sem betur fer — margir meðal iðnaðarmanna, sem vanda verk sitt furðanlega eptir lærdómi og ástæðum. Það sýnist ekki nema sanngjarnt og jafnvel sjálfsagt, að hið opinbera styrkti lík- lega, efnalitla iðnaðarnámsmenn til utan- farar, að minnsta kosti að einhverju Ieyti; því það er margur af iðnaðarflokki vorum, sem hefur hæfileika, en getur ekki efnanna vegna leitað sjer fullnægjandi og fullkomn- ari kennslu; ef þetta, eins og jeg tók fram, getur orðið, þá er það fyrsta skilyrði til þess að iðnaði vorum fari fram svo veru- legt sje. Iðnaður hjer á landi verður allt af'í smáum stíl, sem og náttúrlegt er, þar sem fátækt og fámenni er svo mikið, en þó gæti hann og ætti að vera í góðu lagi fyr- ir því, ef meðul væru til þess og áhugi á að bæta hann. Iðnaðarmönnum er það sjálfum að kenna, að þeir ekki hafa vakið máls á þessu, sem sjálfkjörnir frumhefjendur þess; þeim ætti þó ekki að standa á sama, hvernig iðnað- ur þeirra er, og hvað sagt er um hann; auðvitað má standa á sama, hvað þeir menn segja, sem ekki bera nægilegt skynbragð á að dæma um það, og sem leggja dóm sinn á verk annara af illgirnislegum hvötum eða öðrum svipuðum ástæðum; apt- ur á móti eru þær aðfinnslur, sem byggðar eru á skynsamlegum ástæðum, lærdómsrík- ar. En sem sagt: iðnaður vor ætti að vera svo &f hendi leystur, að vjer gætum mót- mælt ýmsu með rökum, sem oss er borið á brýn að miður fari. Eins og flestum mun kunnugt vera, þá- eru víða haldnar iðnaðarsýningar um hinn menntaða heim, og þangað er sent margt það, sem listin og iðnaðurinn framleiðir, og sjerstaklega eru það valdir hlutir, og nýjar uppfundningar, sem þangað er sent; það hlýtur því efalaust að vera mjög lærdóms- ríkt og gagnlegt fyrir iðnaðarmenn að koma

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.