Reykvíkingur - 01.04.1897, Qupperneq 1

Reykvíkingur - 01.04.1897, Qupperneq 1
Afgreíðslustofa Reyk- vikings er hjá útgef- anda. Aðalstræti nr. 8, opin hvern virk- an dag allan. Nýir kaupendur gefi sig fram. Reykvíkingur. Blaðið kemur út einu sinui i hverjum mán- uði og kostar j Rvik t kr. um árið, út um land og triendis burð. argj. að auki 25—50 a. Borgist fyrir lok júlí. VII, 4. apríl 1 897. Númerið kostar 1 O a. Gangstígir meðfram götunum. Það er nú loksins ákveðið að gjöra skuli gangstíg — »Fortog« — en þó einungis með- fram nokkrum hluta af Bankastræti, en vjer vonum þó, að mjór og stuttur — f þessu efni, verði að miklum vísir —. það erj að auga veganefndarinnar opnist nú svo, við þessa litlu byrjun, að hún sjái nú það, sem allir vakandi borgarbúar hafasjeð fyrir laungu, að það er stór sparnaður við vegaviðhaldið hjer í bænum, auk þess sem það er stór-prýði að hafa vel gjörða gangstígi með fratn öllum götum, því þá þarf ekki að bera eins opt ofaní göturnar og svo þyrftu bæjarbúar og aðrir sem eiga gangandi leið hjer um bæinn, ekki lengur að þvælast innanum hesta, kýr, sauðfjenað og griðunga í leðjunni a götunum, eins og stundum, og eklíi allsjaldan hefur átt sjer stað hjer. Það er ekki einungis bráða nauðsynlegt, að leggja gangstíg með fram öllu Banka- stræti, og einnig gangbrú yfir lækinn ofan á Lækjargötu, heldur einnig halda gangstígn- um afram inn Laugaveg inn að Rauðará fyr- ir það fyrsta, asamt að setja þar bekki hjer og hvar með fram gangstígnum fyrir þreytta að setjast á, til þess að hvila sig. Því það er ekki neinni framsýni' eða fyrirhyggju að þakka, þó ekki hafi orðið slis fyrir gangandi fólk a þeim vegi þegar hann hefur verið troðfullur bæði af ríðandi og gangandi kön- um og körlum og klyfjuðum hestum, enda hafa hinir gangandi, ekki ósjaldan orðið að bjarga sjer fra líftjóni eða limlestingum á götunni, með því að hrökklast út af vegin- um út í urðina, setn cr öldungis oboðlegt hinum ungu dömum og piltum, sem leita þangað til þess að lyfta sjer upp, á þessari Reykjavíkur Laungu-línu, og til þess aðsýna sig og sjá aðra, en þó eru slík urðar-hlaup, óaðgengiiegri fyrir hinar eldri frúr og »gentle«- menn bæjarins, sem ganga þar um til þess að njóta útsjónarinnar yfir höfnina og eyj- arnar og anda að sjer hinni heilnæmu haf- golu. Skal svo ekki farið hjer um fieiri orð- um fyrst um sinn, en einungis bent á það, að ótilhlýðilegt virðist oss, að láta grjótið l'ggja upp á miðjan véginn eða næstum yfir um hann, svo umfarendur komist varla leiðar sinnar eins og opt er á veturnar, og sjer- staklega nú í velur. Vegur suður melana Með enga bæjarbúa hefur hin fyrverandi veganefnd farið eins afar i’lla, eins og suður- búendur hjer við skerjafjörðinn Árum saman — ár eptir ár, hafa þeir beðið um veg til sín suður melana, og þeim verið lof- að honum, enn ávalt til þessa sviknir um hann. Nú í ár 1897 hefur hin fráfarandi vega- nefnd, enn sem fyrri, og þrátt fyrir st'n mörgu áður gefin loforð, ekki sett þessa vegagjörð, á vega áætlun sína fyrir þettað árið og verð- ur því engin bót á þvi ráðin í ár, því hin gamla veganefnd, ákvað hvernig verja skyldi mestu af þessa árs vegafje, áður en hún vjek frá völdum svo það er ekki hinni nýju vega- nefnd um að kenna, þó vegur þessi fáist ekki lagður suður melana á þessu ári. En von- andi er að hin nýja v.eganefnd taki tillit til þarfanna, með veginn suður melana, við næsta árs vega áætlun sína. Verkstjóri veganefndarinnar. Bæði oss og fleslum af bæjarbúum, sem gefið hala því gaum, liafa undrað stórum yf- ir þvi hvað hinn heiðraði fyrverandi vega- nefndar formaður, hefur verið fast heldinn við þennar Páljónsson vegfræðing, sem þann eina ákvæðismann um kostnað allan, við vega-aðgjörðir -— og eins vega-aðgjörðir hjer í bænunt, já og það þratt fyrir það þó völ hefði verið hjer á mörgum vel nýtum veg- fræðing. En nú hefur eitt ljóst dæmi lypt frá skýlunni og sýnt bert, hvað þessi Páll Jónsson mun hafa \etið nákvæmur i vega- kostnaðar ákvörðunuhi sínum að minnsta kosti við vegagjörðir hjer í bænum. Sem eitt dæmi; Viðgjörðin við Bók- hlöðu-stiginn aætlaði Pall þessi, að kosta myndi, yfir hálft fjórða hundrað krónur. En, nú liefur vegfræðin'gur Einar Finnsson, tekið að sjer aðgjörðina á stíg þessum, fyrir 150 kr. þannig sparaðist a þessutn eina vegar- spotta, yfir 200 kr., við það aö leita til ann ars vegfræðings en Páls. — Kptir þessú að dæma er vonandi að hin nýja veganefnd verði sjer út um áreiðanlegri áætlanir um vegagjörð- ir framvegis hjer í bænum, en gamla vega- nefndin gjörði stundum. Þeir sem vilja halda hlífðarskyldi, fyrir Páli vegfræðing, munu segja að hann hafi ætlað að gjöra við bókhlöðu- stíginn, langtum betur og kostbærara, en vega-

x

Reykvíkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.