Reykvíkingur - 01.04.1897, Blaðsíða 3
hestur á þann hátt dregið margar byrðar sín-
ar á góðum vegi, án þess að leggja frani
meiri krapta, en þurft hefði til að bera eina
birðina. Nú sjer maður einnig, við upp- og
útskipun á vörum, notaða litla handvagna
með tveimur hjólum, - - í staðinn fyrir að
áður var borið á bakinu eða þá á handbör-
um Þó maður enn þá, og það í sjálfum
höfuðstaðnum, ósjaldan eigi kost á að sja,
bæði karla og konur, ganga fyrir vögnum
og sleðum, eða með poka á bakinu, þó mun
óhætt mega fullyrða, að það leggist niður
innan skamms, enda mun það naumast geta
átt vel við nítjánu aldar menningu, nokkurr-
ar menntaðrar þjóðar. — Hlýt jeg að vænta
svo góðs af hinum háttvirtu kaupmönnum
bæjarins, að þeir láti ekki ljós tuttugustu
aldarinnar, fá skinið á vörupoka sína, á herð-
um íslenzkra kvenna, þeir eru nú loksins svo
lengi búnir að sýna landsmönnum, þessa
miður heppilegu vinnuaðferð, að þeir virðast
nú orðið dauðleiðir að horfa á hana, sem
betur fer. A síðustu árum liafa líka ýmsar
lífshreifingar komið í Ijós, hjá íslenzku kvenn-
þjóðinni, einkum hjer í Reykjavík, svo að
ætla má, að lnin innan skamms leysi sig úr
prísund þeirri, er hún á fyrirfarandi árum
hefur verið í hjá kaupmönnum.
Ekki má gleyma að geta hinna, mjög
svo þýðingamiklu breytingar sem orðið hefir
á verzlunarstjett Reykjavíkur á síðustu árum.
— Líti maður 20 árum aptur í tímann, má
sjá, að af kaupmönnum þeim er reka verzl-
un hjer í bænum, eru aðeins j íslenzkir —
hitt eru allt útlendingar, er einungis hafa
selstöð sína hjer, — en nú eru þeir ekki
færri en //. Má 'telja þessa breytingu hina
heillavænlegustu, ekki einungis fyrir þetta
bæjarfjelag, heldur allt landið yfir höfuð.
II.
Þar sem margar og miklar umbótabreyt-
ingar hafa á seinni árum verið gjörðar í Reykja-
vík, af ýmsum fjelögum, er myndast hafa
fyrir tilhlutun einstakra manna, í þeim til-
gangi að gjöra eitt eður annað er að gagni
má koma fyrir bæinn, þá ætla jeg að nefna
hin helztu sern mjer eru kunn.
,,Thorvaldsensfjelagíð“ er vera
mun eitt af hinum elstu fjelögum í bænum,
hefir gjört mikið gagn. — Það hefir t. d.
byggt allstórt þvottahús inn við Laugarnar
fyrir fólk að standa inn í við þvotta í mis-
jöfnu veðri, og afhcnt svo bænum hús þetta
að gjöf. Einnig hefur það á hverju ári kost-
að friskola, til að kenna fátækum stúlkum í
bænum ýmsa handvinnu. Þ.i er vert að geta
hinna mörgu málsverða, er fjelagið lætur hina
fátækustu bæjarbúa, eða fjölskyldur þeirra,
borða hjá sjer á hverjum vetri lengri eða
skemmri tfma, þegarharðast er á milli manna.
,,Good-Templarafjelagið“. Þetta
fjelag er búið að afkasta miklu síðan það
var stofnað fyrir 1 2 árum, svo að furðu gegn-
ir, — það hefir byggt stórt samkomuhús
með leiksviði, lijer í bænum, til gagns og
skemmtunar, bæði fyrir fjelagsmenn ogaðra,
— Þessu fjelagi má þakka þá breyting sem
orðið hefir á hugsunarh'ætti manna. með
minnkandi vínnautn, —- ekki einasta hjer í
Reykjavík heldur um allt land, — og þar
sem segja má, að fjelágið hafi á stuttum títna
víða, náð tilgmgi sínum, virðist næst aðhalda,
að það eigi mikla framtíð fyrir höndam.
,,ísfjelagið“ hefir byggt stórt og
vandað íshús hjer í bænum, sem brúkað er
til að geyma í ýmiskonar matvæli. svo sem
kjöt, fisk, o. s. frv. — en sjerstaklega mun
það ætlað til, að geyma beitu fyrir þá er
fiskiveiðar stunda. — Þar sem þetta má á-
líta mjög nauðsynlegt fyrirtæki, er orðið get-
ur öðrum helzta atvinnuvegi landsins til stuðn-
ings, er vonandi að þetta f jelag sje nú slopp-
ið úr hinum mestu örðugleikum, er það í
fyrstu hafði við að stríða - - má eflaust þakka
það aðkvæðamiklum fyrirhyggju- og dugn-
aðarmönnum, er ósleitulega hafa barist fyrir
þessu, og ýmsum öðrum mjög nauðsynlegum
fyrirtækjum í bæjarfjelagsins þarfir.
,,Jarðrœktarfjelag Reykjavíkur14
sem ekki er nema sex ára gamallt, er þegar
farið að sýna hinn blómlega ávöxt verka
sinna, Jeg hygg að allir sem til þekkja,
verði mjer samdóma um, að hjer í bænum
hafi jarðrœktinm fleygt fram á síðustu árum,
má víst að miklu leyti þakka það jarðrækta-
fjelaginu, — því auk þess, sem það sjálft
hefir ræktað mjög mikið í landi bæjarins —
breytt grjótholtum í ávaxtarsama matjurta-
garða (21 v.dagsl.) og forarmýrum í fagran
töðuvöll, (80 v.dagsl.) auk annars, —r þá hefir
það og einnig aukið áhuga á jarðyrkju með-
al bæjarmanna yfir höfuð. þess má líka geta,
að það hefir kennt bæjarmönnum, að brúka
bæði plóg og herfi, sem ekki var títt áður.
,,Hið íslenzka Kvennfjelag“ sem
ekki er nema þriggja ára gamalt, hefir með-
al annars komið því til leiðar, að nú er hafð-
ur vagn sem hestum er beitt fyrir, til þess
að flytja þvottana að og frá þvottastaðnum
(Laugunum), og með því gerð lofsverð til-
raun til þess að láta bæði konur og karla,