Reykvíkingur - 01.04.1897, Qupperneq 2
i4
nefndin gekk inn á, að Einar Finnsson gjör-
ir nú, en því svörum vjer þannig. — Að þar,
sem veganefndin samþykti þannig lagaða að-
gjörð við bókhlöðustíginn, eins og E. Finns-
son ráðlagði, þá hefði hún sjálfsagt fallist á
það sarna, hetði Páll getað bent henni á það.
En kunna hlífðarskyldismenn Páls að segja,
að það sje betra, að áætla til hvers vegar
meira fje en kosta mundi að gjöra við þann
satna veg. Það er mjög satt, að það er
betra að áætla ríflegt fje til hvers vegar, en
allt of lítið, en það er öldungis óþolandi að
áætla meira en helmingi meira fje til hvers
vegar, en það kostar að gjöra við þá af
þekkingu og verkhyggni, því bæði er það,
að sumir gjöra ekkert meira eða betur fyrir
rnikið fje en aðrir fyrir hálfu minna. Og eins
og það er ekki gott, að ætla allt of lítið fje
til þess sem gjöra á, eins er það afar óheppi-
legt þegar í mörg horn er að lýta, með lítið
fje, að ákveða allt of mikið til hvers ein-
staks sem framkvæma skal, þvi þá — þó
ekki sje annað — getur inargt nauðsynlegt
orðið á hakanum, að ntinnsta kosti lengur en
það þyrfti.
Þess rná þó geta, hinni nú við seinustu
áramót, fráfarandi veganefnd — eða formanni
hennar til hróss — að undir hans formennsku
í nefndinni, breyttist margt til stórrar endur-
bótar, frá því sem það áður var. Samkvæmt
bendingum Reykvíkings, var nú lagt, bæði í
fyrra og nú í ár, fyrir bæjarstjórnina, við
áramótin, sundurliðuð áætlun um allar vega
gjörðir í bænum, og hafði það, sem vonlegt
var, hinn besta árangur til batnaðar á fram-
kvæmdum á nauðsynlegustu vegaendurbótum.
En áður hafði vegafjenu verið varið, meðan
það entist, í hinar og þessar aðgjörðir, allt
»plan«laust, svo þó einhverstaðar þyrfti nauð-
synlega að Jaga eða gjöra veg, var ekki unnt
að framkvæma það, því vegafjeð var þá búið.
Þannig urðu opt á hakanum hinar nauðsyn-
legustu vegabætur. Það er auðvitað ekki
hægt að heimta, af formanni veganefndar —
nema að hann hafi sjerstaklega numið það
fag — að hann hafi fulla þekkingu á því,
hvað sá og sá vegur eða vegagjörð muni
kosta, en hann á því ekki að binda sig við
áætlun einhvers eins vegfræðings í því efni,
an þess að leita álits hinna annara vegfræð-
inga scm hjer eru á staðnum.
Um Reykjavík.
i.
Það eru ekki margir, sem skrifa um
Reykjavíx, sýnist þó ekkert vera á móti því,
að gjöra kunnugt, öðrum kaupstöðum, og
öllum landsmönnum yfir höfuð, hvað Reykvík-
ingar aðhafast, hvort þeim er að fara fram
eða þeim fer aptur, eða þeir standi í stað.
Geta þá landsmenu tekið atferli þeirra, ann-
aðhvort sjer til eptirbreytnis, eða viðvörunar,
ejjtir því er þeim þykir við eiga. —Jeg ætla
með þessum fáu línum lítið eitt að minnast
á það helzta, er Reykvi'kingar á síðari árutn,
hafa gjört bæjarfjelaginu til gagns og upp-
byggingar, þó býst jeg við, að sakir ókunn-
ugleika míns, kunni nokkuð eptir að verða,
sem vel vert hefði verið að nefna hjer, og
verð jeg að biðja lesarann að virða mjer það
lil vorkunnar, þar eð jeg er svo stuttan tíma
búinn að dvelja hjer í bænum.
Það sem engum dylst er hingað kemur
nú til bæjarins — en sem þekkti hann fyrir
20—30 árum — er það, hve afarmikið bær-
inn hefur færst út, og hús hafa fjölgað -
einna mest á síðustu árum — þrátt fyru hið
bága árferði sem verið hefur til sjávarins,
Her það ekki lítinn vott um dugnað og starf-
semi bæjarmanna. En auk þess sem bæjar-
menn hafa fjölgað húsunum stórkostlega,
hafa þeir á síðari árum lært að byggja hús
stærri, loptbetri og þar af leiðandi hollari til
íbúðar, og af langtum betra byggingarefni cn
áður tíðkaðist. — Þannig eru nú öll hús
byggð af steini, eða trje og járni, í stað torf-
bæjanna sem aður voru, og sem ekki þarf
að lýsa fyrir Islendingum. — Þá er ekki lít-
ið sem þilskipaútvegurinn hefur blómgast í
Reykjavík á síðustu árum. Fyrir hjer um
bil 20 árum voru hjer í bænum eitthvað 2—
3 þilskip er höfð voru til fiskiveiða, enn nú
eru þau orðin mörg, ekki færri en 30. — Má
eflaust telja hinn aukna þilskipaútveg eina
af hinum mestvarðandi framförum, fyrirþetta
bæjarfjelag, er ekki hvað minnstan þátt mun
eiga í útfærslu bæjarins. — Eru ekki lítils
virði, þau heillavænlegu áhrif, er þessi at-
vinnugrein, hlýtur að hafa á verzlunina —
enn fjörug og lifandi verzlun, leiðir aptur
eðlilega af sjer framfarir í öllum atvinnuveg-
um, því hún er þeim öllum svo nátengd,
Mikill munur er á vegunum nú eða fyrir
20 árum, þcgar heita mátti, að enginn vagn-
fær vegur væri til, þar sem nú er kominn
akbraut utn allan bæinn, eru bæjarmenn nú
farnir að læra, að nota hestaflið á hagan-
legri hátt en áður, með því að hafa vagna
til flutninga og spcnna hesta fyrir, — í stað-
inn fyrir að reiða allt ;i reiðing er flytja
þurfti, at einurn stað á annan, — getur einn