Reykvíkingur - 01.09.1897, Síða 2
34
því sem vjer til færðum, með starfsemi Jóns
sál. Hallssonar, þá stöndum vjer hvorki bleik-
ir eða rauðir fyrir það, frammi fyrir S. J. J.,
enda mun að flestra dómi, lítill sæmdarauki
fyrir hann, — að minnsta kosti enn sem
komið er —, að skopast að starfsemi Jóns
sál. Hallssonar, því það er óhrekjandi að hann
var mesti starfsemis-, iðju- og atorkumaður,
bæði sem námsmaður og embættismaður,
og sýnir það því ógn vel, að það var ekki
þörfin ein sem knúði hann til iðjusemi, held-
ur eingöngu óþreytandi, viðvarandi starffýsi,
sem S. J. J. skopast að, að sje virðingar
verð.
Jafn vel þó vjer vitum, að S. J. J. sje
oss samdóma í sumum atriðum í málefni
þessu, þá eru þó skoðanir okkar á því tölu-
vert ólíkar, þar sem hann vill álíta að slæp-
ingjarnir sjeu í minni hlutanum, en vjer er-
um því miður, sannfærðir um að þeir eru í
miklum meiri hluta. — Annars er það nÚ
í fyrsta skipti, er í ritdeilu hefur komið, að
vjer vildum óska, að mótpartur vor hefði
rjett að mæla, en því ver og miður, þá mun
því ekki þannig varið.
Sem endurgjald fyrir ráðleggingu herra
S, J. J., til vor seinast í grein hans, þá vilj-
um vjer nú einnig ráðleggja honum,
að velja sjer næst, uppbyggflegra og rjettara
málefni en slæpingsskapinn til að verja. Að
vjer höfum farið of hörðum orðum um það
þjóðarmeinvætti, letina og slæpingsskapinn,
álítum vjer ekki; enda vart mun unnt að
hindra útbreyðslu, hvað þá heldur að uppræta
illkynjað átumein, einungis með sætri mixtúru.
Drengurinn Kryppur.
Heyrðu Skröggur faðir; „Hefur það
nokkra þýðingu þó Páfinn í Róm bannfæri
menn?" Skröggur yptir öxlum, skælir sig
allan og skekur í framan, þangað til hann
segir: „Já, ef það nú líka er, að það hcfur
þýðingu “. Síðan muldraði hann í skegg sjer:
„Jeg ljet þá líka heyra það, b.... heimug-
legheita kindurnar þær arna, er jeg fór úr
fjclaginu"., Kryppur: „Enn þá í hverju til-
liti?“ Skröggur: „Nú, þeir eru eptif dómi
þess heilaga föðurs — Páfans í Róm —,
hvorki meira nje minna, enn bölvaðir þrjótar
þessa heims og annars. Á meðan þeir skrymta
hjer á jörðunni, má enginn umgangast þá nje
liðsinna þeim í nokkurri neyð, utan það, að
sá hinn sami lend.i þá í sömu fordæming-
unni“. — Kryppur drengur, öldungis hissa —
en segir þó eptir langa umhugsun: „Páfinn
bannfærir þá einungis vondu mennina?" —
Skröggur: „Nærri má geta, að hann bann-
færir ekki þá góðu, sem ekki til þess vinna.
Hann veit þeirra heimuglegu áform og svo
fá þeir hjá kallinum á baukinn“. •— Krypp-
ur: „Æ, æ! Jegvil ekki verða Good-Templ-
ari og læra alla rolluna löngu — löngu, sem
þó skemmtilegi og laglegi maðurinn hái lagði
út fyrir templarana — og svo sagði fyrir-
maðurinn sem kom hjerna í gær, að Páfinn
í Róm hefði bann—bannfært alla—alla Good-
Templara, svo það er áreiðanlegt að þeireru
bannfærðir. — O, ó! mig óar við þyí, að
hann Greppur bróðir minn skuli vera í Templ-
arafjelaginu, og svo það, að hann skyldi
kyssa hana Ingu Templara í gærkvöld og
kalla hana systir sína, ó, ó!“ —:, Skröggur:
„Inga greyið er engin Templari og þá er,
hann Greppur það því síður. Þeim þótti gott
kaffi, — það er að segja henni Ingu, og svo
fýsti þau í skemmtanirnar og af því fóru þau
í Templarafjelagið". Kryppur: „Um leið og
jeg les bænirnar mínar í kvöld, ætla jeg að
biðja fyrir mjer, að jeg ekki verði Good-
Templari".
Þjóðhátíðardagurinn 2. ágúst.
Það rekur víst enn, marga Islendinga
minni til allra þeirra óskapa sem gengu á
með daginn, annan ágúst 1874. En svo
eptir 2 eða 3 ár — eða síðan 1877 hefur
hans ekki verið minnst. En hvað íslending-
ar eru þó líkir Grikkjunum með óhemjuskap-
inn og óstöðuglegheitin. En svo hjaðnar allt
niður eins og flautafroða.
Þannig hafa þá liðið 20 ár án þess að
minnst hafi verið á dag þenna, nema hvað
„Reykvíkingur" hefur fleiruin sinnum minnst
á hann. I sambandi við frídag verzlunar-
manna tók Reykvíkingur það fram, að sá
frídagur ætti þó að haldast annan ágúst til
minningar um þjóðhátíðardaginn 1874. •—
Nú í ár sýndu þó Reykvíkingar þá rögg af
sjer, að ríða á vaðið, með að minnast þjóð-
hátíðardagsins 2. ágúst, og er vonandi að
hann verði nú hjeðan af framvegis haldinn
um land allt. Því þó stjórnarskráinn sje nú
orðin í surnra augum eins og slitin, götótt
og óbrúkandi flík, þá væri margt öðruvísinú
hjá okkur hefðum við ekki fengið hana. —
Viðvíkjandi nafninu sem þjóðhátíðardeginum
var nú gefið, = Islendingadagur, Þá virðist
oss það afaróviðkunnanlegt, og næstum kjána-
legt. Nafnið þjóðminningardagur er þó dá-
lítið skárra, en ekki kunnum vjer þó við
það. — Þjóðhátíðardagur er án efa það rjett-
asta og undir eins það viðfeldnasta nafn á