Reykvíkingur - 01.09.1897, Blaðsíða 3
degi þessum, og ættu Íslendíngar sem ekki
eru á íslandi, en vilja halda þennan dag, að
nefna hann þjóðhátíðardag Islendinga — eða
Islendinga þjóðhátíðardag.
íþróttir þær sem sýndar voru nú á þjóð-
hátíðardaginn voru afar-lítilfjörlegar, og auð-
sjáanlega allar í bernsku. — Fyrirkomulagið
og tilhögunin á kappreiðunum, alóbrúkandi.
Vegurinn ósljettur og allt of mjór. Að láta
6 fljótustu klárhestana reyna sig í einu á
svo rnjóurn vegi, gat með engu móti gefið
það rjetta útslag. Það átti að taka tvo nr.
i, tvo nr. 2, og tvo nr. 3 og láta þá tvo
og tvo reyna sig sarnan, yrðu svo einhverj-
ir tveir jafn margar sekúndur yfir svæðið, þá
áttu þeir sörnu að reyna sig aptur.
Viðvíkjandi glímunum, þá var satt að
segja, ekki horfandi á þær, því þær líktust
meira nautastangi eða nautabolun en glímum,
hjá allflestum. Það er fjarska skemmtilegt
að sjá fallega glímt, en hreint ekki horfandi
á þegar illa er glímt. Þeir sem glírna, eiga
að standa öldungis þráðbeinir, en halla ofurlítið
höíðinu, annar til hægri en hinn til vinstri,
en þó ekki meira en til dærnis eins og stúlka
sem er ofurlítið „kókett“. Sú hendin sem
hefur mjaðmatökin heldur því jafnan, en hin
hendin á að liggja beint niður eins og hún
væri máttlaus, nema þegar sækja skal og
verjast. Fallegast er að glíma þannig, að
annar sæki í einu. Aldrei má þó annar
skorast undan að sækja á hinn, því ekki
hafa þeir fullreynt með sjer, nema sókn og
vörn komi frá báðum. Glíma skulu þeir
sömu upp á báðar hendur. Skal svo ekki
orðlengt hjer um frékar nú.
Hvað viðvíkur kvörtuninni um setubekkja
vöntun á samkomusvæðinu, þá er hún ckki
á rjettum rökum byggð: Því þar sem stað-
urinn var á túni, þá var það meining for-
stöðunefndarinnar að mcnn gætu sest þar
niður, enda rnundi hafa \ crið óframkvaeman-
legt að hafa bekki handa öllurn. Við\íi:j-
andi veitingunum, þá voru þær eins góðar
°g greiðar sem framast var unnt, en eins og
búast má við, þá er ekki hægt að afgrcioa
alla í einu, og slíkt á sjer stað á öllum fjöl-
mennum samkomum, að menn verðaástund-
um að bíöa eptir að fá sig afgreidda, cr.da
vissi enginn fyrir fram h\'að margir mundu
sækja hátíð þessa. Að flestra rómi fór há-
tíð þessi rnjög vel fram, menn skemmtu sjer
vel og virtust ánægðir, engin óregla eða slark
átti sjer stað og er slíkt áður fágætt við
eins fjölmenna samkoniu og þessa, og það
sem er gleðilegt fyrir framtíðina með hátíð
þessa var það, að hún bar sig allvel í pen-
ingalegu tilliti og geta bæjarmenn þakkað
það forstöðunefndinni, því hefðu tekjur orðið
mun minni en útgjöldin, þá voru minni líkur
til, að hátíð þessi ætti nokkra framtíð fyrir
sjer. Það eina sem okkur vantar nú, er um
gyrt, rúmgott svæði til þess, að halda á
þessa hátíð framvegis og mundi hentugastir
melarnir þar til.
Fyrsta ágúst mælt út undir Holdsveikis-
spítala.
Dag þennan kl. 5V2 kom bæjarstjórnin saman
hjá Laugarnesstofutóftinni samkvæmt beiðni og í
viðurvist Dr. med. Pjeturs Beyers frá Kaupmanna-
höfn, stórmeistara Odd-fellow-reglunnar í Dan-
mörku sem hafði tilkynnt landstjórninni að hann
hafi ákveðið að gefa landinu holdsveikraspítala —
til þess að ákveða byggingarstæðið og lóð handa
stofnun þessari.
Eptir ósk Dr, Bayers, afhenti bæjarstjórnin
Odd-fellow-reglunni vestasta hluta Laugarnessins
austur að línu yfir þvert nesið, milli hæla sem
jafnframt þá voru reknir niður. (Nú þó í fyrsta
skipti notaðir hælar sem „Reykvíkingur" hefur
áður tekið fram að brúka ætti til að afmarka út-
mælingar og stefnu á grunnstöðum).
Land þetta sem bæjarstjórnin lætur síðar
mæla, afsalar hún til erfðafestu endurgjaldslaust
(mikið var það þó) — en áskilur að greitt verði
erfðafestugjald á landsvísu 15 álnir eptir hverja
dagsláttu og venjulegt lóðargjald eptir spltalahúsið
og aðrar byggingar sem reystar kynnu að verða
á lóð þeirri. Enn fremur var samþykkt að stofu-
tóptin í Laugarnesi yrði rifin niður og efnið úr
henni notað endurgjaldslaust í holdsveikisspftal-
ann.
Til að semja við bóndann í Laugarnesi um
ívilnun á eptirgjaldi jarðarínnar fyrir skerðing
leiguliðarjetts út af ofangreindri ráðstöfun voru
kosnir: E. Briem, H. Kr. Friðriksson og Þórh.
Bjarnason. Allir fulltrúarnir mættir nú.
13, bæjarstjórnarfundur 5, águst.
1. Beiðni Guðm. Þorkellssonar í Palshúsum
um, að vegur yrði lagður niður að sjó hjá húsi
hans. Vísað til veganefndarinnar. 2. Samþykkt
að bærinn kostí allt að helmingi af rennu vestan
vert við Liverpool, ef Th. Thorsteinsson kosti
hinn helminginn. 3. Ekkjufrú M. Finsen bað
um lækkun á þessa árs aukaútsvari manns síns
sál. póstmeistara O. Finsens; útsvarið var kr.
145.00. Akveðið var að hún skyldi gjalda alls nú
í ár kr. 45.00. 4. Samskonar beiðni frá Ellnu
ckkju Jóns sál. Olafssonar i Hlíðarhúsum, sam-
þykkt var að hún skyldi gjalda alls kr. 30 fyrir
þettað árið. 5. Með því að nú er búið að brúka
því nær kr. 1700,00 = að upphæð 2000 kr. kom
til tals að hætta við stjettina meðfram Banka-
stræti, var þó samþykkt, að leitast fyrir um ann-
aðhvort með samningum eða með uppboði, hvað
kosta mundi að fullgjöra stjett þessa upp að Ing-
olfsstræti og sömuleiðis að veita þar til 300 kr,