Reykvíkingur - 01.09.1897, Qupperneq 4
36
»Umræður: H. Kr. Fr. að vinnan við stjett
þessa hefði verið unnin framsýnis- og eptirlits-
laust, og væri stjett þessi því að sínu leiti eins ó-
hæfilega dýr og Skólavörðustígurinn, kiöppina
hefði ekki þurft að sprengja eins djúpt niður og
gjört hefði verið, og garðinn hjá Jóni Þórðarsyni,
hefði bærinn ekki þurft að kosta. Dr. Jónasen að
það eina væri, að góð hleðslaværihjá lóð Jóns Þórð-
arsonar, og þar að auki væri hún sements límd.
•— Tr. Gunnarsson, að Jón Þórðarson hefði sagst
eiga lóðina fram að rennu, og hann hefði lagt til
lóð undir veginn með þvl skilyrði að steingirð-
ing yrði sett þar með fram lóð sinni, bæjarstjórn-
in mætti ekki gjöra sjer til skammar að leysa
verk með fram götunum mjög afskræmislega illa
af hendi. Formaður: að hann hefði það við þetta
að athuga, að óþarft hefði verið að sementera
garðinn, Jón hefði átt að gjöra það 'sjálfur, enda
hefði hann ekki verið svo rýmilegur, því hann-
hefði jafnvel farið fram á að fá grjótið úr
klöppunum, sem klofið var þar«. (Að voru áliti,
þá átti Jón með öllum rjetti klappirnar á lóð
sinni, og gat það því ekki kallast nein órýmileg-
heit af honum, þó hann vildi eiga sitt, enda hef
er formaður áður haldið þvt fram með grjót í
túni hjer í vesturbænum, að það væri ábúandans
eign, eins og hverjar aðrar nytjar sem fylgdu lóð-
inni. Það er sannarlega grjemjulegt og sorglegt
að vita til þess, að það lítur eins út sem bæjar-
menn sjeu hjá allflestum fulltrúunum, flökkurakkar
sem allir sparka í, og allir vilja siga sjer í vil, en
enginn gefur þeim bita. — Það er þvl í vorum
augum einsog bæjarstjórnin vilji að bæjarmenn
láti allt af hendi sem hún óskar endur gjalds lítið
eða þá með einhverjum atar kostum fyrir viðkom-
andi bæjarmann en aldrei skal henni cjetta í hug
að hlinna að nokkru fyrirtæki hjá nokkrum bæj
arbúa, miklu heldur að gjöra það svo erfitt og
óaðgengilegt að viðkomandi skaðaðist á því og
hætti við það, fyr eða seinna. Ljósasti votturinn
hjer um, er hið afskaplega ósanngjarna gjald af
erfðafestublettum og mun það síðarrverða rætt
hjer í blaðinu). 6. Kosnir voru: E. Briem með
6 atkv. og H. Jónsson með hlutkesti 1 kjörstjórn
við kosningu á tveimur mönnum í niðurjöfnunar-
nefnd. 7. Samþykktar brunabótavirðingar: Hús
Danlels Daníelssonar 3440 kr. Hús Þorsteins
Jónssonar Yesturgötu 4240 kr. Hús Guðm. Jóns-
sonar Hábæ 2045 kr. 8. Samþykkt að borga
reikning fyrir ferð Odd-fellows-fjelaganna til Geysis
kr. 249.83 aura en þó með niðurfærzlu ef unnt
væri. 9. Breiðfjörð enn synjað um viðbót við
erfðafestuland hans. Þórh. Bjarnason og Jón
Jensson ekki á fundi. Fundi slitið.
14. bæ]arst]órnarfundur 10, ágúst,
Aukafundur haldinn kl. 5 e. h. heima hjá
bæjarfógeta. 1. Lagt frarn tilboð frá kaupmanni
H. Th. A. Thomsen þar scm hann býður það
lofsverða ellegar rausnarboð, að gefa bænurft
þúsund krónur ril að kaupa turnklukku hjer í
kirkjuna. Sömuleiðis býðst hann einnig til að
kaupa gömlu klukkuna úr kirkjaturninum fyrir
sanngjarnt verð. Samþykkt var að jryggja þessa
gjöf og inna bestu þakkir fyrir, var svo ákveðið
að kaupa nýja klukku með fjórum skívum og
slagverki sem slægji á hverjum fjórðung stundar
og M. Benjamínssyni sem úrsmið var falið að af-
gjöra sölu á gömlu klukkunm við herra H. Th.
A. Thomsen.
Vjer fórum M. Benjamínsson og spurðum
hann kurteislega, hvað samist hefði um söluna á
gömlu kirkjuklukkunni, en ekki var nærri því
komandi að fá að vita það, en þar á móti gjörð-
ist hann svo gleiður að hann tvístjeg á þessutn
heimulegheitum(?!!) eins og hann ímyndaði sjer
vesalings maðurinn að keisaradæmisvelferð lægji
undir hverjum fæti hans (öllum fjórum). Svo vjer
yfirgáfum hann, án þess að reina frekara til að
skerða hans frávillandi ánægju að vita cinn um
þau óviðjafnanlegu og óhe3rrðu heimulegheit(I!)
hvað hefði eiginlega fengist upp úr gömlu kirkju-
klukkunni. Ekki var það nú annað, — enda er
það óneitanlega broslegt þegar menn gjörast svona
græningjalega gorgeirsfullir yfir ciginlega hreint
engu.
2. Ut af svæði því sem mælt var undir Holds-
veikisspitalann voru gjörðir svofeldir samningar
við Laugarnesbóndann: 1. Lækkað eptirgjald jarð-
arinnar um 40 kr. á ári. — 2. Að borga honum
25 kr. fyrir að flytja hús sín þau scm eru á spít-
alalóðinni. — 3. Að hann megi leggja veg frá
húsi sínu niður á Spítalaveginn og reiknast hon-
um vinnan við þann veg upp í skylduverk hans
við endurbætur á jörðinni. — 4. Landsdrottinn
lofar að sjá um að eptirmaður hans, ef hann fer
innan 10 ára kaupi hús þau er hann á nú á jörð-
inni eptir samkomulagi eða eptir mati dómkvaddra
manna. Allir á fundi. Fundi slitið.
Ósanngirni og ranglæti,
Það er nú vanalegast, eins og maður
veit; að ef Gísla finnst að Árni (eða hvað
þeir nú heita) gjöri sjer rangt til í einhverju
tilliti, þá stefnir Gísli Árna undir eins. Og
ef að álýzt að Gísli hafa á rjettu að standa, þá
dæmirt svo rjett að vera að Árni borgi Gísla
skaðabætur eptir óvilliallra manna mati og
allan málskostnað. Þannig verndar það op-
inbera rjett einstaklingsins.
En nú verður almenningur fyrir þeirri ó-
sanngirni og ranglæti, að brjef. sem send
eru hingað með gufubátnum „Reykjavík" og
sem landssjóður fær borgun fyrir — það eru
frímerkin á þau, til þess náttúrlega, að þeim
sje skilað rjettum móttökurum hjer í bænum
eru látin liggja og liggja hjer á pósthúsinu,
afsendara og móttakanda þannig opt til stór-
tjóns, að málshöfðun mundi rísa út af hverju
brjefi, ef sök yrði sótt á hendur einhverjum
einstökum. Til þess að bæta úr slíkum vand-
ræðum er ekki annað að gjöra, ef ekki
verður bráðlega ráðin bót á þessu, en
það, að fenginn sje einhver áreiðanlegur mað-
ur á viðkomustöðum gufubátsins sem tæki á
móti öllum brjefum hingað ásamt burðargjald-
inu undir þau og slái svo utanum þau til
einhvers áreiðanlegs manns hjer í bænum,
sem svo lætur bera þau út um bæinn, undir
eins og þau koma.
Útgefandi og ábyrgðarm.: W. Ó. Breiðfjörð.
Reykjavík 1897. — Prentsmiðja Dagskrár.