Reykvíkingur - 01.02.1898, Blaðsíða 2

Reykvíkingur - 01.02.1898, Blaðsíða 2
6 margföld klæðning átti að vera á skólanum og m. m. annað fleira, og hljóta því slík til- boð að hafa verið alónákvæm og út í hött. Sagt er, að nefnd sú, sem kosin var til að sjá um byggingu þessa, sje fráhverf sam- ningsvinnu, og ætli að láta setja skólann upp í daglaunum, og er útaf fyrir sig að svo komnu, ekkert við það að athuga, ef viðun- anleg samningsvinna gat ekki íengist, en eng- um skynbærum manni getur blandast hugur um það, að við svona byggingu er þó nauð- synlegt að hafa einungis vel æfða fullkomna smiði, og góðan, ötulann og aðkvæða mik- inn yfirsmið, sem kann að segja skynsam- lega og vel skipulega fyrir verkum, því ann- ars er daglaunavinna á svona miklu verki hreinasta blóðsuga. Sú fregn gengur nú hjer um bæinn, þó fáir geti en trúað slíku, að skólabyggingar- nefndin hafi kjörið Jón þennan Sveinsson til að standa fyrir því verki að setja upp skól- ann. Að svo komnu trúum vjer því öldung- is ekki, því nefndin átti kost á að fá til þess starfa reyndann hæfileikamann, sem vanur var að hafa marga smiði undir hendi sinni [sem kallað er] og segja þeim fyrir verkum, en Jón þessi er al-ókunnur hjer, enda mun hann aldr- ei hingað til hafa sagt öðrum fyrir verkum, en sjálfum sjer, og mun því al-óvanur því starfi að standa fyrir stóru verki, enda hefur heyrst að fáa trjesmiði fýsi að standa undir þessa Jóns »Komando«, að undantekn- um Sveini trjesmið Sveinssyni: Vjer, sem aðrir hjer, þekkjum ekkert Jón þennan, en persónu-gjörfugleiki hans og málrómur, virðist ekki benda á, að hann sje vel kjörinn til þess starfa, og ef skólinn á svo að setjast upp,—- því sem nær, með tómum viðvaningum, þá fær nefndin að sjá meðal annars hvað slíkt kostar, auðvitað súpa bæjarmenn sjálfir hið beiskasta af því seyði, og mun það þá lítið milda remmu þess, þó að þeir, sem kusu M. Ben. í bæjarstjórnina í fyrra, verði sjer þess meðvitandi að hafa um leið útvegað lector Þórhalla vísir á úrið sitt. Kosning tveggja endurskoðara, Eins og til stóð, voru kosnir þ. 5.janúar tveir til þess starfa að endurskoða bæjarreikn. ingana. Þessir hlutu kosningu: landritari Jón Magnússon með 27 atkv. og Björn augna- iæknír 20 atkv. Chr. Ziemsen konsúll hlaut 7 atkv. fleiri voru ekki í kjöri. Eins og vant er, þá var kosning þessi afar illasótt. „Fram- farafjelag Reykjavíkur", sem tekur sig sem vora ber, töluvert af bæjarmálum — þvíþað telur hátt á annað hundrað kosningarbæra meðlimi, kom sjer saman um á fundi að kjósa landritura Jón Magnússon og Chr. Ziems- en, en er á kjörfundinn kom, mættu einung- is 5, og vonum vjer fastlega að það verði í seinasta sinni, að það fylgi svo sljólega fram málefnum þeim, er það samþykkir á funduin. Það bætti heldur ekki úr þessu, að „Reykvíkingur", sem átti að koma út fyrsta nýársdag kom ekki út fyr en eptir kjörfund- inn og var sá meinlegi og skammarlegi drátt- ur á útkomu hans einungis prentsmiðjunni að kenna, því vjer afhentum handritið á þriðja í jólum og samkvæmt skriflegum samningi átti hann að vera fullprentaður eptir 2 daga, en nú tók það tíu daga að setja hann og prenta, og verðum vjer því að biðja kaup- endurnar innilegrar afsökunar á drætti þess- um, en þó sjerstaklega kaupendurna úti um landið, því allir póstar voru farnir, er blaðið kom út. Endurskoðunarmennirnir voru nú kosnir til 5 ára, því að rjettu lagi áttu þeir að kjós- ast í fyrra, — sama ár og kosning fer fram til bæjarstjórnar, en sökum óreglu, sem komst á kosning þessara manna fyrir mörgum ár- um til baka; þar sem ckki voru þá kosnir endurskoðunarmenn í 7 ár, þá stafaði þessi glundroði á kosningu þeirra frá þeim tíma. En þótt bætt sje nú úr þessu, þá þarf samt nauðsynlega að breyta því lagaákvæði, að kjósa báða endurskoðunarmennina í einu, þannig: að annar þeirra sje jafnan kosin, þá er kosning fer fram til bæjarstjórnar, yrði þá ávallt annar þeirra vel kunnugur málunum, sem er mjög nauðsynlegt. -— Það er vonandi að þingmaður okkar taki málefni þetta til meðferðar á næsta alþingí. Almennt eru bæjarbúar vel ánægðir með kosningú þessa, sjerstaklega vona menn að landritarinn geti komið því til leiðar, að það verði nú ekki lengur einungis „próforma" að hafa endurskoðunarmenn til að athuga bæj- arreikningana. — Björn augnalæknir er einn- ig sagður vel fallinn til þessa starfa, bæði hvað tíma og hæfilegleika áhrærir Hin lengsta líkhrínging í heimi. Það voru allt annað en huggulegir dagar í höfuðstaðnum fyrir jólin, hvar sem tveir lúttust, var þetta fyrsta ávarpið: Hvað er þettað, hvað getur þettað verið, er kominn sá manndauði í bæinn að það þurfi að vera að jarðhringja líka á næturna? Jeg veit ekki, jeg skil ekki hvað þett- að ógnar bam, bam og bim, bim getur boðað, það getur engum dulist, að það er líkhringing, og angistarsvitinn pípti niður af hinum hjartveiku í borginni, og enginn var svo hraustur, að honum

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.