Sunnanfari - 01.11.1891, Side 2
38
talið ólíklegt, að það yrði málgagn fyrir skoð- j
anir »socialista«. þ>ó fór það ekki svo, en all-
miklum hreðum átti hann í við ýmsa menn í
blaði sínu, enda var opt að honum vegið og
ekki ætíð karlmannlega. Blaðið ko*m út að eins
4 ár. A þessum árum hafði hann á hendi all-
tnikil skrifstofustörf, og hafði hann því alt of
lítið tóm til þess að vinna það, er honum lét
bezt. Hann var skrifstofustjóri alþingis sumarið
1889. Snemma í fyrra sumar var hann ráðinn
fyrir ritstjóra »Heimskringlu« í Winnipeg og hafði
hann það starf á hendi nokkuð meira en ár.
þ>á bað hann um lausn frá því starfi og ætlaði
að halda að vestan, fyrst til Kristjaníu og þaðan
til Kaupmannahafnar til þess að leita sér atvinnu;
en dauðinn kom að honum óvörum; eptir fjögra
daga legu var hann liðið lík, það var 19. d.
Agústm. þ. á. Jarðarför hans fór fram í Winni-
peg með miklum sóma og voru um 1000 manns
þar við staddir.
Jarðarförin varVestur-íslendingum tilsæmdar,
og naumast hefði hún verið gerð svo vegleg á
íslandi; en einkennilegt er það, að þeir botnuðu
sögu hans, alveg óafvitandi, ekki ólíkt því, sem
hann sjálfur mundi hafa bo.tnað sögu af gáfuðum
ólánsmanni, því honum var sýnd meiri virðing
í líkkistunni en í öllu lífinu
Honum var því ávinningur að deyja.' Dauð-
inn hefir haldið sáttafund, og nú eru allir fúsir
á að gleyma brestum hans og geta.þess eins,
sem hann gerði vel. Og svo mun það líka verða
framvegis, því ætíð mun verða getið um nokkrar
af sögum hans, þegar það er nefnt, sem bezt
hefur verið ritað og með mestri list á vora tungu á
þessari öld. En íslenzkum bókmentum var hinn
mesti missir að honum, og því tilfinnanlegri,
sem færri eru til þess að fylla skarðið.
Hann trúði lítið á mennina og svo fer þeim
opt, sem ekki trúa á sjálfa sig. þ>að bjó hjá
honum rík fyrirlitning fyrir breyzkleika þeirra og
óheilleika, og þessi fyrirlitning hafði eflaust áhrif
á breytni hans sjálfs. Fullkominn »pessimisti«
var hann þó ekki, eða ef hann var það, eða hélt
hann væri það, þá var hann ekki sjálfum sér
samkvæmur. Honum varð það alveg ósjálfrátt
að afsaka olbogabörn lífsins og það bæði sem
blaðamaður og skáld. Hann þarf ekki annað en
sjá betlikerlinguna, til þess að geta sér góðs til
um hana:
Hún var kanske perla, sem týnd í tímans haf
var töpuð og glötuð, svo einginn vissi af
eða gimsteinn, sem forðum var greiptur láns í baug
— en glerbrot var hún orðin á mannfélagsins haug.
Nú, þegar svo mikið hefir verið ritað í tilefni
af dauða hans, væri það að bera í bakkafullan
lækinn að fjölyrða í þessu blaði, þegar ekki eru
föng að rita enn ýtarlegar, en þegar hefir verið
gjört af öðrum. En sjálfsagt þótti oss að láta
nokkrar línur fylgja mynd þeirri, er blað vort
flytur af honum; hún er gerð eptir Ijósmynd af
honum, er tekin var á stúdentaárum hans hér í
Kaupmannahöfn.
Gestur Pálsson var maður ljúfur og lipur í
umgeingni, því var það um marga, er kyntust
honum skamma stund, að þeir báru til hans
jafnan eptir það hlýjan vinar hug; eg var einn
af þeim.
Sigurður Hjörleifsson.
Sumarlokakvæöi
Eptir Mála-Davið.
[Meðal alþýðu manna á íslandi hafa opt verið, og eru
ef til vill enn, betri skáld, en menn alment hafa nokkurn
grun um. Einn af þeim mönnum hefir verið Mála-Davíð.
Hann hefir vtrið eitthvert einkennilegasta og bezta skáld á sinni
tíð (f. um 1773, d. 1839) og hefir borið langt af öllum samtíða
skáldum að íslenzkum þrótt. Hann er svipaðastur Bólu-
Hjálmari í kveðskap, en er bæði lærðari, meiri persóna og
meiri skörungur í mannfélaginu. En því merkilegra er það,
að aldrei skuli liafa verið vakin eptirtekt á manninum;
munum vér því síðar hér í blaðinu rita nokkurn þátt um
Davíð, en til bráðabirgða tökum vér eptir hann kvæði það,
er fer hér á eptir, og sem mun vera ort nálægt 1800 fyrir
séra Brynjólf Ólafsson á Sandfelli í Öræfum].
Yndishagur stutla stund stúlku Braga gladdi,
einka fagur unn og lund orma dagur kvaddi.
Sex már.aða sumardvöl sinnisglaðir hrósum,
hóra traðar fýsti föl fræin baða í rósum.
Raums hýsnoppu hreifðu sór hvirfils soppar frjóu,
limgræn, doppuð lauf og ber, lilju toppar hlóu.
Vottinn Onars vísar mey víðrýnt sjónarskarið,
leingur þjóna átti ei aldar hjónaparið.
Væru stanzar nöðru nótt, næði manns ei hagnar,
jurtakranzar fölna fljótt, fugladanzinn þagnar.
Dýrum eltir fróa frá, friðar heltir rólið,
baga geltir öxlum á eðlis veltu hjólið.