Sunnanfari - 01.11.1891, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.11.1891, Blaðsíða 4
40 pilta, nema full ástæða væri til þess. þ»að var þverbannað að reykja í skólanum og var það þó opt gert, þótt ekki væru eins mikil brögð að því á umsjónardögum Jóns Arnasonar og seinna og kemur það ef til vill með fram af því, að Jón var mjög lyktarnæmur, svo menn þorðu varla að reykja, þar sem hans gat verið von á hverri stundinni, en »nóta« vís, ef upp kæmist. Eins var Jón mjög naskur að sjá á kendum mönnum og var lyktinni kent um, en ekki aug- unum þ>að eru til margar kátlegar sögur um viðureign Jóns við pilta, þegar þeir komu kendir upp í skólann. Piltur einn misti konjaksflösku á skólagánginum og fór hún í þúsund mola. Jón kom að og spurði hverju þetta sætti. Pilturinn sagði að vatn hefði verið á flöskunni, en Jón lyktaði hvað klukkan sló og »nótéraði« piltinn. Einstaka pilti var illa við Jón og voru það einkum þeir, sem hann hafði orðið at nótéra fyrir drykkjuskap eða aðra óreglu; gerðu þeir Jóni stundum einhverjar glennur, en það hefir þó víst fremur verið af strákskap en illvilja. Aptur var flestum piltum vel við hann. Hér á ekki við að dæma, hvernig Jóni hafi farizt um- sjónin, en þó má fullyrða, að hann hafi eingu síður haft lag á piltum en aðrir umsjónarmenn »Reykjavíkur lærða skóla«. Jón Arnason var fjárhaldsmaður mjög margra pilta og mér er til efs að nokkur maður í Reykja- vík hafi optar haft það starf á hendi en Jón. Eg veit ekki betur en að hann hafi staðið vel í þeirri stöðu sinni, og víst er, að honum virtist vera sérstaklega ant um skjólstæðínga sína. Optast talaði hann um vitnisburði þá, sem við höfðum feingið, þá og þá viku, og hældi okkur, ef okkur hafði geingið vel, en fann að ef hitt átti sér stað. Eg man sérstaklega eptir því, að eg fékk einu sinni »tvo« í íslenzku, fyrsta veturinn minn í skóla. Jón varð alveg hissa, þegar hann sá það, því eg var ekki vanur að fá svo vondan vitnisburð, og sagði: Bitti nú!1) Olafur frændi. Hvað er að tarna?, og svo fór hann eitthvað að vanda um við mig, að eg myndi ekki hafa lesið o. s. frv. J>ess er áður getið, að Jón tók opt pilta tali á skólagánginum eða í svefnloptinu og ræddi við þá um landsins gagn og nauðsynjar eða l) J>að var oiðtak hans. öllu fremur einhver mál, sem snertu sögu íslands eða bókmentasögu, því þar var hann mjög vel heima. J>ó var honum einn kærast að tala um íslenzkar þjóðsögur eða þjóðtrú eða önnur sams- konar efni. Hann gerði ýmist að fræða okkur og var þá mjög skemtilegt að heyra til hans, því ekki vantaði hann þekkíngu, eða að spyrja okkur um hitt og þetta, einkum úr sveit þeirri, sem hann vissi að við vorum úr. Stundum spurði Jón að ýmsu, sem var svo alkunnugt að flestir meðalskynsamir menn hlutu að vita það og var þá að heyra á honum, að hann hefði ekki vitað það, þegar honum var svarað rétt. Eg man að eg var opt að furða mig á, hvernig staðið gæti á þessu. Seinna hefir mér dottið í hug, að hani; hafi spurt að því, sem hann vissi vel, til að reyna hvað þeir ristu djúpt, sem hann átti orðastað við, þvi að þóttþað væru optast myndarpiltar, sem hann tók tali, þá ræddi hann opt við þá, sem taldir voru fremur daufir í dálkinn. J>að er ávalt skemtun að tala við jafnfróðan mann og Jón Arnason var, og annað var líka, sem gerði það að verkum, að svo skemtilegt var að tala við hann. Jón var allra manna orðheppn- astur og þurfindnari en flestir aðrir, ef svo má segja. Mér hefir stundum dottið Halldór Snorra- son í hug, þegar eg hefi hugsað um þessa þurru kýmni, sem Jón átti til í vitum sínum. Málróm- urinn hefir ef til vill stutt að því, að mart sem Jón sagði varð svo skrítið þegar það kom út úr honum, því hann var mjög einkennilegur. Mér er ómögulegt að lýsa honum. Hann var eitt- hvað í áttina til nefróms. Enn var eitt, sem Jón Arnason hafði sér til ágætis að því er viðræður snertir. Hann talaði betra mál en flestir aðrir. Honum var mjög sýnt um íslenzkuna, og sézt á þvi, sem hann á beinlínis i J>jóðsögunum að hann hefir ritað mjög gott mál. Hann var þó eingan veginn hræddur við það, sem venjulega er kallað »plebleiismar«, hvorki í ræðu né riti, og þótti meira að segja mjög gaman að sveita- orðum. E!g man að við vorum einu sinni að tala um ýms orð, sem þýddu að éta (borða, þeir sem það vilja heldur) og kunni Jón fjölda af þeim. Einna mest fanst honum um »að sletta í slókinn«. Jóni var ekki síður sýnt um íslenzk fræði en íslenzkuna sjálfa og hafði hann varið öllum tómstundum sínum til að kornast niður í sögu

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.