Sunnanfari - 01.11.1891, Síða 6

Sunnanfari - 01.11.1891, Síða 6
42 haldið að þau hafi mestir auðmenn verið allra á ís- landi, og er það eðlilegt, því að þar hlaut mikið fé að lenda á einum stað, sem saman kom auður ættar Lopts ríka og Vatnsfjarðarættarinnar, því að þar stóðu margar stoðir undir. Eptir því, sem Espólín getur i Arbókum sínum (II, 70) um að menn hafi talið fasteign Björns og lausafé, ætti það að hafa verið rífiega upp á tvær milljónir, en fyrir þvi eru eingin rök. En hitt er vist að maðurinn var stór- rikur. Til er skiptabréf eptir Björn þorleifsson gert 23. Október 1467 í Vatnsfirði, og höfum vér enn frumrit þess. Af þvi má vel sjá, hvað börn Björns feingu bæði í föstu og lausu, en eptir þvi er örðugra að ákveða með vissu hluta Olafar konu Björns. En til er skiptabréf eptir Olöfu gert á Skarði 15. Apríl 1480 og má af þvi fá nokkurn- veginn fulla vissu um fasteignir hennar og kúgildi, og förum vér eptir því hér, bæði af því, er vér sögðum fyrr og svo af hinu að eigna upphæðin er | hér réttari en i skiptabréfinu 1467, sem er óskipu- I lega samið, þvi að hér er bæði búið að draga frá | skuldir þær, er hvíldu á búinn 1467 og eins þær jarðir, er erfingjum Guðmundur Arasonar var slcilað aptur 3. Júli 1477. Eptir skiptabréfinu 1467; fékk hver þeirra bræðranna sona Björns og Ólafar Arni, þorleifur og Einar 480 hundraða í fasteign og Solveig systir þeirra 247 hundruð. það eru alls 1707 hundraða. Sé hundraðið virt á 150 kr. þá yrðu það alls................................. 259,050 Fasteign sú sem skipt var eptir Ólöfu 1480 var alls 2760 hundraða ........ 414,000 I virðingarfé fékk hver sonanna 1467 hálft tólfta hundrað, en Solveig sex hundruð............................................. 4,050 Öll systkinin feingu 1467 alls 700 kú- gildi (65,34 kúg.)......;.............. 45,738 Til skipta komu eptir Ólöfu 1480 alls 711 kúgildi og hálft betur eða hér um bil............................................. '46,479 Virðingarfé eptir Ólöfu 1480 er ekki talið, en í skiptunum eptir Björn 1467 eru henni taldir fjórir tigir og eitt hund- rað. það yrði hér um bil ....................... 4,100 A Skarði voru 1480 óreiknaðir 17 hestar, er þeir bræður skyldu skipta sjálfir. þeir gerðir upp og niður á 70 kr. verða.............................. 1,190 Nú er í skiptabréfinu 1480 ótalinn hluti Solveigar Björnsdóttur, en hún átti að fá helming við hvorn bræðra sinna eða nálægt.......................... 115,120 J>etta er alls 889,727 kr. Arstekjur af þessum auð með fjóra af hund- raðí hefðu þvi átt að vera 35,589 kr. En þess skal getið að skiptabréf þessi eru svo löguð, að ekki verður séð hvað kvikfé á búurn þeirra Björns og Ólafar var mikið og heldur ekki nein vissa um innanstokks muni, svo að óhætt mundi vera að bæta hér við einum 20,000, svo að auður Björns hefir sjáifsagt verið ríflega 900,000 kr. í núgildandi fé, eða jafnvel fram undir milljón. Dr. JÓn Stefánsson er 22. September þ. á. orðinn aðstoðarmaður við konunglega bókasafuið í Kaupmannahöfn. B. Steincke kaupmaður lézt hér i borginni um Mikkjálsmessuleytið síðastliðið. Dr. Jón Þorkelsson rektor hefir feingið styrk hjá Carlsbergssjóði, er Vísindafélagið danska ræður yfir, til þess að gefa út hina nýju viðbót sína við íslenzkar orðabækur (Supplement til islandske Ordböger). Ólafur Haldórsson skrifstofustjóri i íslenzku stjórnardeildinni er farinn til ítaliu (Corsica) og verður þar í vetur sér til heilsubótar. Edvald læknir Johnsen hefir verið i Berlín mikið af Októbermánuði. Gleðilegt tákn tímanna er það fyrir hina ís- lenzku kirkju, að nú eru uppi tvö blöð íslenzk, »Sameiningin« og »Kirkjublaðið«, til eflingar kristin- dómi og kirkjulífi, og eru líkindi til að bæði muni geta staðizt. En fyrir tólf—þrettán árum var Kirkju- tiðindunum tekið svo dauflega, að þau urðu vart ársgömul. Sameiningin er nú bráðum sex ára og er það sjálfsagt henni töluvert að þakka, að þess- ari kirkjulegu lognmollu hefir eins og dálítið létt af, jafnframt því sem blaðið hefir ætíð verið hvetj- andi til framtakssemi og starfs. Auglýsing um »Sameininguna« mun framvegis standa i Sunnanfara. Laura kom frá íslandi 27. Okt. og fjöldi far- þegja með, svo sem Tryggvi kaupstjóri Gunnars- son, Magnús úrsmiður Einarsson, Chr. Johnasen Akureyrarkaupmaður, Gunnar stúdent Hafstein, Snæ- | björn verzlunarmaður Arnljótsson, séra Jón Björnsson I áStokkseysri (á Jórsalaför), Bache verzlunarfulltrúi frá Vopnafirði, Gísli Amundsson (bróðir Einars i Nesi), Bjarni skipstjóri afísafirði, jungfrú Jensen frá Akureyri, Magnús snikkari þórarinsson, Jón Vigfússon verzl- unarmaður Sveinn, kaupmaður Sigfússon o. fl. Félagið „ísland“ byrjar fundi sína sunnudaginn 8. Nóvember í »Larsens Lokale« St. Annæ Plads 13. Nýir félagsmenn teknir í Félagið. Á fundum verða haldnir fyrirlestrar af íslenzkum mönnum og út- lendum. Dans, spil og önnur skemtun. Fundir hefjast kl. 8 e. h. Allir íslendingar velkomnir.

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.