Sunnanfari - 01.01.1893, Page 3
G7
Eg skal kveða um allar nætur
áður en nokkur reis á fætur,
einginn gaf að okkur gætur,
úti tefldum dægrin laung,
hlýddum fögrum fuglasaung;
að minnast þess af glæði grætur
og gleymir hjartað kvíða;
ekki reikaði hugurinn minn þá víða.
Eg hef á svo mart að minnast,
hvað mér og þér var ljúft að finnast,
með því eina máske vinnast
mætti að stytta dægrin laung
líkast fögrum fuglasaung;
þá saklaus hjörtun saman tvinnast
sæt er ástin blíða;
ekki reikaði hugurinn minn þá víða.
Ár og stundir eg skal vaka,
eins og fugl i skógi kvaka,
að mér dauðum endurtaka
íslands tindar kvæðin laung
líkust fögrum fuglasaung,
svo þig gleðji sérhver staka
og sáran létti kvíða;
ekki reikar hugurinn minn þá víða.
Meðan þinn er bjartur barmur
og býr þar inni nokkur harmur,
meðan þinn er mjúkur armur
mun eg flytja kvæðin laung
líkust fögrum fuglasaung,
unz grafar yfir grúfir barmur
grát og von og kvíða;
ekki reikar hugurinn minn þá viða.
|>ótt eg hætti þessu sinni
þú átt nóg í sálu minni,
þó harmi þínum lítið linni
og langi meir í grafar þraung
heldur en fagran fuglasaung,
seinna fróar sálu þinni
á saungva mína að hlýða;
ekki reikar hugurinn minn þá víða.
Vínland. Nafniö Vínland á kortum fyrir
daga^Kólúmbusar og Islandsferð hans.
12. Október 1892 voru liðin 400 ár síðan
Kristófórus Kólúmbus sté fyrst fæti á land á
eyju eina við Vesturheim og nam hana í nafni
Spánarkonungs. J>etta voru upptökin til land-
náms Spánverja í suðurhluta Vesturheims.
Nokkrum árum seinna fór John Cabot í far Kól-
úmbusar og fann norðurhluta Vesturheims og
stafa^þaðan yfirráð þau, sem hinn enski þjóð-
flokkur hefir ávalt haft og hefir enn yfir lönd-
um þessum. Landafundir Kólúmbusar hafa haft
meiri áhrif en flestir aðrír atburðir síðan sögur
hófust, því þar sem áður var strjálbygt af eir-
rauðurn Indverjum, eru nú stórborgir á hverju
strái. þ>ar sem áður voru óyrktir vísundahagar
eru nú frjóvsamir hveiti eða maís akrar. Nú
geisa eimvagnar með fleygiferð þar sem Ind-
verjar læddust áður á loðskóm sínum og það
er enn ekki séð fyrir endann á öllum þeim fram-
förum og öllum þeim blóma, sem Vesturheimur
á fyrir höndum. Reyndar hafa byssurnar og
brennivínið, kristnin og kveifarskapurinn, sem
ávalt er samfara henni’og mentuninni, kipt á
burt heilum þjóðflokkum, sem áður lifðu góðu
lífi í Vesturheimi, þegar Kólúmbus kom þang-
að, og Indverjaþjóðir þær sem enn eru eptir,
hafa týnt mjög töfunni og eiga við ramman reip
að draga, en ariski þjóðflokkurinn hefir aptur
»aukizt og margfaldazt« svo mjög í Vestur-
heirni, að það sætir furðu, enda lítur svo út,
sem náttúran hafi sérstaklega ætlað hann til að
drottna yfir öðrum mannflokkum.
þ*egar gætt er að þvi, hve fundur Vestur-
heims 1492 hefir haft stórkostleg áhrif á menn-
ingu og hagsæld allra siðaðra þjóða, er ekki að
furða þó haldin væri stórkostleg minningarhátíð
í Október í fyrra til minja um það er Kólúmbus
fann Vesturheim. Hin risavaxna sýning í Chi-
cago, sem á að opna í vor, er líka stofnuð í
sama skyni og ýmislegt fleira hefir verið gert
og á að gera í sömu áttina. Meðal annars hafa
verið ritin ýms rit um fund Vesturheims og er
þegar getið um eitt þeirra í 6. blaði Sunnan-
fara 1892. í flestum þessum ritum er getið um
íslandsför Kólúmbusar og rætt um það aptur
og fram, hvort hann hafi komið til íslands eða
ekki, og hvort hann hafi þekt nokkuð til Vín-
landsfundar Leifs Eiríkssonar.
Til er æfisaga Kristofórusar Kólúmbusar á
ítölsku, sem eignuð er Fernando launsyni hans
og er drepið þar á, að hann hafi komið til Tile
(íslands) eða í grend við það í Febrúarmánuði
1477. Frásaga þessi er mjög óljós, og má vel
vera að hún sé tilbúningur frá upphafi til enda.
þ>að lítur svo út sem menn hafi ekki tekið eptir
bendingu þessari um Islandsför Kólúmbusar fyr
en 1833. þ>á ritar Zahrtmann grein í Tidskrift
for Nordisk Oldkyndighed um norðurferðir Zení-
anna og drepur þar á hana, en Finnur Magnús-
son leitast við að rökstyðja hana enn þá frekara
í fróðlegri grein um Englendinga á íslandi á 15.
öld í sama árgangi og kemst að þeirri niður-
stöðu, að Kólúmbus muni hafa komið á land í
Hvalfirði og hitt þar Magnús biskup Eyjólfsson,
sem menn vita að var þar á vísitazíuferð ein-
mitt sama árið. Nú hafði Magnús biskup áður
verið ábóti á Helgafelli; segir Finnur að við
Helgafellsklaustur muni hafa legið frásagnir um
Vínlandsfarir íslendinga til forna, þvi Græn-
landsför voru vön að leggja út frá Breiðafirði,
en Vínlandsfararnir fóru frá Grænlandi, eins og