Sunnanfari - 01.01.1893, Qupperneq 6

Sunnanfari - 01.01.1893, Qupperneq 6
70 land nær meginlandinu og stendur við það: »WItland | gésydola | tra«"eða: »Vindland. Heiðin þjóð«. A hinu kortinu í British Museum frá 13. öld er heimurinn líka sporöskjulagaður, en hvass í báða enda. þ»ar eru líka ýmsar eyjar fyrir suð- vestan meginlandið: Noregur, Orkneyjar, Dan- mörk og Tyle. Enn er þar Vindland »Wynt- landia« og ísland (jjslandia) vestur af því og nær leingra suður. Allar^ eru eyjarnar fer- strendar en mislangar. A konungsbókasafni í París er kort frá 14. öld, sem líka er prentað hjá De Santarem. far eru meðal annars nöfnin »Norlbegia« (Noregur), »jslandia« (ísland) og »Wunelandia« á norðurhelmíngi jarðar og er Vínland hér fyrir vestan ísland. I kortasafni Jomard’s. Paris, er meðal annars kort frá 14. öld. J>að er líka sporöskjulagað og eyjar nokkrar fyrir suðvestan meginlandið. þ>ar er Bretland hið mikla, Noregur og ísland, en norður af þeim er »Wyhilandia« vestur undan Westphalia, Suevia og frisia eða þýzkalandi yfir höfuð. Allar eru eyjar þessar leingri en þær eru breiðar og standa eingin nöfn á þeim önnur en aðalnöfnin. Kort þau sem enn hefir verið getið um gefa litlar bendingar um, hyað eyja þessi sem nefnd er Wítland o. s. frv. á að þýða, en nú vill svo vel til, að sama landið eða eyjan er nefnd á tveimur kortuin ennþá og fylgir þeim stutt lýsing. Fyrra kortið er kringlukort Ran- úlfusar de Hyggeden 1360 og fylgir það riti hans er Polycronicon heitir. þ>ar eru enn ýmsar eyjar suðvestur trá meginlandinu. þ>ar er Bret- land hið rriikla, Noregur, ísland o. s, frv. og standa þessi seinustu nöfn á sömu eyjunni. Norðvestur undan henni eru enn tvær eyjar: »Winelad« nær meginlandinu, en »tile« vestar. Allar eru eyjar ferstrendar, en misbreiðar og langar. Vínland er Jangt og mjótt, en sneitt af norðausturhorninu. í Polycronicon er stutt lýs- íng á Winelad og er það nefnt þar Wyntládia, en Wytlandia úti á spássíu: »Eyja þessi er fyrir vestan Danmörk og er hrjóstrugt land og erlendir menn trúa að þeir (þ. e. landsbúar) selji vind sjómönnum þeim, sem koma þar í lægi eða hafnir, svo sem hann væri læstur undir hnútum á bandi. Og þegar hnútarnir voru leystír breyttust vindarnir (áttirnar) að vilja þeirra«. Hitt kortið sem lýsíng fylgir, er það sem áður hefir getið um úr Rudimentum Novitiorum 1475. »Vinlád« liggurhér milli Gothia (Svíþjóðar) og holsacia (Holtsetalands) á meginlandi upp, en annars er það ekkert að marka, því löndunum er skipað alveg af handahófi eða því sem næst. í bókinni sjálfri er lýsing þessi á Vínlandi: »Vin- landia er land, sem liggur austan við fjallbygð- irnar í Noregi á sjáfarströndinni. J>að er fremur ófrjóvsamt nema að því er snertir gras og skóg. Landsbúar eru ósiðaðir, ruddalegir og fást við töfralistir. þ>eir hafa vind á boðstólum við sjómenn þá, sem dveljast við strendur þeirra eða hjá þeim vegna byrleysis og selja þeim hann. f>eir búa til þráðarhnykil og binda utan um hann nokkra hnúta og segja að leysa skuli þrjá hnúta eða fleiri, þegar þeir vilji fá hvassari vind. Ararnir leika nú á þá vegna vantrúar þeirra og æsa loptið og vekja meiri eða minni vind, eptir því sem þeir leysa fleiri þráðarhnúta eða færri, og svo æsa þeir vindinn, að hinir vesælu menn, sem trúa á þetta farast, að rétt- látum dómi guðs«. Vínland er ekki nefnt á fleirum kortum að fornu fari svo eg viti, og verður því að tjalda því sem til er, eða kortum þeim sem nefnd hafa verið. Eins og áður er getið um, er lítið að marka lögun landanna eða afstöðu á gömlum kortum, og sést það berlega á því, að »Vín- land« er ýmist látið vera eyja eða á landi upp og optast ferstrent, en nú vita menn að ekkert land með náttúrlegum takmörkum er þannig í laginu. Hvorugt þetta getur þvi hjálpað til að ákvarða, hvað »Vínland« á gömlu kortunum á að þýða. Lýsingarnar skera aptur fyllilega úr því og sést berlega á þeim, að land það, sem þau kalla »Wítland« o. s. frv. á að vera Finnmörk. Finnmörk stendur á ýmsum gömlum kortum eða eitthvert nafn, sem á að tákna hana, en á eingu af þeim, sem hafa verið nefnd hér. J>að er vitaskuld að Finnmörk liggur á landi upp, en það kemur ekki í bága við, að »Wítland« o. s. I'rv. geti bent til hennar, eptir því sem áður er sagt. Enn eiga lýs’ngarnar vel við Finnmörk og hugmyndir þær, sem menn gerðu sér um Finna í gamla daga, en alls ekki við Vínland. Finnmörk er hrjóstrugt land, eins og kunnugt er, og Finnar hafa eflaust verið mjög ósiðaðir í gamla daga. f>eir tóku ekki kristni fyr en á 18. öld öndverðri, og má því færa til sanns vegar klausuna, sem stendur á öðrukortinu frá 13. öld. Enn er gert ráð fyrir því í lýsingunum að sjómenn komi opt til Wítlands, en það gat ekki átt sér stað með Vínland í Vesturheimi. Loks- ins eiga Wítlendingar að selja vind og á það vel við Finna. J>að var almenn trúa fram undir 1700, að þeir væru veðurgerðarmenn miklir og hefðu byr og byrleysi alveg í hendi sinni og er mjög sennilegt að sagan, sem Blefken (1607) segir um vindsölu íslendinga, sé einmitt sniðin eptir samskonar sögum, sem geingið hafa meðal ómentaðra sjómanna um Finna. f>að má þvi telja fullvist, að þar sem getið er um WTtland o. s. frv. á gömlum kortum er átt við Finnmörku, en ekki Vínland, og að það bendir alls ekki tií þess, að útlendingar hafi þekt nokkuð til Vínlandsfundar íslendinga, þó nafn þetta komi fyrir í gömlum kortum. |>etta getur því ekki að neinu leyti talizt máli því til sönnunar,

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.